Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 32
HESTAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI HAFI einhvern tímann verið skiptar skoðanir um það hvort skynsamlegt sé að skipta Íslands- móti í mót hinna yngri annars- vegar og hinsvegar mót fullorðinna má ætla að slíkur skoðanamunur sé nánast úr sögunni. Hörður í Kjósarsýslu hélt Íslandsmót yngri flokka um helgina þar sem allt tókst með miklum ágætum við mikla velþóknun veðurguða. Það sem stendur upp úr af þessu vel heppnaða móti er tví- mælalaust afar góður hestakostur og góð reiðmennska knapanna í hvívetna. Keppnin var æsispenn- andi í flestum greinum og er hreint með ólíkindum hversu gott vald hinir ungu knapar hafa á hestum sínum. Á engan er hallað þótt nefnd séu af því tilefni til sög- unnar stóðhesturinn Vígar frá Skarði og Rakel Nathalie Krist- insdóttir. Þau sigruðu í tölti barna og var hreint unun að horfa á sam- spil þeirra. Þá var töltkeppni unglinga æsi- spennandi þar sem til þurfti bráða- bana til að útkljá hver hlyti sig- urinn sem hafnaði hjá Elínu Hrönn Sigurðardóttur á stóðhest- inum Sæla frá Holtsmúla, en hann er albróðir hins fræga Suðra frá Holtsmúla. Miklar sviptingar urðu í fimm- gangi ungmenna þar sem Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi mikla þrautseigju og harðfylgi er hún tryggði sér sigurinn í úrslitum eft- ir að hafa verið í öðru til fjórða sæti eftir forkeppni. Ekki verður annað séð en þetta fyrirkomulag um tvískiptingu Ís- landsmóta sé komið til að vera. Fjárhagsafkoma þessa móts og hins fyrra sem haldið var af Sörla í Hafnarfirði er réttu megin hryggj- ar og því greinilegt að hægt er að gera þetta án þess að úr verði fjár- hagslegur baggi fyrir félögin sem taka mótin að sér, að því tilskyldu að vel sé staðið að öflun styrkt- araðila. Miðað við aðsókn að þessu móti, sem var vel viðunandi, má ætla að sú athygli sem ungdóm- urinn fær á þessum mótum valdi því að séu betur sett á slíku móti en einu tröllauknu Íslandsmóti eins og sameiginlegu mótin voru orðin. Það er stundum betra að vera stór fiskur í litlum en sjó en lítill fiskur í stórum sjó. Ungir hestamenn í harðri baráttu á Varmárbökkum Vel heppnað Íslandsmót styrkir skipt- ingu mótanna Morgunblaðið/Vakri Eftir harða keppni í fjórgangi ungmenna höfðu Kristján og Hlökk sigur, næst eru Sveinbjörn og Surtsey, Berglind og Seiður, Þórunn og Gjöf, Bylgja og Hnota og Signý og Framtíð. Nú í annað sinn var haldið sérstakt Íslandsmót yngri flokka og þótti vel til takast. Unga fólkið sýndi frábæra reiðmennsku á úrvals gæðingum og hafði Valdimar Kristinsson ásamt fjölmörgum áhorfendum mikla ánægju af að horfa á. Keppnin í tölti unglinga var nokkuð dæmigerð fyrir mótið. Ekkert gefið eftir fyrr en í fulla hnefa og þurftu Elín H. Sigurðardóttir og Sæli að heyja bráðabana til að tryggja sigur í töltinu. Ekkert lát er á Seiði frá Sigmundarstöðum þótt átján vetra sé orðinn en hann og Berglind Rósa náðu í einkunn yfir níu fyrir yfirferðartölt. Morgunblaðið/Vakri Systurnar Hekla og Rakel stóðu sig með miklum sóma og unnu sigur í tveim- ur greinum. Þær sitja hér gæðinga sína, Hekla á Össu og Rakel á Vígari. Ungmenni/tölt 1. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gjöf frá Hvoli, 7,13/7,66 2. Sveinbjörn Bragason, Mána, á Surtsey frá Feti, 7,13/7,36 3. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Seið frá Sigmundarstöðum, 7,84/7,27 4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Grun frá Oddhóli, 6,60/7,18 5. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Meiri-Tungu, 6,76/7,15 6. Anna K. Kristinsdóttir, Fáki, á Háfeta frá Þingnesi, 6,70/6,98 Fjórgangur 1. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Meiri-Tungu, 6,70/7,05 2. Sveinbjörn Bragason, Mána, á Surtsey frá Feti, 6,63/7,02 3. Berglind R. Guðmundsdóttir, Gusti, á Seiði frá Sigmundarstöðum, 6,73/7,02 4. