Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 23 LENGI vel er búið að deila á veru hersins hér á landi. Nú er komið að því að einn einu sinni vilja vinir okkar Bandaríkjamenn yf- irgefa okkar fallega land. Eins og alltaf rjúka forráðamenn þjóðarinnar upp, virkilega hissa á stöðu mála. Nú er komið að þeim tímapunkti að Bush vinur okkar vill spara og breyta um taktík. Einn hluti af þessum sparnaði er að fækka um einhverjar þotur hér á landi. Það sem mér finnst orðið pirrandi í þessu er að enn einu sinni þarf að ná nauðasamningum við Bandaríkja- menn. Nú hafa menn sest niður og párað niður á pappírsblað hvað Ís- land er sérstakt og að það sé svo sér- stakt að hafa her hér á Fróni. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Bandaríkjamenn vilja fara frá Íslandi. Og ef það er málið, af hverju eiga menn ekki að horfa á staðreyndir og reyna að finna end- anlega lausn á hersetunni? Í mínum huga er það ekki lausn að þvinga ann- an aðilann til að kvitta undir samning. Það má svosem deila um hvort við þurfum her. En eitt er ljóst að við þurfum að hafa virkilega gott „bac- kup“ ef eitthvað bjátar á. Það er ekki langt síðan hingað til lands kom stór- hættulegur hópur, stundum kenndur við Falun Gong. Ég tel það mjög heppilegt að geta sent vopnað lið á hóp sem þennan ef ske kynni að hon- um dytti í hug að iðka jóga eða aðra hættulega líkamsrækt. Reyndar gekk lögreglunni ágæt- lega að hafa hemil á þessum hættu- lega hópi, en það er samt aldrei að vita hvað hefði getað gerst. Íslenskur her Ein lausn er að hafa íslenskan her. Eitthvað kostar slíkt brölt en það er vel hægt að fjármagna þetta. Þetta er bara spurning um forgangsröðun. Við gætum t.a.m. lokað einhverjum læknastofum og lengt biðlista, sem eru hvort er eð mjög langir. Einnig gætum við einkavætt menntakerfið og losnað við stórar óþarfa upphæðir. Við getum fækkað nemendum og sent umfram nemendur til Austur- lands. Þar höfum við bráðum álver sem mun skapa svo mörg störf að elstu menn muna ekki annað eins. Kannski getur íslenskur her verið það hagkvæmur að hægt sé að einka- væða hann. Því er nauðsynlegt að hafa einkavæðingarnefnd til skrafs og ráðagerða. Hver veit nema við gætum grætt nokkra milljarða á þessu eftir allt saman. En þá skulum við huga að tækni- legum útfærslum. Hvað þyrfti ís- lenskur her að hafa? Ágætt væri að hafa einn herforingja, heppilegt er að hafa fimm 30 manna sveitir og ekki skemmir að hafa nokkrar byssur og riffla. Við gætum fengið Rússa til að kenna okkur að marsera og Banda- ríkjamenn til að kenna okkur að beita vopnum. Einnig þyrfti að kenna mönnum að hörfa með fagmannlegum hætti, því ekki viljum við líta kjánalega út þegar hætta steðjar að. Hér væri hægt að nýta reynslu Frakka, þeir eiga örugglega nokkra hvíta fána ónotaða. Óhætt er þó að ráðast til atlögu ef hópurinn er lítill, t.d. ef bara nokkrir jógaiðkendur kæmu hingað, sem og ef einn grænfriðungur kæmi. Evrópskur her Önnur leið væri nú að fá aðra þjóð til að verja okkur. Ef við lítum til nor- rænna þjóða þá væri hægt að ímynda sér að Noregur eða Danmörk tæki þetta að sér. Hugsanlegt er að við myndum bandalag með Færeyjum og reynum að fá pakkaafslátt hjá frændum okkar Dönum. Ekki skemmir að benda þeim á að þeir svínbeygðu okkur hér um árið. Það væri án efa