Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík,
Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri,
Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í
Radíovinnustofunni Kaupangi Akureyri.
Verð kr. 200
FIMMTÍU íslenskar rósategundir
eru til sýnis á árlegri rósasýningu
Blómabúðar Akureyrar , sem
stendur yfir um verslunarmanna-
helgina. Sýningin hefur jafnan vak-
ið mikla athygli og hafa fjölmargir
gestir lagt leið sína í verslunina til
að skoða og taka þátt í samkeppni
um fallegustu rósina. Á mánudag
verða nöfn þriggja þátttakenda í
samkeppninni dregin út og fá hinir
heppnu fallegan vönd í vinning.
Morgunblaðið/Kristján
Fimmtíu rósategundir á sýningu
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
sendi álit til Akureyrarbæjar í apríl
sl., sem er tilkomið vegna stjórn-
sýslukæru sem íbúar við Melateig á
Akureyri stóðu að á hendur Akureyr-
arkaupstað. Íbúar Melateigs kröfð-
ust annars vegar ógildingar á synjun
bæjarráðs Akureyrar um endurskoð-
un á álagningu gatnagerðargjalds við
götuna og hins vegar á höfnun bæjar-
ráðs um endurskoðun á skipulagi
svæðisins.
Í áliti ráðuneytisins kemur m.a.
fram að það hafi verið heimilt að fela
lóðarhöfum við Melateig gatnagerð á
lóðinni. En að ákvörðun um að und-
anskilja sig eignarhaldi á götumann-
virkjum þar, sé að verulegu leyti í
ósamræmi við lög. Í ljósi eðlis gatna-
gerðargjalds sem þjónustugjalds hafi
verið óheimilt að innheimta fullt
gatnagerðargjald af lóðarhafa Mela-
teigs en láta hann engu að síður ann-
ast alla gatnagerð á lóðinni á eigin
kostnað. Því hafi átt að veita lóðar-
hafa afslátt af gatnagerð sem næst
þeirri fjárhæð sem sveitarfélagið
sparaði sér. Það er eðlilegra að af-
marka lóðir fyrir hvert fjölbýlishús
og skilgreina sérstaklega svæði undir
götur, gangstéttir, bílastæði, opin
svæði og önnur svæði sem fyrir hendi
geta verið í slíkum hverfum. Slíkt
fyrirkomulag er mun heppilegra með
hliðsjón af hagsmunum íbúa götunn-
ar.
Bragi Halldórsson, ritari hús-
félagsins sagði að íbúar við götuna
væru orðnir langþreyttir á biðinni.
„Akureyrarbær er að vinna í því að
gera einhverja tillögu. Hálfum mán-
uði eftir að þeir fengu álitið í hendur,
8. maí sl., fól bæjarráð bæjarlög-
manni og sviðsstjóra tækni- og um-
hverfisdeildar að vinna að úrlausn
málsins á grundvelli álitsins og átti að
hraða þeirri vinnu sem kostur væri.
Við fengum síðan bréf frá bæjarlög-
manni, en þar stendur m.a. að hafnar
væru viðræður við félagsmálaráðu-
neytið og skipulagsstofnun með hlið-
sjón af kröfum hagsmunafélagsins í
Melateig. Við gátum ekki litið öðru-
vísi á en að það ætti að afgreiða málið,
án þess að tala við okkur. Því skrif-
uðum við bréf til bæjarins og félags-
málaráðuneytisins, 27. maí, þar sem
við lýstum því yfir að stjórnin hefði
ekki afhent umboð til að fara með
okkar mál og að við vildum vera með í
ráðum. Sama dag og bréfið var sent
komu hingað norður menn frá ráðu-
neytinu, lögmaður skipulagsstofnun-
ar og lögfræðingur Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga til fundar við
bæinn. Við vorum ekki boðuð á fund-
inn og því gátum við ekki komið okk-
ar sjónarmiðum fram.“
Bragi sagði að eftir þann fund
hefðu þau verið boðuð á fund hjá
bænum þar sem þeim var tilkynnt að
þeir myndu taka smápart af svæðinu
en við sögðum það enga lausn og
þannig stendur málið í dag. „Bæjar-
ráð tók bréfið okkar fyrir þann 12.
júní sl. og þar var bókað að ráðið
vænti þess að sem fyrst verði unnt að
kynna stjórn félagsins hugmyndir
Akureyrarbæjar að lausn málsins og
fól sínum mönnum að svara okkur.
