Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 11
STJÓRN Byggðastofnunar hefur
samþykkt að settar verði sérstakar
siðareglur fyrir stofnunina. Að sögn
Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns
Byggðastofnunar, stendur þessi
vinna yfir í samstarfi stjórnarfor-
manns, forstjóra og fleiri aðila í sam-
ráði við fjármálaeftirlitið og Ríkisend-
urskoðun. Jón segir að einnig sé verið
að vinna að gerð starfsreglna fyrir
stjórn Byggðastofnunar. Verða þess-
ar reglur kynntar og afgreiddar í
stjórninni á næstu tveimur mánuðum.
Jón gerði breytta starfshætti
Byggðastofnunar að umtalsefni í
ræðu sinni á ársfundi stofnunarinnar.
Hann sagði stofnunina hafa sett sér
verklagsreglur um útlánastarfsemi
og fjármála- og eignaumsýslu, síðast
gefnar út í nóvember sl. Mikið hefði
verið unnið að framþróun verklags
stofnunarinnar og stefnt að marktæk-
um áfanga á þessu ári. Jón sagði að
Byggðastofnun starfaði ekki við póli-
tíska úthlutun. Stofnuninni bæri að
starfa sem fjárfestingarlánastofnun
með skilgreindri sérstöðu og með til-
settu fjárhagslegu markmiði í sam-
ræmi við reglur góðrar stjórnsýslu,
jafnræðisreglu og málefnalegt
gegnsæi í ákvörðunum og aðgerðum.
Greiðari afgreiðsla lána
„Með róttækum breytingum á
verklagsreglum fyrirtækjasviðs, sem
samþykktar voru 19. ágúst 2002 og
útgefnar með heildarendurskoðun 15.
nóvember 2002, var tryggð miklu
jafnari og greiðari afgreiðsla lánaer-
inda en áður hafði verið. Sett var ný
verkaskipting milli starfsmanna og
stjórnar sem meðal annars gerir ráð
fyrir því að umsækjendur hafa mál-
skotsrétt til stjórnar, ef þeir vilja ekki
una afgreiðslu stofnunarinnar. Sam-
tímis hurfu stjórnarmenn úr lána-
nefnd og frá afskiptum af fyrstu um-
fjöllun um langflest erindi. Nú starfar
Byggðastofnun að þessu leyti mjögt
líkt sem aðrir fjárfestingarlánasjóðir
og tryggt er að jafnræðisregla og góð
stjórnsýsla séu í heiðri hafðar.“
Hann sagði það óhjákvæmilegt að
samræma Byggðastofnun við þá þró-
un sem orðið hefði í stjórnsýslunni.
Það hefði verið óhjákvæmilegt að
stjórn stofnunarinnar tæki þá stefnu
að skerpa á hlutverkaskiptingu milli
sín annars vegar og hins vegar stjórn-
enda, sérfræðinga og annarra starfs-
manna. „Því varð það, meðan menn
voru að átta sig á þessu, hlutverk
stjórnarinnar og stjórnarformanns-
ins að venja umsækjendur, aðra við-
skiptamenn, fjölmiðla og alla aðra á
þá staðreynd að það þýðir ekki að að
leita til formanns og stjórnarmanna
framhjá stofnuninni sjálfri.“
Jón sagði í ræðu sinni að stjórn-
málamenn hefðu þann rétt og þá
skyldu að fylgjast með, fá upplýsing-
ar um gang mála um afgreiðslu er-
inda og framkvæmd reglna í opinber-
um stofnunum og víðar. Skyldu-
rækinn og heiðarlegur stjórnmála-
maður leggði sig í líma við að rækja
þessar skyldur og nýta þessi réttindi.
En það væri allt annað að fara að
„grípa inn í réttmætan afgreiðsluferil
og fara hreint og beint að berjast fyrir
einni tiltekinni úrlausn í tilteknu er-
indi sem er til meðferðar“.
