Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þá ætti nú að vera búið að uppfylla alla hirðsiðina.
Ráðstefna Félags kvenna í fræðastörfum
Von á tvöhundr-
uð gestum
EvrópuráðstefnaDelta KappaGamma verður
haldin á Grand hótel dag-
ana 6. til 9. ágúst en ráð-
stefnuna sækir fjöldi
kvenna beggja vegna Atl-
antshafsins. Áslaug Brynj-
ólfsdóttir er í undirbún-
ingshóp ráðstefnunnar.
Hvað er Delta Kappa
Gamma?
Delta Kappa Gamma
Society International eru
alþjóðasamtök kvenna í
fræðslustörfum sem voru
stofnuð af 12 konum í
Austin í Texas 1929 en fé-
lagar í samtökunum eru
um 140 þúsund.
Hvenær voru samtökin
stofnuð á Íslandi?
Fyrsta deildin á Íslandi,
Alfadeild, var stofnuð 1975 í
Reykjavík, en Landssambandið
tveimur árum síðar. Nú eru deild-
irnar 8 víðsvegar um landið og
konur í þeim eru rúmlega 200.
Sérstakt Evrópusvæði var fyrst
stofnað 1998 og svæðaráðstefnur
eru haldnar annaðhvert ár. Þetta
er því í þriðja skipti sem slík ráð-
stefna er haldin.
Hvert er viðfangsefni ráðstefn-
unnar og hverjir eru helstu fyrir-
lesarar?
Þarna verður fjallað um upp-
eldis- og fræðslumál af ýmsum
toga, en yfirskrift ráðstefnunnar
er: Gróska – hæfni – forysta. Að-
alfyrirlesarar eru fjórir.
Á setningarhátíðinni, 6. ágúst,
er fyrstur aðalfyrirlesara Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti og heiðursfélagi í samtökun-
um á Íslandi. Fyrirlestur hennar
nefnist: „Women and Leadership
in the 21’st Century“. Næst aðal-
fyrirlesara er dr. Lynne Schole-
field, en erindi hennar nefnist:
„Learning from the Enneagram“.
Þriðji aðalfyrirlesari er dr. Sig-
rún Aðalbjarnardóttir prófessor
og nefnir hún erindi sitt:
„Respect – Cultivating Citizen-
ship Awareness and Democratic
Values Among the Youth“. Að
lokum flytur dr. Gerður G. Ósk-
arsdóttir fræðslustjóri fyrirlestur
sem hún kallar „Skills for the
Future in Europe“.
Auk þessa er val um fjölda fyr-
irlestra, bæði erlendra og inn-
lendra. Íslensku fyrirlesararnir
eru Ragnheiður Gestsdóttir, Rósa
Kristín Júlíusdóttir, Áslaug
Brynjólfsdóttir, dr. Guðrún Pét-
ursdóttir, dr. Gyða Jóhannsdótt-
ir, dr. Jóhanna Einarsdóttir, dr.
Sigrún Klara Hannesdóttir og
Herdís Egilsdóttir, en auk þess
eru erlendir fyrirlesarar 21 að
tölu.
Þarna verður einnig ýmislegt
gert til skemmtunar, ekki satt?
Jú, svo sannarlega. Inn á milli
verða atriði sem má segja að til-
heyri hefðum samtakanna. Á
setningarhátíðinni munu nýir for-
setar Evrópulanda bera inn fána
sinna landa og taka formlega við
embættum. Skemmtun og menn-
ingarviðburðir ýmiss
konar eru líka á dag-
skrá, kvöldverður,
skemmtidagskrá í
Perlunni og „Íslenskt
kvöld“ með heimsókn í
Orkuveitu Reykjavíkur en þaðan
verður farið í Bláa lónið. Lokahóf-
ið verður haldið á Grand hótel og
þar verður aðalræðumaður Jean
Gray, forseti alþjóðasamtakanna.
Hvaða konur taka þátt í ráð-
stefnunni?
Þetta eru konur í uppeldis- og
fræðslustörfum af öllum skóla-
stigum, en einnig konur í ýmiss
konar fræðslustörfum úr atvinnu-
lífinu. Þessar konur eru frá lönd-
um beggja vegna Atlantshafsins,
frá ýmsum Evrópulöndum og
einnig Bandaríkjunum, Kanada
og Mið-Ameríku. Þátttakendur í
ráðstefnunni eru liðlega 200, en
svo koma einnig nokkrir makar.
