Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 31
mig á Volkswagen-bjöllunni sinni.
Naut ég gestrisni á heimili hans og
Kristinu Mariu Folkedotter, konu
hans. Þau höfðu gift sig haustið áð-
ur. Hún er menntaður handavinnu-
kennari, listfeng og félagslynd,
náttúruunnandi, starfaði þá við
iðjuþjálfun sjúklinga í Eskilstuna.
Hún er dóttir Folke Andersson,
þekkts óperusöngvara og kennara í
Eskilstuna, og konu hans Edit El-
isabet, f. Westerberg. Kristina bjó
Konráði notalegt heimili í Eskilst-
una, en um vorið héldu þau til Ís-
lands, þar sem Konráð hafði tekið
að sér að vera aðstoðarlæknir hér-
aðslæknisins í Blönduóshéraði júní
til nóvember. Á Íslandi fæddist
þeim dóttir, sem hlaut nafnið
Hanna Edit. Hún er einkabarn
þeirra og ber sterkan svip af föður
sínum. Fjölskyldan flutti til
Ramsta, sveitaþorps rétt vestan við
Uppsali, þar sem Konráð hafði haf-
ið störf á Akademíska sjúkrahús-
inu. Í Ramsta áttu þau heima á
annan áratug. Þegar þau hjón
skildu flutti Konráð inn til Uppsala
og sökkti sér í vinnu, tók gjarnan
að sér vaktir í forföllum samstarfs-
manna sinna.
Eftir að ég flutti með fjölskyldu
mína alfarinn til Íslands sumarið
1975 urðu samfundir okkar stop-
ulli, en við hittumst jafnan, þegar
hann kom í heimsókn til Íslands og
eins þegar ég átti erindi til Upp-
sala í tengslum við kennslustörf
mín við Háskóla Íslands. Árin
1986–88, er ég vann við rannsóknir
og kennslu við guðfræðideild Há-
skólans í Uppsölum, hittumst við
iðulega á sunnudögum og fórum í
langar gönguferðir og borðuðum
saman. Það var margt rætt á þess-
um samverustundum, meðal annars
rifjuðum við upp atvik frá upp-
vaxtar- og skólaárum og hann
spurði um gamla skólafélaga og
sameiginlega kunningja. Þegar
hann kom í heimsókn til Íslands
hafði hann oftast samband við þá,
sem hann hafði tengzt vináttubönd-
um, meðal annarra bræðurna frá
Steinnesi og bekkjarbróður okkar,
Þór Halldórsson, lækni, en þeir
höfðu verið samtímis um skeið við
framhaldsnám í Svíþjóð. Konráð
eignaðist á þessum árum félaga og
vin í Karinu Karis, sjúkraliða, sem
er fædd Eriksdotter frá Gagnef í
Dölum. Hún kom eitt sinn með
Konráði til Íslands. Oft á ári
dvöldu þau í Gagnef hjá fjölskyldu
hennar. Karin og fjölskylda hennar
reyndust Konráði vinir í raun. Síð-
ustu árin áður en Konráð fór á eft-
irlaun var hann í sjúkraleyfi. Eftir
að hann fór á eftirlaun bjó hann við
mjög misjafna heilsu, vistaðist end-
urtekið á sjúkrahúsi, en náði sér
sæmilega á milli. Þrek hans þvarr
smám saman. Í veikindum hans
reyndust Elías Sveinsson, sjúkra-
liði, og kona hans Yvonne endur-
tekið sannkallaðar hjálparhellur.
Þegar Konráð varð sjötugur
bauð hann nánustu vinum til veg-
legrar afmælisveizlu á hinu sögu-
fræga Hotel Gillet í Uppsölum. Frá
Íslandi kom af þessu tilefni Valdi-
mar mágur hans. Í skjóli Konráðs
áttum við þarna ánægjulega sam-
veru. Konráð bar sig vel, en honum
var greinilega brugðið, þar sem
hann gekk eigi óstuddur. Þrátt fyr-
ir það gerðum við okkur von um að
hann mætti njóta lengri lífdaga. En
það fór öðruvísi. Eftir á að hyggja
finnst mér eins og hann hafi vitað,
að hverju leið og viljað kveðja með
reisn.
