Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKRAR umræður hafa orðið um lyf og kostnað í kjölfar fregna af vanda Landspítalans (LSH). Nokk- uð skortir á, að litið hafi verið á þessi mál af sjónarhóli sjúkra manna, en hér skal þó undan- skilin fróðleg grein í Mbl. 5. júlí eftir Ólaf Örn Arnarson. – Umönnun sjúkra ber vitni um menningarstig þjóðar. Þetta er grundvöllur fyrir siðuðu samfélagi, og hann varðar okkur öll. Björn Ingi Hrafnsson ritaði grein um lyfjaverð í Mbl. 28. júní og síðar aðra í Mbl. í gær, 5. júlí. Björn legg- ur út af fregnum af fjárhagsvanda LSH, en meðal „stærstu útgjalda- liða“ hans séu innkaup á lyfjum. Björn mælir hér með „öflugu innra eftirliti“. Ekki mundi víst af veita, að hans mati. Björn víkur síðar að lyfjanotkun hér á landi og bendir á mikinn kostnað af bólgueyðandi lyfjum, einkum hinum nýju coxíblyfjum. Og Björn spyr: „Hvaða skýringar hafa læknar á þessari gífurlegu notkun bólgueyðandi lyfja?“ – Hér má nefna, að þessi gigtarlyf eru m.a. gefin þeim sem þjást af stoðkerfis- sjúkdómum. Björn virðist hér ekki skilja þrautir þeirra, sem þjást af liðagigt eða slitgigt eða hafa skerta hreyfigetu, en þeir eru fjölmargir. Þá skal vikið að tilefni umræðunn- ar, þ.e. vanda LSH. Til þess að fræðast um þessa ágætu stofnun er unnt að fara á heimasíðu hennar. Þar má m.a. lesa nýlega fundargerð stjórnarinnar og „Stjórnunar- upplýsingar janúar til maí 2003“. Fróðleg er „Ársskýrsla 2002“. Sam- kvæmt rekstrarreikningi (sbr. Árs- skýrsluna, bls. 74 og bls. 88) námu rekstrarútgjöld LSH árið 2002: 24.241 m. kr. Langstærsti út- gjaldaliðurinn var laun og launa- tengd gjöld: 16.574 m. kr., þ.e. um 68%. – Í skýrslunni er tilgreindur lyfjakostnaður LSH 2002 með skipt- ingu eftir lyfjaflokkum. Þeir eru 14 talsins, og hverjum flokki er skipt í tvennt: „Innan spítala“ og „S- merkt“. Í S-lyfjunum eru öll nýjustu og dýrustu lyfin. Lyfjakostnaður LSH í fyrra nam samtals 2.243 m. kr., þ.e. um 9% af rekstrarútgjöld- unum. Af þeim var kostnaður vegna S-lyfja um 61%, en um 39% vegna hinna. Langmestur var kostnaður S- lyfjanna í flokkunum „Æxlishemj- andi og lyf til ónæmistemprunar“, um 45% S-lyfjanna, og „blóðlyf“, um 25%, eða um 70% til samans. Kostn- aður S-merktu gigtarlyfjanna var um 2% þeirra, og reyndar var hann um 0,1% af rekstrarútgjöldum LHS. – Er við hæfi að sjá eftir fé í þessi lyf? Ætla menn að lausn fáist hér með „öflugu innra eftirliti“ með kostnaði við ný æxlishemjandi lyf? – Björn spurði, hvort læknar hefðu ekkert verðskyn. Spyrja má á móti um háttvísi varaþingmannsins. Það er heldur ólíklegt til árangurs við lausn á vanda LHS að skilgreina hann einkum með umfjöllun um lyf, en huga lítt að launagjöldunum, sem eru langstærsti liðurinn. Líklega verður hugað mjög að þeim lið, en þá munu biðlistarnir lengjast. Björn gagnrýnir, að kostnaður hins opinbera vegna lyfja hafi nán- ast þrefaldast á rúmum áratug. Nú getur ýmislegt haft áhrif á lyfja- kostnað, sbr. greinar Önnu Birnu Almarsdóttur og Jóns Kristjáns- sonar í Mbl. 1. og 3. júlí. Menn hafa nefnt ný (og dýrari) lyf, verð þeirra og breytta aldursdreifingu Íslend- inga. Allt hefur þetta eflaust sín áhrif. Því eru auðvitað takmörk sett, hversu miklu fé er