Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERÐSKRÁ yfir helstu tannvið- gerðir mun framvegis liggja frammi á breskum tannlæknastofum að kröfu þarlendra yfirvalda. Tann- læknar verða einnig skyldaðir til þess að veita sjúklingum sínum skriflega aðgerðaáætlun og sundur- liðaðan reikning þegar aðgerðin er afstaðin. Þá munu upplýsingar um hvaða aðgerðir almannatryggingar endurgreiða liggja frammi. Ákvörðunin kemur í kjölfar könn- unar á vegum breskra samkeppnis- yfirvalda sem leiddi í ljós að sjúk- lingar fá ekki fullnægjandi upplýs- ingar um kostnað vegna tannvið- gerða og eru því í sumum tilfellum að greiða alltof hátt verð. Samkvæmt könnuninni er mikill verðmunur á þjónustu tannlækna í Bretlandi og getur hann orðið allt að 400 prósent. Verðskrá rædd á næstunni Verðskrár tannlækna hafa ekki legið frammi hér á landi. Þórarinn Jónsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að félagið hafi boðist til að eiga samstarf við yfirvöld um að ákveðinn útdráttur úr gjaldskrá tannlækna liggi frammi á stofum en hins vegar sé óljóst hvenær af því verði. Málið hafi verið rætt í tengslum við samninga tannlækna við Tryggingastofnun um endur- greiðslu á sínum tíma en þar sem óljóst er um örlög þessa samnings hafi umræðan legið niðri. „Við bú- umst við því að samningarnir verði endurskoðaðir með haustinu og ég geri ráð fyrir að þessi umræða verði tekin upp í tengslum við það,“ segir Þórarinn. Fólk á að leita upplýsinga Hann segir að sjúklingar eigi í dag að geta nálgast upplýsingar um verð hjá tannlæknum eða aðstoðarfólki og færst hafi í vöxt að fólk fái tann- lækna til að meta heildarkostnað við viðgerð áður en hún fer fram. „Það er auðvitað æskilegt að fólk kynni sér verðið fyrirfram og geti þá valið hvað það gerir. Það er hins vegar erfitt fyrir tannlækninn að gefa upp verð án þess að fá að líta á skemmd- ina og leggja mat á hversu umfangs- mikil aðgerðin er,“ segir Þórarinn. Verðlagning hér á landi frjáls Aðspurður segir Þórarinn að eng- in könnun hafi verið gerð hér á landi á verðmuni milli einstakra tann- lækna en hann geti í sumum tilfellum verið einhver enda sé verðlagning al- veg frjáls. Hann segir einnig mis- jafnt hvað í boði er og oft sé slegið af verði. „Menn hafa verið mjög liðleg- ir, til dæmis ef um stærri aðgerðir er að ræða eða tannviðgerðir hjá barn- mörgum fjölskyldum. Það er af hinu góða að fólk verði meðvitað um kostnaðinn. Það gerir það að verkum að fólk spáir meira í tennurnar og áttar sig á þetta eru bæði peningaleg og heilsufarsleg verðmæti sem þarf að passa upp á,“ segir Þórarinn. Breskir tannlæknar birta verðskrá Gæti orðið raun- in hér á landi Morgunblaðið/Sverrir Ferð til tannlæknis getur orðið dýr. BÓNUS Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ali reyktur svínahnakki, sneiðar ............. 844 1.298 844 kr. kg Bautab. nauta innralæri, kryddl............. 1.398 1.997 1.398 kr. kg Bautab. nautasteik, kryddlegin.............. 1.130 1.614 1.130 kr. kg Vilko ávaxtasúpa .................................. 139 153 139 kr. pk Vilko bláberjasúpa ............................... 179 215 179 kr. pk LB snittubrauð ..................................... 189 229 47 kr. st. LB snittubrauð ..................................... 269 319 27 kr. st. Marabou Daim súkkulaði ...................... 99 139 99 kr. pk. ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 23. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Gott & blandað hlauppoki .................... 159 175 994 kr kg Caramel bar tunnocks .......................... 59 75 1.735 kr. kg Góu hraunbitar, stórir ........................... 239 265 1.086 kr. kg Doritos nacho cheese .......................... 279 310 1.395 kr. kg Doritos cool american .......................... 279 310 1.395 kr. kg Kexsmiðjan muffins m/súkkulaðibitum .. 349 409 873 kr. kg Kexsmiðjan muffins /skúffuköku ........... 349 409 873 kr. kg Egils kristall m/sítrónu ......................... 109 140 218 kr. ltr Emmess ís djæf íspinnar ...................... 159 179 1.988 kr. ltr 11–11 Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð SS Hunts bbq lærissneiðar ................... 1.326 1.768 1.326 kr. kg SS Hunts bbq svínakótilettur................. 974 1.298 974 kr. kg Findus hraðréttur fire chicken curry ........ 389 Nýtt 389 kr. pk Findus fire hraðréttur indon. chicken...... 389 Nýtt 389 kr. pk Myllu skúffukaka með kremi ................. 238 339 238 kr. st. Myllu heimilisbrauð .............................. 