Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
SÍLDVEIÐUM íslenzkra skipa úr
norsk-íslenzka síldarstofninum er
nú nánast lokið. Aðeins tvö skip frá
Samherja eru enn að veiðum.
Samkvæmt upplýsingum Sam-
taka fiskvinnslustöðva er aflinn orð-
inn 93.000 tonn, sem er tæpum
3.000 tonn umfram kvóta. Leyfileg-
ur heildarafli var ríflega 91.000
tonn, en samkvæmt löndunar-
reglum, sem Norðmenn settu sér
við eigin veiðar skal draga frá um
13% vegna sjávar, sem fylgir með
þegar loðnunni er dælt í land. Því er
leyfilegur afli meiri sem því nemur.
Engin veiði innan
norsku lögsögunnar
Aðeins eru tvö skip enn að veið-
um við Svalbvarða, Vilhelm Þor-
steinsson EA og Þorsteinn EA og
eiga þau eftir eina til tvær veiðiferð-
ir. Að þessu sinni veiddu íslenzku
skipin enga síld innan lögsögu Nor-
egs.
Mestri síld hefur verið landað hjá
Síldarvinnsunni í Neskaupstað,
14.600 tonnum, 10.300 tonnum hefur
verið landað á Eskifirði og 9.700
tonnum hjá Ísfélaginu í Vestmanna-
eyjum. Á síðustu tveimur vikum
hafa vinnsluskipin landað tæpum
fimm þúsund tonnum, Vilhelm Þor-
steinsson mestu eða um 1,760 tonn-
um.
303.000 tonn
af kolmunna
Síðustu daga hefur um 6.000
tonnum af kolmunna verið landað
hér á landi. Hólmaborgin landaði
ríflega 2.200 tonnum á Eskifirði og
Börkur 1.700 tonnum í Neskaup-
stað.
Mestum kolmunnaafla hefur verið
landað í Neskaupstað, 66.000 tonn-
um. 54.000 tonn hafa borizt að landi
á Fáskrúðsfirði og 52.000 tonn á
Eskifirði.
Alls hefur verið landað 303.700
tonnum af kolmunna hér á landi á
árinu. 70.000 tonn eru af erlendum
skipum en 234.000 tonn af innlend-
um skipum. Nú standa eftir óveidd
um 313.000 tonn af kvóta íslenzku
skipanna. Mest hefur borist af kol-
munna til fiskimjölsverskmiðju Síld-
arvinnslunnar á Neskaupstað, rúm
52 þúsund tonn, en tæp 48 þúsund
tonn til Eskju á Eskifirði.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Vilhelm Þorsteinsson EA er um þessar mundir á síldveiðum við Svalbarða.
Aðeins tvö skip
enn á síldveiðum
NESFISKUR í Garði hefur verið
að yngja upp skipakost sinn og
bæta við kvóta á síðustu mánuðum
og m.a. keypt fjögur skip það sem
af er árinu. Nú nýlega keypti fyr-
irtækið Ými BA frá Bíldudal og
með honum fylgdi um 100 þorsk-
ígildistonna kvóti.
Nesfiskur ræður nú yfir tæplega
6 þúsund þorskígildistonna kvóta
og gerir út níu skip, þar af tvo
togara. Ýmir, sem nú er í slipp í
Stykkishólmi, hefur fengið nýtt
nafn, Siggi Bjarna GK 5. Þetta er
fjórði báturinn sem Nesfiskur
kaupir á innan við ári, hinir eru
Sæljón RE 19 sem nú heitir Benni
Sæm GK 26, Guðfinnur KE 19 sem
nú heitir Bergur Vigfús GK 100
og Ósk KE 5 sem nú heitir Þórunn
GK 97.
Á sama tíma hefur Nesfiskur
selt bátana Sigga Bjarna GK 5
sem nú heitir Kristinn Friðrik GK
8, Jón Gunnlaugs GK 444 og lagt
Baldri GK 97 sem verður safn-
gripur í Keflavík. Ingibergur Þor-
geirsson, útgerðarstjóri, Nesfisks,
segir að með þessu sé verið að
yngja upp flotann og eins verið
væri að auka kvóta fyrirtækisins.
Skipin eru gerð út frá Sandgerði.
Tveir þessara nýju báta Nes-
fisks eru svokallaðir Kínabátar
sem komu með flutningaskipi til
landsins á sínum tíma og eru 116
brúttótonna bátar. Þetta eru
Benni Sæm GK 26 og sá nýjasti í
flota Nesfisks, Siggi Bjarna GK 5.
