Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ELÍN Anna Steinarsdóttir skor- aði þrennu þegar Breiðablik lagði Þór/KA/KS á Akureyrarvelli í gær og það voru mörk hennar sem skildu liðin að; úr- slitin því 3:0. Breiðablik er sem fyrr í efri helmingi deildarinnar en norðanstúlkur í þeim neðri en deildin virðist skiptast nákvæm- lega í fjögur betri lið og fjögur slakari. Hvort liðið hafði fengið eitt færi þegar Elín Anna braut ísinn á 21. mínútu. Hún hljóp þá af sér þrjá varnarmenn Þórs og renndi boltanum fram hjá Söndru í markinu. Á 45. mín. var hún aft- ur á ferðinni, lék inn í teig vinstra megin og vippaði laglega í fjærhornið. Blikastúlkur voru meira með boltann en ekki var þó afgerandi munur á liðunum. Heimastúlkur voru í tvígang ná- lægt því að skora eftir horn- spyrnur snemma í seinni hálfleik en virtust síðan fá þá flugu í höf- uðið að þær ættu ekki eftir að skora í þessum leik. Blikar misnotuðu víti á 70. mín. en Elín Anna skorað síðan þriðja mark sitt af miklu öryggi á 82. mín. Hún var maður leiksins en Erna B. Sigurðardóttir og Hjör- dís Þorsteinsdóttir voru líka sterkar. Hjá Þór var Þóra Pétursdóttir öflug á miðjunni en fékk litla hjálp frá samherjum sínum og Guðrún Soffía Viðarsdóttir og Ásta Árnadóttir áttu laglega spretti. En það vantaði meira spil í Þór/KA/KS - liðið. Elín Anna hetja Blika Þróttur R. 2:1 Fram Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 9. umferð Laugardalsvöllur Miðvikudaginn 9. júlí 2003 Aðstæður: Smágjóla, skýjað, þurrt. Völl- urinn góður Áhorfendur: 1177 Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Kefla- vík, 4 Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson, Magnús Þórisson Skot á mark: 10(5) - 13(7) Hornspyrnur: 4 - 3 Rangstöður: 3 - 5 Leikskipulag: 4-3-3 Fjalar Þorgeirsson M Erlingur Þ. Guðmundsson Eysteinn P. Lárusson M Jens Sævarsson M Ingvi Sveinsson M (Hilmar Ingi Rúnarsson 80.) Halldór A. Hilmisson M Charles McCormick M Páll Einarsson M Ólafur Tryggvason Björgólfur Takefusa M (Hjálmar Þórarinsson 75.) Sören Hermansen (Guðfinnur Þ. Ómarsson 88.) Gunnar Sigurðsson M Ragnar Árnason Eggert Stefánsson M Andrés Jónsson M Gunnar Þór Gunnarsson Ingvar Ólason Baldur Þór Bjarnason M Viðar Guðjónsson (Kristinn Tómasson 63.) Kristján Brooks M Guðmundur Steinarsson (Daði Guðmundsson 63.) Andri Fannar Ottósson (Þorbjörn Atli Sveinsson 46.) 0:1 (31.) Baldur Bjarnason skoraði með glæsilegu skoti af um 25 metra færi í stöng og inn. 1:1 (35.) Björgólfur Takefusa var felldur innan teigs og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Daninn Sören Hermansen af miklu öryggi. 2:1 (44.) Björgólfur Takefusa fékk sendingu frá Charlie McCormick í víta- teignum. Björgólfur lagði knöttinn fyrir sig og skoraði með hnitmiðuðu skoti efst í markhornið. Gul spjöld: Engin Rauð spjöld: Engin KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hlíðarendi: Valur – Fylkir....................19.15 Akureyrarvöllur: KA – Grindavík .......19.15 Akranesvöllur: ÍA – ÍBV ......................19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Stjörnuvöllur: Stjarnan - ÍBV...................20 1. deild karla: Kópavogsvöllur: HK – Haukar .................20 Njarðvíkurv.: Njarðvík – Afturelding......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla: ÍR – Grindavík............................................18 KR – Fjölnir...........................................19.30 Keflavík – Haukar......................................21 Í KVÖLD  PILTALANDSLIÐ Íslands í golfi lék mun betur á öðrum keppnisdegi Evrópumóts landsliða sem fram fer í Tékklandi og er í 21. sæti alls 24 þjóða sem taka þátt en á eftir ís- lenska liðinu koma Slóvenar, Grikk- ir og lið Lúxemborgar. Það er því ljóst að íslenska liðið leikur í C-riðli.  MESTA athygli vakti árangur Stefáns Stefánssonar í gær en hann bætti sig um 12 högg frá fyrsta keppnisdeginum en hann lék á einu höggi undir pari í gær eða 69 högg- um. Magnús Lárusson lék á pari í gær, 70 höggum, og er hann í 66.