Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B AKKAVÖR Group hf. hefur undirritað samning um sölu á allri starfsemi sinni ut- an Bretlandseyja. Dótturfélög Bakkavör Group í Sví- þjóð, Frakklandi, Íslandi, Dan- mörku, Finnlandi og Þýskalandi og þau 42% sem Bakkavör á í sölu- skrifstofu í Chile verða seld sem ein heild til Fram Foods hf. Félögin sem seld verða mynda sjávarútvegsstarfsemi Bakkavör Group en samanlögð velta þeirra nemur um 20% af heildarveltu Bakkavör Group. Starfsemi Bakkavör Group í Bretlandi byggist að mestu leyti á framleiðslu tilbúinna, kældra rétta, meðlætis og ídýfa. Eftir söluna mun öll sala Bakkavör Group vera í þessum vöruflokkum en helsta hrá- efni sem er notað eru grænmeti og hvítt kjöt. Stærsti hluthafinn í Fram Foods er Zoo Holding, sem er í eigu 16 fyrrverandi starfsmanna Bakka- varar Group, sem á 51%, Kaupþing Búnaðarbanki er með 30% og Bakkavör Group á 19% hlut í Fram Foods. Velta þess er áætluð um 4 milljarðar króna á ársgrundvelli og starfsmenn þess verða um 400 í sjö löndum. Heildarsöluverð á þessum dótt- urfélögum Bakkavör Group er 3.440 milljónir króna, þ.e. virði hlutafjár og upphæð yfirtekinna skulda. Söluhagnaður sem myndast vegna sölunnar nemur um 400 milljónum króna og mun hann verða færður í rekstrarreikning Bakkavör Group í sex mánaða upp- gjöri. Að sögn forsvarsmanna Bakka- vör Group verður Fram Foods í hópi stærstu sjávarútvegs- og mat- vælafyrirtækja á Íslandi. Stjórnar- formaður Fram Foods er Halldór Þórarinsson, sem áður var fram- kvæmdastjóri hjá Bakkavör Group og forstjóri er Hilmar Ásgeirsson, sem áður var framkvæmdastjóri Bakkavarar á Íslandi. Áætluð velta í ár 15 milljarðar Eftir sölu sjávarútvegshlutans verður Bakkavör Group eingöngu með starfsemi á Bretlandseyjum en þar rekur félagið tvö dótturfélög: Katsouris Fresh Foods í London og Bakkavör Birmingham í Birm- ingham. Áætluð velta þessara fé- laga á árinu er um 15 milljarðar króna en innri vöxtur þeirra fyrstu sex mánuði þessa árs var um 23%. Eftir sölu sjávarútvegshlutans verða um 2000 starfsmenn hjá Bakkavör Group og mun félagið reka fimm verksmiðjur. Félagið verður eftir sem áður íslenskt félag og skráð í Kauphöll Íslands. Salan mun bæta lausafjárstöðu Bakkavör Group um tæpa 3 millj- arða króna, að sögn Ágústs Guð- mundssonar, stjórnarformanns Bakkavör Group, en félagið hefur nýverið lokið skuldabréfaútboði þar sem seld voru skuldabréf fyrir 5 milljarða króna. Bakkavör Group mun því hafa yfir að ráða um 8 milljörðum króna í sjóðum og því vera vel í stakk búið til að takast á við ný verkefni og stækkun félags- ins á nýjum mörkuðum, segir stjórnarformaður félagsins. Salan á sjávarútvegsstarfsem- inni er að sögn Ágústs lokaskrefið í þeirri umbreytingu á starfsemi Bakkavarar sem hófst með kaup- unum á Wine & Dine í Birming- ham, en með þeim kaupum færði Bakkavör sig inn á markaðinn fyrir ferska, tilbúna rétti. Mögulegra tækifæra leitað Að sögn Ágústs, hefur Bakkavör Group sett sér vaxtar- og hagnað- armarkmið sem kveða á um 20– 30% árlegan vöxt, annað hvort með kaupum á fyrirtækjum sem falla vel að starfsemi Bakkavör Group eða með innri vexti einum saman. Ágúst segir að Bakkavör hafi undanfarið leitað mögulegra tæki- færa til fjárfestinga í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. „Það eru ýmis tækifæri