Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 19
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Benidorm í haust á
hreint frábæru verði, en nú er uppselt í nánast allar ferðir
sumarsins. Hér getur þú valið um úrvals gististaði í hjarta
Benidorm og notið haustsins í frábæru verði við góðar
aðstæður. Og að sjálfsögðu nýtur þú toppþjónustu farar-
stjóra Heimsferða allan tímann.
Lægsta
verðið til
Benidorm
í haust
frá 29.963
með Heimsferðum
Verð kr. 29.963
17. sept., El Faro, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára.
Verð kr. 39.950
17. sept., El Faro, m.v. 2 í íbúð, vikuferð
með sköttum.
Verð kr. 68.050
Eldri borgara ferð - 2. okt. - 3 vikur
- m.v. 2 í íbúð, El Faro, flug, gisting,
skattar.
Val um aukaviku.
Beint flug alla miðvikudaga
El Faro
Vinsælustu gististaðirnir
· El Faro
· La Era Park
· Vacanza
ÞÝSKIR dagar voru haldnir í annað
sinn í Húnaþingi vestra um sl. helgi.
Það var Þýsk-íslenska vináttufélagið
sem stóð fyrir hátíðahöldunum. Á
föstudaginn var ball fyrir litlu krakk-
ana á Gunnukaffi hvar Örvar Krist-
jánsson spilaði fyrir börnin. Um
kvöldið var harmonikuball og lék
Örvar fyrir dansi. Aðsókn var góð og
var mikið sungið og dansað.
Á laugardaginn var markaðstjald,
grill og gaman á Hvammstanga.
Fólk streymdi inn i tjaldið og fékk
sér góðgæti í fínasta sumarveðri.
Þýskar kökur, sem konur vináttu-
félagsins bökuðu, voru afar vinsælar.
Trúðar litu inn og voru með grín og
gaman fyrir alla fjölskylduna. Um
kvöldið söng þýski sönghópurinn
„Die Roten Rosen“ (Rauðar rósir) í
tjaldinu og skemmtu áhorfendur sér
mjög vel.
Sunnudagurinn hófst með girni-
legum morgunverði að hætti Karls
Örvarssonar í Gunnukaffi á
Hvammstanga og í kjölfarið var
ferðakynning, „Þýskaland sem
ferðaland“. Í gamla bókasafninu var
veggspjaldasýning, „Þýskaland eftir
stríð.“
Nemendur lásu þýsku
Þýskunemendur úr Grunnskóla
Húnaþings vestra voru með frábær-
an upplestur á þýsku og íslensku.
Þýskur matseðill var alla helgina á
Gunnukaffi á Hvammstanga, í Stað-
arskála í Hrútafirði og Víðigerði í
Víðidal.
„Margt ferðafólk kíkti við hjá okk-
ur alla helgina og þar á meðal um 50
manna hópur þýskra ferðamanna.
Við erum mjög ánægð með hve allt
tókst vel og hvað kom margt fólk til
okkar. Þýskir dagar eru komnir á
kortið í hátíðahöldum landsins og
það eftir svo stuttan tíma. Við höld-
um áfram,“ segir Katharina Ruppel.
formaður Þýsk-íslenska vináttu-
félagsins í Húnaþingi vestra.
Margir heimsóttu Húnaþing vestra
Vel heppnaðir
þýskir dagar
Glaðbeittar konur á þýskum dögum. F.v.: Andrea, Astrid, Elsche og Kath-
arina, sem er formaður þýsks-íslensk vináttufélags í húnaþingi vestra.
Blönduós
Ljósmynd/ Kerstin Weinlich
BRÆÐURNIR Jón Gunnar og
Magnús Þór Jónssynir gengu ný-
verið í kringum Snæfellsjökul með
eiginkonum sínum, þeim Sigríði
Ríkharðsdóttur og Sigríði Erlings-
dóttur. Fjórmenningarnir lögðu
upp frá Hellnum á fimmtudags-
síðdegi og gengu að Dagverðará í
fyrsta áfanga. Þaðan lá næsti
áfangi um neðri þjóðleiðina á Út-
nesinu að Hólahólum, en þar
gengu þau upp á efri þjóðleiðina
að Beruvíkurlæknum þar sem ann-
arri nótt var varið. Öll voru þau
sammála um að helsta áhyggjuefni
þeirra á þessum hluta leiðarinnar
hafi verið vatnsskortur, enda hef-
ur þessi hluti Snæfellsness löngum
verið fátækur af ferskvatni. Bentu
þau á að gott hefði verið að kom-
ast í ferskvatnsbirgðir við Djúpa-
lón.
