Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 39
DAGBÓK
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 10.
júlí, er sjötug Eygló Mark-
úsdóttir, Álfaskeiði 43,
Hafnarfirði. Laugardaginn
12. júlí verða hún og eigin-
maður hennar, Sveinbjörn
Ingimundarson, stödd á
Ysta-Bæli, Austur-Eyja-
fjöllum og taka þar á móti
gestum frá kl. 17–22. Vonast
þau til að sjá sem flesta,
næg tjaldstæði.
50 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn
11. júlí, verður fimmtug Sól-
ey Halla Þórhallsdóttir
kennari, Kjarrmóum 3,
Reykjanesbæ. Af því tilefni
býður hún og eiginmaður
hennar, Kristján Pálsson,
ættingjum, vinum og vel-
unnurum öllum að gleðjast
með sér í Selinu, Vallar-
braut 4, Reykjanesbæ ,á af-
mælisdaginn kl. 19–22.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir mikilli þol-
inmæði og hefur heilbrigða
sýn á lífið. Þú kannt vel að
meta listir og ert mikill
náttúruunnandi.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur mikla löngun til
þess að forðast þín venjulegu
verkefni. Þú getur notað
huga þinn líkt og líkama til
þess að forðast þau.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tilfinningar þínar eru sterk-
ari í dag en venjulega. Minn-
ingar gætu orðið þess
valdandi að þú reynir að
vernda einhvern eða eitthvað.
Slakaðu á.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Deilur við aðra gætu ein-
kennst af tilfinningahita í
dag. Þú skalt reyna að sýna
sanngirni. Það er auðveldara
að segja það en gera.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Í dag væri kjörið að einbeita
sér að handavinnu heima-
fyrir, versla hreinlætisvörur
til einkanota og skipuleggja
heimilið. Þú kýst að bæta
hlutina.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert í rómantískum hug-
leiðingum í dag. Ekki hafa
áhyggjur af því hvort það er
viðeigandi eða ekki. Þetta er
saklaust og gengur yfir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú gerir þér grein fyrir því í
dag hve miklum tökum van-
inn hefur náð á þér. Vaninn
stjórnar okkur öllum. Vitn-
eskja um það er fyrsta skref
til þess að losna við hann.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samræður við ættingja eru
mikilvægar fyrir þig í dag.
Það er betra að ræða um
hlutina í stað þess að slá því
sífellt á frest.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Tilfinningar þínar eru í mikl-
um tengslum við eigur þínar í
dag. Hvort sem það tengist
einhverju sem þú átt eða ein-
hverju sem þú kýst að kaupa.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur mikla þörf fyrir vini
í dag. Þú kýst að öðrum líki
vel við þig og dáist að þér.
Ekki krefjast meira af öðrum
en góðu hófi gegnir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er í lagi að vera í einrúmi
í dag. Allir þurfa á því að
halda af og til. Í dag þarft þú
á því að halda.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér finnst sem þú þurfir að
vernda vin þinn í dag. Þú
gætir fundið til afbrýðissemi
ef vinur þinn leitar annað eft-
ir aðstoð.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver hluti einkalífs þíns
gæti verið á allra vitorði í
dag. Hugsaðu þig vandlega
um áður en þú vekur slíkan
áhuga hjá almenningi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÞAÐ er algengt að „heið-
arleg“ dobl kosti slag í
vörn. Þess vegna er í meira
lagi varasamt að dobla
geimsögn sem maður býst
við að fari nákvæmlega
einn niður. Við sáum dæmi
um gerræðislegt dobl í
þætti gærdagsins. Meiri
efniviður er á bak við dobl
vesturs í spili dagsins, en
græðgisdobl er það eigi að
síður, því vestur gat ekki
búist við að fá meira en
fjóra slagi:
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ 1054
♥ D2
♦ 642
♣87642
Vestur Austur
♠ ÁDG9 ♠ 8632
♥ 109 ♥ 64
♦ ÁD8 ♦ 109753
♣DG105 ♣93
Suður
♠ K7
♥ ÁKG8753
♦ KG
♣ÁK
Vestur Norður Austur Suður
Abecassis Doron Y. Soulet Israel Y.
– – – 2 lauf *
Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu
Pass 3 lauf * Pass 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Dobl Allir pass
Spilið er frá úrslitaleik
Frakka og Ísraela í sveita-
keppninni í Menton. Israel
Yadlin vakti á alkröfu og
bróðir hans Doron afmeld-
aði tvisvar, en hækkaði þó
þrjú hjörtu í fjögur. Mich-
ael Abecassis vissi sem var
að suður átti allan styrkinn
og reiknaði með að fá fjóra
slagi á ÁD í spaða og tígli.
En hann mátti vita að suð-
ur ætti sjölit í hjarta og
ÁK í laufi, svo það var ekki
eftir miklu að slægjast. Og
eins og svo oft áður, kost-
aði doblið slag – úrslita-
slaginn.
Abecassis trompaði út. Í
ódobluðu spili myndi sagn-
hafi nota innkomu sína á
hjartadrottningu til að spila
tígli eða spaða, en Israel
taldi það vonlaust eftir
doblið og rúllaði niður öll-
um trompunum.
