Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÁRLEGIR Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir dagana 8. 9. og 10. ágúst í þrett- ánda sinn. Þessi tónleikaröð hefur skipað sér fastan sess í íslensku tónlistar- lífi yfir sumarmánuðina þar sem flutt hefur verið fjölbreytt efnis- skrá af tónlistarfólki innlendu sem erlendu. Mismunandi efnisskrá er á hverj- um tónleikum og hafa tónlistarunn- endur komið og dvalið á Kirkjubæj- arklaustri þessi helgi til þess að njóta tónlistarinnar í fögru um- hverfi, sumir hverjir ár eftir ár. Það er menningarmálanefnd Skaft- árhrepps og Edda Erlendsdóttir pí- anóleikari sem skipuleggja þessa tónleika. Það er hópur tónlistarfólks sem kemur til þess að æfa og halda þrenna tónleika á Kirkjubæj- arklaustri í ágúst: Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton, Vovka Ashke- nazy píanóleikari, Claudio Puntin klarinettuleikari, Gerður Gunn- arsdóttir fiðluleikari, Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem er einnig listrænn stjórnandi tónleikanna. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda þar sem að fléttast saman ljóðatónlist og kammerverk. Í ár verður aðallega flutt kamm- ertónlist frá Mið- og Austur- Evrópu. Þeir Ólafur Kjartan og Vovka Ashkenazy munu flytja rúss- nesk ljóð, m.a. ljóðaflokkinn Söngv- ar og dansar dauðans eftir Mus- sorgskíj og ljóð eftir Tsjajkovskíj. Ólafur Kjartan mun einnig syngja ljóð eftir Mozart og Ravel. Gerður Gunnarsdóttir, Una Sveinbjarn- ardóttir og Ásdís Valdimarsdóttir flytja strengjatríó eftir Dvorak. Frumflutt verður svíta sem Claudio Puntin hefur samið fyrir klarinettu og strengjakvartett sérstaklega af þessu tilefni. Þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir munu flytja verk eftir tékkneska tónskáldið Martinu og ungverska tónskáldið Kodaly sem eru hluti af efnisskrá sem þær munu taka upp fyrir geisladisk seinna á árinu og Una Sveinbjarnardóttir og Vovka Ashkenazy munu spila fimm Mel- ódíur eftir Prokofjev. Af stærri kammerverkum verða flutt klarin- ettukvintett eftir Mozart, Forleikur með gyðingastefjum fyrir sextett eftir Prokofjev og tónleikaröðinni lýkur svo með Píanókvintett í f- moll eftir Brahms sem er eitt glæsi- legasta kammerverk tónbók- menntanna. Það er Vovka Ashken- azy sem leiðir píanóröddina og kemur hann sérstaklega til lands- ins til þess að spila á Kirkjubæj- arklaustri. Ljóðatónlist og kammerverk á Kirkjubæjarklaustri Bryndís Halla Gylfadóttir Edda Erlendsdóttir Vovka Ashkenazy Ólafur Kjartan Sigurðarson ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlistarkona heldur myndlistarsýningu á Hvirfli í Mosfellsdal þessa dagana. Sýningin, sem er haldin utandyra, verður opin kl. 14–16 alla daga fram til mánaðamóta Verk Þóru Sigurþórsdóttur á Hvirfli í Mosfellsdal. Myndlist Þóru utandyra UNGMENNAKÓR frá Storð í Nor- egi heldur tónleika í Reykholts- kirkju í kvöld kl. 21. Kórinn tekur þátt í NMPU-ráðstefnu, „Tónlist í samfélaginu,“ sem haldin er á Ís- landi í júní. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Reidun Hagenes. Á efnis- skrá tónleikanna í Reykholtskirkju eru verk eftir Antonio Vivaldi, Edv- ard Grieg, Frode Fjellheim og Yngve Slettholm. „Þema tónleikanna er vonin um batnandi samstarf þjóða og ólíkra kynþátta, samstarf á forsendu gagnkvæmrar virðingar fyrir menn- ingararfi og gefur af sér gleði og nýjan vöxt,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Ungmennakór í Reykholtskirkju OF MIKILL sykur, of mikið salt og of lítið af trefjum er niðurstaða nýrr- ar könnunar Neytendasamtakanna á morgunverðarkorni. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Neytenda- blaðsins, sem nú er að koma út, en könnunin var gerð í samvinnu við Upplýsingamiðstöð neytenda í Dan- mörku, Forbrugerinformationen. „Sem dæmi má nefna að aðeins einn skammtur af Guldkorn inni- heldur svo mikinn sykur að 4–6 ára barn fær rétt rúmlega helming af sykurþörf sinni sé Guldkorn í morg- unmat,“ segir í Neytendablaðinu. Morgunverðarkorn er oft auglýst sem sérstök hollustuvara, sérstak- lega þegar því er beint að fullorðn- um neytendum, segja samtökin enn- fremur. „Og víst er það rétt að sumar teg- undirnar innihalda hátt hlutfall trefja og lágt hlutfall fitu, en syk- urinnihaldið er hins vegar oftast allt of hátt.