Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 13
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 13
SAMBAND íslenskra tryggingafélaga,
SÍT, segir að Samkeppnisstofnun hafi ekki
virt lágmarkskröfur um sönnun í umfjöllun
sinni og hafnar því að aðildarfélög hafi
gerst sek um ólögmætt samráð.
Í andsvörum Logos lögmannaþjónustu
fyrir SÍT segir í inngangi: „Eins og rakið
verður hér á eftir hafnar umbjóðandi okk-
ar [SÍT] því, að hann og aðildarfélög hans
hafi gerst sek um brot gegn samkeppn-
islögum.
Telur umbjóðandi okkar, að þessar full-
yrðingar séu úr lausu lofti gripnar og að
ekki sé sýnt fram á í frumathuguninni að
um ólögmætt samráð eða samstilltar að-
gerðir milli vátryggingafélaganna hafi ver-
ið að ræða, hvorki fyrir tilstilli umbjóðanda
okkar né á milli einstakra aðildarfélaga.
Er því þar með vísað á bug, að umbjóð-
andi okkar og aðildarfélög hans hafi með
nokkru móti gerst brotleg við 10. gr., sbr.
12. gr. samkeppnislaga. Með sama hætti er
því hafnað, að starfsemi umbjóðanda okkar
og aðildarfélaga hans hafi haft skaðleg
áhrif á samkeppni, sbr. 17. gr. samkeppn-
islaga.“
Meint brot fyrnd
Þá segir: „sbr. ákvæði 81. og 82. gr. al-
mennra hegningarlaga.
Umbjóðandi okkar telur, að máls-
meðferð Samkeppnisstofnunar hafi brotið
gegn rétti hans til máls-
meðferðar innan hæfilegs
tíma, sbr. 1. mgr. 6. gr.
mannréttindasáttmála Evr-
ópu og 1. mgr. 70. gr. stjórn-
arskrárinnar. Telur hann af-
leiðingar þessa brots gegn
málshraðareglu vera þær, að
komi til álita, að leggja
stjórnvaldssektir á hann og
aðildarfélög hans, verði þær
felldar niður eða hið minnsta
lækkaðar verulega.“
Í þeim kafla andsvaranna,
sem lýtur að íslenskum vátryggingamark-
aði, segir að í lögum hafi aldrei verið reist-
ar sérstakar skorður við því, að erlend vá-
tryggingafélög gætu stundað vátrygginga-
starfsemi hérlendis. Ýmist hafi erlend
félög getað haft útibú hér á landi, eða
stofnsett sérstakt hlutafélag eða gagn-
kvæmt félag, og vátryggt hagsmuni fyr-
irtækja jafnt sem einstaklinga.
Opinn markaður
Um skilgreiningu markaða segir: „Þótt
fjöldi vátryggjenda sé mikill, sem býður og
selur vátryggingar hér á landi, ber íslensk-
ur vátryggingamarkaður mörg einkenni fá-
keppnismarkaðar svo sem segja má um
margar aðrar atvinnugreinar hér á landi.
Þó að fallast megi á framangreint er ekki
þar með sagt, að samkeppni sé ekki virk á
þessum markaði. Annað einkenni þessa
markaðar er, að hann er opinn og enga
hömlur, aðrar en markaðslegar til staðar.“
Í skýrslu sambandsins segir að SÍT telji
að hin meintu brot gegn samkeppn-
islögum, sem hér séu til athugunar, fyrnist
á tveimur árum og fyrningarfrestur hafi
ekki verið rofinn. Hin meintu brot séu
fyrnd og geti því aldrei til komið, að SÍT
eða aðildarfélögum verið ákvarðaðar sektir
vegna þeirra. SÍT telur vera ljóst, að sá
dráttur sem orðið hafi á meðferð þessa
máls hafi verið bort gegn rétti hans sam-
kvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evr-
ópu. Því beri að fella niður eða lækka
verulega þær sektargreiðslur, sem til
greina komi að leggja á SÍT eða aðild-
arfélög, ef komist verði að þeirri nið-
urstöðu að um brot á samkeppnislögum
hafi verið að ræða.
Órökstuddar ásakanir
Í umfjöllun um meintar aðgerðir gegn
FÍB og IBEX segir: „Umfjöllun Sam-
keppnisstofnunar litast að mati umbjóð-
anda okkar [SÍT] nokkuð af órökstuddum
ásökunum Alþjóðlegrar miðlunar um „ein-
elti“ umbjóðanda okkar, sem eru al-
gjörlega úr lausu lofti gripnar. Þá byggist
umfjöllunin að verulegu leyti á ótengdum
og ósamstæðum gögnum, s.s. um end-
urtryggingar, viðlagatryggingar, trygg-
ingasamsteypur, bætur til stúlkna ofl., sem
víðtækar ályktanir eru dregnar af. Telur
umbjóðandi okkar hvorki heimilt að draga
af þeim almennar ályktanir um ólögmætt
samráð né samstilltar aðgerðir.
