Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2003, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2003 17 LÖGREGLAN í Keflavík var kölluð að húsi í Sandgerði á föstudag, en til- kynnt hafði verið um að reyk legði frá því. Enginn var heima fyrir og gengu því lögreglumenn inn til þess að grennslast fyrir um aðstæður. Fundu þeir þá tíu kannabisplöntur sem voru í ræktun í húsinu. Í ljós kom að skrúfað hafði verið frá heita vatninu í húsinu og hafði það sett af stað hita og rakaskynjara. Líklegt þykir að heita vatnið hafi verið látið renna til þess að ná upp viðunandi rakastigi fyrir ræktun plantnanna sem að öllum líkindum voru ætlaðar til einkaneyslu, enda um mjög lítið magn að ræða. Tveir menn voru handteknir vegna málsins og þykir það upplýst. Morgunblaðið/Kristinn Þótt kannabisplantan sé græn og frískleg er hún ekki sérstaklega væn til ræktunar hér á landi, þar sem hún er ólögleg jurt. „Gleymd- irðu heita vatninu nokkuð á?“ Sandgerði Í LANDI Norðurkots í Hvalsnesi rís nú reisulegt hús með útsýnisturni. Ekki er ætlun eigenda að njóta út- sýnisins eingöngu, þó að vissulega sé það fagurt, heldur er skýringarinnar að leita í æðarvarpinu sem blómlegt er við Norðurkot og þarf að vakta allan sólarhringinn á annatíma. Tóf- an vappar í kringum svæðið og hugs- ar sér gott til glóðarinnar, en ekki síður þarf að fylgjast með manna- ferðum, því ef styggð kemur að koll- unum er hætta á að þær fljúgi úr hreiðrunum og ungarnir skundi í all- ar áttir. Oft hægt að klappa fuglunum Hjónin Sigríður Hanna Sigurðar- dóttir og Páll Þórðarson keyptu land Norðurkots af föður Sigríðar í byrj- un árs 2000 og er þetta því fjórða sumarið sem þau hafa umsjón með æðarvarpinu. Frá miðjum apríl og fram í miðjan júlí þarf að fylgjast með svæðinu allan sólarhringinn og er það friðlýst á þeim tíma. Friðlýs- ing þýðir að öll umferð er bönnuð niður í sjó, nema með leyfi landeig- enda og segir Sigríður að mikilvægt sé að fólk athugi þetta. „Þetta er mikil vinna sem krefst stöðugrar viðveru okkar hér. Vöktunum skipt- um við hjónin og pabbi með okkur ásamt æðarbændunum í Fuglavík, en það varpsvæði er hér við hliðina. Við sáum ekki ástæðu til að einn væri að vakta æðarvarpið hér við Norðurkot og annar í Fuglavík.“ Starfið segir Sigríður hins vegar vera mjög gefandi, ekki síst fyrir börn þeirra hjóna, Heiðrúnu, 14 ára, og Sigurð Bjarka, 7 ára, sem hjálpa foreldrum sínum við dúntínslu. „Þetta er auðvitað mikill annatími fyrir þau líka og nýverið lukum við tínslunni. En nálægðin við fuglana er mjög sérstök reynsla og oft og tíðum hafa þau geta klappað fugl- unum. Æðarkollan er svo spök,“ sagði Sigríður í samtali við Morgun- blaðið. Æðarkollurnar eru þó ekki einu fuglarnir sem Sigurður klappar því í kringum húsið vappa hænur og han- ar, sem tóku hraustlega á móti blaðamanni þegar hann renndi í hlaðið. Á meðan á viðtalinu stendur kýs Sigurður félagsskap unghan- anna sem reyna hvað þeir geta til að gala eins og þeir fullorðnu. Kollurnar reyta sig Frá árinu 1977 hefur verið gerð markviss talning á hreiðrum, en Sig- ríður segir að varp hafi verið við Norðurkot í rúma 6 áratugi. Ásamt Fuglavík er svæðið með stærstu varpsvæðum á Suðvesturlandi, ef ekki það stærsta. Frá því að talning hófst hefur varpið stækkað jafnt og þétt nema í sumar og fyrrasumar. „Sumarið 2001 var metár hjá okkur og síðan þá hefur varpið farið minnkandi. Skýringarinnar er senni- lega að leita í því að sjófuglinn hefur ekki haft nægt æti. Það leiðir til þess að varpið verður minna og jafnframt seinna en ella.