hægt að höfða til sam- visku Danans og á góðum degi gæt- um við fengið tvö fyrstu árin án end- urgjalds. Með dönskum her fengju dönskukennarar loks uppreisn æru, þeir gætu loksins fundið eina góða ástæðu fyrir því hvað íslenskir ung- lingar græði á því að læra þetta elskulega mál. Samfélagsleg ábyrgð Ég get ekki með nokkru móti séð að gáfulegt sé að hafa íslenskan her. Hitt má þó skoða að hafa hér stærri hjálparsveit, styrkja almannavarnir og þess háttar. Auka má einnig lög- gæsluna. Þessi atriði koma þó aldrei í staðinn fyrir her, og eiga sjálfsagt ekki að gera það. Eitt skref væri að auka samfélags- vitund almennings. Mín skoðun er sú að besta leiðin til að ná því markmiði væri að skylda menn til að vinna ákveðin störf tímabundið. Þetta er gert víða erlendis, þegar menn hafa náð ákveðnum aldri ber þeim að ganga í herinn og gegna þar ákveðnum störfum í ákveðinn tíma. Oft er það þó þannig að hægt er að sleppa við herskyldu með því að vinna ýmis umönnunarstörf. Ég get vel séð það þannig að við myndum koma því þannig fyrir að ís- lenskum þegni bæri skylda til að gegna ákveðnum störfum tímabund- ið. Ég gæti séð það fyrir mér að þetta væri 6–12 mánaða tímabil. Þetta gætu verið störf við spítalana eða á dvalarheimilum aldraða. Nú eða hægt væri að nýta íslenskan þegn að störfum með fötluðum einstaklingum og jafnvel í hjálparsveit eða við lög- gæslu. Kosturinn við slíka vinnuskyldu yrði sá að hægt væri að manna þessi störf. Auk þess myndi þetta auka skilning fólks á góðri samfélagslegri þjónustu. Fólk myndi fljótt hætta að kvarta yfir því hvað aðrar starfs- stéttir væru þjóðarbúinu dýrar. Skilningur á störfum þeirra sem minna mega sín myndi jafnframt aukast. Er þetta ekki gáfulegra en að hafa einhvern hóp vopnaðra manna að leika sér á Suðurnesjum? Nýjan her takk fyrir Eftir Pétur Óla Jónsson Höfundur er sölumaður. UNGUR kom ég til Rauf- arhafnar og þóttist hafa himin höndum tekið að fá þar uppgripa- vinnu sem gerði mér kleift að halda áfram mennta- skólanámi næsta vetur. Ég var næm- ur á umhverfi mitt og staðurinn hafði strax heillandi póet- ísk áhrif á mig. Sumir þjónuðu lund sinni með því að níða þorpið og sáu þar ekkert annað en grjót og grút. Það gat ég aldrei skilið, því höfnin með hólma í mynni og gróinn höfða að skjóli fyrir haf- áttinni er ein hin fegursta frá nátt- úrunnar hendi sem hugsast getur. Og fólkið þar var svo frjálst og hraust og falslaust viðmót þess og ástin traust, eins og þar stendur. Sagt var að vinur minn Grímur Grímsson, skólastjóri í Ólafsfirði, sönglaði alltaf um leið og hann steig út úr rútunni á Raufarhöfn í byrjun vertíðar: „Hér andar guðs blær og hér verð ég svo frjáls“! Hér úði og grúði af ungum „síld- arstúdentum“ sem margir urðu síðar virtir menn í þjóðfélaginu. Þegar þeir svifu um gólfið kringum skorsteininn í kjallara Stjánahúss með hýreyga blómarós í fangi mátti heyra öran hjartslátt þeirra gegnum vélagnýinn frá verksmiðj- unni, og afleiðingarnar létu ekki á sér standa: ekkert íslenskt sjáv- arþorp á að tiltölu eins marga tengdasyni í menntastétt landsins og litla Raufarhöfn. Þegar ég svip- aðist um í huganum áðan eftir læknum sem á einhvern hátt tengj- ast staðnum var ég strax kominn upp í 20, en þeir eru áreiðanlega miklu fleiri. Og þá eru ótaldir