Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÖKUÐ UM SAMRÁÐ
Í frumskýrslu Samkeppnisstofn-
unar um meint samráð trygginga-
félaganna í bifreiðatryggingum er
komist að þeirri niðurstöðu að
tryggingafélögin hafi haft með sér
víðtækt samráð um iðgjöld í öku-
tækjatryggingum um langt árabil.
Hvert tryggingafélagið um sig vísar
þessum ásökunum á bug.
Fleiri bílar norður
Fleiri ferðalangar stefna á bílum
sínum norður um þessa versl-
unarmannahelgi. Í gærkvöldi höfðu
14.500 bílar farið um Kjalarnes en
9.500 yfir Hellisheiði. Mikil stemn-
ing var á BSÍ og Reykjavíkur-
flugvelli í gær og voru flest ung-
mennin á leið til Vestmannaeyja eða
í Galtalæk.
Hersjúkrahús sprengt
Bílsprengja sprakk fyrir utan
rússneskt hersjúkrahús nærri
Tétsníu í gær. Sprengingin var það
öflug að byggingin eyðilagðist og að
minnsta kosti 22 létu lífið og 69
særðust. Enginn hafði lýst ábyrgð á
tilræðinu á hendur sér í gærkvöld en
tétsneskir uppreisnarmenn hafa á
síðustu mánuðum staðið fyrir hrinu
slíkra árása á rússnesk skotmörk.
Blair mun bera vitni
Hutton lávarður, dómarinn sem
stjórnar rannsókn á dauða brezka
efnavopnasérfræðingsins David
Kelly, hefur hafið rannsóknina og
staðfesti í gær að Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, yrði beð-
inn að bera vitni, ásamt Geoff Hoon
varnarmálaráðherra, Alastair
Campbell almannatengslastjóra
stjórnarinnar og fleiri.
L a u g a r d a g u r
2.
á g ú s t ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Viðskipti 14/15 Viðhorf 36
Erlent 16/17 Þjónusta 62
Höfuðborgin 18/19 Minningar 36/42
Akureyri 20 Messur 42
Suðurnes 21 Myndasögur 48
Árborg 22 Bréf 48
Landið 23 Dagbók 50/51
Heilsa 37 Íþróttir 52/53
Neytendur 25 Fólk 53/61
Listir 26 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 28/29 Veður 63
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug-
lýsingabæklingurinn „Vetrarævintýri
Heimsferða“. Blaðinu verður dreift
um allt land.
SKIP Hafrannsóknastofnunar,
Bjarni Sæmundsson, kom í gær-
morgun úr rannsóknarleiðangri
fyrir Norðurlandi. Í leiðangrinum
var kannað hvort olíugas væri að
finna á svæðinu og fundust greini-
legar vísbendingar um gasmettuð
setlög á botni Skjálfanda ásamt
gasuppstreymi á Húsavík-Flateyj-
armisgenginu. Vitað er að þykk
setlög eru á hafsbotni allt frá Öx-
arfirði vestur í Eyjafjarðarál og
sýnt hefur verið fram á að olíugas
myndast innan hins svokallaða
Tjörnesbrotabeltis. Í rannsóknar-
stofu hefur verið sýnt fram á að
surtarbrandurinn í Tjörnessetlög-
unum getur við réttar aðstæður og
hita myndað bæði olíu og gas af
sama tagi og fundist hefur í Öx-
arfirði.
Í leiðangrinum tókst í fyrsta
sinn að ná ljósmyndum af hafs-
botni svæðisins og á þeim koma
fram sterkar vísbendingar um gas-
uppstreymi. Ekki er hægt að segja
með vissu hvers konar gas er á
ferðinni en margt bendir til þess
að um þroskað olíugas sé að ræða.
Sýni sem tekin voru verða nú send
til Noregs til nánari rannsóknar
og er niðurstöðu að vænta eftir um
sex mánuði. Bjarni Richter hjá Ís-
lenskum orkurannsóknum segir að
ef svo færi að olía fyndist á svæð-
inu væri hún í miklu magni enda
gasuppstreymi á mörgum stöðum.
Hins vegar er ekki víst að þakberg
þeirra svæða sem fundust sé nægj-
anlega heillegt þannig að mörg
þeirra leka.
Rannsóknir á botni Skjálfanda
koma í kjölfar borana í Öxarfirði
sem bentu til þess að olíu og gas
væri þar að finna. Eftir boranirnar
í Öxarfirði fékk iðnaðarráðuneytið
breskan sérfræðing frá Statoil-fé-
laginu til að meta gögn um gas eða
olíu í setlögunum og hvaða líkur
væru á því að vinnanlegt magn
væri fyrir hendi.