Önnur skip í eigu Nesfisks eru
togararnir Berglín GK 300 og Sól-
ey Sigurjóns GK 200 og dragnóta-
báturinn Sigurfari GK 138, auk
Garðars GK sem áður hét Benni
Sæm. Þá á Nesfiskur smábátinn
Birgi RE 323.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kínabátarnir svokölluðu við bryggju í Hafnarfirði á sínum tíma þegar þeir
komu frá Kína. Báturinn við bryggjuna er Ýmir BA en hann heitir nú Siggi
Bjarna GK. Lengst til hægri er Sæljón RE sem nú heitir Benni Sæm en á
milli þeirra er Sigurbjörg ST 55 sem nú ber einkennisstafina BA 155.
Nesfiskur yngir
upp skipakostinn
DR. HOWARD
Gardner, upp-
hafsmaður fjöl-
greindarkenn-
inga í kennslu,
kemur hingað til
lands til fyrir-
lestrahalds í
næstu viku.
Kenningar hans
hafa haft mikil
áhrif á umræðu og viðhorf til
kennslu og uppeldis, en þær byggja
á að hver og einn búi yfir að
minnsta kosti átta grunngreindum.
Hann kemur hingað til lands í boði
Íslensku menntasamtakanna (ÍMS),
en samtökin hafa átt í viðræðum við
dr. Gardner síðastliðið eitt og hálft
ár vegna komu hans til landsins.
Dr. Gardner mun tala á tveimur
námskeiðum á vegum ÍMS, sem
sérstaklega eru ætluð foreldrum,
kennurum, meðferðaraðilum og
skólafólki. Annars vegar er nám-
skeið sem ber nafnið Fjölgreind-
arkennsla, sem fer fram í Kenn-
araháskóla Íslands 7.–8. ágúst, og
hins vegar námskeiðið Börn með
sérþarfir – bráðger börn, 11.–12.
ágúst næstkomandi. Á báðum nám-
skeiðunum kemur fjöldi annarra
innlendra og erlendra fyrirlesara
fram.
Námskeið fyrir viðskiptafólk
Sömuleiðis talar dr. Gardner á
námskeiðinu Árangur í starfi á veg-
um Háskólans í Reykjavík hinn 12.
ágúst. Það námskeið er sérsniðið
fyrir viðskiptafólk og fyrirtæki, og
verður rætt hverjir séu hæfileikar
einstaklingsins og hvernig þeir nýt-
ist í starfi.
Að sögn Steinunnar Guðnadóttur,
dagskrárstjóra ráðstefnunnar, er
það mikill fengur fyrir jafnt kenn-
ara og foreldra að fá dr. Gardner til
Íslands. „Howard Gardner kemur
nú til Íslands í fyrsta sinn, en hann
ferðast víða til að halda fyrirlestra,“
sagði Steinunn í samtali við Morg-
unblaðið.
Byltingarkenndar hugmyndir
„Hugmyndir hans eru það bylt-
ingarkenndar að viðhorf gagnvart
nemendum og kennslufræðileg
nálgun breytist mikið ef þær eru
notaðar. Sömuleiðis tel ég kenn-
ingar hans í takt við aðalnámskrá
grunnskóla, sem leggur áherslu á
nám við hæfi hvers og eins nem-
anda. Nemendur búa yfir missterk-
um greindum og læra ekki allir
eins,“ útskýrir Steinunn. Allar nán-
ari upplýsingar um ráðstefnurnar
og skráning sömuleiðis er á vefsíð-
unni www.ims.is.
Áhrifavaldur í mennta-
málum flytur fyrirlestra
Ráðstefna Íslensku menntasamtakanna
Howard Gardner
ÞAU skilaboð sem borist hafa frá
Seðlabankanum hafa í nokkra mán-
uði verið á einn veg. Bankinn hefur
litið svo á að vegna stóriðjufram-
kvæmda og þenslunnar sem þeim
muni fylgja sé ekki ástæða til frek-
ari lækkunar stýrivaxta og að næsta
vaxtabreyting verði til hækkunar.
Þessi skilaboð breyttust í fyrradag
þegar Seðlabankinn tilkynnti ekki
aðeins að lengra gæti orðið í vaxta-
hækkun en áður hafði verið talið,
heldur greindi jafnframt frá því að
vextir kynnu að verða lækkaðir
tímabundið áður en til vaxtahækk-
unar vegna stóriðjuáhrifa kæmi.
Með þessu má segja að Seðla-
bankinn taki að ákveðnu leyti undir
gagnrýni þeirra sem talið hafa vexti
of háa hér á landi og hafa verið
þeirrar skoðunar að núverandi
vaxtastig Seðlabankans þrengi um
of að fyrirtækjum í landinu.
Hvað hefur breyst?
Þegar skoðað er hvað hefur
breyst frá forsendum fyrri spáa
bankans virðist það ekki ýkja mikið
og hægt er að velta því fyrir sér
hvort bankinn hefði ef til vill átt að
halda áfram að lækka vexti í vor og
sumar, en hann lækkaði síðast vexti
10. febrúar síðastliðinn. Þá voru þeir
lækkaðir um 50 punkta, niður í
5,3%.