Frá náttstað við Beruvíkurlæk
gengu þau norður fyrir Rauðhól,
skoðuðu Eyvindarholu og héldu
síðan sem leið lá upp Eysteins-
dalsveg upp að Geldingarfelli þar
sem þriðju nóttinni var eytt. Erfitt
var að festa tjaldið niður á sandinn
en flatar hellur þjónuðu bæði sem
dyramotta og farg á tjaldstögin
svo þau gátu sofið rólega. Neyslu-
vatn á þessu svæði var bræddur ís
úr jöklinum.
Síðasti áfanginn var svo frá
Geldingarfelli, yfir Jökulháls og
niður með Stapafelli vestanverðu,
að Arnarstapa og um Neðstu-götu
í Hellnahrauni að Hellnum. Þar
voru þau fegin að komast í heita
sturtu, ljúffengan kvöldverð og
næturstað með þægilegu rúmi.
Bræðurnir ásamt eiginkonum
sínum hafa farið í sameiginlegar
gönguferðir einu sinni á ári undan-
farin átta ár. Þeir eru sammála um
að þessi gönguferð hafi boðið upp
á stórbrotna og ægifagra náttúru,
einkum og sér í lagi meðfram
ströndinni frá Hellnum að Dritvík.
Jafnframt sé mikil fjölbreytni á
þessari gönguleið, nálægð við sjó-
inn, ferð um hraunbreiður, nálægð
við Jökulinn og klifur upp í 1300
metra hæð. Þeim telst svo til að
þessi hringur sem þau fóru sé um
60 km langur og þau gengu að
meðaltali í um átta tíma á dag með
bakpoka sem vógu frá 14 og upp í
20 kíló. Þrátt fyrir að vera þreytt
að ferðalokum var göngufólkið
ánægt með afrek sitt og strax far-
ið að spá í næstu ferð.
Gengu kringum Snæfellsjökul
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Fjórmenningarnir að leggja af stað frá Hellnum í gönguferð kringum Jök-
ulinn, f.v.: Magnús Þór, Sigríður E., Jón Gunnar og Sigríður R.
Hellnar
HJÓLABÁTAR eru skemmtilegur
kostur til að skoða landið frá öðru
sjónarhorni en venjulega.
Þorsteinn Gunnarsson og Mar-
grét Guðmundsdóttir á Vatn-
skarðshólum í Mýrdal reka hjóla-
bátaútgerð og eiga þau tvo báta,
annar er staðsettur í Vík en hinn
við Dyrhóla og fara þeir í ferðir í
kring um Dyrhólaey og Reynis-
dranga. Það er mjög gaman að
sigla í gegn um gatið á Dyrhólaey
og í kring um drangana og sjá allt
fuglalífið í þeim. Þegar fréttaritari
fylgdist með lendingu annars báts-
ins sem hlotið hefur nafnið Skaft-
fellingur vestan við Dyrhólaey biðu
mæðgurnar Margrét og Eva Dögg
frá Vatnskarðshólum með dúkað
borð í fjörunni og skenktu íslenskt
brennivín og nokkrir félagar úr ný
stofnuðum karlakór í Vík undir
stjórn Kristínar Waage sungu
nokkur lög.
Farþegarnir í þessari ferð voru
franskir blaðamenn ásamt íslensk-
um fararstjórum sem eru að ferðast
um Ísland á Toyota-bílum og ætla
síðan að skrifa um þá.
Fagridalur
Fjórir karlar ásamt Kristínu fengu góðar móttökur en þeir sungu nokkur
lög vestan við Dyrhólaey.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hjólabátaferð með skemmtidagskrá
Í KVÖLD, 10 júlí, mun Regina Pok-
orna, ein snjallasta og efnilegasta
skákkona heims tefla fjöltefli í fé-
lagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Regina
er nýkomin til landsins frá Græn-
landi þar sem hún tók þátt í fyrsta al-
þjóðlega skákmótinu sem haldið hef-
ur verið þar í landi. Stúlkan stóð sig
með miklum sóma, hlaut sex vinn-
inga af níu og endaði í 4. til 11. sæti,
auk þess sem hún var hlutskörpust á
meðal kvenna. Regina hefur aldrei
verið stigahærri og gerir nú harða
hríð að alþjóðlegum meistaratitli
karla.
Fjölteflið er haldið af skákfélagi
Snæfellsbæjar og Hróksins og hefst
kl. 20. Þátttaka er ókeypis og eru all-
ir bæjarbúar sem og aðrir skák-
áhugamenn í nágrenninu hvattir til
að mæta.
Efnilegasta
skákkona
heims í
Ólafsvík
Ólafsvík