Samþykkt umbjóðanda okkar frá árinu
1988 um afslætti hefur ekki verið fram-
fylgt í yfir áratug og er fjarri lagi að hún
komi til skoðunar sem sönnun fyrir broti á
ákvæðum samkeppnislaga mörgum árum
síðar.
Jafnvel þótt viðbrögð hérlendra vátrygg-
ingafélaga við útboði FÍB á lögboðnum
ábyrgðartryggingum bifreiða hafi verið
áþekk felur það ekki í sér sönnun um ólög-
mætar samstilltar aðgerðir. Í þessu sam-
bandi vísast til reglna opinbers réttarfars
um sönnun og rannsóknarreglu stjórn-
sýsluréttar en Samkeppnisstofnun hefur
ekki virt lágmarkskröfur um sönnun í um-
fjöllun sinni. Þá eru ályktanir sem stofn-
unin dregur um meinta upplýsingasöfnun
um IBEX byggðar á gögnum sem eru
ótengd og óskyld meintum brotum, einkum
gögnum ÍE um endurtryggingavernd.“
Samvinna eðlileg
Ennfremur segir: „Sú samvinna vá-
tryggingafélaga sem fram fer innan vé-
banda umbjóðanda okkar er ekki á neinn
hátt víðtækari en almennt gerist um áþekk
hagsmunasamtök. Sú staðreynd ein að að-
ilar hittist innan slíks félagsskapar kann
að auka líkurnar á samvinnu af ýmsu tagi
en getur ein og sér hvorki skoðast sem
sönnun á ólögmætu samráði né ólögmælt-
um samstilltum aðgerðum.“
Lágmarkskröfur um
sönnun ekki virtar
Morgunblaðið/Kristinn
’ Samþykkt umbjóðanda okkarfrá árinu 1988 um afslætti hefur
ekki verið framfylgt í yfir áratug
og er fjarri lagi að hún komi til
skoðunar sem sönnun fyrir broti
á ákvæðum samkeppnislaga
mörgum árum síðar. ‘
Andsvör Sambands íslenskra
tryggingafélaga
hafi verið af ásetningi“.
Þá er því haldið fram að þær sakir, sem
bornar séu á TM, séu fyrndar.
Af þeirri ástæðu geti því ekki komið til tals
að sök verði felld á félagið. Sjónarmiðum
Samkeppnisstofnunar um slökun á sönn-
unarbyrði er eindregið mótmælt.
TM heldur fram að stofnunin byggi mál-
flutning sinn alfarið á óbeinum
sönnunargögnum, sem sé frá-
leitt að geti leitt til sak-
aráfellis; beinum sönn-
unargögnum sé hvergi til að
dreifa.
Aldrei nema
lágmarkssektir
Einnig segir í lokaorðunum
að í veigamiklum atriðum hafi
réttlát og hröð málsmeðferð
ekki verið tryggð.
Þá segir: „Að því leyti sem
fallist verður á sjónarmið
Samkeppnisstofnunar um að sök kunni að
vera fyrir hendi þá er engu að síður ljóst að
ávirðingar TM eru minni háttar og fjarri lagi
að þær séu svo umfangsmiklar og alvarlegar
eins og gefið er í skyn í frumathuguninni.
Þá leggur TM áherslu á sérstöðu sína, mið-
að við aðra þá sem bornir eru sökum í athug-
uninni. „Annars vegar er lögð áhersla á það
að engin bein sönnunargögn liggja fyrir í
málinu, sem tengja félagið við meint brot.
Hins vegar hefur félagið sérstöðu í mörgum
þeirra meintu brota sem fjallað er um í frum-
athuguninni. Í því sambandi má í fyrsta lagi
nefna að aðdragandi og forsendur ið-
gjaldalækkunar í bifreiðatryggingum haustið
1996 voru af allt öðrum toga hjá TM en hinum
félögunum.
