Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 35

Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 35 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Karfa á fæti með hjólum kr. 27.405 stgr. Karfa á fæti kr. 16.055 stgr. Vandið valið verslið í sérverslun með þjónustu H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 07 . 2 00 3 kr. 28.405 stgr. Tilboð! kr. 29.925 stgr. kr. 11.305 stgr. Karfa með neti kr. 2.690 Fjaðrandi karfa kr. 4.990 Karfa á sterku veðurþolnu fiberspjaldi kr. 11.305 stgr. Vandaðar rólur frá KETTLER, CE merktar Buslulaug. Tilboð, stærð 120 x 180 cm kr. 3.900 stærð 120 x 240 cm kr. 5.900 Nöfn víxluðust Á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist mynd úr Árbæjarsafni. Í myndatexta víxluðust nöfn. Arndís Vilhjálmsdóttir er til hægri á mynd- inni og Helga Einarsdóttir til vinstri. LEIÐRÉTT Kvöldganga um Hreðavatn Fimmtudaginn 31. júlí kl 20 verður gengið um hið fagra umhverfi Hreða- vatns. Upphafsstaður göngu er á hlaðinu við Hreðavatnsbæinn. Farið er þá af þjóðvegi nr. 1 rétt sunnan við Bifröst. Þaðan verður gengið með austurbakka vatnsins og út í fallegan hólma í vatninu. Leiðangursstjórar verða Sigurður Már Einarsson frá Veiðimálastofnun og Birgir Hauks- son frá Skógrækt ríkisins. Fjallað verður um lífríki vatnsins og um- hverfi þess. Gangan er fremur stutt og ætti að henta öllum aldurshópum. Á NÆSTUNNI ÞRÓTTUR hélt sitt fyrsta opna tennismót á gervigras- völlunum í Laugardalnum síðastliðna helgi. Um 40 keppendur tóku þátt. Raj Bonifacius sigraði í meistara- flokki karla. Hann vann Jón Axel Jónsson í úrlitum 6:4 / 6:3. Í meistaraflokki kvenna sigraði Soumia Islami og vann hún Rakel Pétursdóttur 6:2 / 6:2. Birkir Gunn- arsson (12 ára) náði góðum árangri í barna- og ung- lingaflokkunum, sigraði bæði 12 og 14 ára og lenti í 2. sæti í flokki 16 ára og yngri. Árni Björn Krístjánsson vann 16 ára og yngri og Magnús Gunnarsson 18 ára. Sigurvegarar mótsins saman komnir í lok verðlaunaafhendingar. Fyrsta opna tennismót Þróttar MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Íslandsdeild Amnesty International vegna fréttar Ríkis- sjónvarpsins laugardaginn 26. júlí þar sem sagði að birting mynda af líkum sona Saddams Husseins bryti ekki í bága við ákvæði Genfarsátt- málans að mati Amnesty Interna- tional. „Sáttmálinn bannar að sýnd- ar séu myndir af stríðsföngum, lífs eða liðnum,“ sagði í fréttinni. Í yf- irlýsingu Amnesty International segir: „Orðalag ofangreindrar fréttar er slíkt að ætla mætti að Amnesty Int- ernational samþykki myndbirtingar af þessu tagi. Samtökin leggja ætíð áherslu á að mannhelgi sé virt hver sem í hlut á. Rétt er að benda á að Amnesty International hafði á þessum tíma ekki gefið út opinberar yfirlýsingar vegna þessa máls. Samtökin hafa lagt áherslu á að réttað verði yfir þeim sem ábyrgð bera á mannrétt- indabrotum frömdum í stjórnartíð Saddams Hussein. Bandarísk yfirvöld hafa tekið pólitíska ákvörðun um að birta myndir af líkum Odais og Qusais, sona Saddams Hussein. Í Genfar- sáttmálanum er ekki að finna skýrt bann við birtingu mynda af líkum en andi laganna er sá að virða beri reisn allra, lifandi og látinna. Því telur Amnesty International að æskilegt hefði verið að birta ekki myndir af líkunum.