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gjöf frá Hvoli, 6,53/6,98 5. Bylgja Gauksdóttir, Andvara, á Hnotu frá Garðabæ, 6,43/6,92 6. Signý Á. Guðmundsóttir, Fáki, á Fram- tíð frá Árnagerði, 6,43/6,89 Fimmgangur 1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Drift frá Ytra Dalgerði, 6,54/6,72 2. Játvarður J. Ingvarsson, Herði, á Nagla frá Ármóti, 6,54/6,54 3. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gáska frá Reykjavík, 6,13/6,46 4. Sigurður S. Pálsson, Herði, á Kjarna, 6,54/6,33 5. Ari B. Jónsson, Herði, á Sölva, 6,54/5,81 Fimikeppni 1. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Stiku frá Kirkjubæ, 25,00 2. Freyja A. Gíslasdóttir, Sleipni, á Muggi frá Stangarholti, 24,67 3. Perla D. Þórðardóttir, Sörla, Síak frá Þúfu, 20,67 4. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Meiri-Tungu, 18,17 Íslensk tvík.: Sveinbjörn Bragason, Mána, Surtsey frá Feti,135,68 Skeiðtvík. og stigahæsti kn.: Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gáska frá Reykjavík, 127,20 og 262,13 Unglingar/tölt 1. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Sæla frá Holtsmúla, 6,67/7,07 2. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Muggi frá Hafsteinsstöðum, 6,87 3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Byl frá Kleifum, 6,56/6,74 4. Rósa Eiríksdóttir, á Snæ frá Suðurhlíð, 6,56/6,73 5. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 6,46/6,57 6. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,50/6,53 Fjórgangur 1. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Byl frá Kleifum, 6,60/7,10 2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Hrók frá Enni, 6,73/7,06 3. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,46/6,89 4. Valdimar Bergstað, Fáki, á Hauki frá Akurgerði, 6,10/6,69 5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Mekki frá Björgum, 6,23/6,45 6. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 6,23/6,34 Fimmgangur 1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Hlátri frá Þórseyri, 6,43/6,72 2. Eyvindur H. Gunnarsson, Fáki, á Huld frá Auðsholtshjáleigu, 5,70/6,70 3. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Ými frá Holtsmúla, 6,20/6,57 4. Róbert Þ. Guðnason, Mána, á Klæng frá Eyrarbakka, 5,66/6,20 5. Teitur Árnason, Fáki, á Prúð frá Kot- strönd, 5,86/6,02 Fimikeppni 1. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Hróki frá Enni, 19,50 2.–3. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Hauki, 16,382 3. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Freyju, 16,38 4. Margrét F. Sigurðardóttir, Sörla, á Fjólu frá Hrólfsstöðum, 14,88 5. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Darra frá Akureyri, 14,50 Íslensk tvík.: Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Byl frá Kleifum, 128,63 Stigahæsti kn.: Camilla P. Sigurðar- dóttir, Mána, 190,12 stig Börn/Tölt 1. Rakel N. Kristinsdóttir, Geysi, á Vígari frá Skarði, 6,73/7,11 2. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Össu frá Ölvisholti, 6,53/6,86 3. Lilja Ó. Alexandersdóttir, Fáki, á Ör frá Miðhjáleigu, 6,66/6,77 4. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, á Gyðju frá Syðra Fjalli, 6,36/6,65 5. Teitur Árnason, Fáki, á Hrafni frá Ríp, 6,37/6,44 6. Sara D. Traustadóttir, Ljúfi, á Hraunari frá Kirkjuferjuhjáleigu, 6,47/6,33 Fjórgangur 1. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Össu frá Ölvisholti, 6,43/6,65 2. Arna Ý. Guðnadóttir, Fáki, á Dagfara frá Hvammi II, 6,30/6,60 3. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, á Svás frá Miðsitju, 6,13/6,53 4. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, á Gyðju frá Syðra Fjalli, 5,97/6,52 5. Ragnar Tómasson, Fáki, á Frosta frá Glæsibæ, 6,27/6,49 6. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 6,33/6,48 Íslensk tvík. og stigah. kn.: Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Össu frá Ölv- isholti, 126,97 Úrslit í Íslandsmóti yngri flokka sem haldið var á Varmárbökkum í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.