175 245 175 kr. st. SS túnfisksalat .................................... 190 238 950 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Hamborgarar m/brauði ........................ 95 nýtt 95 kr. pk. Rauðvínslegið lambalæri ...................... 898 1.398 245 kr. kg Hrásalat .............................................. 99 175 99 kr. dós Gular melónur ..................................... 98 169 98 kr. kg Stórt samlokubrauð ............................. 99 219 99 kr. kg Hellisbúi, grillsteik................................ 1095 1198 1.095 kr. kg Goðapylsur.......................................... 497 828 497 kr. kg Úrb. grísakótilettur í or. marineringu....... 998 1498 998 kr. kg HAGKAUP Gildir 10.–13. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Bezt kryddl. svínahnakkasn., úrb. .......... 799 1.098 799 kr. kg Bezt kryddaðar sínakótilettur m/b ......... 899 1.198 899 kr. kg Óðals svínakótilettur m/beini ................ 499 1.149 499 kr. kg Óðals svínahnakki ................................ 559 849 559 kr. kg Óðals svínasnitsel ................................ 759 1.198 759 kr. kg Óðals svínagúllas ................................. 759 1.198 759 kr. kg Mars 3 pack ........................................ 149 185 49 kr. st. KRÓNAN Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ali þurrkr. Mex. kótilettur ....................... 844 1.298 844 kr. kg Bautab. rauðvínsl. svínalærissneiðar ..... 548 997 548 kr. kg Bautab. lamba ofnsteik ........................ 863 1.438 863 kr. kg Krónu grillborgarar m/ brauði................ 253 389 253 kr. kg Freschetta pitsur, 4 bragðtegundir ......... 389 479 389 kr. st. Fetaostur í kryddolíu ............................ 259 298 259 kr. st. Ostakaka m/bláberjum ........................ 799 998 799 kr. st. Park Lane sælgætishlaup ..................... 79 Nýt 630 kr. kg NETTÓ Gildir frá 10. júlí á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð Norðl. rauðvínslæri ............................... 987 1.430 987 kr. kg Libbys tómatsósa ................................ 139 169 204 kr. kg Doritos cool amerika ............................ 199 219 995 kr. kg Náttúra kakómalt ................................. 199 259 398 kr. kg Frón mjólkurkex ................................... 129 155 323 kr. kg Oetker kartöflumús .............................. 259 299 785 kr. kg NÓATÚN Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Móa ferskir leggir, magnp. .................... 399 499 399 kr. kg Móa fersk læri, magnp. ........................ 399 499 399 kr. kg Móa ferskir vængir, magnp. .................. 299 399 299 kr. kg Ömmu súkkulaðikleinuhringir ................ 239 283 239 kr. pk. Ömmu mokka súkkulaðikleinuhr............ 239 Nýtt 239 kr. pk. Big choc súkkulaðikremkex ................... 189 235 378 kr. kg Nóa kropp........................................... 199 225 1.330 kr. kg Nóa lakkríssprengjur ............................ 199 229 1.000 kr. kg SAMKAUP og ÚRVAL Gildir 10.–15. júlí nú kr. áður mælie.verð Grísakótil. léttr. hunangs gourmet ........ 999 1.298 999 kr. kg Ofnsteik hunangs marin. gourmet ........ 1.190 1.438 1.190 kr. kg Bautab. kartöflusalat .......................... 229 309 458 kr.kg Knorr bollasúpur ................................ 139 169 46 kr. st. Knorr spaghetteria .............................. 149 189 967 kr. kg Hunts tómatsósa ................................ 125 139 184 kr. kg Hunts BBQ ......................................... 159 219 312 kr. kg Toms yankie bar ................................. 159 189 40 kr. st. SELECT Gildir til 29. júlí nú kr. áður mælie.verð Rís, stórt ............................................. 89 120 89 kr. stk Mentos, allar tegundir .......................... 59 80 59 kr. stk Egils appelsín ...................................... 109 140 218 kr. ltr Stjörnupopp, venjulegt ......................... 99 128 1.100 kr. kg Stjörnupopp, osta ................................ 109 137 1.090 kr. kg Merrild kaffi ......................................... 359 436 718 kr. kg Pik nik ................................................ 89 110 1.780 kr. kg Pik nik ................................................ 189 230 1.680 kr. kg Frón vanillu-/súkkulaðikremkex ............. 159 195 530 kr. kg SPAR Bæjarlind Gildir til 14. júlí nú kr. áður mælie.verð Lambafille úr kjötborði ......................... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Kjúlli Mexíkó leggir, steiktir.................... 