prestar, lögfræðingar, verkfræð- ingar, íslenskufræðingar, kenn- arar, bankamenn, blaðamenn, þingmenn og ráðherrar sem eiga þessu fámenna byggðarlagi við nyrsta haf ósmáa þakkarskuld að gjalda, jafnvel þótt þeir hafi orðið undir í harðri samkeppni um hið fagra kyn og ekki allir nælt sér þar í ástkonu eða ektavíf. Nú er Raufarhöfn í vanda stödd. Íbúarnir missa vinnu unnvörpum og sumir sjá ekki fram á annað en verða að flýja staðinn og yfirgefa eignir sínar verðlausar. Þetta er makalaus rangsleitni og siðuðu samfélagi til háborinnar skammar. Ég efast um að í nokkru jafnlitlu þorpi í veröldinni hafi önnur eins feiknaauðævi borist á land og á Raufarhöfn öldina sem leið. En minnst af því fé varð eftir á staðnum. Meginágóðann hirtu aðr- ir og höfðu á brott með sér í fjar- lægar sóknir utanlands og innan. Atvinnulíf er þar einhæft og örlög- um fólks illa komið þegar stærstu atvinnutækin hafna í klóm harð- svíraðs kolkrabba. Íbúarnir eru reiðubúnir að berjast fyrir tilveru sinni, vinna sig út úr vandanum. Og nú gefst þeim mörgu sem góðs hafa notið nyrðra færi á að sýna Raufarhafnarbúum samstöðu og drenglyndi í raun. Ég veit að margir gamlir „síldarstúdentar“ hafa ráð undir rifi hverju og sumir væntanlega einnig dáð til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Athafnaskáldin eru að sjálfsögðu öðrum fremur kölluð til að ráða fram úr veraldlegum vandamálum. Stígið nú fram, góðir hálsar, og lát- ið að ykkur kveða. Heyrst hefur að stjórnvöld hyggist styrkja atvinnulífið með saltfiskverkun, og vel er það. En jafnhliða er brýn nauðsyn að hefja einnig sókn á andlegum sviðum undir vígorðinu: lífið er fleira en saltfiskur. Þorpinu væri að því andleg hafning að hafa hinn mikla son Melrakkasléttu Jón Trausta sem menningarlegan stafnbúa á fleyi sínu. Ég sé fyrir mér alhliða menningarsetur tengt nafni hans. Þingeyskt handíðasafn mætti efla með skjótum hætti. Og hvar ætti melrakkasafn betur heima en á Melrakkasléttu? Þeim fallegu frumbyggjum landsins, tófunum, hefur verið minni sómi sýndur en verðugt væri. Þó eru til und- antekningar frá því, og ein þeirra er hin merka bók Theodórs Gunn- laugssonar á Bjarmalandi: Á refa- slóðum. Nú er upprunnin tölvuöld og ekkert auðveldara en end- urvekja „Verksmiðjukarlinn“ sem í frumbernsku sinni var handskrif- aður og hengdur utan á lýsisþró, en gæti með nýju tækninni orðið útlitsfögur innansveitarkróníka með litmyndum og hvaðeina. Og hvað um síldarstúdentasafn? Uppi- staða þess gæti verið myndir af síldarstúdentum með upplýsingum í texta um uppruna þeirra og hvernig úr þeim hefur ræst. Ég skora á hreppsnefnd Rauf- arhafnar að boða í næsta mánuði til óbrotinnar helgarsamkomu: Undir miðnætursól. Boðnir verði sérstaklega velkomnir allir sem eiga rætur að rekja til Rauf- arhafnar eða nágrennis og hver sá karl- eða kvenkyns sem á þaðan minningar um síldarsumar í verk- smiðju eða á plani. Á laug- ardagseftirmiðdegi yrði almennur fundur þar sem menn bæru saman bækur sínar og hreyfðu góðum til- lögum; um kvöldið dúndrandi ball á gamla vísu. Algjör óþarfi að eyða stórfé í fokdýrar hljómsveitir. Tveir góðir nikkarar í ætt við Ormarslóns- bræður er fullboðlegt. Og hvers vegna ekki bryggjuball ef vel viðr- ar? Samkoma af þessu tagi myndi létta stemninguna og beina sjónum að framtíð í anda skemmtilegrar