Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Á JÓNSMESSUNÓTT Sími 568 5556 Komið og skoðið framtíðar byggingar- og útivistarsvæði við Elliðavatn og þiggið kaffi. Upplagt er að fá sér kvöldgöngu við Elliðavatn, þessa náttúruperlu Kópavogs á rómantísku kvöldi. Sölumenn Skeifunnar fasteignamiðlunar og starfsmenn JB Byggingafélags taka á móti ykkur á byggingasvæði JB við Fellahvarf. JB Byggingafélag býður til Jónsmessu- sýningar í kvöld á milli kl. 20 og 23 Verið velkomin FRAMKVÆMDIR við gerð mis- lægra gatnamóta Stekkjarbakka, Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar standa nú sem hæst en ætlunin er að hleypa umferð á mannvirkið 1. nóvember. Að framkvæmdinni stendur Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ og er hönnun verksins unnin undir sameiginlegri verkefnisstjórn þeirra. Lögð verður brú yfir Reykjanes- braut þar sem Stekkjarbakki verður tengdur Smiðjuvegi en hvort sínum megin brúarinnar verða hringtorg. Þá er áformað að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina rétt norðan við ökubrúna en einnig verða gerð undirgöng fyrir gangandi umferð undir Stekkjarbakka, Breiðholts- megin. „Það sem er einna mikilvæg- ast í þessum framkvæmdum er það að þarna fá íbúarnir mjög góða gönguleið sem hefur ekki verið til staðar áður, en fyrirhuguð er gönguleið sem tengir saman útivist- arperlur Kópavogs og Reykjavíkur, það er Fossvogsdalinn og Elliðaár- dalinn,“ segir Hafliði Jónsson, verk- efnisstjóri hjá Vegagerðinni. Umferð um svæðið gengið mjög vel fyrir sig Hann segir að framkvæmdirnar séu nokkurn veginn á áætlun. „Það er gert ráð fyrir að byrja undirslátt undir brúarmannvirkið sjálft um miðjan júlí og þá þrengjum við meira að umferð en nú er,“ segir hann og bendir á að umferðin um svæðið hafi hingað til gengið mjög vel fyrir sig, því í raun hafi afkasta- getan lítið verið skert. Það eina sem vegfarendur hafi orðið varir við var þegar umferð hafi verið beint nokk- uð til hliðar á Stekkjarbakka. Í júlí og ágúst verður hins vegar smá rask og nefnir hann sem dæmi að meðan á framkvæmdunum standi verði ein beygjuakrein inn í Stekkjarbakka í notkun í stað tveggja. Að sögn Hafliða verður mannvirk- ið klárað í nóvember og umferð hleypt á það þá um mánaðamótin. Gróðursetning og annar smávægi- legur frágangur bíður svo næsta sumars. Áætlaður kostnaður við verkið er um 800 milljónir króna. Hafliði segir að landmótun sé haldið í lágmarki og hún sé í sam- ræmi við mat á umhverfisáhrifum. Áhugasömum um framkvæmdina er bent á að skoða framkvæmdavef Vegagerðarinnar. Framkvæmdir við mislæg gatnamót Stekkjarbakka á áætlun Morgunblaðið/Arnaldur Ný gönguleið mun tengja saman tvær helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Fossvogsdal og Elliðaárdal. Tekin í notkun 1. nóvember Mjódd FORSVARSMENN Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa leitað til borgarstjóra og óskað eftir því að fá gamla ÍR-húsið til afnota, en húsið stendur nú ónotað við höfn- ina í Reykjavík. Að sögn Tómasar Guðjónssonar, forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, var það af brýnni þörf sem óskað var eftir því að fá gamla ÍR-húsið. „Við erum að leita eftir húsnæði bæði undir fræðsludeild hjá okk- ur, sem tekur á móti skólahópum á veturna og sinnir fræðslu- starfsemi fyrir gesti á sumrin og síðast en ekki síst undir Vísinda- veröldina, sem er í tjaldi á sumrin og þarf líka að fá varanlegri að- stöðu,“ segir hann. En Vísinda- veröld er heimur þar sem gestum garðsins er sýnt fram á ýmis lög- mál í leik, fjallað er um raunvís- indi og það útfært í ýmsum leikj- um. „Þessi bráðabirgðaaðstaða er í tjaldi og það gengur ekki til lengdar. Það fellur á hlutina á veturna og fer illa með þá, bæði þann rafbúnað sem notaður er, tréverkið og annað. Veröldin þarf að vera innandyra til framtíðar.