Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 31
Mikið þykir mér sárt að þurfa að
kveðja elsku besta fóstra minn. Orð fá
því ekki lýst hversu mikinn söknuð ég
berst við innra með mér, en það tóma-
rúm verður erfitt að fylla. Elskulegur
fóstri minn var einstakur maður sem
ég bar mikla virðingu fyrir og lærði
mikið af. Hann kenndi mér svo margt
sem ég get vonandi miðlað til sona
minna, en þeir voru svo heppnir að fá
að kynnast honum og sveitinni hans.
Þegar ég var níu ára flutti ég aust-
ur að Kílhrauni með móður minni og
systkinum. Frá fyrsta degi var eins
og ég hefði þekkt hann Gumma alla
tíð. Ég fylgdi honum hvert fótmál,
hvort sem það var í fjós, fjárhús eða
annað. Barngæska hans gerði það að
verkum að alltaf var gott að vera í
kringum hann. Gummi fóstri bar
virðingu fyrir öllum og þar voru börn-
in ekki undanskilin. Við hændumst að
honum og var hann mikill fróðleiks-
brunnur fyrir okkur. Gummi var
bóndi af lífi og sál og voru kindur og
hestar hans „ær og kýr“. Hann virtist
t.d. vita allt um ættir kindanna sinna
og fékk hver einasta rolla sitt nafn og
sinn sess í hjarta hans. Enda var
hann mikils metinn bóndi. Það lýsir
fóstra mínum vel að hann sagðist
dæma fólk eftir því hvernig það færi
með skepnurnar sínar. Þeir sem færu
vel með þær væru gott fólk.
Gummi var örlátur maður og döfn-
uðu menn og dýr vel í návist hans. Oft
var líf og fjör í sveitinni hjá Gumma
og mömmu. Gestrisni þeirra var
óendanleg og var þar glatt á hjalla.
Gummi naut þess að hafa fólk í kring-
um sig og nutu margir góðs af því að
vera í sveit hjá Gumma og mömmu og
sumir til fjölda ára.
Fóstri minn var einstaklega skap-
góður maður, hæverskur en laumaði
að hnyttnum tilsvörum þegar svo bar
við.
Það er óendanlega sárt að þurfa að
horfa á eftir honum Gumma fóstra
mínum. Hann var einn af klettunum í
mínu lífi, óhagganlegur, einn af þeim
sem ávallt var hægt að leita til. En líf-
ið er hverfult og enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Elsku mamma, Þórður, Valli,
Fanney, Kjartan og Kolla. Við höfum
öll misst mikið en mamma og Þórður
hvað mest. Ég bið góðan Guð að
styrkja okkur á þessum erfiðu tímum,
minnumst allra ánægjulegu stund-
anna og þökkum þær í hjarta okkar.
Dröfn.
Það er sjónarsviptir að Guðmundi
Þórðarsyni. Við sviplegt fráfall hans
vil ég minnast hans nokkrum orðum.
Það er okkur öllum dýrmætt að
eiga góða að. Fjölskyldu minni fannst
mikið til Guðmundar koma. Hann var
eiginmaður frænku minnar og næsti
nágranni í sveitinni. Leiðir okkar
frændsystkinanna höfðu ekki legið
mikið saman fram að því. Nú var oft
komið við í Kílhrauni og sest að spjalli
í eldhúsinu. Þar kom maður ekki að
tómum kofunum, því ekkert mann-
legt var henni frænku óviðkomandi.
Og höfðingi var hún heim að sækja.
Þetta voru skemmtilegar stundir og
hefðu mátt vera fleiri.
Okkur Tómasi þótti alltaf spenn-
andi að hitta Guðmund, ekki síst þeg-
ar talið barst að hrossum og málefn-
um hestamanna. Þar talaði
Guðmundur af mikilli þekkingu og yf-
irvegun. Hann var enda mikill áhuga-
maður um hross og hrossarækt.
