Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 15
VÍSINDAMENN hafa rannsakað
um það bil 160.000 ára gamlar
steingerðar höfuðkúpur – tveggja
fullorðinna og eins barns – sem
fundust í Eþíópíu og þeir telja þær
renna stoðum undir þá tilgátu að
nútímamaðurinn hafi aðeins orðið
til í Afríku en ekki á nokkrum stöð-
um í heiminum.
Höfuðkúpurnar þrjár eru taldar
um það bil 40.000 árum eldri en
elstu beinaleifar sem áður höfðu
fundist af homo sapiens, hinum viti
borna manni. Þær fundust árið
1997 við þorpið Herto í Mið-
Awash-svæðinu, um 220 km frá
Addis Ababa. Þær voru í svo mörg-
um brotum að það tók vísinda-
mennina mörg ár að hreinsa þau,
raða þeim saman og rannsaka þau.
Skýrt er frá niðurstöðum rann-
sóknarinnar í Nature.
Vísindamennirnir komust að
þeirri niðurstöðu að höfuðkúpurn-
ar tilheyrðu sömu tegund og nú-
tímamaðurinn en munurinn væri
þó nógu mikill til að líklega væri
um deilitegund að ræða, homo
sapiens idltu, til aðgreiningar frá
mannkyni nútímans, homo sapiens
sapiens. „Idltu“ þýðir „eldri“ á af-
ar-málinu sem talað er á þessum
slóðum í Eþíópíu.
Höfuðkúpurnar eru taldar gefa
mjög mikilvægar vísbendingar um
hvenær og hvar homo sapiens kom
fram og þær benda til þess að hinn
viti borni maður hafi orðið til fyrir
um það bil 150.000 árum í Afríku
eins og erfðafræðilegar rannsóknir
höfðu áður bent til.
„Við getum núna séð hvernig
næstu forfeður okkar litu út,“
sagði Tim White, steingervinga-
fræðingur frá Kaliforníu-háskóla í
Berkeley, en hann fór fyrir alþjóð-
legum hópi vísindamanna sem gróf
upp höfuðkúpurnar og rannsakaði
þær.
Höfuðkúpufundurinn fyllir í
stóra eyðu í rannsóknum á þróun-
arsögu mannsins og forfeðra hans
því þetta er í fyrsta sinn sem hægt
er að rannsaka nákvæmlega tíma-
settar beinaleifar í Afríku frá því
fyrir 120.000 til 300.000 árum,
tímabilinu sem talið er að forfeður
nútímamannsins hafi þróast í
homo sapiens.
„Erum öll frá Afríku“
Þeir sem rannsökuðu höfuðkúp-
urnar og fleiri vísindamenn segja
þær renna stoðum undir þá tilgátu
að nútímamaðurinn hafi orðið til í
Afríku og breiðst þaðan út til Asíu
og Evrópu. Reynist þetta rétt telja
vísindamennirnir að neanderdals-
maðurinn, sem hvarf í Evrópu fyr-
ir 30.000 árum, geti ekki verið
beinn forfaðir nútímamannsins.
Clark Howell, einn vísinda-
mannanna frá Kaliforníu-háskóla,
segir að höfuðkúpurnar séu
„örugglega ekki af neanderdals-
mönnum“ og sýni að nútímamað-
urinn hafi þróast í Afríku „löngu
áður en evrópsku neanderdals-
mennirnir hurfu“. „Þær sýna svo
ekki verður um villst að það var
aldrei neitt neanderdals-stig í þró-
un mannsins,“ hafði Financial Tim-
es eftir Howell.
