Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 19
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til þessarar heillandi borgar á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 sæti, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar fegurstu borgar Ítalíu á hlægi- legu verði. Að auki getur þú valið um úrval hótela í hjarta Verona og bílaleigubíla frá Avis á einstaklega hagstæðu verði. Munið Mastercard ferðaávísunina 2 fyrir 1 Verona 2. júlí frá kr. 19.950 Verð kr. 19.950 M.v. 2 fyrir 1. Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar, kr. 3.650. Samtals kr. 19.950 á mann. Úrval hótela í boði. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 19 FYRIRTÆKIÐ Norður-Sigling ehf. á Húsavík, sem stendur fyrir hvala- skoðun, hefur tekið nýjasta bát sinn, þann fjórða í flota fyrirtækisins, í notkun. Bjössi Sör heitir hann og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA. Var hann síðasti báturinn sem hleypt var af stokkunum hjá þeirri skipasmíða- stöð. Hann er 28 tonn að stærð og var lengst af gerður út frá Eyjafirði undir nöfnunum Sólrún og Nausta- vík og þá m.a. til hrefnuveiða. Bátinn keypti Norður-Sigling frá Breiðdalsvík sl. sumar og eftir gagn- gerar endurbætur fór báturinn í sín- ar fyrstu ferðir á dögunum. Þá sigldi hann með félaga úr Ferðafélagi Ak- ureyrar út í Flatey á Skjálfanda og síðar um daginn með erlenda ferða- menn í hvalaskoðun. Báturinn er nefndur eftir Sigurbirni Sörenssyni, fyrsta skipstjóra fyrirtækisins, en hann er faðir þeirra Árna og Harðar sem stofnuðu það á sínum tíma. Að sögn Heimis Harðarsonar hjá Norður-Siglingu ehf. hefur sumarið farið vel af stað hvað varðar farþega- fjölda og greinilegt að markaðsstarf fyrirtækisins er að skila árangri. Hvað hvalagengd varðar þá hafa höfrungar og hnúfubakar verið að sýna sig síðustu daga. Hrefnugengd á þessari fornfrægu hrefnuveiðislóð hefur hins vegar verið með minna móti og oft sem flotinn hefur þurft að redda sér á einu til tveimur dýrum. Heimir segir það því hljóma an- kannalega að heyra talað um hrefnu- veiðar á þessu svæði sem og öðrum. „Hrefnuveiðar á Skjálfanda myndu undir eins stúta þessum nýja og mik- ilvæga atvinnuvegi okkar Húsvík- inga, en í fyrra heimsóttu, að talið er, yfir 80 þúsund manns bæinn, flestir í tengslum við hvalaskoðun og hvala- safnið,“ sagði Heimir að lokum. Norður-Sigling tekur fjórða bátinn í notkun Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bjössi Sör leggur í hvalaskoðun á Skjálfanda en hann er fjórði hvalaskoðunarbátur fyrirtækisins. Húsavík FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ný–ung á Egilsstöðum gekkst um helgina fyr- ir svokölluðum Öðruvísi Ólympíu- leikum á Vilhjálmsvelli. Nemendur úr 8. til 10. bekk Egilsstaðaskóla kepptu í fimm óvenjulegum grein- um og hlaut sigurvegarinn, Þorleif- ur Bóas Ragnarsson, flug og bíl með flugfélaginu LTU til Düssel- dorf í Þýskalandi að launum. Greinarnar sem keppt var í voru skutlukast, köngulóarhlaup, fris- bee-kastkeppni, táblýantsspark og mjaðmahnykkjabolti. Táblýants- sparkið fór þannig fram að kepp- endur tóku blýant milli tánna við Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Keppt var í nýstárlegri íþróttagrein, táblýantssparki, á Öðruvísi Ólympíu- leikum á Vilhjálmsvelli um helgina. Sigurvegarinn, Þorleifur Bóas Ragn- arsson, hlaut að launum ferð til Þýskalands með LTU. Öðruvísi Ólympíuleikar Egilsstaðir Skutlukast og mjaðmahnykkjabolti meðal keppnisgreina rásmark og spörkuðu honum eins langt og hægt var. Í mjaðm- ahnykkjaboltanum var band bundið um mjaðmir keppenda og bundið í það vatnsflaska. Átti svo að láta dinglandi flöskuna velta bolta til- tekna vegalengd. Þessi nýstárlega keppni var fjöl- menn og reyndi mjög á almenna hæfileika þátttakenda til að vera skemmtilegir. Segir Þráinn Sig- valdason, forstöðumaður Ný-ungar og skipuleggjandi keppninnar, greinarnar til þess ætlaðar að sem flestir, óháð getu í venjubundnum íþróttum, geti att kappi. Ætlunin er að Öðruvísi Ólympíuleikar verði ár- legur viðburður í framtíðinni. SÝNING á 23 verkum Sigrúnar Sig- urðardóttur listmálara sendur yfir á Hótel Hellissandi til 29. júní. Mynd- efnið er að mestu íslenskt landslag víða að en þó aðallega frá Snæfells- nesi. Þetta er þriðja einkasýning Sig- rúnar auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum sem haldnar hafa verið í félagsmiðstöðinni Hæð- argarði. Sigrún er fædd og uppalin á Hellissandi en flutti ung til Reykja- víkur. Hún hefur ávallt haldið tryggð við æskustöðvarnar og til staðfest- ingar á því enn á ný færði hún grunn- skólanum að gjöf þrjú málverk þar sem myndefnið er sótt í Bárðarsögu Snæfellsáss. Hópur gesta mætti við opnun sýningarinnar á Hótel Hellis- sandi og við það tækifæri afhenti Sigrún skólastjóra skólans, Huldu Skúladóttur, málverkin. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Málverkin sem Sigrún færði skólanum. Hulda t.v. og Sigrún t. h. við afhendinguna. Hellissandur Málverkasýning á Hótel Hellissandi ANDRÉS Magnússon hefur gefið Brydebúð í Vík í Mýrdal nákvæma eftirmynd af skipinu Skaftfellingi, til minningar um foreldra sína, Steinunni K. Andrésdóttur og Magnús Ingileifsson, og bræður sína tvo, Bergstein og Óskar, en þeir drukknuðu báðir ungir. Andrés handsmíðaði skipið og tók smíðin um hálft ár, enda er þetta ótrúlega nákvæm smíði. Meira að segja inni í skipinu eru allir hlutir eins og þeir voru þegar skipið var í notkun. Andrés sagði að sér hefði þótt Brydebúð góður staður fyrir skipið þar sem faðir hans hefði verið 15 ár á skipinu og foreldrar hans bjuggu stærstan hluta ævi sinnar í Vík. En í Brydebúð var ein- mitt sett upp sýning fyrir tveimur árum sem fjallar um sjósókn við erfiðar aðstæður og ströndina á söndunum í nágrenni Víkur. Stjórn safnsins veitti þessari höfðinglegu gjöf viðtöku og sagði Anna Björnsdóttir, formaður stjórnar, að það væri ómetanlegt fyrir safnið að fá slíkan grip til eignar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Svava Gunnarsdóttir með afa sínum Andrési Magn- ússyni við líkanið sem hann smíðaði af Skaftfellingi. Skaftfellingur endurgerður Fagridalur Fyrirtæki • stofnanir • heimili Hreinsum rimla-, viðar-, strimla- og plíseruð gluggatjöld Einnig sólarfilmur Eru rimlagardínurnar óhreinar? sími 897 3634 dgunnarsson@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.