Út frá þeim gögnum sem til
voru á þeim tíma taldi sérfræðing-
urinn að líkur á vinnanlegu magni
væru um 12% en til að vekja
áhuga olíufélaganna á að hefja
rannsóknarboranir er talið að lík-
urnar þurfi að vera um 50%. Að
mati Bjarna hafa líkur þess að olía
finnist aukist þótt þær séu ekki
orðnar nægar til þess að fá olíu-
leitarfyrirtæki til að koma og hefja
boranir.
Fyrirhugaðar eru frekari rann-
sóknir á svæðinu, m.a. kortlagning
gassvæða í Öxarfirði og Eyjafjarð-
arál og sýnataka af gasuppstreymi
á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.
Vísbendingar finnast um gasmettuð setlög á botni Skjálfandaflóa
Auknar líkur eru
taldar á að olía finnist
Vonir standa til að olíu sé að finna á Tjörnesbrotabeltinu sem markast af Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu og
Eyjafjarðarál í suðvestri og Grímsey í norðri. Á skyggðu flötunum má sjá þá staði í Skjálfanda sem Bjarni Sæ-
mundsson kannaði í júlí og fann vísbendingar um gasuppstreymi úr setlögum.
Morgunblaðið/Arnaldur
Bjarni Richter hjá Íslenskum orkurannsóknum fer yfir niðurstöður úr leið-
angrinum ásamt erlendum vísindamönnum sem þátt tóku í leiðangrinum.
TVEIR menn á bíl sem fluttu talsvert af
fíkniefnum urðu skelkaðir þegar þeir sáu lög-
reglubíl í grennd við Akranes á miðvikudags-
kvöld og þorðu ekki annað en að kasta efn-
unum út um glugga á bílnum. Lögreglu-
mennirnir urðu á hinn bóginn einskis varir
og það var vegfarandi sem tilkynnti um þau í
vegarkantinum skömmu síðar. Um var að
ræða 218 e-töflur og 50 grömm af hassi. Sölu-
verðmæti þeirra er um hálf milljón króna.
Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Akra-
nesi, segir að lögregla hafi þegar farið á stað-
inn og fjarlægt efnin en síðan fylgst með
staðnum úr leyni. Ekki leið á löngu þar til
mennirnir tveir sneru við og voru þeir hand-
teknir þar sem þeir leituðu að efnunum.
Í kjölfarið voru tveir menn til viðbótar
handteknir og reyndust þeir höfuðpaurar
málsins. Annar útvegaði efnin en hinn átti að
flytja þau til Vestmannaeyja og selja þau þar.
Málið telst upplýst.
Köstuðu efnun-
um út um glugga
ÓHÆTT er að segja að óvenjulega margir stórlaxar,
þ.e.a.s. laxar frá 20 pundum og upp í 25–26 pund,
hafi veiðst í íslenskum ám það sem af er, ef miðað er
við síðustu sumur. Mörgum þeirra hefur verið
sleppt, enda vakning í gangi í þá veru að gefa stærri
löxum líf til að fleiri stórlaxar hrygni að hausti, og
hirða frekar þá smærri sem eru hvort eð er betri
matfiskar.
Á meðfylgjandi mynd er Bjarni Þórður Bjarnason
að gefa 100 sm laxi líf. Laxinn var áætlaður 20 pund
samkvæmt þumalputtareglu um samspil lengdar og
þyngdar. Bjarni veiddi laxinn á Mjósundi í Laxá í Að-
aldal á fluguna Draumadís númer 10. Laxinn barðist
hatrammlega í 75 mínútur og var landað aðeins 20
metrum ofan fossbrúnar Æðarfossa.
Með Bjarna, sem er til vinstri á myndinni, eru
veiðibræðurnir húsvísku, Pétur og Þórður Péturs-
synir.
Morgunblaðið/Stefán Bjarnason
Stórlaxi gefið líf í Laxá FRÁDRÁTTUR frá tekjuskattsstofnivegna hlutabréfakaupa nam 636 milljónum
kr. á árinu 2002. Er það lækkun um 22,7%
frá árinu áður, að því er fram kemur á
heimasíðu Ríkisskattstjóra. Sá hópur sem
nýtt hefur sér þennan afslátt hefur farið sí-
fellt minnkandi undanfarin ár.
Um 5.500 manns nýttu sér þennan afslátt
árið 2002 en um 7.800 árið 2001. Til sam-
anburðar nýttu 15.100 einstaklingar sér
þennan afslátt árið 2000 og 20 til 21.000 árið
1998 og 1999.
Sífellt færri nýta
sér skattafslátt
♦ ♦ ♦