Í lífi Konráðs skiptust á skin og
skúrir. Það er sérhverjum manni
erfitt að missa heilsuna á góðum
aldri, en í raunum sínum átti Kon-
ráð athvarf í Guði. Orð 23. sálms
Davíðs voru honum kunn:
„Drottinn er minn hirðir mig
mun ekkert bresta. Á grænum
grundum lætur hann mig hvílast,
hann leiðir mig að vötnum, þar sem
ég má næðis njóta. Hann hressir
sál mína, leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt
ég fari um dimman dal, óttast ég
ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.“
Ég kveð vin minn með söknuði
og þakklæti fyrir liðnar samveru-
stundir. Veri hann Guði falinn.
Kristján Búason.
Sól að hafi hnígur,
hamra gyllir tind,
sunnan móti þýðum
vind,
brosa þau svo unaðsrík.
Kvölds þá yfir friður færist,
fegurst er í Aðalvík.
Faðir okkar hefði átt afmæli í
dag. Fyrir einu ári héldum við upp
á áttræðis afmæli hans hjá dóttur-
dóttur hans sem á sama afmælisdag
og hann. Hann var þá orðinn mjög
veikur og í hjólastól en veislan
heppnaðist vel og veðrið var mjög
gott.
Þegar við minnumst pabba er
hann í minningunni sterkur og sól-
brúnn í vinnuskyrtu og gallabuxum.
Hann var lengst af ævi sinnar í
mjög góðu líkamlegu formi og mik-
ill göngugarpur.
Hann var heiðarlegur maður og
vandvirkur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann stundaði sjó
fyrri part ævi sinnar en gerðist síð-
an pípulagningameistari um fertugt
og vann við það þar til heilsa hans
bilaði fyrir nokkrum árum. Síðustu
fjögur árin dvaldi hann á Hrafnistu
í Reykjavík.
Pabbi var fæddur í Neðri-Miðvík
í Aðalvík en fluttist að Látrum í Að-
alvík þegar hann var níu ára. Hann
fór ungur til sjós frá Ísafirði og var
foreldrum sínum og systkinum mik-
il hjálparhella sem elsti sonur.
Hann flutti til Reykjavíkur á stríðs-
árunum og árið 1953 byggðu hann
og yngri bróðir hans, Kristján, hús
við Akurgerði í Reykjavík og bjó
hann í Akurgerðinu þar til hann fór
á Hrafnistu. Foreldrar hans bjuggu
hjá honum á neðri hæðinni sín síð-
ustu ár.
Aðalvíkin átti hug hans allan og
reglulega fór hann í ferðir á sumrin
til Aðalvíkur en hann og hans
systkini byggðu upp hús foreldra
sinna til að nota á sumrin. Laufey,
HALLDÓR
GUÐMUNDSSON
✝ Halldór Guð-mundsson fædd-
ist í Neðri-Miðvík í
Sléttuhreppi 10. júlí
1922. Hann andaðist
á Hrafnistu í Reykja-
vík hinn 28. febrúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Bústaðakirkju 7.
mars.
elsta systir pabba, og
maðurinn hennar Sölvi
Jónsson, sem lést fyrir
nokkrum árum,
bjuggu í Stakkadal í
Aðalvík áður en Aðal-
víkin fór í eyði. Þau
byggðu upp húsið sitt
þar fyrir nokkrum ár-
um ásamt börnum sín-
um.
Sölvi Jónsson og
pabbi voru miklir vin-
ir. Okkur er minnis-
stætt sumarið 1995
þegar fjölskyldan fór í
Aðalvíkina en þá skein
sól allan tímann. Það var í síðasta
skiptið sem pabbi fór í Aðalvíkina
og þá heimsóttum við Sölva Jóns-
son í húsið hans í Stakkadal.
Árið 1982 hélt pabbi upp á sex-
tugs afmæli sitt í Aðalvíkinni og
vorum við öll systkinin þá stödd þar
með honum.
