Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 21 FÉLAG íslenskra leikara afhenti Þjóðleikhúsinu nýverið ljósmynd af Rúrik Haraldssyni leikara, en hann lést í janúar á þessu ári. Ljósmyndin er gefin í minningu Rúriks, en hann var einn af helstu leikurum Þjóðleikhússins um langt árabil. Á myndinni er Rúrik í hlutverki prófessors Henry Higgins í My Fair Lady, en verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 1962. Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri tók við gjöfinni af Eddu Þórarinsdóttur fyrrver- andi formanni FÍL, en Randver Þorláksson núverandi formaður félagsins og aðrir stjórnarmenn þess voru viðstaddir athöfnina. Randver segir að félaginu hafi þótt tilhlýðilegt að heiðra einn fremsta leikara þjóðarinnar með þessari gjöf, en myndin verður hengd upp á viðeigandi stað í Þjóðleikhúsinu. „Okkur fannst þetta falleg mynd af Rúrik,“ segir Randver, „og þetta var eitt vin- sælasta hlutverk hans og jafn- framt eitt vinsælasta verk sem Þjóðleikhúsið hefur sett upp. Rú- rik þótti með afbrigðum góður í hlutverki prófessors Henry Higg- ins.“ Minning Rúriks heiðruð Morgunblaðið/Jim Smart Edda Þórarinsdóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra leikara, Randver Þorláksson, núverandi formaður þess, og Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri með ljósmyndina af Rúrik Haraldssyni. G ÍTARLEIKARARNIR Eric Lammers og Þór- ólfur Stefánsson halda tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafsssonar í kvöld kl. 20:30. Þetta eru fyrstu tónleikarnir af fjór- um sem þeir halda hér á landi í sum- ar, en auk tónleikanna í Sigurjóns- safni munu þeir spila í Hafnarborg, Ketilshúsinu í tengslum við lista- sumar á Akureyri og á Þjóðlagahá- tíðinni á Siglufirði. Eric og Þórólfur starfa báðir í Svíþjóð og stofnuðu dúettinn Duo Campanas 2001 eftir að hafa kynnst á sumarhátíð fyrir gítarleikara í Svíþjóð. Spurðir um nafnið segja Eric og Þórólfur það vísa til gítarverksins Campañas del Alba eftir Eduardo Sainz de la Maza sem er einmitt í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Á síðustu þremur ár- um hafa þeir komið fram á ýmsum menningarhátíðum í Svíþjóð, en hafa auk þess lagt land undir fót og spilað í Danmörku og á Spáni. Spurður um efnisval kvöldsins svarar Þórólfur því til að hann hafi lengi dreymt um að flytja dúettana sem tónleikarnir hefjast og lýkur á. „Þegar ég hitti Eric var mig búið að dreyma um það í tíu ár að fá tæki- færi til þess að flytja þessa tvo dú- etta, því þeir eru uppáhaldsverkin mín,“ segir Þórólfur en tekur fram að þau séu afar sjaldan spiluð þrátt fyrir vinsældir þeirra enda þykja þau bæði tæknilega og tónlistarlega krefjandi fyrir flytjendur þó þau séu afar aðgengileg fyrir áheyrendur. Þetta eru verkin Tonadilla para dos guitarras eftir Joaquin Rodrigo og Sonatina Canonica pour deux guit- ares eftir Mario Castelnuovo- Tedesco, en bæði verkin voru upp- haflega samin fyrir eitt frægasta gítarpar heimsins, frönsku hjónin Alexandre Lagoya og Ida Presti. „Þau höfðu mikil áhrif innan gít- arheimsins því þau byrjuðu með þetta form, þ.e. að spila dúetta á tvo gítara og í framhaldinu fóru tón- skáld að semja sérstaklega fyrir þau,“ segir Þórólfur. „En Ida þótti einn besti gítarleikari sem uppi hef- ur verið,“ bætir Eric við. „Rodrigo er eitt þekktasta gítartónskáldið, en verk hans fyrir tvo gítara heyrast því miður alltof sjaldan þó þau séu með því besta sem hann hefur sam- ið,“ segir Þórólfur. Auk fyrrnefndra verka munu þeir Eric og Þórólfur frumflytja nýtt verk eftir Þorkel Atlason fyrir tvo gítara, sem nefnist Sonata in