unnt að verja til heilbrigðismála, en það er þröngt sjónarhorn að einblína á opinberan kostnað og hugsa lítt um hag sjúkra manna. Björn beinir og orðum sín- um að þeim sjúklingum, „sem telja hverja einustu heimsókn til læknis eiga að enda á því að fá afhentan lyf- seðil“. Menn verða hér „að hemja sig,“ að sögn. – Enn má hér spyrja um smekkvísi. Nú eru veikindi manna með ýmsum hætti, og e.t.v. eru til fávísir menn, sem Björn lýsir með fyrrnefndum hætti. En ég er ekki í neinum vafa um að flestir menn vita, að lyfjum fylgja oft ýms- ar aukaverkanir. Þau geta verið mjög óþægileg, valdið t.d. ógleði, svima, munnþurrki o.m.fl. Þá geta þau verið sjúklingum dýr. Skrifstofustjóri Framsóknar- flokksins bendir á „heppilega“ fyrir- mynd fyrir okkur til þess að halda opinberum lyfjakostnaði í skefjum. Hann vísar til fordæmis Nýsjálend- inga í heilbrigðismálum. Þeir lækk- uðu, sem kunnugt er harkalega framlög til velferðarmála upp úr 1990. Spyrja má um þessa „velferð“ að hætti Nýsjálendinga. Er þetta bara sérviskulegt tal eins manns, eða er þetta stefna þessa ágæta flokks? Hér skal kannað súlurit með grein Björns í gær um lyfjasölu 1993–2002. Þar kemur fram, að aukningin er greinilega langmest í sölu tauga- og geðlyfja. Tal Björns um „þreföldun“ opinbers lyfjakostn- aðar má að verulegu leyti rekja til þessarar lyfjasölu. Það fólk, sem tekur þessi lyf, á líklega bara „að hemja sig“. En Björn á sér ýmsa skoðana- bræður. Við skulum athuga forystu- grein Fréttablaðsins frá 20. mars 2002. Þar segir m.a.: „Mest hefur neyzla aukizt á svo- kölluðu læknadópi. Daglega verða tugþúsundir Íslendinga að taka inn prózak eða annað læknadóp til að treysta sér til að horfast í augu við daginn.“ Og síðar segir: „Íslenzk notkun geðbreytilyfja úr apótekum þrefaldaðist rúmlega á síðasta ára- tug tuttugustu aldar. Samt harðnaði lífsbaráttan ekki tiltakanlega á þess- um tíma. Þvert á móti batnaði hagur fólks.“ Ekki þarf að eyða orku í það að ansa slíkum skrifum. Ef menn vilja breiða út slík viðhorf og telja við hæfi að sneiða að veiku fólki, þá verða þeir að fá að gera það, ef ein- hver útgefandi vill birta slíkt rugl. Verst er þó, ef þetta hefur áhrif á (vara)þingmenn. Rétt er hér að nefna, að í lyfjabúðum hafa oft legið frammi handhægir bæklingar um geðsjúkdóma eftir kunnan sérfræð- ing á þessu sviði. Eitt þarf að lokum að nefna út af allri þessari umræðu um lyfjakostn- að og nauðsyn sparnaðar. Þeir sem vegna sjúkdóma sinna hafa lágt sjálfsmat, taka sumir nærri sér þessa umræðu og væl um kostnað hins opinbera. Þess eru dæmi, að fólk hætti að taka lyf sín, án sam- ráðs við lækni. Pétur Hauksson læknir hefur nefnt dæmi um þetta. Ég segi af þessum sökum: Við sem þurfum að taka ýmis lyf, skulum ekki ansa þessu fánýta tali. Við treystum læknum okkar, og við tök- um lyfin á réttum tíma. Svo er mikil- vægt að hreyfa sig og stefna að því að auka andlegt og líkamlegt þrek og þol. Um lyf, bólgur og sjúklinga Eftir Ólaf Oddsson Höfundur er kennari. BRÉFRITARI las það á baksíðum Morgunblaðsins sunnudaginn 22. júní að varasamur sandskafrenningur væri þessa dagana á Mývatnsöræfum og foksandurinn því hættulegur bílaumferð. Sandskaflar kæmu þarna á bíl- vegi. Þetta