Margt afbragðsgóðra hrossa hefur
komið fram í ræktun hans að Kíl-
hrauni.
Guðmundur var maður mikilla
mannkosta. Ekki síst fengum við að
kynnast því hversu bóngóður hann
var og skjótur til verka. Veittri aðstoð
fylgdi hann síðan eftir af slíkri alúð og
elju sem hún væri unnin fyrir sjálfan
hann.
Við minnumst Guðmundar sem öð-
lings. Í hugum samferðafólks er bjart
yfir minningu slíkra manna.
Elsku Kiddý, við hjónin sendum
þér og börnunum innilegar samúðar-
kveðjur. Við biðjum Guð að blessa
minningu Guðmundar.
Ragnar Tómasson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Þórðarson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 31
✝ GuðmundurKristján Her-
mannsson fæddist á
Ísafirði 28. júlí 1925.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 15.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Hermann Guð-
mundsson, sjómaður
og síðar verkamaður
á Ísafirði, f. á Ísafirði
12. ágúst 1884, d. 4.
febrúar 1967, og
kona hans, Guð-
munda Kristjáns-
dóttir, verkakona og
húsmóðir, f. á Ísafirði 31. júlí 1897,
d. 10. ágúst 1986. Systur Guðmund-
ar eru Ása, húsmóðir í Reykjavík, f.
1928, og Ingibjörg, húsmóðir á
Long Island í Bandaríkjunum, f.
1930.
Guðmundur kvæntist 13. desem-
ber 1946 Herborgu Ágústu Júníus-
dóttur, f. á Ísafirði 13. desember
1926. Foreldrar hennar voru Júní-
us Einarsson, sjómaður á Ísafirði
og síðar verkamaður í Reykjavík, f.
vinnu á Ísafirði 1941–1946, síld-
veiðar 1946, byggingarvinnu 1946–
1949 og í Mjólkurstöð Kaupfélags
Ísfirðinga 1949–1952. Hann hóf
störf hjá Lögreglunni í Reykjavík
1953. Lauk námi frá Lögregluskól-
anum 1954 og lagði síðar stund á
lögreglufræði á Englandi 1958, í
Bandaríkjunum 1972 og í Svíþjóð
1982. Hann varð aðstoðarvarð-
stjóri 1953, yfirmaður Slysarann-
sóknardeildar 1959, varðstjóri
1961, aðalvarðstjóri 1963, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn 1966 og yfir-
lögregluþjónn 1978 og gegndi
þeirri stöðu þar til hann lét af störf-
um 1990. Árin 1958–1988 var hann
kennari við Lögregluskólann.
Guðmundur lagði stund á knatt-
spyrnu með knattspyrnufélaginu
Herði á Ísafirði til 25 ára aldurs. Á
unglingsárum hóf hann jafnhliða
að leggja stund á frjálsar íþróttir.
Er hann fluttist til Reykjavíkur
1952 gekk hann til liðs við KR og
tileinkaði sér kúluvarp sérstak-
lega. Hann varð margfaldur Ís-
landsmeistari og methafi í þeirri
grein og var í landsliði frjáls-
íþróttamanna. Hann var kjörinn
íþróttamaður ársins 1967, keppti á
Ólympíuleikunum í Mexíkó árið
1968 og lauk íþróttaferlinum með
sigri á heimsleikum öldunga í Köln
í Þýskalandi árið 1972.
Útför Guðmundar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
á Ísafirði 27. júní 1897,
d. 30. ágúst 1977, og
kona hans, Guðríður
Guðmundsdóttir, hús-
móðir og verkakona, f.
