Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 29 ✝ Guðrún Árnadótt-ir fæddist á Seyð- isfirði 17. ágúst 1910. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón- ína Gunnhildur Frið- finnsdóttir, f. 8. september 1885, d. 28. desember 1969, og Árni Stefánsson, f. 8. júní 1874, d. 16. júní 1946. Þau hjónin eignuðust 14 börn og komust 11 þeirra til fullorðinsára. Eftir lifa fjögur, þau eru Stefán, Þórunn Hekla, Ingólfur og Sigurbjörn. Guðrún flutti með foreldrum sín- um nokkurra ára gömul til Akur- eyrar og ólst þar upp. Hún flutti rúmlega tvítug til Reykjavíkur og fór að læra nudd hjá Karli Jónssyni nuddlækni. Hinn 12. október 1942 giftist Guðrún Eyjólfi Júlíusi Einarssyni vélstjóra en hann var ekkjumaður með þrjú börn. Börn Eyjólfs eru Karl, f. 1935, Elín Björg, f. 1936, og Einar Ómar, f. 1938. Guðrún gekk þeim í móðurstað. Fyrir átti Guðrún soninn Árna Stefáns- son Vilhjálmsson, f. 1937, en hann ólst upp hjá móðursystur sinni á Norðfirði. Guðrún og Eyjólfur áttu saman tvær dæt- ur, Ásgerði Huldu, f. 1944, og Jónínu Gunnhildi, f. 1945. Guðrún helgaði sig uppeldi barna sinna en fór seinna að vinna hjá Björgvini Finnssyni nuddlækni og vann þar til sjötugs. Eftir lát Eyjólfs, en hann lést 18. ágúst 1986, hallaði undan fæti hjá henni. Hún bjó á Hrafnistu í Hafnarfirði síðustu árin. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Að leiðarlokum langar okkur tengdadæturnar til að minnast elskulegrar tengdamóður okkar. All- ar bjuggum við fyrstu hjúskaparár okkar í kjallaranum í Miðtúni 17, en í því húsi bjuggu þau Guðrún og Eyj- ólfur allan sinn búskap eða í tæp 42 ár. Á undan okkur höfðu búið í kjall- aranum foreldrar Eyjólfs, Einar og Evfemía, ásamt fjölskyldu sinni. Því má segja að þetta hafi verið sann- kallað fjölskylduhús. Sambýlið við þau hjón og þá ekki síst Guðrúnu, þar sem Eyjólfur var löngum á sjónum, var ákaflega gott. Aldrei nein afskiptasemi, en ávallt tilbúin með góð ráð, ef eftir var leit- að, hvort sem beðið var um ráð við matargerð eða handavinnu. Hún hafði ung lært að taka til hendinni þar sem hún var þriðja í röðinni í stórum systkinahópi. Eftir að hafa annast stórt heimili, að mestu ein vegna fjarveru Eyjólfs, hóf hún aftur störf árið 1959 við það sem hún hafði lært og starfað við áð- ur en hún gifti sig en þá hafði hún lært sjúkranudd hjá Karli Jónssyni lækni, Túngötu 3. Starfsvettvangur hennar nú var hjá Björgvin Finns- syni lækni á Laufásvegi 13. Upphaflega átti þetta aðeins að vera sumarafleysing en varði í rúm 20 ár. Guðrún hafði mikið yndi af allri list, hvort sem voru málverkasýning- ar, leikhúsferðir eða aðrir listvið- burðir. Þegar Guðrún varð 85 ára fóru börn og tengdabörn með henni í leikhús, og valdi hún sýninguna Jes- us Christ Superstar. Hún var sú eina sem ekki kvartaði undan hávaðan- um, hafði samt góða heyrn. Það var ótrúlegt hvað hún fylgdist með því sem unga fólkið var að gera, og aldrei vottaði fyrir hneykslunar- tón. Hún gladdist yfir hverri utan- landsferð, sem afkomendur hennar fóru og hafði hún ómælda ánægju af þeim ferðum sem hún fór sjálf, fyrst á togurunum með Eyjólfi og svo seinna þegar þau fóru að fara til dóttur sinnar og fjölskyldu, sem býr í Svíþjóð. Guðrún og Eyjólfur eign- uðust snemma bíl og voru dugleg að ferðast. Guðrún var mikill náttúru- unnandi og notaði hún oft blóm og annan gróður sem fyrirmynd að þeirri handavinnu sem hún gerði en það var bæði útsaumur og postulíns- málun. Á sínum yngri árum átti hún góðar vinkonur, sem hún ferðaðist mikið með. Þær fóru meðal annars inn í Þórsmörk þegar það var ekki eins auðvelt og nú í dag. Guðrún var alla tíð sérstaklega jákvæð, og jafn- vel nú seinni árin eftir að heilsan fór verulega að bila, var sama jákvæðnin og þakklæti henni efst í huga. Hún fylgdist alla tíð vel með því sem af- komendur hennar voru að gera og gladdist þegar vel gekk. Að lokum viljum við, fyrir hönd fjölskyldunnar, þakka starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði, sem annað- ist hana síðustu árin, frábæra umönnun. Með þakklæti í huga kveðjum við kæra tengdamóður. Helga, Bergþóra og Sigrún. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Stórholti 28, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum að kvöldi laugar- dagsins 21. júní. Þórir Sigurbjörnsson, Ásta Lilja Jónsdóttir, Auður Sigurbjörnsdóttir, Henrik Granfors, Vigdís Þórisdóttir, Ingvar Grétarsson, Kári Þórisson, Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Björn Johan Granfors, Lisa Carlgren, Anna Vigdís Granfors, Sven Igerud og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR HALLDÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 20. júní. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Oddný Lína Sigurvinsdóttir, Guðbjörn Magnús Sigurvinsson, Þórunn Einarsdóttir, Viktor Jón Sigurvinsson, Ólína Sverrisdóttir, Sigurvin Heiðar Sigurvinsson, Auður Auðunsdóttir, Jón Ásgeir Sigurvinsson, Elínborg Sturludóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, áður til heimilis að Seljahlíð 13A, Akureyri, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, laugardaginn 21. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir, Þór S. Pálsson, Hrefna Sigursteinsdóttir, Ólöf J. Pálsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Tryggvi Pálsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Bragi V. Pálsson, Hafdís Jóhannesdóttir, Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur. Við þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SVAFARSDÓTTUR frá Sandgerði á Akranesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSAMUNDA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Súðavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 21. júní. Fyrir hönd ættingja, Ásta Ákadóttir, Börkur Ákason. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI ÓLAFSSON, Sléttuvegi 17, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 21. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Finnbogadóttir, Aðalheiður Finnbogadóttir, Svavar Tr. Óskarsson, Ólafur Finnbogason, Auður Finnbogadóttir, Enrique Llorens, Rósa Finnbogadóttir, Sigurður R. Sigurðsson, Eggert Finnbogason, Ásgerður Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæri, ÓLI RUNÓLFSSON, Kleppsvegi 126, Reykjavík, sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut föstudaginn 20. júní, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júní kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Hallgrímsson, Sigríður G. Óladóttir, Guðný K. Óladóttir, Símon Ólason, Katrín S. Óladóttir, Sigurbjörg Óladóttir, Helga Óladóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.