þar sem eru í skoðun. Við munum nú, eftir að þessi sala er um garð gengin, fá meiri tíma til að skoða þá möguleika sem þar eru fyrir hendi,“ segir Ágúst. Hann segir ekkert útiloka frek- ari innri vöxt en ekki verði farið út í byggingu fleiri verksmiðja í ár en félagið opnaði nýja verksmiðju í London sl. haust. Ágúst segir að þau fyrirtæki sem Bakkavör hefur skoðað að undan- förnu með mögulega yfirtöku í huga séu af öllum stærðum, bæði félög í einkaeigu og skráð á mark- aði. En fjárfestingargeta Bakka- varar sé á bilinu 200–300 milljónir punda, sem svarar til 25–37 millj- arða íslenskra króna. Hann segir óvíst hve langan tíma Bakkavör muni taka sér í að skoða mögulegar fjárfestingar enda sé hvert mál skoðað fyrir sig. Það sem fyrst og fremst sé horft til eru stjórnendur viðkomandi fyrirtækja, góð rekstr- arsaga, svigrúm til stækkunar, svipuð framleiðsla og hjá Bakkavör í Bretlandi og síðast en ekki síst sanngjarnar verðhugmyndir eig- enda. Stóðst ekki kröfur um vöxt Ágúst segir að góð sjóðstaða Bakkavarar komi til með að auð- velda allar viðræður um mögulegar yfirtökur og skapi öðruvísi aðkomu en þeir hafi vanist hingað til og vís- aði til kaupanna á Katsouris Fresh Foods í London fyrir tæpum tveim- ur árum. „Þar byrjuðum við á því að kaupa en útveguðum fjármagnið eftir á.“ Að sögn Ágústs er fyrirsjáanlegt að starfsemi þeirra félaga sem seld eru til Fram Food muni ekki standa undir kröfum félagsins um vöxt og arðsemi til lengri tíma litið. „Því ákváðum við að selja frekar frá okkur sjávarútvegsstarfsemina, minnka fjárbindingu í rekstri og nýta fjármagnið meiri vaxtar og arðsemi segir Ágúst. „Á undanförnum tveim höfum við verið að breyta í rekstri félagsins með þv starfsemina að framleiðs inna, kældra rétta sem e aður sem hefur verið í hröð í Evrópu á undanförnum fyrirsjáanlegt er að mu verulega á næstu árum Ágúst. EBITDA framlegð sjáva hlutans, framlegð fyrir fjár og afskriftir, er áætluð tæ milljónir króna á árinu, Ágústs. „Engu að síður g ráð fyrir því að EBITDA Bakkavör Group verði hær á síðasta ári, þrátt fyrir sö arútvegshlutanum. Eftir mun sérhæfðara fyrirtæ HALLDÓR Þórarinsson arformaður Fram Food Hilmar Ásgeirsson, fors Fram Foods, segja að h myndin að kaupum hafi komið upp fyrir um þre mánuðum. Þeir hafi lag hugmynd sem bræðurn og Lýður hafi síðan sva hugmynd sem svipar mj þess samnings sem nú e genginn. „Við vorum sa um að það þyrfti að hor arútvegshlutann um fre vöxt og sáum tækifæri m þessum kaupum. Sjávar urinn er sá hluti sem við um best til og menn sáu á borði með þessum við skiptum,“ segir Halldór Að sögn þeirra fjárm Kaupþing Búnaðarbank fyrir Zoo Holding. Ekki stefnt að skráningu féla breytinga á eignarhald næstunni. Óvíst með hvort einh starfsstöðvum verð Að sögn Halldórs eru uppi neinar stefnumark breytingar á rekstrinum muni nýir eigendur einb að því að hlúa að rekstr sem er til staðar. Ekki s að útiloka að einhverjum stöðvum verði lokað til opna á einhverjum öðru um. Hins vegar verða e breytingar á starfsemin Fram Foods kaupir dótturfélög í sjávar Bakkavör s frekari vext Halldór Þórarinsson, stjórn forstjóri Bakkavör Group, vör Group og Hilmar Ásge festum sölu á sjávarútvegs Fyrrverandi lykilstarfsmenn Bakkavör Group hafa keypt starfsemi félagsins ann- ars staðar en í Bretlandi. Með sölunni og