Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                               !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MOSFELLSBÆR á einstaka útivist- arparadís sem er Úlfarsfell, einna næst Reykjavík en suðurhluti fjalls- ins er núna einnig innan lögsagnar Reykjavíkur. Mjög margir njóta þess að ganga á þetta frábæra útsýnisfjall. Frá bílastæðinu við Hamrahlíðar- skóginn þar sem Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur ræktað upp gróðurvana grjótskriður í nær hálfa öld eru mjög skemmtilegar leiðir um skóginn upp á fjallið. Margir velja að fara upp gilið syðst í klettaröðli fjalls- ins meðan aðrir velja léttari en ögn lengri leið sunnar. Seint verður fjall- ganga á Úlfarsfellið talin til afreks- verka en vissulega ber að hvetja alla sem treysta sér til að ganga á fjallið. Uppi á fjallinu eru ávalir ásar þar sem skiptast á grjóthólar, gróðurlitlir mel- ar með dálitlum gróðurtungum á milli. Austarlega á fjallinu er dálítil hæð, hæsti tindur fjallsins. Er þar yf- irgefin varnarstöð frá tímum heims- styrjaldarinnar síðari. Mjög gott útsýni er af fjallinu, vítt og breitt til nánst allra átta. Í norðri byrgir að vísu Esjan okkur sýn og sama má segja um Grímannsfjallið í austri en það er hæsta fjall í Mos- fellsbæ. Til suðurs mjá sjá langt suð- ur á Reykjanesskagann með Bláfjöll, Lönguhlíð, Sveifluháls, Keili og fleiri fjöll í fjarska. En til vesturs er frá- bært útsýni vestur yfir Sundin og eyj- arnar, Faxaflóann og langt í fjarska má sjá Snæfellsnesið teygja sig langt til norðvesturs með konung fjallanna í nálægt 100 km fjarlægð, sjálfan Snæ- fellsjökul sem sagður er búa yfir mik- illi lífsorku. Unnt er að aka á Úlfarsfell frá suðri, skammt vestan við bæinn Fellsmúla og ofan við skógræktar- spildu þá sem Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hafði veg og vanda af. Nefndi hann landið Ljótaland sökum þess hve það var erfitt til gróðursetn- ingar. Í dag ber það ekki nafn með rentu og væri verðugt að landi þessu væri gefið annað nafn betra og feg- urra en láta það bera hið upprunalega nafn. Fjallvegur þessi er allbrattur og laus á köflum. Ættu aðeins þeir sem telja sig hafa brýnt erindi á fjallið að fara akandi á það. Má nefna að svif- klúbbur notar sér veg þennan til að koma búnaði sínum upp og er ekkert við því að segja. Má oft sjá svífandi menn í drekum sínum innan um fýl- ana og aðra fugla í háloftunum. Því miður hafa ýmsir aðrir farið á jeppum sínum upp veg þennan og ekki látið þar við sitja heldur notað tækifærið og ekið utan vega sem ætti hverjum viti borni manni að vera kunnugt að er harðbannað. Þessum leiðum þarf að loka og koma í veg fyrir þennan óþarfa akstur. Væri ekki verðugt verkefni á veg- um Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að efnt verði til samkeppni meðal lands- lagsarkitekta um hugmyndir að hvernig Úlfarsfellið yrði best nýtt til framtíðar í þágu útivistar. Leggja þarf merkta göngustíga með vegvís- um og nauðsynlegum merkingum um fjallið, koma fyrir á góðum stað út- sýnisskífu þar sem öll örnefni eru sýnd og ekki myndi skaða, að rækt- aðir yrðu upp nokkrir trjálundir til skjóls á viðeigandi stöðum. Þar færi best á að gróðursetja harðgert birki en víða má nú sjá ýmsar víðitegundir eftir að sauðfé hvarf af fjallinu. Ekki kæmi á óvart að fyrr eða síðar verði reist á Úlfarsfelli dálítið veit- ingahús á borð við Nauthól sem nýtur gríðarlegra vinsælda á góðviðrisdög- um. Hér með er hugmynd þessari kom- ið á framfæri. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, 270 Mosfellsbæ. Útivistarparadísin Úlfarsfell Frá Guðjóni Jenssyni, bókasafns- fræðingi og leiðsögumanni: AÐ TEFLA á tvær hættur eða eiga eitthvað á hættu er alkunnugt orðtak. Fyrsta áhættan, sem við tökum í líf- inu, er að vísu ekki að okkar frum- kvæði, heldur foreldra okkar. Þau urðu ásátt um að stofna til samlífs og hjúskapar, sem af sér leiddi, að nýtt líf varð til. Við vorum allt í einu komin inn í nýjan heim, okk- ur ókunnan og framandi.Við vorum sem sagt orðin til. Þegar við tókum að vaxa úr grasi þurftum við að taka ýmsar ákvarðanir. Má þar til að mynda nefna, hvaða menntun við ætt- um að öðlast, vitandi að til þess að komast áfram í lífinu yrðum við að leggja okkur fram og stefna að vissu marki, sem gerði okkur að vel mennt- uðum og starfshæfum þjóðfélags- þegnum. Átaka- og áhættuminnst er að læra ekki neitt og ganga út í lífið án teljandi undirbúnings. Það er einnig ákvörðun út af fyrir sig og áhætta. Fólk tekur áhættu, þegar það velur sér maka. Farið getur á verri veg en vænst var. Fólk skilur að skiptum, jafnvel þótt ytri aðstæður virðist vera hagstæðar; fjárhagur í góðu lagi, at- vinna fyrir hendi, fjölskylda, og margt það, sem nútímamaðurinn girnist. Þá eru það nautnir og skemmtanir. Nútímamaðurinn tekur oft mikla áhættu í þessum efnum. Hann vill ekki láta neinn segja sér fyrir verk- um.Veit að vísu, að áfengis- og tób- aksneysla, svo og eiturlyfjaneysla, er skaðleg, en tekur áhættuna, því að ekki er víst, að þessar nautnir skaði einmitt hann, þó að sagt sé, að þær valdi mörgum ótímabærum dauða og kvöl. Þetta er aðeins hluti af því að taka áhættu. Hún er víða. Lífið er í heild mikið hættuspil, um það eru ótal dæmi. Að lokum er hér staka, sem varð til fyrir mörgum árum, og ég held að segi nokkuð um það, að taka áhættu. Vísan er þannig og festið hana í minni: Allt er lífið eintómt span, auðnu- stopul - kynni. Væri engin áhættan yrði nautnin minni. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Að tefla á tvær hættur Frá Auðuni Braga Sveinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.