Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 12
ÚR VERINU
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Á FIMMTUDAGINN
„MIÐAÐ við viðskiptakjörin [...] tel
ég raungengi krónunnar ekki fjarri
því sem menn verða að sætta sig við
að búa við til lengri tíma,“ sagði Arn-
ór Sighvatsson, staðgengill aðalhag-
fræðings Seðlabankans, á fundi sem
haldinn var í húsakynnum Samtaka
fiskvinnslustöðva um erfiðleika
rækjuvinnslunnar. Á fundinum kom
einnig fram að mikill heimsafli og
lágt verð héldust í hendur og heims-
afli rækju ætti eftir að vaxa á næstu
árum. Því var líka spáð að markaður-
inn mundi verða tiltölulega óbreytt-
ur á næstunni.
Stofn úthafsrækju á uppleið
Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnuninni, sagði
ástand rækjustofnsins við Ísland
ekki með besta móti miðað við árin
1992–1998. Stofn úthafsrækju væri á
uppleið en mundi ráðast af þorsk-
gengd og sérstaklega útbreiðslu
þorsks. Sjór hefði hlýnað mikið norð-
anlands sem þýddi aukna útbreiðslu
þorsks þar og því væri ekki búist við
aukningu í rækjustofninum.
Á grunnslóð væri lagt til að heim-
ila veiðar upp á 200 tonn í Breiða-
firði, 450 tonn í Arnarfirði og 700
tonn í Ísafjarðardjúpi en Skjálfandi
yrði ekki opnaður í ár vegna smáýsu
þar.
Unnur sagði að mikill heimsafli
skýrði alltaf lágt verð og hún óttaðist
að heimsafli rækju ætti eftir að vaxa
á næstu árum á meðan enginn þorsk-
ur væri við Grænland og Kanada.
Það eina sem gæti hindrað það væri
að veiðiþjóðirnar myndu ákveða að
draga úr veiðum.
Í máli Magna Þórs Geirssonar,
framkvæmdastjóra Icelandic UK,
kom m.a. fram að alltof margir væru
að selja rækju í Bretlandi. Heildar-
markaðurinn þar væri um 1,6 millj-
arðar sterlingspunda, 192 milljarðar
íslenskra króna. Hann sagði að Bret-
landsmarkaður hefði lengi verið
mikilvægasti rækjumarkaður Ís-
lendinga og tekið við 70% af útfluttri
pillaðri rækju héðan. Smásalan væri
langmikilvægust, 53%. Mikil aukn-
ing hefði orðið í sölu pakkaðrar og
kældrar rækju hjá stórmörkuðum.
Frekar lítil verðlækkun hefði orð-
ið það sem af væri ársins. Hann sagði
einkenni breska markaðarins ein-
kenni offramboðs þar sem framleið-
endum, sölu- og pökkunaraðilum
væri att saman í verðsamkeppni og
framleiðendur tækju á sig aukinn
birgða- og fjármagnskostnað. Gæða-
kostnaður hefði aukist, markaðurinn
krefðist sífellt hreinni vöru. Magni
Þór taldi að markaðurinn mundi
verða tiltölulega óbreyttur á næst-
unni.
Ingvar Eyfjörð, sölustjóri hjá SÍF
í Bretlandi, sagði að sala sjávaraf-
urða hefði ekki aukist svo nokkru
næmi þrátt fyrir uppákomur í kjöt-
iðnaðinum og umræðu um hollustu
sjávarafurða. Vöxtur hefði orðið í
kældum afurðum, þar sem skelfiskur
væri um 11%. „Bretar vilja rækjuna í
sínu mæjonesi,“ sagði Ingvar m.a.
þegar hann fjallaði um vöruþróun
sem hann sagði að hefði ekki gengið
sem skyldi. Eyða þyrfti meiri tíma
og peningum í vöruþróun rækjunn-
ar.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, sagði m.a. að hátt raun-
gengi hér fengi ekki staðist nema til
skamms tíma og leiddi til erfiðleika
síðar. Hann benti á að krónan mundi
ekki styrkjast meira í bráð vegna
gjaldeyriskaupa Seðlabankans, auk-
ins innflutnings (mikil aukning
einkaneyslu) og að um leið og við-
skiptahallinn ykist á ný mundi geng-
ið láta undan. Hannes sagði að að-
hald í ríkisfjármálum og hjá
sveitarfélögum væri skilvirkasta
leiðin til að halda aftur af spennu í
hagkerfinu. Viðskiptahalli upp á 10–
15 milljarða í ár stuðlaði einnig að
lækkun gengis.
„Hvað gerist í haust?“ spurði
Hannes. „Mun ríkisstjórnin leggja
fram aðhaldssamt fjárlagafrumvarp,
sem er algjörlega nauðsynlegt?“
Hann sagði að e.t.v. væri eina lausn-
in í rækjuiðnaðinum að hagræða,
fækka einingum og hafa þær stærri.
Hannes spáði því að greinin þyrfti
trúlega að búa við hátt gengi næstu
tvö ár.
Arnór Sighvatsson, staðgengill að-
alhagfræðings Seðlabankans, sagði
að gengi pundsins hefði lækkað
nokkuð að undanförnu og gera
mætti ráð fyrir að það héldi áfram að
lækka. Sú lækkun sýndist honum
miklu meira vandamál fyrir rækju-
iðnaðinn en gengi krónunnar. Einn
hluti vanda rækjuiðnaðarins væri að
gengi Kanadadollars hefði verið
mjög lágt sem styrkti samkeppnis-
stöðu Kanadamanna. Arnór sagði
þróun viðskiptakjara helsta áhrifa-
vald raungengis þó að aflabrögð
hefðu mikil áhrif á vissum tímum.
Hann sagði sveiflur i viðskiptakjör-
um minni en oft áður. „Miðað við við-
skiptakjörin sem eru svona allþokka-
lega góð tel ég raungengi krónunnar
ekki fjarri því sem menn verða að
sætta sig við að búa við til lengri
tíma,“ sagði Arnór. Það sem helst
gæti gagnast við hagstjórnina væru
mjög aðhaldssöm ríkisfjármál.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, sagði stöðuna í
rækjuiðnaðinum áhyggjuefni, það
hefði mikil áhrif ef færi sem horfði,
að e.t.v. yrði þremur rækjuverk-
smiðjum lokað í Norðvesturkjör-
dæmi.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Útlitið er ekki bjart í rækjuiðnaðinum. Mikill rækjuútflutningur Kanada til Evrópu er hluti skýringarinnar.
Rækjumarkað-
urinn óbreytt-
ur á næstunni
GRANDI hf. hefur keypt 70%
hlutafjár fiskeldisfyrirtækis-
ins Salar Islandica ehf. á
Djúpavogi. Kaupverð hlutar-
ins er trúnaðarmál og fjár-
mögnun kaupanna er með
eigin fé. Tilgangur félagsins
er eldi sjávardýra og fyrir-
tækið hefur þegar hafið lax-
eldi í Berufirði. Eins og
kunnugt er þá er Grandi hlut-
hafi bæði í Stofnfiski hf., sem
er fyrirtæki sem vinnur að
kynbótastarfi á eldisfiski og
framleiðir hrogn og seiði og í
Fiskeldi Eyjafjarðar hf., sem
er eldisfyrirtæki sem hefur
sérhæft sig í framleiðslu og
eldi á lúðuseiðum. Með þess-
um kaupum stígur Grandi
frekari skref til þátttöku í
þróun fiskeldis á Íslandi.
Grandi kaup-
ir laxeldi