nýlegri skuldabréfasölu er sjóðstaða Bakkavarar mjög góð. Því telja forsvars- menn félagsins ekkert því til fyrirstöðu að stækka Bakkavör Group enn frekar. Guðrún Hálfdánardóttir sat kynning- arfund hjá Bakkavör Group og Fram Foods og ræddi við helstu stjórnendur. Engar ste breytinga FRAMFÖR – EN BETUR MÁ EF DUGA SKAL E ins og fram hefur komið er opn- un Feneyjatvíæringsins nýaf- staðin, en hún heyrir til meiri háttar menningarviðburða á alþjóðleg- um myndlistarvettvangi. Þar gefst safn- stjórum, sýningarstjórum, myndlistar- mönnum, fjölmiðlafólki og öðrum fagaðilum á þessu sviði tækifæri til að líta það augum í hnotskurn sem fram- bærilegast þykir frá hverri þátttöku- þjóð. Auk þjóðarskálanna efna stjórn- endur tvíæringsins jafnframt til sjálfstæðra sýninga, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, enda eru þær oft á tíðum vitnisburður um nýja strauma eða ferska sýn innan þeirrar hug- myndafræði er sýningarstjórn byggir á hverju sinni og miðar auðvitað fyrst og fremst að því að finna leiðir til að af- hjúpa listina í því samhengi er hefur vægi og skírskotun til hvers samtíma fyrir sig. Þátttaka Íslendinga í þessum við- burði hefur verið með formlegum hætti frá árinu 1984, en sætti harðri gagnrýni fyrir tveimur árum þar sem mörgum þótti sem menntamálaráðuneytið, sem hefur umsjón með verkefninu, hefði ekki staðið þannig að framkvæmd þess að þátttakan skilaði þeim ávinningi inn í íslenskt myndlistarlíf sem það þarf þó svo sárlega á að halda – og er í raun ein forsenda þess að íslenskum myndlistar- mönnum takist að hasla sér völl utan landsteinanna. Að þessu sinni fylgdust því margir grannt með framkvæmdinni og óhætt er að segja að Laufeyju Helga- dóttur, sýningarstjóranum að þessu sinni, hafi tekist að vinna verk sitt af fagmennsku og metnaði, innan þess ramma sem fjárveiting menntamála- ráðuneytisins leyfði. Umgjörð sýningar Rúríar, sem eins og kunnugt er var fulltrúi Íslands að þessu sinni, var vel hönnuð, auk þess sem veggspjöld, bækl- ingar og upplýsingar til fjölmiðlafólks rötuðu tímanlega á rétta staði. Boðskort voru send víða um heim, svo safnstjór- ar, sýningarstjórar og annað áhrifafólk í myndlistarheiminum, gátu kynnt sér framlag íslenska listamannsins með góðum fyrirvara rétt eins og verkefni annarra þjóða. Afrakstur þessa góða starfs sýning- arstjórans var mjög sýnilegur, ekki ein- ungis við formlega opnun íslenska skál- ans, heldur allt frá því að sýningarsvæðið í heild var opnað snemma daginn áður. Stöðugur straum- ur gesta lagði leið sína að skálanum til að skoða verk Rúríar, fjölmenni mætti á opnun hennar og fjölmiðlar sýndu henni og verki hennar verðskuldaðan áhuga. Líklega hefur skáli Íslendinga aldrei vakið viðmóta eftirtekt meðan á foropn- un Feneyjatvíærings hefur staðið, né heldur notið jafnmikillar athygli fjöl- miðlafólks – sem auðvitað ber hróður einstakra þjóða með sér til sinna heima- landa. Nærvera þeirra Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, og Sigríð- ar Snævarr, sendiherra Íslands í París er einnig annast Ítalíu, við opnunina var mikilvægur vitnisburður um aukinn áhuga íslenskra yfirvalda á þessu verk- efni og stuðlaði án efa að því að ljá þátt- töku okkar það vægi er aðrar þjóðir telja sjálfsagt þegar um svo áberandi menningarviðburð á erlendum vett- vangi er að