Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sækir efni til sögueyjunnar Barnsleg kátína einkennir höfund 43 barnabóka Listir 26 Diddú og Valgeir Sami andi svífur yfir vötnum og fyrir átján árum Fólk 59 Bræður í baráttunni Tímabil knattspyrnumanna í Þýskalandi hafið Íþróttir 52 BÍLSPRENGJA sprakk fyrir utan rúss- neskt hersjúkrahús nærri Tétsníu í gær. Sprengingin var það öflug að byggingin eyðilagðist og að minnsta kosti 33 manns fórust og 76 særðust, að sögn yfirvalda. Sjúkrahúsið stóð í bænum Mozdok í rúss- neska sjálfstjórnarhéraðinu Norður-Oss- etíu, sem liggur að Tétsníu. Þar eru höf- uðstöðvar rússnesku hersveitanna sem berjast gegn aðskilnaðarsinnum í Tétsníu. Boris Dzgoyev, almannavarnaráðherra héraðsins, sagði 115 manns hafa verið á sjúkrahúsinu. Évgení Volodchnikov, fulltrúi rússneska almannavarnaráðuneytisins á vettvangi, sagði minnst 33 hafa látið lífið. Dzgoyev sagði 76 hafa særzt. Nikolai Lityuk, foringi í rússneska hern- um á svæðinu, sagði vörubíl hlöðnum sprengiefni hafa verið ekið í gegn um hliðið. Hann hafi staðnæmzt við aðalinnganginn og sprungið í loft upp. Enginn hafði gengizt við ábyrgð á tilræðinu í gær en tétsneskir upp- reisnarmenn lágu undir grun. Hersjúkra- hús sprengt Rostov við Don. AP. AP Rússnesk herþyrla á flugi yfir Tétsníu. Búast má við hertum aðgerðum gegn upp- reisnarmönnum eftir tilræði gærdagsins. HÆGT verður að lyfta upp botni nýju sundlaugarinnar sem verið er að byggja í Laugardalnum. Til hægri á myndinni má sjá ker sundlaugarinnar en eftir er að reisa burðarvirkið. Byrjað er að steypa fyrir áhorfendasvæði fyrir 400 áhorfendur sem munu snúa inn að garði Laugardalslauganna. Arkitektinn Ari Már Lúðvíks- son, sem hannaði bæði sundlaug- ina og nýtt heilsuræktarhús sem er fyrir miðri mynd, segir yfir- byggingu sundlaugarinnar verða með sama formi og heilsumið- stöðvarinnar. Þakið mun lækka inn að sundlaugargarðinum svo húsið skyggi sem minnst á það svæði. Heill glerveggur skilur að innilaugina og garðinn og mynda húsin þar hring um. Ari segir hugsunina vera þá að tengja mannvirkin sem mest garðinum. Innilaugin verður 50 metrar á lengd með tíu brautum og bætir til muna aðstöðu keppnisfólks í sundi. Að öllu jöfnu verður hún tveggja metra djúp en hægt verð- ur að grynnka 10 metra svo hún hæfi nemendum í skólasundi og foreldrum með börn sín í ung- barnasundi. Einnig verður færanleg brú í sjálfu kerinu sem getur skipt lauginni í tvær 25 metra laugar. Ari segir hönnun þessara mannvirkja hafa verið spennandi verkefni. Miklir framtíðarmögu- leikar séu á þessu svæði þar sem boðið verður upp á fjölbreyttari afþreyingu innan sundlaugar- svæðisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tæknivædd sundlaug SAMKEPPNISSTOFNUN kemst að þeirri niðurstöðu í frumskýrslu um meint samráð tryggingafélag- anna í bifreiðatryggingum, að gögn málsins sýni að tryggingafélögin hafi, með beinum og óbeinum hætti, haft með sér víðtækt samráð um ið- gjöld í ökutækjatryggingum um langt árabil. Jafnframt hafi félögin gripið til samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinautum í bifreiða- tryggingum. Félögin hafi brotið gegn 10. og 12. grein samkeppnis- laga. Félögin hafi, með fulltingi Sambands íslenskra trygginga- félaga (SÍT), gert með sér einn heildarsamning í skilningi sam- keppnisréttar. Markmið samnings- ins hafi verið að draga með öllum til- tækum ráðum úr samkeppni á vátryggingamarkaði. Ólögmætar samstilltar aðgerðir ekki sannaðar Tryggingafélögin