Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 36
DAGBÓK 36 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Arn- arfell, Goðafoss, Black Watch, Latouche- Trévilla og Sylvia. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Bootes og Polar Princess. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, og jóga, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa. Minnum á Jónsmessuferðina á morgun. Enn tími til að skrá sig. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Kl. 13.30 létt ganga. Púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, kl. 12 hárgreiðsla. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag er brids kl. 13, billjard og frjáls handavinna kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Sími 588 2111. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Dagsferð 4. júlí: Rangárvellir, Oddi, Sögusetrið á Hvolsvelli. Súpa og brauð á Hvols- velli. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Minnum á fleiri ferðir. Nánari uppl. á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Sími 575 7720. Kl. 9- 16.30 vinnustofur opn- ar. Kl. 13 boccia. Veit- ingar í Kaffi Bergi. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöð- in,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, Fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 opin vinnustofa og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 13 hand- mennt og opin vinnu- stofa, kl. 14 félagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðviku- dögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Bergmál, vina- og líkn- arfélag. Sumarferð fé- lagsins verður að Skóg- um undir Eyjafjöllum sunnudaginn 29. júní nk. Lagt af stað frá húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, kl. 10. Hádegishressing og byggðasafnið skoðað. Guðsþjónusta í kirkj- unni að Skógum. Þátttaka tilkynnist í síma 552-1567 (Karl Vignir), 568-1418 (Þór- anna Þórarins) og 555- 1675 (Jónína Arndal). Ferð þessi er öllum op- in. Bergmál, ferða- nefnd. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, þriðjudaginn 24. júní, kl. 10 við Brekku- hús. Á morgun, mið- vikudaginn 25. júní, kl. 10 við Vesturberg og kl. 14 við Rauðalæk. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eski- fjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hanarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyj- ar: Apótek Vestmanna- eyja, Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek, Kjarninn. Í dag er þriðjudagur 24. júní, 175. dagur ársins 2003. Jóns- messa. Orð dagsins: En Jesús sagði við lærisveina sína: Sannlega segi ég yður: Torvelt verður auð- manni inn að ganga í himnaríki. (Matt. 19, 23.)     Á vefsíðu ungra jafn-aðarmanna fjallar for- maður UJ í Reykjavík, Andrés Jónsson, um breytt viðhorf íslensks samfélags til kynlífs.     Andrés telur að breytinghafi átt sér stað þegar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir snéri heim til Íslands úr námi sem fyrsti íslenski kynlífsfræðingurinn.     Um miðjan 10. áratug-inn tók byltingin enn kipp með tilkomu súlu- staðanna og undir lok hans hafði almennur að- gangur þjóðarinnar að Internetinu opnað allar flóðgáttir og innreið kyn- lífsiðnaðarins á Íslandi náði hámarki. Tugir þús- unda Íslendinga munu til að mynda hafa notað sér þjónustu stefnumótavefj- arins Einkamál.is. En það fyrirtæki auglýsir m.a. að það sé þitt einkamál ef þú hneigist til samræðis við hross. Annað hefði ég nú haldið án þess að ég hafi kynnt mér dýravernd- unarlögin sérstaklega,“ segir Andrés í fyrri grein sinni.     