og á margan hátt mjög merki- legrar fortíðar. Raufarhöfn lengi lifi! Raufarhöfn lifi! Eftir Einar Braga Höfundur er rithöfundur og gamall verksmiðjukarl. Í PISTLINUM Viðhorf hér í blaðinu sl. laugardag fjallaði blaða- maðurinn Kristján G. Arngrímsson um þjóðhátíðarhöldin í miðborg Reykjavíkur sautjánda júní. Þar sakaði hann borgaryfirvöld um að hafa „selt þjóðhátíðina fyrirtækinu Og Vodafone“ og kvað borgarstjóra hafa orðið „ber[an] að nísku þar sem þjóðhátíð eigi alfarið að greiða úr sameiginlegum sjóð- um landsmanna“. Þá gaf Kristján í skyn að samstarf þjóðhátíðarnefndar og símafyrirtækisins tengdist á ein- hvern hátt þeirri staðreynd að borgarstjóri er fyrr- verandi forstjóri Tals. Það síðastnefnda er ekki svara vert og í raun hlálegt í ljósi þess hvernig starfslok mín hjá Tali bar að líkt og blaðamanninum ætti að vera kunnugt. Hins vegar ber að bregðast við ýmissi annarri gagnrýni sem fram kom í pistlinum. Fyrst er rétt að árétta að þjóðhátíðarhöldin í Reykjavík eru ekki greidd úr sameiginlegum sjóðum landsmanna heldur að mestu leyti úr borgarsjóði, sameiginlegum sjóði Reykvíkinga. Reykjavíkurborg held- ur hátíðina og býður forseta, forsætisráðherra og öðrum gestum til hennar. Í öðru lagi er ekkert nýtt eða einstakt við það að fyrirtæki styrki viðburði sem skipulagðir eru af Reykjavíkurborg. Sami háttur var hafður á við fjármögnun sautjánda júní hátíðarhaldanna í fyrra og rúmur helmingur þess kostnaðar sem til féll við Menningarnóttina í fyrra og Vetrarhátíðina í ár var greiddur af svokölluðum „kostunar- aðilum“. Ég vil ítreka þá skoðun mína að ég tel það mjög af hinu góða ef fyrirtæki eru tilbúin að greiða hluta af kostnaði slíkra við- burða í borginni. Þau óska sjálf eftir samstarfi við borgina og er það vel. Í þriðja lagi mætti ætla af pistli Kristjáns að ekki hafi sést íslenskur fáni í miðborginni á þjóðhátíðardaginn og að auglýsingar Og Voda- fone hafi yfirgnæft alla umgjörð hátíðarhaldanna. Því fer víðs fjarri. Hin hefðbundnu hátíðarhöld fyrir hádegi, við leiði Jóns Sigurðssonar og á Austurvelli, voru í engu frábrugðin því sem við eigum að venjast og hvergi sást neitt merki um styrktaraðila hátíðarinnar. Það er hins vegar rétt að fjórir fánar frá símafyrirtækinu voru í Lækjargötu og svið voru skreytt með einkennismerkjum kostunaraðila, Eimskips og Og Vodafone, en ekki á neinn yfirþyrmandi eða ósmekklegan hátt að mínu mati. Vissulega geta menn haft mismunandi skoðanir á því hve- nær auglýsingar verða of áberandi og hvar þau mörk liggja. Það er líka nauðsynlegt og eðlilegt að fara yfir reynsluna hverju sinni og meta hvort betur megi gera næst. Enda verður það gert núna eins og endranær. Aðalatriðið er að þjóðhátíðarhöldin í miðborg Reykjavíkur voru ein- staklega vel heppnuð í ár. Mikill fjöldi Reykvíkinga naut skemmti- dagskrárinnar í veðurblíðunni og allt fór friðsamlega og sómasamlega fram. Ungir og aldnir skemmtu sér saman. Ég vil nota tækifærið og þakka þjóðhátíðarnefnd, formanni hennar, Önnu Kristinsdóttur, og öllum þeim öðrum sem að undirbúningi stóðu afar vel unnin störf. Þjóðhátíð í Reykjavík Eftir Þórólf Árnason Höfundur er borgarstjóri. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848 www.nowfoods.com Aðalfundur Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.