Síðan hefur ekkert gerst og okkur
þykir seinagangurinn vera með ein-
dæmum,“ sagði Bragi.
Ármann Jóhannesson, sviðstjóri
tækni- og umhverfissviðs Akureyrar-
bæjar, sagði að unnið væri að málinu.
„Niðurstaða verður að koma í málinu
en ég get ekki sagt til um hvenær hún
kemur. Svona mál leysast ekki einn,
tveir og þrír,“ sagði Ármann.
Með lóðarleigusamningi í desem-
ber 1999 var Byggingarfélaginu
Hyrnunni ehf. úthlutað byggingarlóð
við Melateig, í samræmi við aðal- og
deiliskipulag Akureyrarkaupstaðar.
Lóðinni var úthlutað sem einni
óskiptri lóð, samtals 20.026 fermetr-
ar að flatarmáli og voru lóðarleigu-
skilmálar þeir að Akureyrarkaup-
staður annaðist tengingu lóðarinnar
við gatnakerfi bæjarins, en að öðru
leyti annaðist Hyrna alla gatnagerð
sem og lagningu gangstétta, skólp-
lagna og niðurfalla ásamt frágangi
opinna svæða. Samkvæmt fyrrnefnd-
um skilmálum ber eigendum gatn-
anna einnig að annast allt viðhald
þeirra. Hyrna greiddi gatnagerðar-
gjald vegna íbúða við götuna í sam-
ræmi við gjaldskrá Akureyrarkaup-
staðar.
23. nóvember 2001 fóru eigendur
fasteigna við Melateig fram á það að
bæjarsjóður endurgreiddi íbúum
92,7% af greiddu gatnagerðargjaldi.
Byggðist krafa málshefjenda á þeim
forsendum að lóðarhafi við Melateig
hafi greitt fullt gatnagerðargjald auk
þess sem lóðarhafa hafi verið gert að
sjá alfarið um gatnagerð við götuna.
Síðar kröfðust málshefjendur 100%
endurgreiðslu gatnagerðargjalds og
var þess enn fremur krafist að bær-
inn tæki yfir götumannvirki, gang-
stéttir, götulýsingu og opin gras-
svæði við götuna, léti breyta
eignaskiptayfirlýsingum í samræmi
við það og gæfi út lóðarleigusamning
fyrir hvert hús. Á fundi bæjarráðs
hinn 6. desember 2001 var erindi
málshefjenda hafnað. Í kjölfarið
kröfðust málshefjendur frekari rök-
stuðnings fyrir afstöðu bæjarráðs
auk þess sem málshefjendur komu á
framfæri frekari skýringum varðandi
afstöðu sína. Á fundi bæjarráðs, er
haldinn var 7. febrúar 2002, var bæj-
arlögmanni Akureyrarkaupstaðar og
sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs
falið að fara yfir framkomnar kröfu-
gerðir og leggja greinargerð um mál-
ið fyrir bæjarráð sem grundvöll
ákvörðunar.
Með bréfi, dags. 25. febrúar 2002,
var afstaða bæjarráðs tilkynnt kær-
endum þar sem kröfum þeirra var
hafnað. Í kjölfarið var send inn kæra
til félagsmálaráðuneytisins.