“ Íslandsdeild Amnesty International Æskilegt hefði verið að birta ekki myndir af líkunum EMAX EHF. hefur sett upp ör- bylgjusenda fyrir háhraðanetteng- ingar í Skorradal og stendur sum- arhúsaeigendum og íbúum í Skorradal til boða að kaupa þjón- ustu eMax. Útsendingar eru hafn- ar og þegar hafa á annan tug áskrifenda tekið þjónustu eMax, jafnt íbúar í sveitarfélaginu sem og sumarhúsaeigendur, skv. fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Grunnsambandið upp í Skorradal er á vegum Fjarska ehf. Sendar eMax eru á bænum Vatnsenda við norðanvert vatnið og við Haga að sunnanverðu. EMax undirbýr uppsetningu á sambærilegri þjónustu fyrir sum- arhúsabyggðir víðar á Suðvestur- landi. Einnig hefur eMax í samstarfi við Fjarska sett upp senda í Borg- arnesi og að hluta til í uppsveitum Borgarfjarðar. Frekari uppsetning á sendum er áformuð í ágúst. eMax er í samstarfi við tölvubónd- ann, Sverri Guðmundsson á Vest- urlandi. EMax rekur örbylgjukerfi þar sem öryggisstaðlar eru af sömu gæðum og í DSL-lausnum síma- fyrirtækjanna. Lausnir af þessu tagi henta sveitarfélögum og dreifðari byggðum, þar sem ekki stendur til að bjóða upp á DSL- lausnir. Nú þegar rekur eMax öfl- ugt og víðfeðmt dreifikerfi á Ár- borgarsvæðinu í samstarfi við Toppnet í Þorlákshöfn. Sambæri- legt kerfi er í uppsetningu á Ak- ureyri og í Eyjafjarðarsveit. Von- ast er til að uppbyggingu þar ljúki í ágúst. EMax rekur eigið fjar- skiptakerfi á höfuðborgarsvæðinu og þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki með háhraðatengingar og býður upp á heildarlausnir varðandi netþjónustu, hvort sem er hýsingar, póstþjónusta eða vist- un gagnagrunna. Háhraðanet í boði í Skorradal FYRSTA sumarönn meistara- náms á Bifröst var sett form- lega við hátíðlega athöfn í Kringlunni í gamla skólahúsinu 20. júlí sl. Það gerði Magnús Árni Magnússon aðstoðarrekt- or í fjarveru Runólfs Ágústs- sonar rektors. Heiðursgestur athafnarinnar var dr. Jón Sig- urðsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, og ávarpaði hann meist- aranemana í tilefni dagsins. Tuttugu og þrír nemendur eru skráðir í þennan fyrsta hóp meistaranema á Bifröst; 15 í MS-nám í viðskiptafræði og 8 í MA-nám í hagnýtum hagvísind- um. Nemendurnir búa á Bifröst í 4 vikur á meðan á sumarönn stendur. Sumarönn meistara- náms á Bifröst MARGRÉT Sigurðardóttir sveitar- stjóri Grímsnes- og Grafnings- hrepps og Guðmundur Jónsson for- stöðumaður Byrgisins undirrituðu samning sl. laugardag um að Byrgið taki að sér rekstur sundlaugarinnar á Ljósafossi. Sundlaugin hefur verið lokuð í sumar vegna fyrirhugaðra endurbóta og tengingar við Hita- veitu Grímsness. Við upphaf fram- kvæmda kom hins vegar í ljós að talsverðar skemmdir höfðu orðið á húsnæði sundlaugarinnar sem rekja má til jarðskjálftanna árið 2000. Við- lagatrygging Íslands lagði mat á skemmdirnar og mun Byrgið fá þær tryggingarbætur sem hreppnum voru dæmdar og skulu þær renna til endurbóta og viðhalds á sundlaug- inni. Tilgangurinn með samningi þessum er annarsvegar sá að þjón- usta íbúa og gesti sveitarfélagsins og hinsvegar á rekstur sundlaugarinn- ar að vera þáttur í meðferðarstarf- semi Byrgisins. Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri og Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, ásamt Jóni Arnari, þar sem þau undirbúa undirskrift. Byrgið tekur við rekstri sundlaugar á Ljósafossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.