Hætt við kærum eða vanhæfi
Hann sagði að stjórnarformaður og
stjórnarmenn ættu ekki að hafa af-
skipti af erindi sem bærist stofnun-
inni, fyrir utan upplýsingaöflun og
-miðlun, fyrr en það væri lagt fram á
stjórnarfundi eftir úrvinnslu forstjóra
og sérfræðinga. Öðrum kosti væri
m.a. hætt við því að stjórnarformaður
eða aðrir stjórnarmenn gætu sætt
kærum á grundvelli jafnræðisreglu
og jafnvel að um lögformlegt vænhæfi
yrði að ræða. Meginverkefni stjórn-
arinnar væri ekki að fjalla um eða
ákvarða um einstök erindi og um-
sóknir, heldur að fjalla um og ákvarða
um rekstrarmálefni, setja reglur og
annast eftirlit með starfsemi og mál-
efnum Byggðastofnunar, vinna að
stefnumótun og rammaákvörðunum.
Þá sagði Jón að í flestum fyrirtækj-
um og stofnunum væri stjórnarfor-
maður nánasti trúnaðarráðgjafi fram-
kvæmdastjóra en tæki sér ekki vald
hans. Við þetta miðuðu reglur
Byggðastofnunar og það væri eitt af
mikilvægustu hlutverkum stjórnar-
formanns Byggðastofnunar og ann-
arra stjórnarmanna að tryggja að all-
ir fengju heiðarlega afgreiðslu í
stofnuninni.
Siðareglur í bígerð
fyrir Byggðastofnun
Við stjórnarmenn
eigum ekki að hafa
afskipti af erind-
um, segir stjórn-
arformaðurinn
ÍSLENSKAR konur í Belgíu hitt-
ust í Brussel í dag og tóku þátt í
kvennahlaupi ÍSÍ. Um 20 konur á
öllum aldri tóku þátt í hlaupinu,
auk tveggja ungra drengja og
þriggja hunda.
Hlaupið fór fram í blíðskap-
arveðri, sól og yfir 20 stiga hita, í
almenningsgarði í miðborg
Brussel. Sigurvegarar í hlaupinu
voru tveir fyrrverandi formenn
Íslandsfélagsins, sem komu hníf-
jafnar í mark, þær Jenný Davíðs-
dóttir og Ástfríður Margrét Sig-
urðardóttir.
Hlaupið tókst prýðilega vel og
fengu allir keppendur verðlauna-
pening með bleikum borða, koss
og hressingu að hlaupinu loknu.
Hópurinn sem tók þátt í hlaupinu.
Kvenna-
hlaup ÍSÍ
í Brussel
MARTA Þórðardóttir, 85 ára
gömul kona frá Hreggsstöðum á
Barðaströnd, tók þátt í Kvenna-
hlaupi ÍSÍ síðastliðinn laugar-
dag og gekk fimm kílómetra.
Marta hefur misst alla sjón en
að hennar sögn voru margar
konur í hlaupinu sem hún gat
fengið aðstoð frá. „Ég hef aldrei
áður tekið þátt í Kvennahlaup-
inu en ég labbaði mikið hérna
áður fyrr,“ segir Marta. Mörtu
fannst mjög gaman að taka þátt
í hlaupinu en var svolítið þreytt
að því loknu. „Þegar við komum
á leiðarenda var boðið upp á ást-
arpunga og pönnukökur svo að
þetta var alveg ljómandi.“
85 ára gömul kona
tók þátt í Kvenna-
hlaupinu í fyrsta sinn
Gekk mikið
áður fyrr
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
S
PA
2
11
23
05
/2
00
3
– me› ánægju
ER BANKINN
fiINN EKKI
A‹ LEYSA
VERKEFNIN
ME‹ fiÉR?
Vi›skiptavinir Sparisjó›sins eru fleir
ánæg›ustu í öllu bankakerfinu, enda
leggur Sparisjó›urinn áherslu á a› flekkja
flarfir vi›skiptavina sinna og uppfylla flær.
Me› einni undirskrift, hjá fljónustufulltrúa
í hva›a Sparisjó›i sem er, getur flú bæst
í hóp ánæg›ustu vi›skiptavina í öllu
bankakerfinu.