Í öðru lagi var hækkun bifreiðaiðgjalda
1999 vegna skaðabótalaganna byggð á út-
reikningum sem alfarið voru unnir innan fé-
lagsins og Fjármálaeftirlitið sá ekki ástæðu til
að gera athugasemdir. Þá má í þriðja lagi geta
þess að TM hafði kvartað við Fjármálaeft-
irlitið vegna innkomu Alþjóðlegrar miðlunar
ehf. Cox at Lloyds’s á markaðinn í smábáta-
tryggingum 1997 áður en SÍT kom að málinu.“
’ Verður að gera þá kröfu tilSamkeppnisstofnunar að stofn-
unin skýri mál sitt frekar og sér-
greini ásakanir á hendur TM, en
blandi ásökunum á hendur vá-
tryggingafélögunum þremur
ekki saman líkt og gert er í
frumathuguninni. ‘
Í skýrslunni er vitnað til fundargerðar
SÍT frá 19. maí 1993 þar sem fjallað er um
nýsamþykkt skaðabótalög: „M.a. var rætt
um nauðsyn þess að fjárhagsleg áhrif lag-
anna yrðu metin, þ.m.t. á iðgjöld félaganna
og iðgjaldaþörf. Fjallað var um nauðsyn
þess að þessi hlið yrði skoðuð á sameig-
inlegum vettvangi innan SÍT og var það
samþykkt. Jafnframt var einróma samþykkt
að Íslensk endurtrygging tæki að sér þetta
starf.“
Íslensk end-
urtrygging er í eigu
helstu aðildarfyr-
irtækja SÍT. Mat
Samkeppnisstofnunar
á þessari samþykkt
er skýrt: „Ljóst er að
í ofangreindri sam-
þykkt felst að um-
ræddir keppinautar
hafa ákveðið að hafa
samráð um að meta
hvort setning skaða-
bótalaga myndi hafa
áhrif á iðgjöld félag-
anna. Í þessu felst
skýrt brot á 10. og
12. gr. samkeppn-
islaga.“
Niðurstaða trygg-
ingastærðfræðings
var að skaðabótalögin
leiddu til þess að af-
koma félaganna
versnaði um 30,5% og
að þörf sé að hækkun
tjóna á lögboðnum
ökutækjatryggingum
nemi um 9%. „Svo af
bifreiðatryggar félag-
anna haldist óbreytt
má ætla að til þurfi
að koma ámóta
hækkun iðngjalda.“
Skaðleg áhrif
samráðs
Á framkvæmda-
ráðsfundi VÍS, sem haldinn var 28. mars
1996 er vísað til þessarar niðurstöðu þegar
rætt er um að þörf sé á að hækka ábyrgð-
artryggingu um 9-10%. „Sýnir þessi bókun
[VÍS] ljóslega skaðleg áhrif þessa samráðs
aðildarfyrirtækja. Samráðið stuðlar þannig
að samræmdum viðbrögðum keppinauta í
verðlagningu, “ segir Samkeppnisstofnun og
vísar til þess að Vátryggingaeftirlitið hafi
komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri
þörf á hækkun iðgjalda vegna breyttra laga.
Skaðabótalögum var breytt á Alþingi 1999
og leitar SÍT þá aftur til tryggingastærð-
fræðings til að meta áhrif lagabreyting-
arinnar á afkomu tryggingafélaganna. Í
framhaldi af því hækkuðu öll trygginga-
félögin iðgjöld um 32-39%. Hækkanirnar
voru tilkynntar 1. og 2. júní. 1999.
Samkeppnisstofnun telur að „þegar gögn
málsins séu virt í samhengi“ hafi trygginga-
félögin haft með sér samráð um hækkanir á
iðgjöldum. Samkeppnisstofnun vísar í
skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá 31. ágúst þar
sem segir að gera verði þá kröfu að hvert
félag leggi sjálfstætt mat á forsendubreyt-
ingar. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til VÍS
segir að vísbendingar séu um að tjónaskuld
VÍS hafi verið ofhátt metin. Í bréfi Fjár-
málaeftirlitsins til Sjóvár-Almennra segir að
vísbendingar séu um að tjónaskuld félagsins
kunni að vera ofmetin um 960-1.420 millj-
ónir. Í bréfi Fjár-
málaeftirlitsins til
Tryggingamiðstöðv-
arinnar og Trygg-
ingar segir hins veg-
ar að ekkert bendi
til þess að vátrygg-
ingaskuld félaganna
sé ofmetin.
Reglugerð EB
veitir ekki heim-
ild til samráðs
Samkeppn-
isstofnun fjallar
nokkuð um reglu-
gerð EB nr. 3932/92,
en SÍT hefur m.a.
haldið því fram að
samstarf SÍT félag-
anna eigi sér stoð í
þessari reglugerð.
Þessu hafnar Sam-
keppnisstofnun al-
farið. Í fyrsta lagi
felur samvinna
tryggingafélaganna í
sér sameiginlegt
mat á hækkunarþörf
iðgjalda, en það falli
í heild utan reglu-
gerðarinnar. Þar
fyrir utan uppfylli
hinar sameiginlegu
athuganir ekki það
formskilyrði reglu-
gerðarinnar að inni-
halda yfirlýsingu
þess efnis að gögnin hafi eingöngu leiðbein-
ingargildi. Í öðru lagi verði að hafa í huga
að burtséð frá þessari formkröfu og samráði
um iðgjöld geti umrædd samvinna ekki notið
undanþágu II. bálks reglugerðarinnar.
Samkeppnisstofnun telur að þegar horft
er alls þess sem rakið hefur verið í frum-
skýrslunni sé ljóst að „Vátryggingafélag Ís-
lands, Sjóvá-Almennar trygginar, Trygg-
ingamiðstöðin og Trygging hafi, með
fulltingi SÍT, a.m.k. við gildistöku sam-
keppnislaga gert með sér einn heildarsamn-
ing (e. single, overall agreement) í skilningi
samkeppnisréttarins. Markmið þessa samn-
ings var að draga með öllum tiltækum ráð-
um úr samkeppni á vátryggingamarkaði.“
„Markmið þessa samn-
ings var að draga með
öllum tiltækum ráðum
úr samkeppni á
vátryggingamarkaði.“
egol@mbl.is