Andrés telur að mörkiná milli kláms og ann- ars skemmtanaiðnaðar verði sífellt óljósari. Hann nefnir tónlistarmyndbönd sem dæmi: „Ef maður horfir á tónlistar- myndbönd án þess að hljóðið sé á er oft ekki auðvelt að sjá hvort um tónlistarflutning eða ein- hverskonar klámmynd sé að ræða. Kynlífsbyltingin á því uppruna sinn að ein- hverju leyti hjá framleið- endum popptónlistar, tísku og kvikmynda. Skil- in á milli þessara greina og klámiðnaðarins eru óljós.“     Andrés telur að þróuniní átt að opinskárri um- ræðu um kynlíf hafi geng- ið of langt og að nú sé kominn tími til þess að fólk læri að blygðast sín á ný. Hann rekur fjölmörg dæmi í pistlum sínum um hvernig umhverfið er orð- ið stöðugt mettaðra að kynferðislegum tilvís- unum og vill að fólk taki sér tak og snúi af þessari braut. Hann telur að margt í umhverfinu hafi brenglandi áhrif á þær hugmyndir sem ungling- ar, sem eru að öðlast með- vitund um sjálfa sig sem kynverur, fái um hvað sé eðlileg kynferðisleg hegð- un.     Andrés leggur til aðþetta gildismat verði tekið til endurskoðunar: „Ég mæli hins vegar með því að við leitum Vest- urbæjar-húsmóðurinnar innra með okkur og að við leyfum henni að brjótast út við og við. Ræktum blygðunarkenndina! Hún er ekki alltaf upprunnin í kreddum. Stundum er hún eðlilegt viðbragð heil- brigðra tilfinninga þegar að sjálfsvirðingu okkar er ógnað og við sættum okk- ur hreinlega ekki við eitt- hvað,“ segir Andrés. STAKSTEINAR Kynlífsbyltingin étur börnin sín Víkverji skrifar... LISTASAFNIÐ á Akureyri hefur ásíðastliðnum árum og misserum látið mikið að sér kveða í íslensku listalífi, haslað sér völl sem fram- sækið og hugmyndaríkt safn með fingurinn á púlsinum. Þetta er fyrst og fremst einum manni að þakka, Hannesi Sigurðssyni, forstöðumanni safnsins. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt safnalíf og gefið menningarbænum Akureyri aukið vægi. Hannes tók við safninu árið 1999 og lét snemma að sér kveða. Þannig minnist Víkverji sýningarinnar Losti 2000, þar sem fjöldi listamanna tjáði sig um kynjamál. Styr stóð um þessa sýningu, einkum á heimaslóð, og ein- hverjir íhuguðu lögsókn til að fá henni lokað. Af því varð ekki. En tónninn var gefinn, engin lognmolla skyldi vera um Listasafnið á Ak- ureyri. Og þannig hefur það verið, hver forvitnilega sýningin hefur rekið aðra, og menn eru löngu hættir að sjá ofsjónum. x x x BREIDDIN hefur verið mikil ísýningahaldi nyrðra. Ef við rifj- um upp síðasta ár kom rússnesk myndlist frá Arkangelsk, sérstaklega samsett fyrir safnið, í kjölfarið kom Akureyri-myndlist II þar sem burt- fluttum Akureyringum voru gerð skil og síðan var m.a. boðið upp á Milli goðsagnar og veruleika, þar sem verk eftir múslimska listamenn voru sýnd, og síðan tók við við sýningin Rem- brandt og samtíðarmenn hans, sem vakti feikilega athygli og aðdáun. Enn stal safnið senunni fyrr á þessu ári með sýningunni Aftökur og útrýmingar og um næstu helgi verð- ur opnuð sýning á höggmyndalist 20. aldar, þar sem Hannes kemur á sam- ræðu erlendra lykilmanna á borð við Degas, Renoir, Maillol og Buren og íslenskrar framvarðasveitar, Ás- mundar Sveinssonar, Hreins Frið- finnssonar, Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona, Finnboga Péturs- sonar og fleiri. Þarna má kannski sjá styrk safnsins í hnotskurn, það legg- ur metnað í að færa okkur það besta sem þekkist erlendis án þess að það komi niður á okkar eigin myndlist. Hennar sess er tryggður. Það er engin tilviljun að Listasafn- ið á Akureyri er svona atkvæðamikið í íslensku listalífi. Öflug sýning- arstjórn er skýringin. Þá eru sýn- ingar safnsins jafnan settar fram með þeim hætti að þær koma fólki við. Þær eiga erindi við fjöldann en eru ekki aðeins fyrir fámennan hóp inn- vígðra. Án þess að það bitni á gæð- unum. x x x VÍKVERJI las í viðtali við HannesSigurðsson hér í Morgunblaðinu í janúar að samningur hans við safnið rynni út í vor. Ekki hefur komið fram hvort hann hefur verið framlengdur en það yrðu mikil mistök