Re. „Þorkell tók afar vel í það að skrifa fyrir okkur verk þegar við leituðum til hans. Hann þekkir gítarinn afar vel, því hann lauk burtfararprófi á gítar áður en hann snéri sér að tón- smíðum, en hann lauk námi í tón- smíðum frá Rotterdam,“ segir Þór- ólfur og heldur áfram: „Við veittum því strax athygli með verkið hans hversu vel gekk að spila það á gít- arinn enda þekkir tónskáldið hljóð- færið og alla möguleika þess afar vel,“ segir Þórólfur. Í verkinu sækir Þorkell sérstaklega í gamla, ís- lenska þjóðlagahefð og notast þann- ig mikið við fer- og fimmundir auk þess að vinna með kirkjutóntegund- irnar. „Hann skrifar í mjög knöpp- um stíl,“ segir Eric og er mjög ánægður með verkið. „Það er auð- vitað alveg einstök tilfinning að fá að frumflytja nýtt verk, sérstaklega þegar það er gott,“ segir Eric og bætir því við að sér finnist óneit- anlega mun meira spennandi að frumflytja verk. Þórólfur tekur und- ir þessi orð og bendir á hversu ánægjulegt það hafi verið við und- irbúning verksins að eiga kost á því að ræða við tónskáldið og heyra hugmyndir hans um flutning þess. „En ég reyni nú alltaf að hugsa um öll verk, sama frá hvaða tímum þau eru, eins og þau séu ný. Ég reyni að gleyma öllu sem áður hefur verið gert við þau, því oft getur maður lent í að eiga við alls konar hefðir um hvernig eigi að flytja verkið sem eru bæði réttar og rangar,“ segir Þórólfur. Fjórða tónskáldið sem á efni á tónleikunum er Enrique Granados, en verkin tvö sem flutt verða í kvöld, Danza Espagnola no.2, Oriental og Intermedio, voru ekki upphaflega skrifuð fyrir gítara heldur um- skrifuð. Að mati Þórólfs eru hér um afar góðar umskrifanir að ræða sem unnar voru með fullri vitund og samþykki höfundar. Aðspurður hvort erfitt sé að finna góð verk fyr- ir tvo gítara svarar Eric því til að það geti verið snúið. „Auðvitað eru til afar góð verk, t.d. frá Frakklandi og Spáni en þau eru yfirleitt fremur nútímaleg og kannski ekki mjög að- gengileg fyrir venjulega áheyr- endur,“ segir Eric. „Eitt aðalmark- mið okkar er að draga fram í dagsljósið góða dúetta fyrir gítara auk þess að hvetja tónskáld til þess að semja tónverk fyrir þessa hljóð- færasamsetningu,“ segir Þórólfur og bætir við að þeir Eric séu alltaf með alla anga úti í leit að nýjum verkum og séu einmitt í tengslum við fleiri íslensk tónskáld. Eric og Þórólfur áætla að fara í upptökuver síðar á þessu ári til þess að taka m.a. upp efnisskrána sem þeir ætla spila hér á landi nú. Auk þess munu þeir nú í haust spila á vegum Ríkisútvarpsins í Svíþjóð þar sem þeir verða listamenn vikunnar. Gítardúettar í flutningi Duo Campanas í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Tæknileg verk og krefjandi Morgunblaðið/Jim Smart Eric Lammers og Þórólfur Stefánsson með gítarana á Laugarnestanga. EDDA Snorra Sturlusonar er ný- komin út á ensku í veglegri útgáfu undir merkjum bókaforlagsins Guð- rúnar. Textarnir í þessari útgáfu eru í þýðingu Jean I. Young og komu fyrst út í Cambridge árið 1954 undir titlinum „The Prose Edda of Snorri Sturluson“. Þess ber að geta að ekki er hér um allan texta Snorra-Eddu að ræða heldur veigamestu og þekktustu hluta hennar. Útgáfan er að sjálfsögðu fyrst og fremst ætluð enskumælandi lesend- um og er sem slík prýðileg kynning á þeim forna arfi sem norræn bók- menntahefð byggist á. Það sem ger- ir þessa útgáfu eftirtektarverða er þó ekki síður hinn myndræni hluti hennar, en bókinni er augljóslega ætlað að vekja athygli á þeim inn- blæstri sem myndlistarmenn liðinna alda og allt fram á okkar daga hafa orðið fyrir af lestri þessara fornu texta. Myndefnið og