leiðir huga bréfritara svona um 65 ár aftur í tímann til áranna rétt fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar 1939. Þá var hann farþegi í bíl sem ók um núverandi þjóð- veg nr. 1 á Suðurlandi í góðu sumarveðri. Þá gerðist það að sandbylur stóð þvert yfir þjóðveginn á Rangárvöllum í mik- illi norðanátt. Þar var þjóðvegurinn nánast ófær vegna sandbyls og sandskafla á veginum. Þetta var næstum alveg á sama stað og núverandi Hellu-golfvöllur er í dag, grænn og fallegur. Þar var næstum eingöngu eyðisandur árið 1939. Grænt tún í dag. Þá hafði það einnig gerzt nokkru fyrir 1939 að sýslumaður Rangæinga hafði flúið af opinberri sýsluskrifstofu sinni í Gunnarsholti upp á Rangár- völlum í miklum norðan sandstormi og leitað skjóls með sjálfan sig og skjöl sín í verzlun Kaupfélags Rangæinga austur á Hvolsvelli. Enginn sand- stormur þar. Fékk sýslumaður Rangæinga í þessari neyð sinni húspláss í einu herbergi innaf búð kaupfélagsins og sat þar um nokkurn tíma nánast ofan á öllum skjölum embættis sýslumanns. Til að sjá á þessum árum bar moldarmökkinn á Rangárvöllum oft við himin séð frá Hvolsvelli. Var sem stórt hátt fjall brúnt á lit í mikilli norðanátt og náði allt inn á öræfin. Við þessar aðstæður töldu allir baráttuna við foksandinn alveg vonlausa. Sumir vildu ekki gefast upp. Eitt af því sem reynt var og byrjað var á þessi árin var að setja vegg úr ónýtu bárujárni austur af Gunnarsholti þvert frá austri til vesturs á mesta sandflóðið sem skreið með jörðu suður Rangár- velli í mikilli norðanátt. Sérstaklega var þetta slæmt í sól og þurru veðri. Þá var sandurinn léttur og fauk vel undan vindi. Þessi bárujárnsgirðing stoppaði mesta sandflóðið. Á sléttu landi kom nú mikill sandhaugur hjá bárujárninu og var til að sjá eins og löng og ávöl hæð. Í þennan sand var síðan sáð melgresi sem batt svo enn meiri foksand. Þjóðvegur nr. 1 var nú fær alla daga neðst á Rangárvöllum. Sandskaflar komu þar ekki lengur. Árangurinn blasti við og ekki var um hann að deila. Þá fengu menn kjark til að halda áfram. Meiri og meiri árangur náðist. Þetta er rakið hér þar sem landgræðslustjóri Sveinn Runólfsson segir í viðtali við Morgunblaðið 22. júní sl. að „nokkra mannsaldra“ geti tekið að sigrast á foksandi Mývatnsöræfa. Þetta er líklega rétt nema tekið sé til hendinni svo um munar. Flestir eða allir telja þá hugmynd bréfritara eflaust fráleita og jafnvel vitlausa að endurreisa gömlu Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi úti á landi t.d. á Norðausturlandi þar sem ný virkjun framleiðir brátt nægilegt raf- magn. Verksmiðjan væri látin framleiða áburð til landgræðslu. Þá yrði mest allur foksandur fljótt græddur upp og stoppaður. Er það vitlaust? Svo vantar gott og göfugt sumarverkefni fyrir svona 1000 langtíma- atvinnulausa en allir loka á þetta vonlausa fólk í dag og enginn ræður það í vinnu. Fær ekki vinnu. Koma verður þeim vonlausu í það góða verk að græða upp landið. Stoppa foksandinn. Taka þá úr sinni sjálfheldu og mjög slæmri stöðu í kerfinu sem ekkert nema mjög stórt opinbert verkefni getur bjargað þeim úr. Mun margborga sig á endanum. Rjúfa verður vítahring þessa fólks. Þetta verður að duga í bili um þá snarvitlausu hugmynd