Verðbólga hefur verið undir 2,5%
markmiði Seðlabankans frá lokum
síðasta árs og í júlí mældist hún að-
eins 1,6%. Ef litið er til þróunar
verðlags án húsnæðis hefur engin
verbólga verið síðustu 12 mánuði,
sem sýnir að húsnæðisliður vísitöl-
unnar er það sem heldur henni uppi.
Seðlabankinn spáir því nú að verð-
bólgan verði enn undir verðbólgu-
markmiði bankans á síðasta fjórð-
ungi næsta árs og að bíða þurfi fram
á þriðja fjórðung ársins 2005 þar til
verðbólgan verði komin upp í 3%.
Spá þetta langt fram í tímann felur í
sér mikla óvissu, en Seðlabankinn
telur að þar sem peningastefnan
þurfi 12–24 mánuði til að hafa áhrif
verði að líta þetta langt fram á veg-
inn þegar vaxtaákvarðanir séu tekn-
ar, þótt aðrir þættir spili einnig inn
í.
Í þessu sambandi má þó benda á
að 3% verðbólga er nær verðbólgu-
markmiði bankans en sú verðbólga
sem nú er, þannig að tæplega er
hægt að líta á spá um 3% verðbólgu
eftir tvö ár sem alvarlega viðvör-
unarbjöllu.
Meiri framleiðsluslaki
En eins og áður sagði spila fleiri
þættir en verðbólguspá til tveggja
ára inn í vaxtaákvarðanir. Seðla-
bankinn bendir til að mynda á að
framleiðsluslaki þessa árs og síðasta
sé meiri en áður hafi verið gert ráð
fyrir og að auki sé atvinnuleysið
meira. Þá má nefna að bankinn virð-
ist hafa meiri efasemdir en áður um
að framkvæmdir vegna Norðuráls
verði á þeim tíma sem rætt hefur
verið um, en hann tekur sem dæmi
að innlend eftirspurn geti reynst
minni en spáð hafi verið ef ekki
verði af þeim framkvæmdum. Þá
nefnir bankinn aukinn verðhjöðnun-
arþrýsting og vaxtalækkanir er-
lendra seðlabanka og telur að áhrif
af þessu tagi geti orðið til þess að
vextir verði lækkaðir tímabundið
hér á landi. Allt er þetta þó óvissu
háð og Seðlabankinn telur vaxta-
lækkun ekki líklegasta möguleikann
þótt ekki sé hægt að útiloka hana.
Eins og gefur að skilja tjá grein-
ingardeildir bankanna sig um sjón-
armið Seðlabankans. Viðbrögð
þeirra eru nokkuð ólík og mismik-
illar ánægju virðist gæta meðal
þeirra, eins og gera mátti ráð fyrir
ef mið er tekið af ólíkum áherslum
þeirra í tengslum við vaxtabreyt-
ingar að undanförnu.
Ólík viðhorf greiningardeilda
Greiningardeild Íslandsbanka
segir að spá sín um allt að 50 punkta
vaxtahækkun fyrir lok ársins kunni
í ljósi orða Seðlabankans nú að vera
í hærri kantinum. Greiningardeildin
segir verðbólguspá Seðlabankans
nokkuð undir sinni spá og gagnrýnir
ákveðnar forsendur í spám Seðla-
bankans.
Greiningardeild Kaupþings Bún-
aðarbanka telur að í ljósi endur-
skoðaðrar verðbólguspár Seðla-
bankans væri jafnvel hægt að
rökstyðja vaxtalækkun. Greiningar-
deildin bendir á að hún hafi varað
við of mikilli bjartsýni vegna stór-
iðjuframkvæmdanna og segir þá
spurningu vakna hvort Seðlabank-
inn hafi ofmetið spennuna í hagkerf-
inu og lagt of mikla áherslu á marg-
földunaráhrif stóriðju en gert of lítið
úr ruðningsáhrifunum.
Greiningardeild Landsbankans er
líkt og greiningardeildir hinna
bankanna þeirrar skoðunar að nú
kveði við nýjan tón hjá Seðlabank-
anum. Deildin segir skoðun Seðla-
bankans nú vera mjög í takt við það
sem hún hafi haldið fram um stöðu
efnahagslífsins og lýsir sig sammála
því að ekki sé ástæða til vaxtahækk-
unar í bráð.
Sinnaskipti hjá
Seðlabanka Íslands
Seðlabankinn telur nú
að lengra kunni að vera í
vaxtahækkun en hann
taldi fyrir nokkrum
mánuðum. Haraldur
Johannessen fjallar um
vexti, breytt viðhorf
Seðlabankans og sjón-
armið greiningardeilda
bankanna.
haraldurj@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn tilkynnti ekki aðeins að lengra gæti orðið í vaxtahækkun en
áður hafði verið talið, heldur greindi jafnframt frá því að vextir kynnu að
verða lækkaðir tímabundið áður en til vaxtahækkunar kæmi.