Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 49
BJÖRN Börkur Eiríksson er ungur listamaður sem undanfarin fjögur ár hefur verið við nám í Rotterdam í Hollandi. Viðfangsefni hans er þó nokkuð frábrugðið því sem dæmi- gerðir málarar fást við en ekki hvað síst vinnubrögðin, því hann teiknar nær eingöngu með tölvu. Börkur leggur stund á nám við Willem de Kooning-listaháskólann og sérhæfir sig í tölvuvæddri vinnslu mynda: „Ég vinn meira og minna allt í tölvu – skissa yfirleitt á blað með blýanti en vinn aðalvinnuna í tölvunni.“ Ferlið fer þannig fram að eftir að frumskissan er skönnuð inn í tölv- una notar Börkur sérstakt rafrænt teikniborð og vinnur þannig áfram með skissurnar. Þessi vinna er oft tímafrek, eins og gefur að skilja og getur mynd eins og þær sem sýndar eru með greininni, til dæmis af óhræsinu í mýrinni tekið drjúgan tíma: „Það er vitaskuld misjafnt en þegar allt leggst saman má segja að fari ein vinnuvika í að gera eina svona mynd. Maður veit auðvitað ekki í upphafi nákvæmlega hvernig afraksturinn á eftir að líta út og þarf að þróa myndina áfram og gera mis- tök áður en verkið tekur á sig end- anlega mynd.“ Það að vinna mynd- ina á tölvu hefur ýmislegt hagræði í för með sér fyrir Börk og þannig er hægur vandi að stroka út og raða myndum hverri ofan á aðra. Þannig getur hann til dæmis unnið myndir þannig að aðalviðfangsefni myndar- innar er unnið sér en síðan bak- grunnurinn búinn til sjálfstætt og myndunum loks skeytt saman. Tölvutæknin býður einnig upp á ým- is stílbrigði og annað sem ekki er heiglum hent að ná fram með hefð- bundnum aðferðum. Börkur starfar samhliða námi sínu hjá hollensku tölvuleikjafyrir- tæki, Triumph Studios sem meðal annars lét frá sér hinn nokkuð vel þekkta tölvuleik Age of Wonders. „Við vinnum mikið með þrívídd og tvívídd,“ segir Börkur. „Ég sé mikið um tvívíðu myndvinnsluna og er til dæmis að fást við að búa til áferð á þrívíð módel.“ Fyrir þá sem bágt eiga með að skilja hvaða ferli er ver- ið að lýsa þá má líkja þrívíðum myndmódelum í tölvu við grind sem síðan þarf að strengja yfirborð á. Þetta yfirborð þarf síðan að lita til að ná fram réttum áhrifum og þann- ig gæti til dæmis sama grindin verið karlfígúra eða kvenfígúra eftir því hvernig „húð“ er máluð á hana. Björn Börkur segir að teikniáhug- inn hafi vaknað á táningsaldri: „Þeg- ar ég var í menntaskóla ákvað ég að taka teikniáfanga og fannst það frekar skemmtilegt og gekk frekar vel, svo segja má að ég hafi uppgötv- að eitthvað þar. Eftir það fór ég meira eða minna að taka þessa stefnu og hafnaði á endanum hérna úti.“ Þessa dagana, auk þess að vinna við tölvuleiki, starfar Börkur að lokaverkefni sínu sem er mynd- skreyting við spunaspil sem vonir standa til að verði gefið út snemma á næsta ári. Að námi loknu hyggst hann snúa aftur heim til Íslands og vonast til að geta haldið áfram að starfa á sviði tölvuleikjagerðar. Ungur Íslendingur tölvuteiknar spunaspilsskrímsli og tölvuleikjafígúrur asgeiri@mbl.is Skapar skringilegar skepnur og skrímsli Meðal verkefna sem Börkur er að vinna að er myndskreyting fyrir spunaspil sem vonir standa til að komi út snemma á næsta ári. Börkur fæst ekki aðeins við að teikna furðuverur heldur tekur líka fyrir hversdagslegri viðfangsefni. Það er þó óneitanlega einhver ævintýralegur bjarmi yfir þessari mynd af afa við tölvuna. Björn Börkur Eiríksson eins og hann sér sjálfan sig. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 49 KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10 AKUREYRI kl. 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, og 8 KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10 AKUREYRI kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. YFIR 14.000 GESTIR! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.