“ Vörutegundirnar sem athugaðar eru í könnuninni eru 26 og eru 14 þeirra birtar í töflu Neytendasam- takanna þar sem þær fást hérlendis. Einkunn er gefin fyrir sykurinni- hald, akrýlamíð, trefjainnihald og natríuminnihald, hæst 5 og lægst 1. Blandað sælgæti „Weetabix kemur best út með samanlagða 4,7 í einkunn og Cheer- ios þar á eftir með samanlagða 4,1. Tegundirnar sem fá lægstu saman- lögðu einkunnina eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera dísætar, inni- halda lítið af trefjum en mikið af natríum. Í Lucky Charms er sæl- gæti blandað við kornið. Þetta er gagnrýnivert, þar sem óheppilegt er að blanda saman mat og sælgæti í morgunverð og getur átt þátt í því að venja minni börn á að borða sæl- gæti,“ segir ennfremur. Fram kemur að fimm tegundir af 26 innihaldi minna en 10 grömm af sykri í 100 grömmum. „Hæst er sykurinnihaldið í Guld- korn, 53,1 g í 100 g, í Frosted Cheer- ios og Cocoa Puffs eru 50 g í 100 g og í Lucky Charms, 46 g í 100 g. Þetta þýðir að einn skammtur af ofantöld- um tegundum uppfyllir um 50% af sykurþörf 4–6 ára gamals barns, en miðað er við að einn skammtur sé 30 grömm af morgunverðarkorni með léttmjólk.“ Talsvert af aukefnum Fram kemur að talsvert sé af auk- efnum í morgunverðarkorni. „Þráa- varnarefnin sem fundust teljast öll meinlaus en það sama verður ekki sagt um litarefnin. Í þremur tegund- um er að finna litarefni, þetta eru Cocoa Puffs sem inniheldur tvö lit- arefni, E162 og E150, Frosted Cheerios hefur eitt, E171, og Lucky Charms fimm mismunandi litarefni, það er E102, E110, E133, E129 og E171. Þar af eru þrjú á lista yfir efni sem geta valdið hastarlegum of- næmiseinkennum, E102, E110 og E133. Í könnuninni er gagnrýnt að þessi litarefni séu notuð í morgun- mat. Þeir sem vilja fræðast nánar um litarefni er bent á pistil um asó- litarefni á heimasíðunni ns.is,“ segir jafnframt. Takmarkið með könnuninni er að upplýsa neytendur um innihald og næringargildi morgunverðarkorns svo þeir geti vegið og metið hvað sé best að gefa börnunum í þessari mikilvægustu máltíð dagsins, segja Neytendasamtökin að síðustu. Sjá ýtarlega umfjöllun um könn- unina á ns.is. Of sætt, of salt og lítið af trefjum Morgunblaðið/Jim Smart Í sumum gerðum morgunkorns eru 50 grömm af sykri í 100 grömmum. Neytendasam- tökin gera gæða- könnun á morg- unverðarkorni Í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGI eru notuð ógrynni af pappír á degi hverjum. Þótt hráefni í pappír sé fengið úr endurnýjanlegum auð- lindum er framleiðsla hans mjög orkufrek. Ennfremur minnka gæði pappírs við endurvinnslu. Þannig er til að mynda ekki hægt að nota endurunnar mjólkurfern- ur til að búa til nýjar, heldur eru þær notaðar í umslög, svo dæmi sé tekið. Tökum höndum saman um að minnka pappírsflóðið.  Fáðu límmiða á næsta póst- húsi þar sem þú afþakkar ómerkta póstinn sem er borinn út til þín.  Hentu ekki strax blöðum sem þú prentar út á heimilistölvunni. Hægt er að nota báðar hliðar á blöðunum, ýmist til að prenta á eða til þess að leyfa börnunum á heimilinu að teikna.  Dragðu úr notkun á pappírs- servíettum og eldhúsrúllum. Not- aðu tauservíettur og tuskur (t.d. úr gömlum bolum og sængurver- um) í staðinn.  Notaðu tölvupóst í stað bréf- pósts þegar hægt er.  Kauptu umhverfismerktar eða endurunnar pappírsvörur, t.d. klósettpappír, eldhúsrúllur og pappír í prentarann. Hugleiðing vikunnar: Gæði heimsins nægja fyrir þörfum allra, en ekki fyrir græðgi allra. Mahatma Gandhi www.landvernd.is/vistvernd Vistvernd í verki – ráð vikunnar Opið lengur í Ævintýra- landi ÆVINTÝRALAND Kringlunnar verður opið frá klukkan tólf á hádegi, alla virka daga í sumar. Opnunar- tímar verða því frá 12 til 18 mánu- daga til miðvikudaga, frá 12 til 19 fimmtudaga og föstudaga, frá 11 til 18 laugardaga og frá 13 til 17 sunnu- daga, samkvæmt tilkynningu. Ævintýraland er opið börnum á aldrinum þriggja til níu ára en þar geta þau brugðið á leik á meðan þeir sem eldri eru versla í Kringlunni. Í VERSLUNINNI BabySam er nú aðstaða fyrir foreldra sem koma með ung börn sín í verslunarleiðangur, en þar er meðal annars boðið upp á skiptiaðstöðu þar sem foreldrar geta fengið bleiur og blautklúta sér að kostnaðarlausu, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá versluninni. Hægt er að fá kerrur að láni fyrir börnin og í versluninni er leikhorn þar sem þau geta unað sér á meðan þeir eldri versla. NÝTT Bleiur og blautklútar fyrir viðskiptavini BabySam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.