Er ráðstefnan aðeins ætluð fyr-
ir félagskonur?
Nei, Hún er opin þeim konum á
Íslandi sem hafa áhuga á að koma
en hún er ekki ókeypis. Ráð-
stefnugjaldið er 7.500 krónur en
svo er hægt að koma í heilan dag
eða hálfan og er verðið þá lægra.
Er þörf á sérstöku félagi
kvenna í fræðslustörfum?
Þetta er sjálfsagt alltaf spurn-
ing um hvort nauðsyn sé á sér-
félögum karla og kvenna, en
myndir þú spyrja karlmenn sem
eru í sérstökum karlafélögum
samskonar spurningar? Mér
finnst þörf á félagsskap sem er
faglegur og þessi félagsskapur er
mjög gefandi og víkkar sjóndeild-
arhringinn. Enda eru markmið
samtakanna meðal annars að efla
tengsl kvenna sem vinna að
fræðslustörfum víðs vegar í heim-
inum og jafnframt að efla per-
sónulegan og faglegan þroska fé-
lagskvenna og hvetja þær til
virkni. Það er gagnlegt að kynn-
ast fræðslumálum, ekki bara á
einu skólastigi heldur frá leik-
skóla og upp í háskóla. Þessi sam-
tök spanna allt sviðið, lóðrétt, og
það finnst mér frábært. En ég
hugsa nú að margt hafi færst til
betri vegar á þessum
nálega 75 árum síðan
fyrstu konurnar hittust
og samtökin voru
stofnuð. Hér áður fyrr
var ekki mikið um að
konur væru skólastjórar eða í
ábyrgðarstöðum innan mennta-
kerfisins. Ég man eftir því að um
það leyti sem Alfadeildin var
stofnuð hér á landi voru ekki ýkja
margar konur í stjórnunarstöðum
innan skólakerfisins, en þetta hef-
ur breyst. Til dæmis voru flestir
kennarar í grunnskólunum kon-
ur, en svo voru skólastjórar og
yfirkennarar oftast karlar.
Áslaug Brynjólfsdóttir
Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrr-
verandi fræðslustjóri, er fædd
árið 1932 á Akureyri. Áslaug er
menntuð kennari og sérkennari
og er með masterspróf í uppeld-
is- og kennslufræðum. Hún var
meðal annars yfirkennari og
skólastjóri í Fossvogsskóla í 10
ár. Áslaug er gift Jóhanni Gísla-
syni lögmanni. Börn hennar eru
Ragnheiður, doktor í eðlisfræði,
Birgir, stjórnmálafræðingur og
master í sagnfræði, Gunnar
Bragi, tæknifræðingur og
sjávarútvegsfræðingur og Guð-
rún Bryndís barnageðlæknir, en
þau eru öll Guðmundarbörn.
Margt hefur
færst til betri
vegar
ÍSLENDINGADAGSHÁTÍÐIN í
Gimli í Manitoba í Kanada fer fram
um helgina og er gert ráð fyrir um 50
til 60 þúsund gestum, en íbúar í bæn-
um eru um 1.600 og í sveitarfélaginu
búa samtals um 7.000 manns.
Þetta er í 114. sinn sem hátíðin fer
fram og hefur umfangið aukist mikið
á undanförnum árum. Í tengslum við
hátíðarhöldin, sem standa yfir frá
föstudegi til mánudags, er Kvik-
myndahátíðin í Gimli, sem nú er
haldin í þriðja sinn, og siglinga-
keppni Íþróttaleika Vestur-Kanada
2003 fer fram að hluta í Gimli næstu
daga. Kvikmyndahátíðin hófst á mið-
vikudagskvöld og verða sýndar 20
myndir í fullri lengd og um 50 stutt-
myndir frá Kanada, Íslandi, Noregi,
Finnlandi, Englandi og Bandaríkj-
unum. Íslensku myndirnar Hafið, Í
skóm drekans og Mávahlátur eru
meðal annars á dagskrá og Ágúst
Guðmundsson, leikstjóri síðast-
nefndu myndarinnar, er sérstakur
gestur kvikmyndahátíðarinnar.
