Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af, bensínbræður. Það er nú búið að skipta um dýnur. Ljósmyndasýning um hafið í Bretagne Ísland verður heiðursland Ljósmyndasýning umhafið verður haldiní fyrsta sinn í Vannes á Bretagneskaga í Frakklandi og hefst hún 13. september næstkom- andi. Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, mun setja sýninguna ásamt borgar- stjóra bæjarins en Ísland er heiðursland sýningar- innar í ár. Jean-Yves Andri Courageux er fram- kvæmdastjóri sýningar- innar. Hvers vegna var ákveð- ið að halda sýningu af þessu tagi í Vannes? Það kom til af sterkri tengingu bæjarins við haf- ið. Sjómennska hefur allt- af verið mjög áberandi hér, bæði fiskveiðar og bátasmíð- ar. Þetta er svipað því sem var á Íslandi þar sem var betra að lifa á sjónum heldur en af landinu. Sýningin er samvinna og hug- mynd fólks héðan af Bretagne- skaga sem langaði að skapa hér stóran menningarlegan atburð. Fólk sem býr hér í kring eða á hér sumarbústaði stendur að sýningunni auk blaðamanna og ljósmyndara. Ég bjó í Vannes sem unglingur og mig hafði alltaf dreymt um eitthvað sem gæti sýnt staðinn almennilega. Hann hefur verið dálítið týndur og ekk- ert jafnalþjóðlegt og þessi sýning hefur áður átt sér hér stað. Sýningarstaðirnir eru athygl- isverðir? Þegar hugmyndin fæddist tók borgarstjórinn henni einstaklega vel. Hann er þekktur í stjórn- málalífinu og mun verða í fram- boði til ríkisstjórnar á þessu ári. Þetta var því kjörið tækifæri fyr- ir hann að sýna fólki að hugur hans væri ekki allur við pólítík- ina heldur að hann væri einnig menningarlega þenkjandi. Hann gaf samþykki sitt fyrir tólf sýn- ingarstöðum í hjarta borgarinn- ar, allt frá fiskmarkaði til ráð- húss bæjarins þar sem íslensku ljósmyndararnir munu sýna. Sýningarnar verða bæði á hefð- bundnum stöðum svo sem „Le Palais des Arts et des Congrès“ (lista- og ráðstefnuhöll) en einnig á meira „földum“ stöðum utan- dyra. Það verður hægt að skoða sýninguna einfaldlega með því að dvelja í hjarta borgarinnar. Þem- að hafið og staðurinn hér passa einstaklega vel saman. Hvernig voru ljósmyndararnir valdir? Við vorum fjögur sem komum ferlinu í gang og strax í byrjun hugsaði ég með mér að við yrð- um að hafa þekkta ljósmyndara. Einhverja sem fólk í þessu fagi kannaðist strax við og vissi þann- ig að hér væri alvöru sýning á ferð. Valdir voru fjörutíu ljós- myndarar bæði þekktir og þeir sem hafa verið meira í skugg- anum. Okkur langaði líka að kynna þá og stuðla að því að list þeirri fengi að þróast. Ísland var valið sem heiðursland? Okkur þótti mjög mikilvægt að hafa hér nokkurs konar heiðursgest á hverju ári. Það kom af sjálfu sér að Ísland yrði fyrir valinu enda eigum við sameiginlega sögu sem tengist hafinu. Auk þess vissum við að við gætum treyst landinu tækni- lega til að taka þátt. Það kom einfaldlega ekkert annað til greina. Fjórir íslenskir ljósmynd- arar, þeir Guðmundur Ingólfs- son, Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, Árni Sæberg og Guðbjartur Ásgeirsson, munu sýna myndir sínar í ráðhúsi borgarinnar. Við vorum komin í dálitla tímaþröng og er ég mjög þakklátur vini mínum Guðmundi Ingólfssyni sem gekk í málin einn, tveir og þrír. Við erum nú komin með allar þær myndir sem við ætlum að sýna. Hvernig myndir verða á sýn- ingunni? Ströndin var valin sem þema ársins, við erum með myndir frá ströndum í Ástralíu, Íran, Evr- ópu og Bandaríkjunum. Það er ótrúlegt að sjá þann menning- armun sem kemur fram í mynd- unum. Þá verða myndir af fólki á olíu- skipum og fólki í fjöruferð og hægt verður að skoða skemmti- lega myndasyrpu af hvalveiðum á Filippseyjum á fiskmarkaðnum svo eitthvað sé nefnt. Sérstök sýning verður með fréttaljósmyndum þar sem áhersla verður lögð á mengunar- slysið á Spáni á síðasta ári. Hvaða aðrir viðburðir verða samhliða ljósmyndasýningunni? Dagana 18.–20. september verður haldin smiðja ljósmynd- ara. Þar munu ljósmyndararnir mæta, borða og ræða saman og sýna myndir. Öllum ljósmyndur- um hátíðarinnar verður boðið en öðrum er einnig frjálst að mæta. Þá verður haldin ljósmyndasam- keppni þar sem keppt verður í níu flokkum og hægt verður að vinna til veglegra verðlauna. All- ar nánari upplýsingar um keppn- ina má nálgast á ensku á slóðinni http:// www.photodemer.com. Þess skal getið að Ís- lendingar fá átta daga aukalega við þann skilafrest sem þar er gefinn upp. Sérstök dómnefnd mun velja verðlaunamyndirnar. Hverju vonið þið að sýningin muni skila bænum? Sýningin hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun hér í Frakk- landi. Við vonumst til að sýn- ingin, sem við ætlum að halda ár- lega geri bæinn sýnilegri en hann er í dag. Jean-Yves Andri Courageux  Jean-Yves Andri Courageux er fæddur 5. desember 1954 í Senegal en fluttist tólf ára gam- all til Vannes á Bretagneskaga. Hann hefur fengist við ýmislegt, meðal annars þýtt bók, unnið í bókabúð og starfað sem löggiltur leiðsögumaður á Íslandi en hann bjó hér á landi til fjölda ára. Dóttir Jean-Yves er Sara Kolka Courageux. Ljósmyndir um allan bæinn NÚ STANDA yfir rannsóknir rúm- lega 30 fornleifafræðinga á fjórum fornum bústöðum í Þingeyjarsýslu. Að venju er unnið á Hofsstöðum og nú aðeins við kirkjugarðinn, en einnig á Hrísheimum nærri Bald- ursheimi og í Sveigakoti sunnan Grænavatns þar sem þessi mynd er tekin. Loks er nýr staður tekinn fyrir, við Núpa í Aðaldal. Grind- verkið á myndinni er notað við töku loftmynda af vinnusvæðinu og þar sem nokkrir Pólverjar eru á meðal rannsóknarmanna hafa þeir sett upp þjóðfána sinn til að halda við þjóðarvitundinni. Ekki mun hafa verið búið í Sveigakoti síðan snemma á 15 öld. Rannsóknirnar á kirkjugarðinum á Hofsstöðum hafa meðal annars leitt í ljós að gigt hef- ur hrjáð þeirra tíma Mývetninga með öðru veraldarböli. 30 vinna við fornleifa- rannsóknir í Mývatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Nokkrir Pólverjar eru í hópi rannsóknarmanna við fornleifauppgröftinn og hafa þeir sett upp þjóðfána sinn til að halda við þjóðarvitundinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.