599 998 599 kr. kg Mc’Cain maísstönglar ........................... 329 420 41 kr. st. Sinalco orange .................................... 168 215 84 kr. ltr Sinalco cola ........................................ 168 Nýtt 84 kr. ltr Ice pops froststangir ............................ 298 356 30 kr st. Mc’Vities súkkulaðikex ......................... 98 222 653 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Júlítilboð nú kr. áður kr. Lion bar, 4 stk. .................................... 298 420 Maryland kex, hnetu............................. 129 149 Maryland kex, kókos............................. 129 149 Maryland kex, súkkulaði ....................... 129 149 Maryland kex, venjulegt ........................ 129 149 Chupa sleikjó ...................................... 30 45 Rex súkkulaðistykki .............................. 49 65 Mónu buff ........................................... 69 85 Freyju draumur, stór, 2 stk. ................... 198 220 Yankie bar gigant ................................. 95 108 Holly bar peanut gigant ........................ 95 108 Frönsk baguette................................... 299 319 ÞÍN VERSLUN Gildir 10.–16. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Hellisbúi kryddað lambalæri ................. 1.080 1.350 1.080 kr. kg Einbúi lamba ribeye ............................. 2.302 2.878 2.302 kr. kg Einbúi sirlonsteik ................................. 1.498 1.873 1.498 kr. kg Grillpylsuþrenna .................................. 539 599 539 kr. kg Pagens kanilsnúðar .............................. 159 187 604 kr. kg Truly vöfflur .......................................... 298 362 745 kr. ltr Þeytirjómi ............................................ 198 249 792 kr. kg Kjörís lúxus íspinnar ............................. 299 398 74 kr. st. Kjörís súkkulaði toppís ......................... 289 389 96 kr. st. Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Svínakjöt á tilboðsverði FYRSTA uppskera sumarsins af ís- lenskum kartöflum er komin í búðir. Neytendasíðan kannaði kílóverðið í nokkrum verslunum í Reykjavík og var það lægst í Bónus, 279 krónur. Víðast hvar annars staðar var það 349 krónur sem er svipað því sem það var á sama tíma í fyrra. Nýja uppskeran lækkaði þá í verði þegar líða tók að hausti. Fyrstu kartöflurn- ar koma að þessu sinni frá Eyrar- bakka og Þykkvabænum en hjá Sölufélagi garðyrkjumanna fengust þær upplýsingar að útlit væri fyrir mjög góða kartöfluuppskeru í sumar vegna góðs tíðarfars. Erlendar kartöflur ódýrari Nýjar erlendar kartöflur sem hafa verið fáanlegar í mörgum verslunum frá því í apríl eru á mun lægra verði en þær íslensku. Í þeim verslunum sem kartöfluverðið var kannað hjá var kílóverðið á splunkunýjum, er- lendum kartöflum yfirleitt um og yf- ir 200 krónum. Búr ehf. flytur inn kartöflur frá Mallorca og Frakklandi og segir Kolbeinn Ágústsson, forstöðumaður ávaxta- og grænmetisdeildar, að inn- fluttar kartöflur hafi lækkað mikið í verði eftir 16. júní en þá voru magn- tollar af þeim felldir niður. „Verðið var talsvert hærra fyrir þann tíma því tollurinn er 60 krónur á kílóið. Hann verður settur aftur á 15. sept- ember og þá hækkar verðið á nýjan leik,“ segir Kolbeinn. Nýjar kartöflur komnar í búðir Eru á svipuðu verði og í fyrra              ! " #$  %$ $! &  ' ( )! * +           , - . "/ . "0 . "0 . "0 . Morgunblaðið/Golli Glænýjar kartöflur eru af flestum taldar herramannsmatur. LYFJA hefur hafið sölu á nýrri húð- og hárlínu frá ApoCare. Vörurnar eru frá Danmörku og eru umhverfis- vænar. Engin dýr eru notuð við rannsóknir og vöruþróun. Nýja línan samanstendur af sjampói fyrir normalt og þurrt hár og hárnæringu sem hentar vel fyrir daglega notkun. Einnig eru í línunni sturtusápa, húð- krem, dagkrem og fleira. ApoCare- vörurnar fást bæði með og án lyktar. NÝTT Ný lína frá Apocare POTTAGALDRAR ehf. hafa sett á markað þrjár nýjar tegundir af kryddblöndum. Krydd lífsins býður upp á fjölmarga möguleika í matar- gerðinni en það hentar vel fyrir fisk, kjúkling, pasta og salöt svo eitthvað sé nefnt. Ítalskt panini krydd er frá- bært á grillsamlokuna eða grill- brauðið, salöt, kjúkling og svo mætti lengi telja. Heitt pitsukrydd er heit og bragðmikil kryddblanda sem hentar vel yfir pitsur en einnig yfir ítalska og mexíkóska hakkrétti. Einnig er hún tilvalin til að styrkja ýmsa pottrétti. Krydd frá Pottagöldrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.