Viðamikil dagskrá verður alla
daga Íslendingadagshátíðarinnar en
Íslendingadagurinn sjálfur er á
mánudag og ná þá hátíðarhöldin há-
marki. Sr. Karl Sigurbjörnsson bisk-
up flytur þá minni Kanada og dr.
Kenneth Thorlakson minni Íslands.
Ríkey Ingimundardóttir er auk þess
með stóra sýningu í Gimli, en hún
sýnir alls um 50 verk í Listasafninu.
Íslendingadagshátíðin í Gimli verður haldin um helgina
Búist við 60 þúsund gestum
Gimli. Morgunblaðið.
SVEITARSTJÓRN Raufarhafnar
hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu
Héraðsdóms Norðurlands eystra í
máli fyrrverandi hreppstjóra gegn
hreppnum til hæstaréttar. Þetta var
samþykkt samhljóða á fundi 23. júlí
sl. Á fundinum voru einnig til um-
ræðu ársreikningar fyrir árið 2002 og
kom framað rekstur hreppsins hefði
gengið samkvæmt áætlunum á árinu.
„Þetta hafa verið sársaukafullar að-
gerðar sem hafa greinilega skilað ár-
angri en samt sem áður er enn ekkert
svigrúm til þess að draga úr aðhaldi.
Við verðum áfram að gæta aðhalds og
eftirlits,“ segir Guðný Hrund Karls-
dóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.
Í áritun endurskoðanda segir m.a.:
„Þrátt fyrir að afkoma sveitar-
félagsins hafi verið afar dökk á árinu
2002 er hún í aðalatriðum í takt við
endurskoðaða rekstraráætlun sveit-
arfélagsins frá sl. sumri. Fjárhags-
áætlun sveitarfélagsins fyrir yfir-
standandi ár og það næsta gerir ráð
fyrir að verulegum rekstrarbata
verði náð og að sveitarfélagið geti
staðið við skuldbindingar sínar. Eng-
in ástæða er til að ætla annað en það
muni ganga eftir m.a. vegna þess að
fjármálastjórn sveitarfélagsins, að-
hald og eftirlit, hefur verið bætt.“
Mál fyrrum sveitar-
stjóra á Raufarhöfn
Ákveðið að
áfrýja til
Hæstaréttar
♦ ♦ ♦
www.icelandair.is
Kaupmannhöfn
www.icelandair.is/kaupmannahofn
Fá þér smørrebrød og bjór hjá Idu Davidsen,
Store Kongensgade 70. Opið til kl. 17:00 virka
daga, lokað um helgar. Þar upplifir þú sanna
danska stemningu.
Í Kaupmannahöfn þarftu að:
Verð frá 29.900 kr.
á mann í tvíbýlí í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting
á Hótel Admiral, morgunverður,
flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Brottfarir 8. nóv., 16. jan. og 20. mars.
Christianshavn
Miðbærinn
Tívolí
Amalienborg
Plads
Kul
Torvet
Central
Station
Christiania
Kongens
Nytorv
Copenhagen
Admiral Hotel
Graa-
broedre
Torv
Latínu hverfið
Ny Carlsberg
Glyptotek
N
ør
re
Vo
ldg
ad
e
Str
øg
et
Ch
ris
tia
ns
Br
ygg
e
Ka
lve
bo
d B
ryg
ge
Ves
trbr
oga
de
Tie
tge
nsg
ade
Kon
geve
j
Ved
Ves
terp
ort
Kampmannsgade
Gothersgade
Bernstorffsgade
HC
Andersens Blvd
Nyhavn
St
or
e
K
on
ge
ns
ga
de
Br
ed
ga
de
To
ld
bo
dg
ad
e
Købm
agergade
NyØstergade
Str øget
Øst
erga
de
Krø
npr
ins
en-
gad
e
Rådhus-
pladsen
Palace
Hotel
Imperial
Hotel
Hotel
Du Nord
DGI-byen
Hotel
Absalon
C
olbjö
rnsensgade
H
elgolandsgade
Vester
Farim
ags
gad
e
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
21
70
5
07
/2
00
3