og Samband ís- lenskra tryggingafélaga vísa í and- mælum sínum öllum þessum ásök- unum á bug. Í andmælum sínum mótmæla tryggingafélögin öll nið- urstöðu Samkeppnisstofnunar en benda einnig öll á að hafi einhver brot verið framin séu þau fyrnd. SÍT segir í greinargerð sinni að jafnvel þó að viðbrögð trygginga- félaganna við útboði FÍB á lögboðn- um ábyrgðartryggingum hafi verið áþekk feli það ekki í sér sönnun um ólögmætar samstilltar aðgerðir. TM telur nálgun Samkeppnis- stofnunar í frumathugun sinni ranga en Sjóvá-Almennar leggja áherslu á að samkeppni ríki á mark- aðnum en það að Ísland sé fákeppn- ismarkaður, skýrist af smæð mark- aðarins en ekki samráði. VÍS bendir á að vátryggingamarkaðurinn sé í raun evrópskur en ekki aðeins ís- lenskur og engar skorður séu settar viðþví að erlend félög getið stundað hér starfsemi. Rannsókn Samkeppnisstofnunar er ekki lokið, en stofnunin skilaði frumskýrslu til tryggingafélaganna í ársbyrjun 2002. Víðtækara samstarf en reglugerð ESB heimili Í frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar segir að samstarf trygginga- félaganna á vettvangi SÍT sé mun víðtækara en reglugerð Evrópu- sambandsins heimili. Á fundum sambandsins hafi m.a. verið rætt um hugsanlega innkomu nýrra keppinauta og viðbrögð við þeim. „Samkeppnisstofnun telur gögn málsins sýna fram á að vátrygg- ingafélögin innan SÍT hafi, með beinum og óbeinum hætti, haft með sér víðtækt samráð um m.a. iðgjöld í ökutækjatryggingum um langt árabil. Jafnframt hafa þessir aðilar gripið til samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinautum í bifreiða- tryggingum og í tengslum við kröfu FÍB um lækkun iðgjalda.“ Samkeppnisstofnun gagnrýnir að tryggingafélögin skuli ekki hafa metið sjálfstætt áhrif nýrra skaða- bótalaga á afkomu félaganna, en fal- ið tryggingastærðfræðingi að meta það á vettvangi SÍT. Þetta samráð um áhrif laganna hafi haft skaðleg áhrif á verðlagningu. Samkeppnisstofnun telur að þeg- ar horft er á málið í heild sé ljóst að „Vátryggingafélag Íslands, Sjóvá- Almennar tryggingar, Trygginga- miðstöðin og Trygging hafi, með fulltingi SÍT, a.m.k. við gildistöku samkeppnislaga gert með sér einn heildarsamning (e. single, overall agreement) í skilningi samkeppnis- réttarins. Markmið þessa samnings var að draga með öllum tiltækum ráðum úr samkeppni á vátrygginga- markaði.“ Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð vátryggingafélaganna Sökuð um heildarsamn- ing gegn samkeppni  Frumskýrsla og andmæli/10  Yfirlýsingar/35 Öll tryggingafélögin vísa ásök- unum Samkeppnisstofnunar á bug SÉRFRÆÐINGAR stjórnvalda í Banda- ríkjunum segja að tölvuþrjótar leiti nú leiða til að nýta sér alvarlega veilu í hinu útbreidda Windows-stýrikerfi. Gallinn geri það að verkum að fljótlega verði hægt að nota tölvuvírus til að trufla netumferð í milljónum tölva um allan heim, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Upplýsingar um hvernig má notfæra sér gallann voru settar á Netið fyrir nokkrum dögum og síðan þá hafa netárásir tölvu- þrjóta aukist. Bill Murray, talsmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir stofnunina hafa miklar áhyggur af yfir- vofandi stórfelldri netárás vegna þessa. Gallann er að finna í nánast öllum út- gáfum af Windows. Microsoft setti leið- réttingaforrit á heimasíðu sína fyrir stuttu og hvetur fyrirtækið tölvunotendur til að sækja sér það í varnaðarskyni. Óttast stórfelld- ar netárásir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.