hjá Akur- eyringum að láta Hannes sér úr greipum ganga. En eins dauði er ann- ars brauð og það er ekkert vafamál að margir áhugamenn um myndlist vilja sjá hann á valdastól hjá öðru hvoru stóru safnanna hér í Reykja- vík, Listasafni Íslands eða Listasafni Reykjavíkur. Morgunblaðið/Kristján Verk á sýningunni Aftökur og út- rýmingar í Listasafninu á Akureyri. Konan í fylgd Jakobs á Bölta VARÐANDI beiðni mína um konuna í fylgd Jakobs á Bölta í laugardagsblaðinu 21. júní sl. þá eru komnar upplýsingar um hana. Hún hét Jósefína Oddný Gísla- dóttir, f. 4. des. 1918, dáin 5. okt. 1962. Hún var síðari kona Þorsteins Jósepsson- ar, blaðamanns og rithöf- undar, og tók hann mynd þessa 1954. Með bestu kveðjum, Leifur Sveinsson. Kettir eru plága ÞÓRA hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að kettir væru plága. Sagðist hún vera ósammála því sem kom fram í Velvakanda í gær, 23. júní, að kettir væru öllum til ánægju en engum til ama. Stökkmýs voru eitt sinn gæludýr heimilis Þóru og var búr þeirra bilað. Einn morguninn, er komið var inn í herbergið sem þær voru geymdar í, voru þær horfnar. Hefur ekki spurst til þeirra síðan. Einu vís- bendingarnar um hvarf þeirra voru kattarspor í gluggakistunni. Kettir eru því til ama þar sem Þóra býr. Rangt reikningsnúmer RANGT reikningsnúmer birtist í Velvakanda sunnu- daginn 22. júní sl., en þá var sagt frá hjólastólamara- þoni. Rétt reikningsnúmer er: 1175-05-40756 og kenni- talan er 570269-2169. Tengja UNNENDUR hins frá- bæra tónlistarþáttar Tengja á Rás tvö tóku gleði sína á ný þegar stjórnarndi þáttarins, Kristján Sigur- jónsson, byrjaði að spila heimstónlist og þjóðlaga- rokk að nýju á laugardögum í maí og júní. Þátturinn á laugardaginn var auglýstur sem sá fjórði og síðasti. Ég skora á Kristján og Rás tvö að halda áfram með þáttinn þannig að hann verði viku- lega á dagskrá. Tónlistar- og Rásarvinur. Dýrahald Bíbí er týndur BÍBÍ flaug frá heimili sínu, Gauksási 41, Hafnarfirði, 19. júní sl. Hann er blár að lit og mjög gæfur. Bíbí talar gjarnan þegar vel liggur á honum og segir: „Bíbí góður strákur.“ Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565 2252 eða 894 0433. Læðu vantar heimili VEGNA flutninga vantar kolsvarta, 6 ára gamla læðu gott heimili. Læðan er vön því að fá að komast út en fer aldrei langt. Hún er góð og gæf. Áhugasamir geta hringt í síma 865 2297. Tapað/fundið Sími tapaðist VÍNRAUÐUR Nokia 6150 sími tapaðist í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 20. júní sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 694 9732. Geisladiskahulstur í óskilum Geisladiskahulstur með diskum í, fannst í miðbæ Reykjavíkur fyrir 2–3 vik- um. Ef einhver saknar þess getur hann hringt í síma 867 5730. Grá golftreyja tapaðist GRÁ golftreyja týndist, lík- legast á leið frá Nettó í Mjódd í Neðra-Breiðholt. Hafi einhver fundið peys- una er sá hinn sami vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 557 1252. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Svífandi á línuskautum. LÁRÉTT 1 hál, 4 skyggnist til veð- urs, 7 snagar, 8 endar, 9 upplag, 11 vel látna, 13 bein, 14 hland, 15 álka, 17 skrifaði, 20 ílát, 22 fara laumulega með, 23 sárum, 24 kvenfugl- inn, 25 kaka. LÓÐRÉTT 1 sök, 2 upplagið, 3 ávöxtur, 4 mælieining, 5 milda, 6 rugga, 10 plokka, 12 keyra, 13 skjól, 15 stökkva, 16 kögguls, 18 bál, 19 lengd- areining, 20 hafði upp á, 21 agasemi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 forherðir, 8 lesta, 9 ósjór, 10 puð, 11 sýkna, 13 arnar, 15 hjörs, 18 skúra, 21 tóm, 22 raupi, 23 eflir, 24 hlægilegt. Lóðrétt: 2 orsök, 3 hrapa, 4 rjóða, 5 iðjan, 6 glás, 7 frír, 12 nær, 14 rok, 15 horf, 16 ötull, 17 sting, 18 smell, 19 útlæg, 20 aðra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.