Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 15
Stórkostlegt opnunartilboð á Vikingfellihýsum 9 feta
Netsalan hefur opnað nýja sérverslun með
útivistar- og húsbílavörur í Knarrarvogi 4 í ReykjavíkLOKSINS
Takmarkað magn
Nú fer hver að
verða síðastur!
Verð nú 645.000
Verð áður 798.000
Mikið úrval
af tjöldum
á frábæru
verði
Dometic ísskápar - gas 12V, 220w.
Verð kr. 75.000 - Opnunartilboð 60.000
Ferðaklósett 9.900 - Opnunartilboð 6.000
Baksýnismyndavél 39.000.
Mikið úrval af tjöldum, stólum, borðum og fleira.
THERE’S ONLY ONE
McLouis
Netsalan ehf.
Knarrarvogi 4, Reykjavík.
Ath. nýtt símanúmer 517 0220 - Fax 517 0221
Netfang: netsalan@itn.is • Heimasíða: www.itn.is/netsalan
Opið á virkum dögum frá kl. 10-19
Lokað laugardaga til 1. september.
Húsbílar
Dæmi úr Reimo búðinni
FRAMKVÆMDUM við yfirbygg-
inguna sem á að rísa yfir Hafnar-
fjarðarveginn við Hamraborg í
Kópavogi miðar vel áfram og er
unnið að fullum krafti til að stand-
ast verkáætlun. Lokið hefur verið
við að setja holplötur í brúna og eru
smiðir byrjaðir að steypa veggi og
gafla yfirbyggingarinnar. Holplöt-
urnar hvíla á stálbitum sem vega
um 400 tonn en ofan á holplöturnar
verður hús byggt síðar meir. Yfir-
byggingunni er ætlað að tengja
eldri hluta Hamraborgarinnar við
nýja tónlistar- og náttúrugripasafn-
ið í Kópavogi og fyrirhugað er að í
henni verði ýmsar verslanir auk
heilsugæslustöðvarinnar í Kópa-
vogi, apóteks og banka.
Að sögn Jóns Sigurðssonar, verk-
stjóra hjá Risi ehf, sem annast
framkvæmdirnar, bendir allt til
þess að hægt verði að taka mann-
virkið í notkun um næstu áramót,
eins og stefnt var að.
Töluverðar raskanir á umferð
Töluverðar raskanir á umferð
hafa orðið á meðan framkvæmdir
hafa staðið yfir og hefur þurft að
loka umferð um Hafnarfjarðarveg
meðan byggingarefni er híft yfir
veginn. Ökutækjum hefur þá verið
beint til hliðar við Hafnarfjarðar-
veginn, en ökumenn þeirra hafa
ekki allir sætt sig fyllilega við rask-
anirnar með tilheyrandi umferðar-
teppum á köflum. Gert er ráð fyrir
áframhaldandi umferðarröskunum
af og til fram að verslunarmanna-
helgi, eða allt fram í miðjan ágúst.
Um 12 manns starfa nú að smíðinni,
en hafa verið talsvert fleiri.
Um er að ræða einstætt mann-
virki hérlendis þar sem yfirbygg-
ingin mun vera sú fyrsta sem smíð-
uð er yfir fjölfarin umferðar-
mannvirki
Einstæð yfirbygging við Hamraborg í Kópavogi að taka á sig mynd
Byrjað á að steypa
veggi og gafla
Kópavogur
Morgunblaðið/Arnaldur
Vænta má umferðartafa af og til næstu vikurnar vegna framkvæmda.
GERT er ráð fyrir að ljúka fram-
kvæmdum við nýtt húsnæði Klé-
bergsskóla á Kjalarnesi áður en
skólastarf hefst á hausti komanda.
Vonir voru bundnar við það í fyrra-
haust að unnt yrði að ljúka fram-
kvæmdum á þessu ári en í fyrra
hófst skólastarf nokkru seinna en
vanalega þegar fresta varð skóla-
setningu vegna klúðurs við fram-
kvæmdir á húsnæði skólans.
