Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 9 GRASRÓTARHREYFINGIN Lif- andi landbúnaður stendur nú fyrir fundaferð um landið til að kynna markmið sín og byggja upp sam- skiptanet. Markmið hreyfingarinnar er að stuðla að eflingu kvenna í bændastétt og efla stéttina, íslenskan landbúnað og jákvæð tengsl við neytendur og þéttbýli. Þannig vilja konur í land- búnaði leggja sitt af mörkum til að treysta samkeppnisstöðu íslenskra landbúnaðarafurða og byggð í land- inu. Þá þykir nauðsynlegt að efla áhuga kvenna á félagsmálum land- búnaðarins og innri málefnum hans. Ein kona starfar nú á móti hverjum þremur körlum í bændastétt. Verkefnið „Lifandi landbúnaður“ var sett á laggirnar sl. haust og hefur nú hleypt af stokkunum öðru verkefni er nefnist Gullið heima. Anna Mar- grét Stefánsdóttir er verkefnisstjóri. Hún segir að í upphafi sé markmiðið að mynda þétt tengslanet hringinn í kringum landið á meðan frekari hug- myndir eru í þróun. Verkefnið Gullið heima snýst einkum um að fá nýtt og jákvæðara sjónarhorn á landbúnað- arumræðuna og að bændur verði með persónulegri nálgun gagnvart neyt- endum landbúnaðarafurða og neyt- endur þannig upplýstari og ánægðari. Þannig verði þekking og hæfileikar kvenna í landbúnaði nýttir og gæði ís- lenskrar landbúnaðarframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar efld. Milliliðalaus kynning fyrir neytendur Anna Margrét segir undirbúnings- vinnu hafna með uppbyggingu tengslanetsins, en það er gert með því að kalla konur í bændastétt alls staðar af að landinu til fundar, skrafs og ráðagerða. Verða í haust haldin eflingarnámskeið fyrir þátttakendur og upp úr því myndaðir vinnuhópar fyrir einstök verkefni tengd kynn- ingu íslensks landbúnaðar og ímynd- armótun. Er þar verið að hugsa um útgáfu kynningarefnis, neytenda- kannanir, beinar kynningar á land- búnaðarafurðum í verslunum og víð- ar og gerð sjónvarpsefnis eða auglýsinga. Gullið heima er tengt inn á verk- efnið Northern Periphery Program, eða Norðurslóðaáætlun ESB, en Ís- land hefur verið fullgildur aðili að því síðan haustið 2002. Þá er einnig sam- starf við Women Food and Farming Union, Moray Collage og Scottish Agricultural Collage í Skotlandi og Kvinneuniversitetet Nord í Noregi. Bakhjarlar Gullsins heima eru Bændasamtök Íslands, landbúnaðar- og félagsmálaráðuneyti og ráðherra byggðamála. Fimmtándi október ár hvert er framvegis helgaður konum í dreifbýli og hefur verið ákveðið að Lifandi landbúnaður haldi daginn hátíðlegan í Vetrargarði Smáralindarinnar í Kópavogi í haust. Fyrsta verkefni Lifandi landbúnaðar er Gullið heima Tengsl land- búnaðar við þéttbýlið efld Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Anna Margrét Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri Gullsins heima, ferðast nú um landið og kynnir konum í bændastétt markmið grasrótar- hreyfingarinnar Lifandi landbún- aðar. Ætlun hreyfingarinnar er að efla jákvæða orðræðu um land- búnað og tengja betur inn á neyt- endur landbúnaðarafurða. Egilsstöðum. Morgunblaðið. EINN vinsælasti ferðamannastaður í Mývatnssveit er Hverir austan Námafjalls. Þarna er fólk að ganga um og skoða alla daga ársins. Í hita, sól og góðviðri er fjöl- menni á svæðinu og fólk nýtur umhverfis og veðurs. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Góðviðri við Námaskarð Mývatnssveit. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Samkeppnisstofnun af kröfum Eim- skipafélags Íslands, sem krafðist ógildingar á úrskurði áfrýjunar- nefndar samkeppnismála sem stað- fest hafði ákvörðun Samkeppnis- stofnunar um að Samskip hf. teldist aðili að máli sem Samkeppnisstofnun hafði til rannsóknar skv. ábendingu fyrirtækisins og beindist að Eimskip. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. febrúar 2003 sem felldi úrskurð áfrýjunarnefndar úr gildi og gerði henni að greiða Eimskip 400 þúsund krónur í málskostnað. Í Hæstarétti var tekið fram að hvorki í samkeppnislögum né stjórn- sýslulögum væri skilgreint hver skuli vera skilyrði aðildar að málum sam- kvæmt þeim lögum. Lögskýringar- gögn gæfu til kynna að aðildarhugtak í stjórnsýslumálum bæri að skýra rúmt, þannig að ekki væri einungis átt við þá, sem ættu beina aðild að máli, heldur einnig þá sem hefðu óbeinna hagsmuna að gæta. Líta bæri til hvers tilviks fyrir sig en al- mennt væri sá talinn aðili að máli sem ætti einstaklegra, beinna og lögvar- inna hagsmuna að gæta. Af erindi Samskipa til Samkeppnisstofnunar yrði ráðið að fyrirtækið teldi að ætlað athæfi Eimskips hafi verulega skað- leg áhrif á rekstur sinn. Að því athug- uðu féllst Hæstiréttur á það með áfrýjunarnefndinni að Samskip hefðu mikilvægra og sérstakra hagsmuna að gæta af úrslitum málsins. Með vís- an til þessa voru ekki lagaskilyrði til annars en að Samskip teldust aðili að umræddu stjórnsýslumáli og Sam- keppnisstofnun því sýknuð af kröfum Eimskips. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Árni Kol- beinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmaður Samkeppnisstofn- unar var Karl Axelsson hrl. og lög- maður Eimskips Pétur Guðmundsson hrl. Samkeppnis- stofnun sýknuð af kröfum Eimskips Þri. 24/6: Grænmetiskarrýpottréttur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 25/6: Indverskur eggaldinréttur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 26/6: Grænmetisfaltbaka m. þistil- hjörtum o.fl., m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 27/6: Kartöfluröstí og ofnbakað grænmeti m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 28/6-29/6: Gadó-gadó = indónesískur m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mán. 30/6: Fylltar paprikur og fleira gott m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Stuttbuxur í sólina Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Jakkapeysa 4.100 1.600 Bómullarpeysa m/rennilás 5.100 1.900 Hettupeysa 5.700 1.900 Dömuskyrta 5.200 1.400 Tunika 5.800 1.900 Gallajakki 6.600 1.900 Sumarkjóll 4.900 1.800 Sítt pils 5.500 1.700 Einnig úrval af dömu- og herrabuxum á kr. 900 60—90% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00 Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Nýjar fatasendingar Fallegur og fjölbreyttur sumarfatnaður Fataprýði Verið velkomnar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös 10-18, lau. 10-14 Svartar, léttar buxnadragtir Laugavegi 63, sími 551 4422 SUMARTILBOÐ 20-30% afsláttur af sumarjökkum og -kápum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.