“ Tómas segir að hugmyndin að því að fá ÍR-húsið hafi vaknað þegar það fréttist að það væri á lausu, en húsið hefur staðið niðri við höfn, bak við Slippinn, síðan í mars 2001 þegar það var flutt af Túngötu. Hann bætir við að húsið henti garðinum ákaflega vel. „Við höfum leitað til borg- arstjóra, en húsið er í eigu Reykjavíkurborgar. Mér skilst að væntanlega eigi að færa húsið upp á Árbæjarsafn,“ bendir hann á. Hann segir að ýmis fyrirtæki styrki Vísindaveröld, þeirra helst Marel og það sé fremur erfitt að ætlast til þess að þau útbúi reglu- lega ný tæki, sem ekki þola ís- lenska veðráttu. „Ég veit að þeir ætluðu að leita til borgarstjóra líka með þetta sama erindi. Ég veit satt að segja ekki hvar málið er statt núna en það er ekki ann- að hægt en að bíða eftir end- anlegu svari. Við höfum hreinlega ekki fjármagn til að reisa nýtt hús og þegar við vissum að hús- inu fylgdi eitthvað fjármagn til að gera það upp fannst okkur það ákaflega vel við hæfi að koma með það hingað,“ lýsir Tómas. Hann segir að í garðinum sé ónýtt hús sem þurfi að rífa og tel- ur hann að ÍR-húsið geti komið í stað þess. Það sé lágmarkskostn- aður sem fylgi því að koma því fyrir í garðinum og því geti þetta verið hagkvæmt fyrir alla aðila. Gamla ÍR-húsið var reist sem kaþólsk kirkja árið 1897 og stóð við Túngötu, nokkru neðar en Kristskirkja er nú, að því er kem- ur fram í bókinni Reykjavík, sögustaður við sund, eftir Pál Lín- dal. Eftir vígslu Kristskirkju árið 1929 var húsið flutt vestur fyrir gamla prestsetrið í Landakoti. ÍR fékk svo afnot af húsinu og var það notað sem íþróttahús eftir það. Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn vill fá gamla ÍR-húsið Laugardalur Gamla ÍR-húsið stendur nú við Reykjavíkurhöfn. BÆJARSTJÓRN Garðabæjar sam- þykkti á fundi sínum hinn 19. júní 2003 að gera úttekt á launum starfs- fólks bæjarfélagsins til að greina launamun kynjanna. Í tilkynningu frá bænum segir að ef úttektin sýni óeðlilegan mun á launum karla og kvenna í störfum á vegum Garða- bæjar telji bæjarstjórnin nauðsyn- legt að grípa til aðgerða sem séu til þess fallnar að jafna og koma í veg fyrir þennan mun. Fjölskylduráði Garðabæjar og jafnréttisfulltrúa hefur verið falið að vinna að úttekt- inni í samráði við sérfróða aðila á þessu sviði. Í greinargerð tillöguflytjanda, Laufeyjar Jóhannsdóttur forseta bæjarstjórnar, segir að nýlegar rannsóknir sýni að þó að launamun- ur kynjanna hafi minnkað lítilshátt- ar frá árinu 1990 þá sé hann enn verulegur hér á landi. Hér á landi var hlutfall launa kvenna af launum karla 76,1% 1992 en launabilið hefur nú minnkað þar sem hlutfallið er nú 79%. ,,Slíkur launamunur er ólíðandi og mikilvægt að vinnuveitendur geri það sem í þeirra valdi stendur til að jafna og koma í veg fyrir þennan mun. Eðlilegt er að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með tillögu þessari vill bæjarstjórn Garðabæjar leggja sitt af mörkum til að greina vandann. Einnig er mikilvægt að auka umræðu um þetta brýna jafn- réttismál og gera stjórnendur innan bæjarfélagsins meðvitaðri um það að launamisrétti kynjanna eigi ekki að líða. Komi í ljós óeðlilegur munur á launum karla og kvenna í störfum á vegum sveitarfélagsins ber bæjar- stjóra að leggja fram tillögur sem miða að því að draga úr þessum mun. Fjármögnun úttektarinnar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlun- ar,“ segir í greinargerð. Úttekt á launamun starfsmanna bæjarins Garðabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.