Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 17
PALESTÍNSK börn sitjandi í
skotti bíls sem ekið var um götur
Gaza-borgar í gær.
Ísraelsk stjórnvöld létu nýverið
loka sumarbúðum ísraelskra araba
eftir að börn sem dvöldu í búð-
unum heyrðust hrópa „við viljum
sprengjur“ í frétt ísraelskrar sjón-
varpsstöðvar. Var framferði
barnanna talið óviðeigandi þar
sem það þótti sýna stuðning þeirra
við sjálfstæðisbaráttu Palestínu-
manna á hernumdu svæðunum.
Palestínumenn sem ekki flúðu land
þegar Ísrael var stofnað 1948
fengu ríkisborgararétt í hinu nýja
ríki en hafa langflestir forðast að
taka beinan þátt í baráttu þjóð-
bræðra sinna á hernumdu svæð-
unum.
Reuters
Á ferð um Gaza
ekki í annað hús að venda og þær
væru undir hans vernd í einni af
höllum hans.
Eiginmenn systranna voru tekn-
ir af lífi árið 1996 er þeir sneru
aftur til Íraks eftir að hafa flúið
land með fjölskyldur sínar ári fyrr
og boðið fram aðstoð sína við að
steypa Saddam af stóli.
Saddam hafði heitið þeim grið-
um ef þeir kæmu aftur heim.
Sögusagnir voru þá á kreiki um að
börn þeirra hefðu einnig verið tek-
in af lífi.
YFIRVÖLD í Jórdaníu hafa veitt
tveimur dætrum Saddams Huss-
eins, fyrrverandi Íraksforseta, og
níu börnum þeirra hæli í landinu
af mannúðarástæðum.
Nabil al-Sharif, upplýsingamála-
ráðherra Jórdaníu, greindi frá því
að Raghad og Rana, dætur Sadd-
ams, hefðu komið til landsins frá
Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum í fyrrakvöld.
Hann sagði að Abdullah II Jórd-
aníukonungur hefði ákveðið að
veita þeim hæli þar sem þær áttu
Dætur Saddams fá
hæli í Jórdaníu
Amman. AP.
HUGSANLEGT er að Arnold
Schwarzenegger etji kappi við
klámkónginn Larry Flynt þegar
kosið verður til embættis ríkis-
stjóra í Kaliforníu í október. Að-
stoðarmenn Schwarzeneggers
segja að hann sé enn að íhuga
framboð fyrir Repúblikanaflokk-
inn þrátt fyrir mótmæli konu
sinnar, Maríu Shriver.
Flynt, sem er demókrati og af-
ar umdeildur vegna hins al-
ræmda tímarits síns, Hustlers,
sagðist í gær hafa náð sér í um-
sóknareyðublöð fyrir framboð.
Hann sagðist telja að Kaliforníu-
búar væru svo framfarasinnaðir
að þeir myndu gjarnan sætta sig
við að hafa klámkóng sem leið-
toga sinn. „Ég held að þeir sætti
sig ekkert illa við að klámsali,
sem ekki er sama um hlutina,
verði ríkisstjóri þeirra,“ sagði
hann. Flynt, sem stefnt hefur
verið fyrir hæstarétt Bandaríkj-
anna vegna tímaritsins Hustlers,
lamaðist árið 1978 eftir að maður
skaut hann til að mótmæla klám-
blaðinu.
Enn er beðið eftir því að
Schwarzenegger tilkynni hvort
hann ætli í framboð en kona
hans, sem er frænka John F.
Kennedys, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta, sem ráðinn var af
dögum, hefur áhyggjur af því að
framboð komi illa niður á fjöl-
skyldulífi þeirra. Frestur til að
tilkynna framboð rennur út 9.
ágúst.
AP
Arnold Schwarzenegger
Reuters
Larry Flynt
Hollywood-stjarna
gegn klámkóngi?
Los Angeles. AFP.