Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fyrirlestur um alþjóðavæðingu Ríku löndin sparka burt stiganum STOFNUN stjórn-sýslufræða ogstjórnmála og Þró- unarsamvinnustofnun Ís- lands standa fyrir opnum fyrirlestri í Odda, stofu 101, í dag frá klukkan 12 til 13.15. Fundarstjóri verður dr. Jón Skaftason, stjórnarmaður í Þróunar- samvinnustofnun Íslands, en fyrirlesari verður Ro- bert Wade, prófessor í hagfræði. Hann mun í erindi sínu kynna þær skiptu skoð- anir sem fylgismenn al- þjóðavæðingarinnar og andstæðingar hennar hafa á henni og leggja áherslu á hvers vegna ástæða er til að efast um rök fylg- ismanna alþjóðavæðingar- innar. – Hvert er viðfangsefni fyrirlestrarins? „Viðfangsefni mitt er deilumál sem búið er til af valdamestu ákvarðanaaðilum heims, t.d. Al- þjóðabankanum, Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og fjármálaráðu- neyti Bandaríkjanna, tímaritinu Economist og dagblaðinu The Financial Times. Allir þessir að- ilar telja að efnahagsleg alþjóða- væðing hafi, á síðustu 20 árum, dregið úr bæði fátækt og tekju- mismun í heiminum. Ef þú lítur á tekjur þeirra 6,2 milljarða manna sem búa í heim- inum má halda því fram, þökk sé alþjóðavæðingunni, að fátækt og tekjumismunur séu á undanhaldi. Þetta eru rök fylgismanna al- þjóðavæðingarinnar sem eru á hinn bóginn dregin í efa af and- stæðingum hennar sem halda meira og minna fram hinu gagn- stæða. Andstæðingarnir halda því fram að með því sem alþjóðavæð- ingin felur í sér; auknum alþjóða- viðskiptum og alþjóðafjárfesting- um auk aukinnar sameiningar á milli hagkerfa þjóða, aukist fá- tækt og launamismunur. Samkvæmt rökum fylgismanna alþjóðavæðingar felur hún í sér frjálsa verslun sem ætti að leiða til falls fátæktar og launamis- munar og hækka innkomu allra. Í erindinu mun ég setja fram nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna ég held að þetta sé ekki að gerast og hvaða hlutir eigi það til að hamla eða raska áformum fylgismanna alþjóðavæðingarinn- ar.“ – Talar þú þá fyrir hönd and- stæðinga alþjóðavæðingarinnar? „Ég legg áherslu á hvers vegna við ættum að efast um rök fylgismanna alþjóðavæðingarinn- ar. Þá er ég ekki að segja að ég sé sammála andstæðingum al- þjóðavæðingar heldur legg ég áherslu á rök fylgismannanna vegna þess að þau eru þau málefni sem mest- ar deilur standa um. Ég mun útskýra efasemdir mínar, það er ástæða til þess að efast um gildi eða lögmæti raka fylgismanna alþjóðavæðingar. Ég efast um að fátækt heims- ins sé að minnka líkt og aðstand- endur Alþjóðabankans halda fram og ég efast einnig um að launamisréttið sé að minnka.“ – Hverjir myndir þú segja að væru kostir og gallar alþjóða- væðingar? „Alþjóðavæðingin hefur sann- arlega gagnast nokkrum löndum og hópum innan einstakra landa vegna aukins aðgangs að mörk- uðum. Þær þjóðir sem alþjóða- væðingin hefur gagnast hvað mest eru efnuðustu þjóðir heims- ins. Í raun hefur alþjóðavæðingin gert stjórnvöldum þróunarland- anna erfiðara fyrir að tileinka sér stefnur til að efla iðnvæðingu á eigin landsvæði. Orsökin er sú að reglur al- þjóðastofnana á borð við Alþjóða- bankann, Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og Alþjóðaverslunarráðið hafa að mestu verið ákveðnar af fulltrúum ríku landanna sem gera þróunarlöndum erfitt fyrir að útfæra stefnu sem setja iðnað landsins ofarlega á lista. Ríku löndin krefjast þess að opnað sé fyrir innflutning hvaðanæva að úr heiminum jafnvel þó þetta geri út af við innlenda framleið- endur. Ef litið er á þau þróunarlönd sem hefur vegnað hvað best eftir seinni heimsstyrjöldina, þá er nærtækast að líta til landa í Austur-Asíu. Þau nýttu sér margþættar leiðir til að hvetja innlendan iðnað á landsvæðinu t.d. með því að skipta út ein- hverjum innflutningi fyrir hluti framleidda innanlands. Þetta færði hinum innfæddu störf og hjálpaði til við að auka færni samfélagsins. Nú verður sífellt erf- iðara að fara þessa leið vegna reglnanna sem auðugu löndin krefjast. Ég sé auðugu löndin sparka frá stiganum, stiganum sem þau klifruðu upp. Þau sparka honum í burtu svo önnur lönd geti ekki fetað sömu leið. Reglur alþjóðastofnana ættu að vera færar um að veita þróunarlöndum öðruvísi meðferð en ríkum löndum, en þau vilja að- eins eina tegund reglna sem þýð- ir að þau munu alltaf sigra.