“ Að sögn Sigríðar er einstaka kolla enn á hreiðri að vakta ungana sína, enda sé komið að lokum varptímans. Þá er jafnframt aðaldúntínslutíminn og nýlega lauk hún ásamt börnunum að tína dúnin úr hreiðrunum. „Þess misskilings hefur oft gætt að dúnn- inn sé reyttur af kollunum, en svo er ekki. Dúninn í hreiðrunum hafa koll- urnar reytt af sér sjálfar og þegar við tökum dúninn setjum við hey í staðinn. Aðeins er tekið einu sinni úr hverju hreiðri og bóndinn sér síðan um að þurrka dúninn. Það þarf að hugsa vel um hann svo hann skemm- ist ekki.“ Þegar litið er yfir varpsvæðið sést að krían hefur nú tekið sér bólfestu á svæðinu, enda aðalvarptími hennar um þessar mundir. Spurð um sam- búðina sagði Sigríður að hún gengi vel. „Eins og alkunna er ver krían varpsvæði sín vel og það kemur æð- arfuglinum til góða. Ágangurinn er slíkur að við verðum öll að vera með hjálma þegar við förum inn á svæðið og auðvitað fara varlega. Það er því miður allt of mikið um að fólk gái ekki nógu vel að sér í kringum varpsvæði og hér á veginum er mik- ið af dauðri kríu,“ sagði Sigríður að lokum og kannski er full ástæða til að benda fólki á að fara sér hægar. Æðarvarpstíma senn að ljúka Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sigríður Hanna Sigurðardóttir æðabóndi ásamt syni sínum, Sigurði Bjarka, við húsið í Norðurkoti á Hvalsnesi. Kríurnar eru fjarri góðu gamni. Hvalsnes „Dúntínsla er gefandi starf“ ÁRLEGUM námsstyrkjum í Náms- mannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík var úthlutað mánudaginn sjöunda júlí síðastliðinn. Fjórir styrkir, hver að upphæð 125.000 kr., voru veittir í ár. Eftir- taldir námsmenn hlutu þá: Gunnhildur Þórðardóttir sem lauk BA-gráðu í listfræði frá Listháskólanum í Cambridge, Jón- ína Helga Hermannsdóttir, sem lauk kandídatsprófi í afbrotafræði frá Háskólanum í Osló, Kristján Guðmundsson sem útskrifaðist með BS-gráðu í véla- og iðnaðarverk- fræði frá Háskóla Íslands og Mar- grét Aðalsteinsdóttir en hún út- skrifaðist með BS-gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Baldur Guðmundsson, markaðs- stjóri Sparisjóðsins í Keflavík, segir Sparisjóðinn hafa stutt við bakið á námsfólki frá Suðurnesjum með ýmsum hætti í gegnum tíðina og séu styrkveitingarnar hluti af Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins. „Þetta fólk er að vinna mjög spenn- andi verkefni og eru sumir að fara utan í nám. Þau eiga mikið verk fyrir höndum, allur þessi hópur stefnir á frekari afrek í námi og fræðum og okkur er mikil ánægja að styðja þau í þeirri viðleitni.“ Sparisjóðurinn í Keflavík styrkir einnig íþrótta- og menningarstarf á starfssvæði sínu og eru námsstyrk- irnir mikilvægur hluti af því starfi að sögn Baldurs. Námsstyrkir hafa nú verið veittir þrettán ár í röð og hafa samtals 49 námsmenn fengið styrki. Við afhendingu Námsmannastyrkjanna. Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri og Baldur Guðmundsson markaðsstjóri ásamt styrkþegum. Námsstyrkjum úthlutað Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.