Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 15
BRESKA flugfélagið British
Airways (BA) tapaði 45 millj-
ónum punda eða 5,6 milljörð-
um króna fyrir skatta á tíma-
bilinu apríl-júní. Félagið
hagnaðist um 65 milljarða
punda, eða sem nemur um 8,2
milljörðum króna á sama tíma
síðasta árs. Tapið nú skýra
forsvarsmenn BA með Íraks-
stríðinu og bráðalungnabólgu.
Þá segir í frétt AFP að mán-
aðarlangt verkfall starfsmanna
á Heath row, þar sem BA hef-
ur aðsetur, hafi tekið sinn toll.
Bæði hafi það haft slæmt áhrif
á viðskiptavini og á rekstur fé-
lagsins.
„Við verðum að endur-
byggja reksturinn, samband
okkar við viðskiptavini og
vinna aftur traust okkar
fólks,“ er haft eftir Rod Edd-
ington forstjóra BA.
Flugfélagið hefur sagt upp
11.227 starfsmönnum síðan í
ágúst 2001 en samkvæmt
áætlunum ætlaði félagið að
vera búið að segja upp 13.000
manns til að skera niður
kostnað. Yfirmenn BA eru
bjartsýnir á framtíðina. „Við
erum búin að gera meira en
nokkuð annað flugfélag í Evr-
ópu á síðustu tveimur árum til
að draga úr föstum kostnaði,“
er haft eftir Eddington. Meðal
aðgerða sem BA hefur gripið
til að er að taka í notkun raf-
ræn stimpilkort sem ekki voru
áður í notkun. Kortin voru
helsta ástæða verkfallsins í
sumar en forstjórinn segist
sannfærður um að starfsmenn
muni venjast þeim með tím-
anum.
Mettap
hjá British
Airways HAGNAÐUR olíufélagsins ExxonMobil jókst um 58% á öðrum árs-
fjórðungi sé miðað við sama tíma-
bil í fyrra og var niðurstaðan nokk-
uð umfram væntingar markaðar-
ins.
Fyrirtækið, sem er hið stærsta
sinnar tegundar á almennum hluta-
bréfamarkaði, skilaði 4,2 milljarða
dollara (320 milljarða króna) hagn-
aði á fjórðungnum en hafði árið áð-
ur skilað 2,6 milljörðum dollara
(200 milljörðum króna).
Tekjurnar jukust úr 50,8 í 57,2
milljarða dollara (úr 3.900 í 4.400
milljarða króna) frá fyrra ári.
Ástæður þessarar miklu aukn-
ingar segir Exxon einkum vera
hærra olíu- og gasverð vegna sam-
dráttar í heimsframleiðslu.
Á fyrri helmingi ársins nemur
hagnaður félagsins alls 11,2 millj-
örðum dala (860 milljörðum króna)
og hefur aukist um 6,5 milljarða
dala (500 milljarða króna) frá fyrri
hluta ársins 2002.
Exxon er þriðja stærsta fyr-
irtæki í heimi, samkvæmt úttekt í
nýlegu hefti bandaríska viðskipta-
tímaritsins Business Week.
Hagnaður Exxon
vex um 58%
SALA dróst saman um 6% á öðrum
ársfjórðungi hjá franska fjölmiðla-
risanum Vivendi miðað við árið áður.
Salan nam 6,1 milljarði evra eða sem
nemur um 525 milljörðum króna.
Séu fyrstu sex mánuðir ársins skoð-
aðir dróst sala saman um 4% frá því í
fyrra, nam nú alls 12,4 milljörðum
evra eða ríflega 1.000 milljörðum
króna, að því er fram kemur í frétt
AFP.
Inni í þessum tölum er Vivendi
Universal Entertainment (VUE), en
þann hluta fyrirtækisins hefur Viv-
endi-samsteypan auglýst til sölu. Af-
koma VUE var lakari en yfirmenn
samsteypunnar höfðu gert ráð fyrir
en sala á tónlist dróst til að mynda
saman um 29% á fyrri helmingi árs-
ins miðað við sama tímabil 2002.
Kvikmyndafyrirtækið Metro-Gold-
wyn-Meyer dró í vikunni tilboð sitt í
VUE til baka á þeim forsendum að
verðið sem Vivendi setti upp væri of
hátt. Vivendi vill fá 14 milljarða dala
fyrir VUE, sem er tónlistar- og af-
þreyingararmur samsteypunnar, en
MGM var reiðubúið að greiða 11,5
milljarða dala eða um 886 milljarða
íslenskra króna fyrir.
Minni sala hjá Vivendi
Sala á tónlist 29% minni á öðrum
fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra
HAGNAÐUR breska bankans
HBOS af rekstri á fyrri helmingi
ársins jókst um 21% frá sama tíma
í fyrra og nam 1,8 milljörðum
punda eða sem nemur um 220 millj-
örðum íslenskra króna. Þetta er í
takt við áætlanir bankans fyrir ár-
ið.
HBOS, sem er fjórði stærsti
banki á Bretlandi, sagði í fyrradag
að útlit í efnahagsmálum færi batn-
andi á Bretlandi með lágum vöxtum
og veikara pundi. Bankinn spáir því
að fasteignaverð muni hækka um
ríflega 10%, en hann er sá stærsti í
landinu á sviði húsnæðisveðlána.
Hagnaður
HBOS jókst
um 21%
Óbreyttir
stýrivextir í
Evrópu
SEÐLABANKINN í Evrópu til-
kynnti á fimmtudag að stýrivextir
bankans yrðu óbreyttir. Talið er að
bankinn vilji gefa sér meiri tíma til að
vega og meta horfurnar á uppsveiflu í
efnahagslífi álfunnar. Forsvarsmenn
bankans hafa sagt að vextir séu nú
þegar nægilega lágir til þess að örva
viðskiptalífið og efnahagsbata.
Stýrivextir Seðlabankans í Evrópu
eru 2% og hafa verið síðan í byrjun
júní þegar þeir voru lækkaðir um
hálft prósent.
♦ ♦ ♦