í Svefneyjum 3. sept-
ember 1901, d. 16. apr-
íl 1996. Synir Guð-
mundar og Herborgar
eru: 1) Arnar, f. á Ísa-
firði 9. janúar 1947,
kvæntur Kolbrúnu
Sigurjónsdóttur og
eiga þau tvö börn og
eitt barnabarn; 2)
Grétar Júníus, f. í
Reykjavík 25. apríl
1953, var kvæntur Guðrúnu Birnu
Finnsdóttur sem lést 1993 og áttu
þau þrjá syni, seinni kona hans er
Katrín Guðmundsson og eiga þau
tvær dætur; 3) Hermann, f. í
Reykjavík 3. ágúst 1956, kvæntur
Valgerði Karlsdóttur og eiga þau
þrjár dætur og eitt barnabarn; 4)
Rúnar, f. í Reykjavík 1. mars 1961,
kvæntur Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Guðmundur starfaði við fisk-
Við lítum svo á að dauðinn sé
ekki versti kosturinn, sagði bróðir
minn við lækninn sem hafði sagt
okkur að það færi að styttast í
stríði pabba og allt gæti farið á
versta veg. Hann var þá búinn að
þjást mikið og lengi. Við þóttumst
vita að kallið yrði honum kærkom-
ið og hann tæki hvíldinni fagnandi.
Enda trúði hann á eilífðina bak við
árin.
Pabbi var á Ísafirði fram á full-
orðinsár við þá kosti sem tíðarand-
inn bauð alþýðufólki. Kominn af
sjómönnum og verkafólki var hann
trúr sínu fólki alla tíð í afstöðu og
viðhorfum. Skólagangan var stutt
en gjöful og leiðsögn góðra manna
í skrift og teiknun stulaði að
þroska listrænna hæfileika sem
hann hafði fengið í vöggugjöf.
Ungur dró hann ekki af sér í vinnu
til að létta undir með foreldrum
sínum. Stundir sem gáfust fóru
gjarnan í leiki og fótbolta með
Hlíðarpúkunum og Knattspyrnu-
félaginu Herði og unglingur fór
hann jafnframt að leggja stund á
frjálsar íþróttir.
Á vordögum 1950 var ruddur
snjór af íþróttavellinum þegar í
bæinn kom hópur frjálsíþrótta-
manna að sunnan til að etja kappi
við heimamenn. Í þeirri för var af-
reksmaðurinn Gunnar Huseby sem
nálgaðist þá hátind ferils síns í
kúluvarpinu. Varð það hlutskipti
og heiður pabba að fá að mæta
Gunnari í kasthringnum. Gunnar
hafði auðveldan sigur sem vonlegt
var, en kynni þeirra áttu eftir að
þróast í trausta vináttu. Kannski
varð þessi keppni til þess að pabbi
einsetti sér að helga sig kúluvarp-
inu; íþrótt tækni, leikni, snerpu og
krafts.
Tveimur árum síðar keppti hann
í fyrsta sinn á 17. júní-móti í
Reykjavík og í þeirri ferð lagði
hann drög að flutningi suður. Í far-
teski pabba og mömmu með frum-
burðinn fáum mánuðum síðar var
fátt annað en draumar þeirra, von-
ir og væntingar, auk loforðs um
leiguhúsnæði og ádráttar forystu-
manna KR um liðveislu við útveg-
un vinnu.
Atgervi hans og framganga, eðl-
iskostir, listilega skrifuð starfsum-
sókn og góð meðmæli greiddu fyr-
ir því að hann var ráðinn í
Lögregluna í Reykjavík á haust-
dögum 1953. Þar starfaði hann við
góðan orðstír þar til svo var komið
árið 1990 að veikindi hans gerðu
honum ókleift að sinna starfi sínu
af þeirri kostgæfni sem hann vildi.
Hann hafði notið sín vel í lögreglu-
starfinu um langan tíma, enda var
hann að upplagi gæddur ríkulega
þeim kostum sem prýtt geta góðan
lögreglumann.