Rúnar Sigmarsson, yfireftirlits-
maður með framkvæmdum á staðn-
um, segir að unnið sé að því að klára
1.500 fermetra viðbyggingu skóla-
hússins að utan svo hún verði tilbúin
fyrir skólasetningu. Ennfremur er
verið að ganga frá pípulögnum, raf-
lögnum, veggjum, loftræstikerfi,
gólfum, lofti, innréttingum og því-
umlíku. Í gamla húsnæði skólans,
sem er á tveimur hæðum, á að gera
breytingar með því að innrétta tvær
nýjar kennslustofur í miðrými hús-
næðis, þar sem áður var anddyri og
salur. Ekki stendur þó til að klára
gamla húsnæðið heldur halda áfram
þar sem frá var horfið í fyrra.
Sigþór Magnússon, skólastjóri
Klébergsskóla, er bjartsýnn á fram-
haldið og segist vona það besta fyrir
hönd nemenda og starfsfólks skól-
ans, enda sé ekki annað hægt. Um
170 nemendur eru í Klébergsskóla í
1. til 10. bekk og 15 kennarar.
Klébergsskóli
á Kjalarnesi
Skólahúsnæð-
ið á að vera
fullfrágengið
í haust
Kjalarnes
STRÆTÓ bs. gerir nokkrar breytingar á leiðakerfi
sínu 12. júlí. Breytingar ná til leiða 7, 13, 20 og 25.
Umrædd breyting tengist þó ekki þeirri heildar-
endurskoðun leiðakerfis, sem nú er unnið að.
Breytingin felst í því að leið 13, (Ártún–Grafholt)
fellur niður, en þess í stað mun leið 7 (áður Lækjar-
torg–Ártún) leysa hana af hólmi á virkum dögum
og heitir leið 7 því framvegis Lækjartorg–Ártún–
Grafarholt. Samhliða verður til ný leið, þ.e. leið 8
Ártún–Grafarholt–Ártún sem gengur um kvöld og
um helgar. Einnig hefur verið tekin upp sú nýjung
að leið 7 gengur í Nauthólsvík fram til 30. sept-
ember en að sumri loknu fer hún ekki lengra en að
Hótel Loftleiðum.
Á Kjalarnesi hafa þá verið gerðar breytingar á
leiðakerfinu sem felast í því að leið 20 fer á enda-
stöð í Þverholt í Mosfellsbæ í stað Ártúns eins og
áður var. Jafnhliða hefur ferðum á leið 20 á virkum
dögum verið fjölgað um þrjár og fjórar um helgar.
Að sögn Harðar Gíslasonar, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Strætó, fer leið 20 þó í Ártún á
morgnana með óbreyttu sniði. Um er að ræða
breytingar sem sprottnar eru upp úr starfi hverfa-
ráðs á Kjalarnesi. Hörður segir að með umræddum
breytingum hafi ferðir 20 og 25 verið samhæfðar
þannig að tryggt sé að farþegar geti farið frá Kjal-
arnesi með leið 20 og skipt yfir í leið 25 (Ártún Mos-
fellsbær) í Þverholti án þess að þurfa að bíða leng-
ur en í 2–3 mínútur. Þannig verði til nánast
viðstöðulaus strætisvagnaferð frá Kjalarnesi til
Reykjavíkur. Til frekari glöggvunar skal bent á að
út er komin ný leiðabók sem lýsir breytingunum
nánar.
Auk umræddra breytinga hefur endastöð leiða
140/150 verið færð frá Mæðragarði, sem er við
Lækjargötu, neðst í Hverfisgötu við Stjórnarráðið.
Að sögn Harðar hefur farþegafjöldi hjá Strætó
staðið í stað undanfarin ár, en farþegafjöldi er
mældur í svokölluðum innstigum. Á virkum dögum
eru innstig um 35 þúsund talsins.
Strætó bs. boðar breytingar á leiðakerfi sínu frá og með 12. júlí
Leið 7 og 8 taka við af leið 13
Reykjavík