Ég, elsta systirin, þá komin fimm
mánuði á leið af þriðja barni, fór
seinni part dags í gönguferð með
vinkonu minni og ætluðum við að
Sæbóli, en það er nokkurra klukku-
stunda ganga og þurfti að vaða yfir
ós á leiðinni.
Við komumst ekki alla leið en
þegar við ætluðum að snúa við var
komið flóð og við komumst ekki yfir
ósinn en þá var komið fram yfir
miðnætti. Þá sáum við einhvern
standa hinum megin við ósinn, en
það var faðinn minn sem hafði auð-
vitað haft miklar áhyggjur af okkur
og hafði gengið á móti okkur og óð
hann með okkur yfir ósinn.
Einnig er mér í fersku minni er
ég fór með honum í Aðalvíkina
sumarið 1990, en þá var ég líka
komin fimm mánuði á leið af fjórða
barni, þá flugum við með lítilli flug-
vél frá Reykjavík og alla leið norður
í Aðalvík. Við vorum sex í vélinni,
flugmaðurinn, pabbi, ég og börnin
mín þrjú. Þegar við lentum í Aðal-
víkinni var um 20 stiga hiti og
hvannalyktin tók á móti okkur. Það
var eins og við værum komin í ann-
an heim.
Nú er pabbi okkar kominn í ann-
an heim til foreldra sinna og for-
feðra. Við kveðjum þig, elsku pabbi,
og þökkum fyrir allt.
Þín börn,
Helga Halldórsdóttir,
Guðmundur Halldórsson,
Jón Árni Halldórsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Freyjugötu 38, Sauðárkróki,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
þriðjudaginn 1. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Heiðbjört Guðmundsdóttir, Jónas Þorvaldsson,
Hermundur Ármannsson, Stefanía Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BERGÞÓR FINNBOGASON
kennari
frá Hítardal,
Sólvöllum 13,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar-
daginn 12. júlí kl. 13.30.
María Friðriksdóttir,
Teitur Bergþórsson, Guðný María Hauksdóttir,
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, Guðmundur Örn Böðvarsson,
Friðrik Hafþór Magnússon, Sólveig Höskuldsdóttir,
Einar Baldvin Sveinsson, Jóna Sólmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
SVEINN PÁLL GUNNARSSON,
Flögu,
Skaftártungu,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
mánudaginn 7. júlí.
Útförin fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu
laugardaginn 12. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á að láta Hjartavernd njóta þess.
Sigrún Gísladóttir,
Gísli Sveinsson, Svala Þórðardóttir,
Gunnar V. Sveinsson, S. Linda Harðardóttir,
Sigmar G. Sveinsson, Margrét Geirsdóttir,
Guðni M. Sveinsson,
Runólfur S. Sveinsson, Áslaug Stefánsdóttir
og barnabörn.
Innilega þökkum við samúð og hlýhug við frá-
fall ástkærrar eiginkonu, móður, dóttur, systur
og mágkonu,
SOFFÍU GUÐRÚNAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Ærlæk,
Brávöllum 9,
Húsavík.
Hennar er sárt saknað.
Kristján Þráinsson,
Guðný Jóna Kristjánsdóttir,
Guðmundur Þráinn Kristjánsson,
Guðmundur S. Jónsson, Guðný Jóna Tryggvadóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Gísli Halldórsson,
Jón H. Guðmundsson, Guðný María Sigurðardóttir,
Tryggvi A. Guðmundsson, Guðrún Torfadóttir.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÓLAFUR SIGFÚSSON,
Núpasíðu 10g,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að
kvöldi mánudagsins 7. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Frændi okkar og vinur
STEFÁN BREIÐFJÖRÐ ALGEIRSSON
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd frændfólks og vina,
Rósbjörg Sigurðardóttir,
Steinunn Sigurðardóttir, Unnur Ragna Benediktsdóttir,
Páll Bjarnason, Benedikt Reynir Valgeirsson,
Linda Hreiðarsdóttir Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir
og fjölskyldur. og fjölskyldur.