–70. sæti á samtals 144 höggum eða 4 yfir pari. Haukur Ólafsson lék á 75 högg- um í gær og er á 149 samtals, Stefán Stefánsson er á 150 höggum líkt og Alfreð Kristinsson en hann lék á einu yfir pari í gær eða 71 höggi. Hjörtur Brynjarsson er á 153 högg- um en hann lék á 77 höggum í gær.  ÍSLENSKA stúlknalandsliðið í golfi endaði í sautjánda og jafnframt neðsta sæti í forkeppni á Evrópu- móti landsliða sem fram fer í Dan- mörku þessa dagana og leikur ís- lenska liðið því í C-riðli ásamt Tékkum og Finnum. Í gær lék María Ósk Jónsdóttir á 79 höggum, Tinna Jóhannsdóttir á 87, Arna Rún Odds- dóttir á 91 og Kristín Kristjánsdótt- ir á 93 höggum.  HARRY Kewell hefur gengið til liðs við Liverpool frá Leeds United og skrifaði hann undir fimm ára samning í gær. Kaupverðið nemur um 600 milljónum ísl. króna. Kewell er 24 ára gamall Ástrali. FÓLK KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild Þróttur - Fram ..........................................2:1 Sören Hermansen 35. (víti), Björgólfur Takefusa 44. - Baldur Bjarnason 31. Staðan: Þróttur R. 9 6 0 3 17:11 18 Fylkir 8 5 1 2 13:6 16 KR 9 4 2 3 10:11 14 Grindavík 8 4 0 4 12:14 12 FH 9 3 2 4 14:15 11 ÍA 8 2 4 2 11:9 10 ÍBV 8 3 1 4 12:12 10 Valur 8 3 0 5 11:15 9 KA 7 2 2 3 9:9 8 Fram 8 2 2 4 10:17 8 Efsta deild kvenna Landsbankadeild FH - Valur..................................................1:8 Sif Atladóttir. - Kristín Ýr Bjarnadóttir 3, Rakel Logadóttir 2, Málfríður Erna Sig- urðardóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir. Þór/KA/KS - Breiðablik .........................0:3 Elín Anna Steinarsdóttir 21., 45., 82. KR - Þróttur/Haukar...............................8:1 Hrefna Jóhannesdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir 2, Embla Grétarsdóttir og Anna Berglind Jónsdóttir. - Fjóla Dröfn Friðriksdóttir Staðan: KR 9 8 1 0 44:6 25 Valur 8 6 1 1 29:10 19 Breiðablik 8 6 0 2 26:15 18 ÍBV 7 5 0 2 31:10 15 Stjarnan 7 2 0 5 11:18 6 FH 9 2 0 7 6:33 6 Þór/KA/KS 8 1 0 7 5:26 3 Þróttur/Haukar 8 1 0 7 7:41 3 1. deild karla Leiftur/Dalvík - Þór.................................1:4 Zeid Yashin 70. - Þórður Halldórsson 35., Jóhann Þórhallsson 60., 79., Orri Freyr Hjaltalín 75. Staðan: Keflavík 8 7 0 1 24:9 21 Þór 9 4 3 2 20:15 15 Víkingur R. 8 4 3 1 10:6 15 Haukar 8 3 2 3 13:12 11 Afturelding 8 3 2 3 10:13 11 Breiðablik 8 3 1 4 7:9 10 Njarðvík 8 2 2 4 12:15 8 HK 8 2 2 4 9:12 8 Stjarnan 8 1 4 3 10:13 7 Leiftur/Dalvík 9 2 1 6 9:20 7 3. deild karla, A-riðill Bolungarvík - BÍ........................................2:5 Staðan: Víkingur Ó 7 6 1 0 22:6 19 Númi 8 4 3 1 23:18 15 Skallagr. 8 4 2 2 20:12 14 BÍ 8 4 2 2 19:18 14 Bolungarvík 7 2 1 4 14:18 7 Deiglan 7 2 0 5 13:25 6 Grótta 8 1 2 5 10:13 5 Drangur 7 1 1 5 12:23 4 1. deild kvenna, A-riðill HK/Víkingur - Fjölnir ..............................0:1 Staðan: Breiðablik 2 6 6 0 0 42:6 18 Fjölnir 7 5 0 2 19:14 15 RKV 7 4 1 2 27:18 13 HK/Víkingur 6 3 1 2 15:6 10 ÍR 7 3 0 4 26:19 9 Þróttur/Haukar 2 6 1 0 5 7:30 3 HSH 7 0 0 7 9:52 0 1. deild kvenna, B-riðill Sindri - Höttur...........................................3:0 Leiknir F. - Fjarðabyggð .........................1:4 Staðan: Fjarðabyggð 7 6 0 1 24:9 18 Höttur 7 5 0 2 20:8 15 Sindri 6 5 0 1 17:10 15 Tindastóll 4 3 0 1 18:5 9 Einherji 5 1 0 4 6:17 3 Leiftur/Dalvík 7 1 0 6 17:34 3 Leiknir F 6 0 0 6 4:23 0 Svíþjóð Djurgården - Örgryte ...............................0:3 KÖRFUKNATTLEIKUR Hraðmót ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla: ÍR - Haukar ...........................................81:73 Fjölnir - Keflavík...................................68:69 KR - Grindavík ......................................81:88 Björgólfur var greinilega felldur og Dananum Sören Hermansen urðu ekki á nein mistök í vítaspyrnunni og jafnaði metin. Á næstu mínútum gerðust Framarar aðgangsharðir við mark Þróttara og í bæði