Íþróttaþátttakan gaf pabba mik-
ið, ekki síst vegna þess að á vett-
vangi íþróttanna tókst vinskapur
með honum og mörgum góðum
drengnum. Vil ég í því sambandi
nefna sérstaklega, auk Gunnars
Husebys, þá Vilhjálm Vilmundar-
son, Braga Friðriksson, Friðrik
Guðmundsson, Hallgrím Jónsson
frá Laxamýri, Þorstein Löve,
Finnbjörn Þorvaldsson, sem raun-
ar var æskufélagi pabba, Valbjörn
Þorláksson, Þórð B. Sigurðsson,
Hilmar Þorbjörnsson, Þóri Þor-
steinsson, Kristleif og Halldór
Guðbjörnssyni, Ólaf Unnsteinsson,
Erlend Valdimarsson og síðast en
ekki síst Jón Þ. Ólafsson, sem sýnt
hefur pabba sérstaka tryggð í
gegnum árin. Ennfremur gaf þátt-
taka pabba í íþróttum honum tæki-
færi til að fara í keppnisferðir til
fjölmargra landa og sjá sig um í
heiminum sem hann hefði ella ekki
haft tök á að gera.
Síðasta mótið sem pabbi tók þátt
í voru fyrstu heimsleikar öldunga í
frjálsum íþróttum, sem haldnir
voru í Köln í Þýskalandi árið 1972.
Þá var hann 47 ára og keppti í
flokki 40–50 ára. Keppendur í
þeim flokki áttu að nota hefð-
bundna karlakúlu, en eldri kepp-
endurnir notuðu léttari kúlur.
Skipulagningu kúluvarpskeppninn-
ar var ábótavant að því leyti að
þegar keppendurnir köstuðu í
fyrstu umferð lágu nokkrar mis-
þungar kúlur á kastvellinum.
Vegna lengdar fyrsta kasts pabba
neitaði dómarinn að mæla það því
hann efaðist um að hann hefði not-
að rétta kúlu. Sú var auðvitað
raunin. Þegar hann átti að kasta
öðru sinni, gekk hann hljóður að
þeim stað þar sem markaði fyrir
kúlunni eftir fyrsta kastið. Þar
lagði hann niður handklæðið sitt,
sýndi dómaranum að hann væri
með rétta kúlu, sté í kasthringinn
og varpaði kúlunni yfir handklæð-
ið. Undir fögnuði viðstaddra tók
hann í útrétta hönd dómarans sem
hafði áttað sig á mistökum sínum.
Kastið dugði til afgerandi sigurs
og var að auki besta afrek mótsins.
Ég hefi dvalið stuttlega við upp-
haf og lok keppnisferils pabba í
kúluvarpinu; þegar Gunnar sigraði
hann fyrir vestan með yfirburðum
1950 og þegar hann lauk ferlinum
með eftirminnilegum sigri og svip-
uðum yfirburðum á alþjóðlegu
stórmóti 22 árum síðar. Glæstum
keppnisferli lauk hann með viðeig-
andi hætti. Og framganga hans á
lokamótinu finnst mér einkennandi
fyrir hann.
Eftir að pabbi hætti keppni
hafði hann rýmri tíma til að sinna
öðrum hugðarefnum sínum, svo
sem lestri, listmálun og skrautrit-
un, en listaskrifari var hann og
góður málari. Þá var hann hag-
mæltur og einkum eftir að hann lét
af störfum var það oft dægradvöl
hans að sinna vísna- og ljóðagerð.
Á meðan heilsan leyfði stundaði
hann sundlaugarnar í Laugardal
og naut þar góðs félagsskapar,
sem og á fundum lögreglumanna
sem sest hafa í helgan stein.
Veikindi pabba síðustu árin voru
engar hvunndagsraunir. Var með
ólíkindum hvað forsjóninni þókn-
aðist að leggja á hann. Hún
mamma mín, elskuleg, hefur verið
stoð hans og stytta og bestur fé-
lagi alla tíð. Þá hefur Grétar bróð-
ir, að öðrum ólöstuðum, verið þeim
betri en enginn með hjálpsemi og
lipurð.