“ Robert Wade  Robert Wade er nýsjálenskur ríkisborgari, fæddur 1944 í Sydney í Ástralíu. Wade hefur starfað í Háskólanum í Sussex, Brown-háskóla og hjá Alþjóða- bankanum í Washington DC. Wade starfar nú sem prófessor í hagfræði við London school of Economics. Hann er útskrifaður í hagfræði frá Háskólanum í Sussex auk þess að hafa há- skólagráðu í mannfræði. Wade er fráskilinn og á tvö börn. Ríku löndin setja reglurnar FRAMKVÆMDIR við brúna yfir ósinn í Ólafsfirði hóf- ust fyrir alvöru fyrir nokkrum dögum, en þá kom verk- takinn á staðnum sér fyrir. Er það liður í vegagerð sem tengir Ólafsfjörð og Siglufjörð. Börnin eru að sjálf- sögðu spennt fyrir þessari framkvæmd og hér sjást tvö þeirra að leik í ósnum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Brúarframkvæmdir að hefjast Ólafsfirði. Morgunblaðið. SJÁLFSTÆÐISMENN gagnrýndu í borgarstjórn sl. fimmtudag að sparnaðarnefnd, sem á að ná fram 500 milljóna króna sparnaði í rekstri borgarinnar miðað við fjárhags- ramma ársins 2004, skyldi ekki hafa samráð við forstöðumenn og yfir- menn stofnana borgarinnar við gerð tillagnanna. Í sparnaðarnefnd eiga sæti Þór- ólfur Árnason borgarstjóri og Árni Þór Sigurðsson og Stefán Jón Haf- stein fyrir Reykjavíkurlistann. Sjálf- stæðismenn tilnefndu ekki fulltrúa í þessa nefnd. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að þegar upp væri staðið ætti helst að spara í tómstunda- og fræðslu- málum. Í tillögum nefndarinnar væri lagður til 200 milljóna króna sparn- aður undir liðnum fræðslumál, Íþrótta og tómsstundaráði væri gert að spara 50 milljónir, Leikskólum Reykjavíkur 11,5 milljónir og Fé- lagsþjónustunni 50 milljónir. Annar sparnaður væri tæpar 190 milljónir króna. Hann sagði lungann af sparnaðin- um snúa að hagsmunum barnanna. Leit hann á stjórn borgarinnar, sem hann sagði viðamikla og þar væri einungis 6,5 milljóna króna sparnað- ur. Öðrum viðamiklum sviðum, sem velti mörg hundruð milljónum, sé gert að spara 31 milljón. „Þetta eru sérkennilega áherslur í sparnaði og sérkennilegar niðurstöður hjá sparnaði, að velta honum yfir á þessi viðkvæmu mál sem eru mennta-, uppeldis- og tómstundamál.“ Einnig skorið niður í yfirstjórn Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði rekstrarkostnað Reykjavíkur- borgar mikinn eða 34 milljarða króna á ári. Umfang sparnaðarins væri um 1,5% af rekstrarkostnaði borgarinnar. Það væri því ekki hægt að tala um niðurskurð heldur hag- ræðingu og aðhald í rekstri næstu ár. Borgarstjóri sagði fræðslumálin stóran hluta af útgjöldum borgarinn- ar og þar væri svigrúm til sparnaðar án þess að það kæmi niður á fram- boði þjónustunnar. Einnig væri litið til yfirstjórnar, ferðakostnaðar, risnu og samræmingar á þróunar- starfi. Hann sagði að fullt samráð hefði verið haft við formenn málaflokk- anna og þeir kvaddir til til samvinnu. Þeir hefðu síðan haft samband við þær stofnanir sem undir þá heyra. „Útfærsla sparnaðartillagnanna fer fram allt þar til fjárhagsáætlun verður samþykkt næsta haust og mun útskýra hvernig sparnaðurinn kemur til,“ sagði Þórólfur. Sparnaðartillögur gagn- rýndar í borgarstjórn FORMENN ungliðahreyfinga flokkanna sem standa að samstarfi Reykjavíkurlistans vilja að samstarfi Reykjavíkurlistans í borgarstjórn verði haldið áfram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem þeir sendu frá sér á laugardaginn. Í til- kynningunni segir: „Reykjavíkurlistinn hefur á síð- ustu árum staðið sig mjög vel við stjórnun borgarinnar. Samstarf flokkanna sem standa að Reykjavík- urlistanum hefur gengið vel þrátt fyrir ítrekaðar hrakspár pólitískra andstæðinga. Borgarbúar hafa sýnt ánægju sína með samstarfið í verki með því að endurnýja umboð Reykjavíkurlistans tvívegis í kosn- ingum og hefur forskotið á Sjálf- stæðisflokkinn sífellt aukist. Umboð þetta gildir nú í þrjú ár í viðbót. Ungliðahreyfingar í flokkunum sem standa að Reykjavíkurlistanum telja að svo lengi sem málefnastaða er sterk, samstaða næst um form og næg verkefni eru fyrir hendi, verði stefnt að því að halda samstarfinu áfram, ekki bara á þessu kjörtímabili heldur verði skoðað með opnum hug hvort það skuli ekki einnig gert eftir næstu kosningar.“ Vilja samstarf R-listans áfram ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.