Norður
♠ 105
♥ –
♦ 64
♣876
Vestur Austur
♠ ÁD ♠ 832
♥ – ♥ –
♦ ÁD ♦ 1097
♣DG10 ♣3
Suður
♠ K7
♥ 5
♦ KG
♣ÁK
Síðasta trompið setur
vestur í vanda. Ef hann fer
niður á stakan ás í spaða
eða tígli getur sagnhafi sótt
þar slag með því að spila
litlu frá kóng. Abecassis
kaus að henda laufi, en það
var engin lausn. Israel tók
ÁK í laufi og spilaði sér út
á tígli. Tíundi slagurinn
kom í lokin á spaðakóng.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
HLUTAVELTA
Þessar stúlkur héldu hlutaveltu á Akureyri og söfnuðu
2.085 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Á mynd-
inni eru Ágústa Baldvinsdóttir og Snjólaug Heimisdóttir.
1. e4 e6 2. d4 c5 3. Rf3 cxd4
4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3
a6 7. Bg2 Rf6 8. O-O Rxd4 9.
Dxd4 Bc5 10. Dd3 d6 11.
Be3 Bxe3 12. Dxe3 e5 13.
Had1 Be6 14. h3 Bc4 15.
Hfe1 O-O 16. Hd2 b5 17. b3
Be6 18. Hed1 Hac8 19. Re2
Dc5 20. Dxc5 Hxc5 21. f4
Re8 22. g4 f6 23. f5 Bc8 24.
Rg3 Hc3 25. Kf2 Hf7 26. Bf1
Kf8 27. Bd3 Hb7 28. Re2
Hc6 29. c4 b4 30. Rg3 a5 31.
Bc2 h6 32. Kf3 a4
33. h4 a3 34. Rh5
Hf7 35. Hg1 Ke7
36. Ke3 Bb7 37.
Hdg2 Hc8 38.
Bd1 Rc7 39. g5
hxg5 40. hxg5
Re8 41. Bf3 Kd7
42. Hh2 Rc7 43.
Rg3 He7 44. Hh7
Hf8 45. Bg4 Re8
46. Bh5 Rc7 47.
Rf1 Bc6 48. Rh2
Ra6 49. Rf3 Rc5
50. Rh4 Rxe4 51.
Rg6 Hfe8 52.
Rxe7 Hxe7 53.
Bf3 Rxg5
Staðan kom upp á hol-
lenska meistaramótinu sem
lauk fyrir skömmu. Sergei
Tivjakov (2623) hafði hvítt
gegn Daniel Stellwagen
(2467). 54. Hxg5! fxg5 55.
f6! gxf6 55...Hf7 56. Hxg7
og hvítur vinnur. Eftir
textaleikinn verður hvítur
biskupi yfir sem hann nýtir
sér auðveldlega til sigurs.
56. Bxc6+ Kd8 57. Hh6 Kc7
58. Be4 Hf7 59. Bd5 Hg7 60.
Hxf6 Hh7 61. Bg2 Hh2 62.
Hf7+ Kb6 63. Hf2 g4 64.
Hd2 Kc7 65. Kf2 Hh6 66.
Kg3 Hg6 67. Hd5 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MÁLVERK
Málaðu, systir! menn og dýr
milli blómstra vanda;
missirin gefa mörg og skýr
munstrin þér til handa.
Bústu svo við bónda þinn,
bezt um pent að keppa,
drag upp sögur og dæmi svinn
og dikti fræga greppa.
Eggert Ólafsson.
LJÓÐABROT
25%
afsláttur
Bað- og
skiptikommóða
nú kr.
17.200
áður 22.900
50% afsláttur
Jóladagar í júlí
Jólahúsið í Kópavogi
Smiðjuvegi 23a
sími 568 8181, www.jolahusid.com
ath ný aðkoma um Stjörnugróf frá Bústaðavegi.
Opið 10-18
Jólahúsinu Kópavogi
laugardag og sunnudag 12. og 13. júlí.
Stórútsala,
handverksfólk, jólaveitingar
og jólasveinninn kemur.
Jólahappadrætti úr sölustrimlum
FRÉTTIR
UNG VINSTRI græn hafa sent frá
sér ályktun þar sem er fagnað
áformum bandarískra stjórnvalda
um að draga úr eða hætta hern-
aðarstarfsemi á Keflavíkurflugvelli.
Jafnframt harma Ung vinstri græn
afstöðu Framsóknarflokks, Sam-
fylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks
í málinu þar sem allir þessir flokkar
„virðast bundnir á klafa fornaldar-
legs hugsunarháttar þar sem hern-
aðarhyggja lifir góðu lífi. Íslend-
ingar eiga að halda í sérstöðu sína
sem herlaus þjóð með sjálfstæða ut-
anríkisstefnu og nýta það færi sem
gefst nú á að vera það í verki.“
Í ályktuninni er harmaður stuðn-
ingur ríkisstjórnarinnar við stríð
Bandaríkjamanna og Breta í Írak
enda hafi komið í ljós að þær ástæð-
ur sem voru gefnar fyrir því stríði,
t.d. meint gereyðingarvopnafram-
leiðsla Íraka, hafi verið byggðar á
sandi. „Ung vinstri græn spyrja
hver sé ábyrgð íslenskra ráða-
manna á því að hafa stutt stríðið og
morð á óbreyttum borgurum á
þessum upplognu forsendum. Enn
fremur hvort ríkisstjórnin hafi stutt
stríðið í von um að geta haldið leng-
ur í bandaríska herstöð á Keflavík-
urflugvelli.“
UVG fagna áformum um
brottför varnarliðsins