Að lokum vil ég fyrir hönd ást-
vina pabba þakka frábæru hjúkr-
unarfólki á Landspítalanum Foss-
vogi fyrir góða aðhlynningu og
ómetanlega hlýju í hans garð síð-
ustu dagana sem hann lifði.
Hermann Guðmundsson.
Alltaf var jafn gaman að gramsa
í hrúgu af bókum sem tengdapabbi
minn fékk í afmælis- eða jólagjöf,
þó ég kunni ekki orð í íslensku til
að byrja með. Þetta var mikil upp-
örvun til að læra. Ég fékk hrós frá
tengdaforeldrum mínum fyrir
hvert skref sem ég tók í íslensku-
náminu. Framfarir urðu að verða
því mig langaði að komast yfir all-
ar bækurnar sem leyndust í horn-
inu hans tengdapabba.
Hornið hans í stofunni í Háa-
gerðinu varð mitt aðalbókasafn á
Íslandi. Hillur frá gólfi til lofts
fullar af íslenskum sögum, þeim
gömlu og þeim nýjustu, ævisögum,
árbókum Ferðafélagsins frá upp-
hafi, ótal ljóðabókum, svo eitthvað
sé nefnt. Og auðvitað voru þar all-
ar mögulegar bækur um Vestfirði.
Í Háagerðinu stend ég oft fyrir
framan myndina sem hann tengda-
pabbi minn málaði, myndina af Ísa-
firði með húsinu á Hnífsdalsvegi 13
í forgrunni. Í því húsi bjuggu
tengdaforeldrar mínir sem börn og
þar voru fyrstu kynni þeirra. Þetta
er áhrifamikil mynd, sem, ásamt
með öllum vestfirsku sögum
tengdapabba, varð til þess að ég
fékk dellu fyrir Vestfjörðum, löngu
áður en ég fór á þær slóðir.
Ég lærði að meta íslenskar bók-
menntir og íslenska náttúru hjá
tengdapabba mínum. Og ég er
mjög þakklát fyrir það.
Hvíldu í friði.
Katrín Guðmundsson.
Guðmundi Hermannssyni var
margt til lista lagt, ekki síst í
íþróttum, vegna líkamsburða og at-
gervis. Guðmundur tók þann kost-
inn að leggja sérstaklega fyrir sig
kúluvarp og feta þannig í fótspor
Huseby og var þar svo sannarlega
ekki ráðist á garðinn þar sem hann
var lægstur.
Gunnar Huseby var slíkur af-
burðamaður í kúluvarpi að það
þótti ólíklegt, ef ekki útilokað, að
bæta árangur hans. En með nýrri
tækni, mikilli elju og auðvitað
vegna afburða hæfileika tókst Guð-
mundi Hermannssyni að slá met
Huseby og sín eigin og jafnt og
þétt eftir því sem árin bættust við.
Guðmundur Hermannsson var
heljarmenni sem markaði sín spor í
íþróttasögunni, fyrst og fremst
vegna afreka sinna sem jukust eftir
því sem hann eltist. Það er ekki öll-
um gefið en sýnir hvað hægt er, ef
einbeiting, agi og æfingar fara
saman hjá einstaklingi sem kann
með það að fara.
Þannig manngerð var Guðmund-
ur í sjón og raun, mannkostamað-
ur, mikilsmetinn í starfi sem lög-
reglumaður og sem liðsmaður í
íþróttahreyfingunni. Hann ólst upp
á Ísafirði, keppti fyrir KR og var
sverð og skjöldur íslenska lands-
liðsins í frjálsum íþróttum um langt
árabil.
Sjálfur átti ég ánægjuleg kynni
og samstarf við Guðmund. Íþrótta-
hreyfingin á Íslandi sendir sínar
innilegustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Guðmundar Hermannsson-
ar.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
GUÐMUNDUR
KRISTJÁN
HERMANNSSON
Fleiri minningargreinar um Guð-
mund Kristján Hermannsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is