hönnun bókar- innar er þess eðlis að hún fellur auð- veldlega í flokk þeirra bóka sem á enskri tungu eru oft nefndar „sófa- borðsbækur“, þar sem þær eru í stóru broti og ríkulega mynd- skreyttar – tilvaldar til að handleika yfir kaffibolla og þess eðlis að fólk getur gripið niður í þær aftur og aft- ur. Myndefnið er mikið að vöxtum, í bókinni eru 322 myndir eftir nærri 60 listamenn af jafnólíkum toga og „Svisslendingurinn og rómantíski klassíkerinn Johann Heinrich Fus- eli, og nærri hundrað og fjörutíu ár- um yngri samlandi hans, módernist- inn Paul Klee“, eins og segir í eftirmála Halldórs Björns Runólfs- sonar að bókinni. Halldór bendir jafnframt réttilega á gildi þess hversu vítt sjónarhorn hefur ráðið ríkjum við val myndefnisins þar sem fulltrúar ólíkra landa, tímaskeiða og stílbragða eiga verk í bókinni. Svo fjölbreytilegt val hreyfir við ímynd- unarafli lesandans og myndrænu samspili þess við textann, í stað þess að njörva það niður í stílbrigðum einnar túlkunar og eins tíma eins og oftast er þó siður. Formáli Vésteins Ólasonar gerir einnig góða grein fyrir uppruna textanna og því um- hverfi sem þeir spruttu úr. Þótt það komi okkur, sem hér höf- um lifað með Snorra-Eddu í margar aldir, hreint ekki á óvart hversu tímalausa skírskotun þessir fornu textar hafa er engu að síður eft- irtektarvert að sjá í myndum þess- arar bókar hversu sterkt þeir virð- ast einnig höfða til erlendra listamanna, ekki síður á seinni tím- um. Verk þeirra Wassily Kandinsky, Paul Klee og Anselm Kiefer eru afar forvitnileg en sá síðastnefndi á reyndar tvö verk í bókinni, auk þess sem verk eftir hann prýðir kápuna. Vinnubrögðin við útgáfuna eru til fyrirmyndar; litgreining, prentun og frágangur er með ágætum. Þetta er því eiguleg bók sem er ekki síst áhugaverð þar sem hún afhjúpar með óvæntum hætti tengsl íslenskr- ar menningar við umheiminn og sí- kvika umbreytingu þeirra tengsla á löngu tímaskeiði. Myndræn tengsl við umheiminn BÆKUR Fornsögur/myndlist Snorri Sturluson. 351 bls. Gudrun, 2003. EDDA Fríða Björk Ingvarsdóttir EINNI stærstu glerráðstefnu heims, GAS, var að ljúka í Seattle í Bandaríkjunum en hún var nú hald- in í 33. sinn. Gallerí Global Art Venue í Seattle var einn af sam- starfsaðilum ráðstefnunnar og hélt sýningu m.a. á verkum Sørens S. Larsens. Á sýningunni var minning Sørens heiðruð en hann lést í bíl- slysi 28. mars sl. og hafði þá gert samning við galleríið. Hafði hann sent á annan tug verka á sýn- inguna. Ekkja Sørens, Sigrún Ó. Einarsdóttir glerlistamaður, sótti ráðstefnuna og hélt fyrirlestur um Søren og verk hans. Seattle er oft nefnd mekka glers- ins í Bandaríkjunum, þar býr einn þekktasti glerlistarmaður Banda- ríkjanna, Dale Chihuly, en hann sýndi á Kjarvalsstöðum árið 2000. Söfn borgarinnar, gallerí og gler- listamenn vöktu athygli á ráð- stefnunni og fór ekki fram hjá nein- um sem leið átti um borgina að glerið var í brennidepli. Heimasíða gallerísins er www.artvenue@net. Sørens minnst í Seattle Sören S. Larsen: Örkin hans Nóa. ♦ ♦ ♦ Nýtt Plöntukort Íslands er komið út og lýsir öllum helstu íslenskum plöntum. Sýndar eru 78 blóm- plöntur ásamt út- breiðslukortum og upplýsingum um blómgunartíma þeirra, stærðir og kjörlendi. Auk þess eru sýndar myndir af helstu gró- plöntum, grösum, þörungum, skófum og sveppum. Kortið byggist m.a. á Íslensku plöntuhandbókinni eftir Hörð Krist- insson, en vatnslitamyndirnar eru eft- ir Jón Baldur Hlíðberg. Allar skýringar eru á íslensku, ensku og þýsku. Útgefandi er Mál og menning. Verð: 1.290 kr. Plöntukort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.