bréfritara að flytja Áburðarverksmiðjuna austur á land og framleiða þar áburð til að stoppa með foksandinn. Svo verður að koma þeim vonlausu og langtíma- atvinnulausu til hjálpar. Ekkert betra gera þeir vonlausu en að hjálpa til við að græða upp landið. Hjálpa svo sjálfum sér um leið inn í þjóðfélagið aftur. Full þörf er á því. Atvinnulausir stoppi sandfokið á Mývatnsöræfum Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. MIKIL breyting hefur orðið á jafnaðarstefnunni frá byrjun síð- ustu aldar og fram á daginn í dag. Markmið jafn- aðarmanna hefur þó ekki breyst. Það er eins og áð- ur frelsi, jafnrétti og bræðralag. Tak- mark jafnaðar- manna er að koma á þjóðskipulagi, þar sem allir búa við góð kjör. Markmið jafnaðar- manna er að bæta kjör launa- fólks. En leiðirnar að markinu eru aðrar í dag en áður. Jafnaðarmenn vildu áður fara leið þjóðnýtingar og áætlunar- búskapar til þess að jafna tekj- urnar í þjóðfélaginu og tryggja fulla nýtingu framleiðslutækj- anna. Í dag telja jafnaðarmenn, að unnt sé að ná markmiði jafn- aðarstefnunnar eftir öðrum leið- um, með aðgerðum í skattamálum og félagsmálum, þ.e. með því að beita skattkerfinu og bótakerfi Tryggingastofnunar til tekjujöfn- unar. Jafnaðarmenn vilja ákveða bætur Tryggingastofnunar rík- isins þannig, að enginn þurfi að líða skort og að bótaþegar geti lifað mannsæmandi lífi. Löggjaf- inn og ríkisvaldið eiga að fylgjast með því að framleiðslutækin séu nýtt nægilega og eftirlitsstofn- anir að gæta þess, að fylgt sé settum reglum, þar á meðal samkeppnisreglum. Einhver mesta breytingin á stefnu jafnaðarmanna er sú, að nú aðhyllast jafnaðarmenn frjálsa samkeppni. En jafnaðarmönnum er ljóst, að frelsi á markaðnum kallar á strangt eftirlit og að það er ávallt viss freisting fyrir fyrir- tækin að misnota frelsið. Stór fyrirtæki geta náð markaðs- ráðandi stöðu og takmarkað sam- keppni. Ef þau misnota þessa stöðu sína verða yfirvöld að grípa inn í. Okkar markaður er mjög lítill og því meiri hætta en ella á, að fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu. Skattar til tekjujöfnunar Í síðustu þingkosningum var mikið rætt um skattamál, félags- mál og stöðu fyrirtækja, bæði al- mennt og í sjávarútvegi. Í um- ræðunni um þessi mál kom vel fram munurinn á afstöðu jafn- aðarmanna og ríkisstjórnarflokk- anna til þessara mála. Samfylk- ingin, flokkur jafnaðarmanna, lagði fram tillögur um aðgerðir í skattamálum til tekjujöfnunar. Í samræmi við það vildi Samfylk- ingin lækka skatta mest hjá þeim, sem lægstar hafa tekj- urnar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi lækka skatta jafnt hjá öllum, sem þýddi það, að þeir hæstlaunuðu fengju mesta skattalækkun. Sam- fylkingin barðist einnig fyrir því, að bætur aldraðra, öryrkja og at- vinnulausra yrðu stórhækkaðar til þess að bæta hag þessara hópa en hún taldi kjör þeirra óvið- unandi. Samfylkingin, flokkur jafnaðar- manna, vildi einnig að settar yrðu skýrar og gegnsæjar reglur um fyrirtækin og eftirlit með þeim. Samfylkingin lagði áherslu á, að þess yrði gætt, að fyrirtækin misnotuðu ekki markaðsfrelsið. Jafnframt gagnrýndi Samfylk- ingin harðlega, að útgerðarmenn skyldu fá aflaheimildir fríar og að þeir skyldu geta