skiptin var Kristján Brooks nálægt því að jafna en tvö skot hans sleiktu markstöng- ina. Heldur hægði á leikmönnum í síð- ari hálfleik en leikurinn var þó áfram ágæt skemmtun þrátt fyrir að mark- tækifærin væru fremur fá. Þróttarar léku af skynsemi og leyfðu Frömur- unum að koma framar á völlinn. Frömurum gekk illa að finna leið framhjá vel skipulögðum varnarleik Þróttara og nýliðarnir voru nær því að bæta við þriðja markinu en Fram- arar að jafna metin. Gunnar Sigurðs- son gerði vel í að verja frá Björgólfi snemma í síðari hálfleik og aftur undir lokin þegar hinn ungi Hjálmar Þórarinsson átti þrumuskot af stuttu færi. Kristján Brooks var sá eini sem ógnaði marki Þróttara en stundar- fjórðungi fyrir leikslok komst hann í ágætt marktækifæri en Fjalar sá við honum. Þróttarar eru án efa með skemmtilegasta lið landsins um þessar mundir og það er engin til- Þetta var 22. viðureign Þróttar ogFram í efstu deild og aðeins fjórði sigur þeirra röndóttu og sá fyrsti í heil 19 ár eða síðan 1984. Fyrsti hálftími leiksins var á rólegu nótunum þar sem liðin þreifuðu hvort á öðru án þess að neitt markvert gerðist. Baldri Bjarnason var þá farið að leiðast þóf- ið og upp á sitt eindæmi kom hann Frömurum yfir með glæsilegu marki. Baldur lét vaða af um 25 metra færi og knötturinn söng í net- inu fyrir aftan góðan markvörð Þróttara, Fjalar Þorgeirsson. Bald- ur, sem ákvað að taka fram skóna á nýjan leik í vor eftir nokkura ára hlé, skoraði síðast 1998 og þá einnig á móti Þrótti. Mark Baldurs hleypti gríðarlega miklu fjöri í leikinn og það sem eftir lifði hálfleiksins var leik- urinn bráðfjörugur. Í stað þess að hengja haus settu Þróttarar á fullt. Björgólfur Takefusa vildi fá víta- spyrnu á 33. mínútu þegar hann féll í teignum eftir viðskipti við Baldur. Ekkert var dæmt en tveimur mín- útum síðar bendi Gísli H. Jóhanns- son á vítapunktinn eftir að hafa ráð- fært sig við aðstoðarmann sinn. viljun að lærisveinar Ásgeirs Elías- sonar eru í toppsæti deildarinnar. Leikgleðin og sjálfstraustið geislar af leikmönnum liðsins og Þróttara- liðið er léttleikandi allt frá aftasta manni til þeirra fremstu. Fjalar var mjög öruggur í markinu og hefur tekið miklum framförum, vörnin var sterk með Eystein B. Lárusson sem besta mann, Halldór Hilmisson, Páll Einarsson og Charlie McCormick mynda eitt besta miðjutríó deildar- innar og í fremstu víglínu var Björg- ólfur afar skæður og er án efa kom- inn í landsliðsklassa. Þessi 23 ára strákur hefur slegið í gegn, er markahæstur með 9 mörk og hrein unun hefur verið að sjá til hans í sumar, bæði hvað varðar vinnusemi og ekki síst hvernig hann nýtir færin sín. Mikil batamarki voru á leik Fram- ara frá því í leiknum við Val á dög- unum en þeir urðu einfaldlega að láta í minni pokann fyrir sterkara liði. Þrátt fyrir að Framarar sökn- uðu Ágústar Gylfasonar kom Baldur Bjarnason sterkur inn á miðjuna fyr- ir hann og var besti leikmaður Safa- mýrarliðsins. Eggert Stefánsson og Andrés Jónsson stóðu fyrir sínu í vörninni og Kristján Brooks hélt varnarmönnum Þróttara við efnið allan leikinn. Áhyggjuefni Framliðsins er að Guðmundur Steinarsson og Andri Fannar Ottósson ná sér alls ekki á strik og er það skarð fyrir skildi enda báðir mjög hæfileikaríkir leik- menn. Þróttarinn Björgólfur Takefusa snéri oft á varnarmenn Fram í gær og hér reynir Eggert Stefánsson að stöðva Björgólf. Þróttur verðskuld- að á toppnum ÞRÓTTARAR eiga vel skilið að tróna í efsta sæti Landssímadeild- arinnar í knattspyrnu en nýliðarnir lögðu Framara, 2:1, á sameig- inlegum heimavelli félaganna í Laugardalnum í gær. Björgólfur Takefusa, heitasti leikmaður deildarinnar, var enn og aftur hetja Þróttara. Hann krækti í vítaspyrnu sem Sören Hermansen jafnaði metin úr og skoraði svo sigurmarkið með glæsilegum hætti en öll mörk leiksins litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Guðmundur Hilmarsson skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.