Hann segir einnig að hafi afkom-
endur fólksins frá Eþíópíu kyn-
blandast neanderdalsmönnum
virðist þeir hafa lagt „mjög lítið til
genamengis nútímamannsins“. „Í
þessum skilningi erum við öll frá
Afríku.“
Milford Wolfpoff, mannfræðing-
ur við Michigan-háskóla, kveðst þó
enn aðhyllast þá kenningu að nú-
tímamaðurinn hafi þróast á nokkr-
um svæðum í Afríku, Asíu og Evr-
ópu á um það bil sama tíma. „Þeir
[vísindamennirnir í Eþíópu] hafa
séð okkur fyrir góðum vísbending-
um sem setja steingervingana í
Afríku í gott samhengi,“ hafði The
Washington Post eftir honum. „En
síðan taka þeir stökk – segja að þar
sem þetta falli vel inn í samhengið
þá sé þetta forfaðir allra manna.“
„Tímamótauppgötvun“
Christopher Stringer, við Nat-
ural History Museum í London,
sem tók ekki þátt í rannsókninni,
lýsti hins vegar rannsókn vísinda-
mannanna sem tímamótauppgötv-
un á þessu vísindasviði. Hann sagði
að hauskúpurnar væru nógu heil-
legar til að hægt væri að staðfesta
að þær væru af homo sapiens, auk
þess sem þær væru með kúlulaga
heilakúpu og önnur einkenni nú-
tímamannsins. „En báðar haus-
kúpurnar af fullorðnu einstakling-
unum eru stórar og sterkar og
þeim svipar einnig til frumstæðari
afrískra steingervinga.“
Enn er þó óljóst hvort homo
sapiens hafi þróast hratt á aðeins
einu svæði í Afríku eða hægt og á
fleiri svæðum í álfunni. Þótt elstu
skýru vísbendingarnar um upp-
runa mannsins hafi fundist í Eþí-
ópíu benda aðrar rannsóknir til
þess að mikilvæga þætti í þróun
mannsins megi rekja til sunnan-
verðrar Afríku.
„Við þurfum því frekari vísbend-
ingar frá allri álfunni til að geta
dregið upp heildstæða mynd af
uppruna mannsins,“ sagði String-
er. „Steingervingarnir í Herto
marka þó tímamót í rannsóknum á
uppruna okkar.“
Í grennd við hauskúpurnar
fundust einnig um 600 steináhöld,
meðal annars axir, og vísbendingar
um að mennirnir hafi etið flóðhesta
og veitt fiska í stöðuvatni sem var
nálægt staðnum þar sem kúpurnar
fundust. Ekki er vitað hvort þeir
hafi veitt flóðhestana eða lifað á
hræjum þeirra, að því er fram
kemur í The New York Times.
Mikilvægar vís-
bendingar um
uppruna mannsins
Virðast staðfesta
að mannkynið
hafi aðeins orðið
til í Afríku
AP
160.000 ára gömul höfuðkúpa,
sem fundist hefur í Eþíópíu, frá
sex ólíkum sjónarhornum.
Þrjár 160.000 ára gamlar höfuðkúpur rannsakaðar í Eþíópíu
JÓHANNES Páll páfi II veifar mannfjöldanum við
komuna til Banja Luka í Bosníu-Herzegovínu en
þangað fór hann í dagsferð á sunnudag. Í ræðu sem
hann flutti fyrir 50 þúsund pílagríma bað hann
Bosníu-Serba fyrirgefningar á þætti rómversk-
kaþólsku kirkjunnar í fjöldamorðum gagnvart Serb-
um í seinni heimsstyrjöldinni. Þá stjórnaði róm-
versk-kaþólskur prestur aðgerðum króatískra fas-
ista sem drápu 2.300 manns í þorpi nálægt Banja
Luka.
Páfi hvatti íbúa Bosníu einnig til að segja skilið
við átökin á tíunda áratug síðustu aldar og vinna
saman að því að fyrirgefa hvert öðru.
Jóhannes Páll páfi II, sem er orðinn 83 ára gam-
all, er víðförlasti páfi sögunnar en hann var í 101.
pílagrímsför sinni er hann kom til Bosníu.
Bað Bosníu-
Serba fyrir-
gefningar
AP