selt þær öðrum og haft gífurlegan hagnað af því. Taldi Samfylkingin, að þetta fyr- irkomulag hefði skapað óhóflega misskiptingu í þjóðfélaginu, sem yrði að leiðrétta. Stendur vörð um velferðarkerfið Það er ekki eins mikill munur á stefnu stjórnmálaflokkanna í dag og áður var. Allir flokkar segjast vilja efla velferðarkerfið, efla Tryggingastofnun og hækka bæt- ur til þeirra, sem standa höllum fæti. Það er erfiðara en áður að greina á milli flokkanna í þessu efni. En þegar grannt er skoðað sést hvaða flokkar vilja aukinn tekjujöfnuð og hvaða flokkar standa dyggastan vörð um vel- ferðarkerfið. Þrátt fyrir falleg orð allra flokka er sótt að vel- ferðarkerfinu í dag. Samfylk- ingin, flokkur jafnaðarmanna, vill standa vörð um velferðarkerfið. Hún vill jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu. Hún vill nútíma- jafnaðarstefnu. Jafnaðarstefna nútímans Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Í VIÐTALI í Morgunblaðinu í gær um sölu Sementsverksmiðjunnar fór for- maður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, Ólafur Davíðsson, með rangt mál. Sagði hann að aðrir tilboðsgjafar í verksmiðjuna en sá sem samið var við hefðu ekki gefið til kynna með jafn skýrum hætti að ætlunin væri að halda rekstri verksmiðjunnar áfram. Hið rétta er að sá hópur sem GJ Fjármálaráðgjöf fór fyrir gerði skriflegt til- boð með þeirri skýru forsendu að rekstri yrði haldið áfram, enda voru t.d. nokkrir mætir menn af Akranesi í hópnum, sem ekki höfðu annað í huga. Ég hef lýst undrun minni á því að ekki skuli hafa verið rætt við þann hóp sem GJ Fjármálaráðgjöf fór fyrir, sérstaklega í ljósi þess að í auglýsingu einkavæðingarnefndar um sölu verksmiðjunnar í mars stóð: „Gert er ráð fyrir því að viðræður við þann tilboðsgjafa [sem val- inn er til viðræðna] geti tekið allt að tvær vikur. Takist samningar ekki við þann aðila verður gengið til viðræðna við þann tilboðsgjafa sem metinn er annar í röðinni á grundvelli sömu upplýsinga og svo koll af kolli.“ Frá því ákveðið var að ganga til viðræðna við þann hóp sem samið var við eru ekki liðnar tvær vikur, heldur nærri þrír mánuðir. Þrátt fyrir þetta sagði Ólafur Davíðsson í Morgunblaðinu í gær: „Það var ekki fyrirfram ákveðið að fara í viðræður við einn aðila í tvær vikur og svo strax við þann næsta. Þessi ummæli Ólafs eru einnig augljóslega villandi. Ég tel að einkavæðingarnefnd hafi gert mistök með því að ræða ekki við hóp GJ Fjármálaráðgjafar. Telja hefði mátt líkur á að betra verð fengist í við- ræðum við hann. Í tilboði okkar kom fram verðbil, sem náði töluvert upp fyrir þær 68 milljónir sem samið var um. Rétt er að taka fram að sala Sementsverksmiðjunnar er engu að síður mik- ið gleðiefni. Hún eykur líkurnar á því að rekstur verksmiðjunnar verði tryggður og hún megi blómstra. Það er mikilvægt að koma sem flestum fyr- irtækjum úr höndum ríkisvaldsins. Formaður einkavæðingarnefndar fór með rangt mál Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi hjá GJ Fjármálaráðgjöf. Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GEFÐU HÚSINU SVIP Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval fyrir hús & sumabústaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.