Morgunblaðið - 10.07.2003, Page 11

Morgunblaðið - 10.07.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 11 ÚRSKURÐARNEFND atvinnu- leysisbóta kvað upp úrskurð í september á seinasta ári að kona sem starfaði á leikskóla sem lokað var vegna sumarleyfa ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum, þrátt fyrir að konan hafi ekki áunnið sér fullan orlofsrétt. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er mikil óánægja meðal starfsfólks Leikskóla Reykjavíkur sem ekki hefur unnið nægilega lengi til að eiga inni fullt sumarfrí, og situr því uppi tekju- laust þegar skólarnir fara í sumar- frí. Flestir leikskólar í Reykjavík eru núna lokaðir vegna sumarfría starfsmanna. Var launalaus í 18 daga Í umræddu máli sem kom til kasta úrskurðarnefndar í fyrra voru málsatvik þau að kærandinn var ráðinn í starf við leikskólann frá 23. nóvember 2001. Hún hafði ekki áunnið sér fullan orlofsrétt og var því launalaus í 18 daga við sumarleyfislokun leikskólans tíma- bilið 12. júlí til 12. ágúst 2002. Konan sótti árangurslaust um ým- is störf á þessum tíma Hafði henni af þessu tilefni verið sagt að hún ætti rétt á atvinnuleysisbótum en umsókn hennar um atvinnuleysis- bætur var hins vegar synjað og kærði hún þá niðurstöðu til úr- skurðarnefndarinnar. Í niðurstöðu nefndarinnar er vísað til 5. töluliðs 2. greinar laga um atvinnuleysistryggingar nr. 12/ 1997, þar sem fram kemur að það sé eitt af skilyrðum bótaréttar að umsækjandi hafi í upphafi bóta- tímabils verið skráður sem at- vinnulaus í þrjá daga samfellt. „Í máli þessu liggur fyrir að A [kærandi] var á því tímabili sem sótt var um atvinnuleysisbætur með gildan ráðningarsamning við leikskólann M. A er því ekki at- vinnulaus í skilningi laga um at- vinnuleysistryggingar nr. 12/1997, sbr. 1. gr. laganna. Það að áunninn orlofsréttur hennar hafi verið minni en samsvaraði sumarlokun leikskólans veitir henni ekki rétt til atvinnuleysisbóta,“ segir í úr- skurðinum. Engar kærur borist Sigurlaug Gröndal, þjónustu- fulltrúi Eflingar-stéttarfélags, sagði í Morgunblaðinu í gær að fé- lagið hafi hvatt félagsmenn til að kæra þá niðurstöðu að þeir hafi ekki rétt á atvinnuleysisbótum til úrskurðarnefndar Vinnumálastofn- unar. Samkvæmt upplýsingum Þóreyj- ar Aðalsteinsdóttur, starfsmanns úrskurðarnefndarinnar, hafa nefndinni ekki borist kærur en töluvert verið um fyrirspurnir vegna þessara mála. Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta fjallaði um leikskólastarfsmann Sumarlokun leik- skóla veitir ekki rétt til atvinnuleysisbóta FARSÍMANOTKUN undir stýri ánhandfrjáls búnaðar hefur meira en tvöfaldast í Reykjavík á einu ári, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum Sjóvár-Almennra trygginga um nýliðin mánaðamót við Miklu- braut og Suðurlandsbraut. Tala at- vinnubílstjórar meira í síma án handfrjáls búnaðar. Ekki reyndist marktækur munur á farsímanotkun eftir götum en um 3,2% allra ökumanna töluðu í far- síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Að meðaltali voru 3% einka- bílstjóra sem ekki notuðu hand- frjálsan búnað meðan tæplega helmingi fleiri atvinnubílstjórar eða 5% þeirra notuðu ekki búnaðinn. Stundum voru ökumenn stórra fólksflutingabíla með fullan bíl af farþegum að tala í síma og sama má segja um suma stóra flutningabíla, samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá- Almennum. Í nóvember 2001 voru ný lög sett um bann við farsímanotkun nema með handfrjálsum búnaði. Ári seinna var farið að sekta ökumenn fyrir að nota ekki handfrjálsan bún- að og er sektin 5.000 krónur. Bind- indisfélag ökumanna lét gera kann- anir í janúar 2001 áður en lögin voru sett og þá var farsímanotkunin 5,5%. Hún fór niður í 1,4% í febrúar 2002 í könnun BFÖ sem gerð var þremur mánuðum eftir að lögin tóku gildi í nóvember 2001. Nú um síðustu mánaðamót var hún komin upp í 3,2% í könnun Sjóvár-Al- mennra trygginga. Farsíma- notkun und- ir stýri hef- ur aukist UNGA fólkið í Reykjavík fær sann- arlega sinn skammt af mold, arfa og rigningu þessa dagana, meðan unnið er hörðum höndum í unglingavinn- unni. Víða er náttúran arfaklórunni fljótari, og þess vegna best að við- hafa snör handtök til að koma beð- um borgarinnar í sæmilegt horf. Morgunblaðið/Golli Hreinsað til í beðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.