ræða. Þegar á heildina er litið hefur því vissulega orðið framför hvað fram- kvæmd íslensku þátttökunnar í Feneyjatvíæringnum varðar – en betur má ef duga skal. Hverjum þeim er skoð- ar margslungið verk Rúríar, sem er vissulega töluvert tækniundur, hlýtur að vera ljóst að það fjármagn sem eyrnamerkt er til þessa verkefnis dugar hvergi nærri fyrir framkvæmdinni í heild. Strax í byrjun febrúar kom fram í viðtali í Lesbók við Laufeyju Helgadótt- ur, að fjármagnið sem verkefninu var úthlutað væri ekki nægilegt: „Það er um það bil helmingi meira en síðast, eða um 7 milljónir. Það hrekkur þó ekki til [...]“. Í þessu sambandi er vert að minna á að fyrirsjáanlegur og fastur kostnaður við verkefni af þessu tagi hlýtur að taka drjúgan skerf af framlaginu hverju sinni. Greiða þarf leigu á skálanum, flutning á verkinu fram og til baka, tryggingar, uppsetningu á staðnum, hönnun og útgáfu bæklinga og nauðsyn- legs kynningarefnis, laun sýningar- stjóra, ferðir starfsmanna og lista- manns til og frá Ítalíu og fyrir samning við norræna skálann sem annast dag- legt eftirlit á sýningartímanum – svo að- eins augljós atriði séu nefnd. Einnig er bráðnauðsynlegt að kosta yfirsetu í skálanum á opnunartímum, þótt það hafi að vísu ekki tíðkast fram að þessu, því það getur engan veginn talist for- svaranlegt að láta listaverk sem millj- ónir eru lagðar í standa eftirlitslaust all- an daginn þá mánuði sem tvíæringurinn stendur yfir. Það eru því tæpast miklir fjármunir aflögu af þessum 7 milljónum, jafnvel þó stuðningsaðilar hafi auk þess lagt sitt af mörkum, til að standa straum af hönnun og smíði flókins verks og vinnulaunum fyrir listamanninn sem heiðurinn hlotn- aðist – þó ætla mætti að það skipti veru- legu máli. Enda er víst að þeir íslensku listamenn sem eru kallaðir til þátttöku á Feneyjatvíæringnum fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar og leggja iðulega fram margra mánaða vinnu ríða ekki feitum hesti frá verkefninu. Þótt það hljómi undarlega í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar er ef til vill full ástæða til að minna yfirvöld á að sú tíð er löngu lið- in að listamenn samtímans gangi í geymslur sínar í leit að verkum á slíkar samsýningar. Verk á alþjóðlega listsýn- ingu á borð við Feneyjatvíæringinn eru nánast undantekningarlaust unnin sem sjálfstæð heild inn í tiltekið rými. Það er því vandséð hvernig mennta- málaráðuneytið getur boðið listamanni að vera þátttakandi fyrir hönd þjóðar- innar án þess að fyrir liggi raunhæf fjárhagsáætlun er tekur mið af raun- verulegu umfangi verkefnisins hverju sinni og stendur straum af öllum þeim kostnaði er eðlilegur má teljast. Hvort fjármagnið sem til þarf kemur úr op- inberum sjóðum eða er aflað með öðrum hætti, t.d. í gegnum stuðningsaðila eins og algengt er erlendis, skiptir auðvitað ekki höfuðmáli. Það sem skiptir höfuð- máli er að menntamálaráðuneytið standi þannig að þessu verkefni að allir sem taka þátt í því fái kostnað sinn greiddan að fullu og sómasamleg laun fyrir vinnuframlag sitt. Við getum ekki ætlast til þess að myndlistarlíf okkar njóti virðingar og sannmælis meðal þjóða heims, ef viðhorfin hér heima end- urspegla ekki skilning á þeim grund- vallaratriðum sem þátttaka í alþjóðleg- um listviðburðum krefst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.