Skipulag gatnagerðar í
Melateig í ósamræmi við lög
BEINT flug Grænlandsflugs milli
Akureyrar og Kaupmannahafnar er
í hættu, ef félagið fær ekki flug-
rekstrarleyfi til lengri tíma en nú
er. Til að það geti orðið verður nýr
loftferðasamningur við Dani um
flug til Færeyja og Grænlands að
vera frágenginn í september
Allir helstu aðilar í ferðaþjónustu
á norðurlöndum munu kynna starf-
semi sína og áætlanir á Vestnorden
sem er árleg ferðakaupstefna sem
Ferðamálaráð Íslands, Grænlands
og Færeyja hafa staðið að síðast-
liðin 20 ár. Kaupstefnurnar eru
haldnar til skiptis í löndunum
þremur. Næsta Vestnorden-kaup-
stefnan verður haldin í Færeyjum
16.–17. september 2003. Græn-
landsflug þarf á þeirri ráðstefnu að
geta sagt til um hvort félagið verði
með áætlunarflug milli Akureyrar
og Kaupmannahafnar næsta sumar
eða ekki, samkvæmt því sem fram
kemur á heimasíðu Atvinnuþróun-
arfélags Eyjafjarðar.
Kaupmannahafnarflug í hættu
Þörf á nýjum loft-
ferðasamningi
TVÆR ungar stúlkur voru fluttar á
slysadeild FSA eftir harðan árekst-
ur á gatnamótum Smárahlíðar og
Skarðshlíðar á Akureyri í hádeginu í
gær. Beita þurfti klippum til að ná
annarri stúlkunni út en hún var öku-
maður annars bílsins. Hinn ökumað-
urinn, sem var einn í bílnum, slapp
ómeiddur. Samkvæmt upplýsingum
lögreglu voru meiðsl stúlknanna
ekki talin mjög alvarleg. Bílarnir eru
báðir mikið skemmdir, ef ekki ónýtir
og draga þurfti þá báða af vettvangi
með dráttarbíl.
Harður árekstur
í Skarðshlíð
Morgunblaðið/Kristján
Beita þurfti klippum til að ná ökumanni annars bílsins út.
UNDANFARIÐ hafa staðið yfir
endurbætur á aðstöðu Ísnets á Ak-
ureyri. Byrjað var á að fullkomna
víraverkstæði félagsins, aðstaða á
netalofti bætt til muna, aðstaða
starfsmanna löguð og komið var
upp verslunaraðstöðu fyrir ýmsar
vörur sem tengjast útgerðinni. Með-
al þess sem verður á boðstólum í
nýju sjóbúðinni eru vettlingar og
sjófatnaður, handfæravörur,
silunganet, goggar, skóflur og verk-
færi, björgunar- og öryggisvörur og
fleira. Ætlunin er að ísnet á Akur-
eyri verði með á lager eða geti út-
vegað með stuttum fyrirvara allar
útgerðarvörur, sem móðurfyrirtæk-
ið Ísfell býður upp á, segir í frétta-
tilkynningu.
Ný sjóbúð
UMHVERFISRÁÐ Akureyrar hef-
ur samþykkt að leggja dagsektir á
húseiganda í Helgamagrastræti 10,
þar sem hann hefur ekki orðið við
margítrekuðum fyrirmælum ráðsins
og ekki staðið við þá fresti sem gefnir
hafa verið til að ljúka endurbótum og
lagfæringum á húsinu í samræmi við
samþykktar teikningar og gildandi
burðarþolsstaðla. Sektarfjárhæð er
10.000 krónur á sólarhring, sem lögð
verður á húseigandann frá 1. septem-
ber og til verkloka, hafi umræddum
framkvæmdum ekki verið að fullu
lokið fyrir þann tíma.
Húseigandinn hafði fengið frest til
að ljúka áðurnefndum framkvæmd-
um á húsinu til 1. júlí sl. en við úttekt
sem starfsmenn byggingareftirlits
gerðu á fasteigninni hinn 17. júlí sl.
kom í ljós að húseigandi hafði ekki
orðið við þeim fyrirmælum. Forsaga
málsins er sú að byggingarnefnd
samþykkti í apríl árið 2000 að eigend-
ur hússins við Helgamagrastræti 10
skyldu rífa húseignir á lóð sinni en
fyrir þeim skorti byggingarleyfi.
Samtals var um að ræða 100 fer-
metra.
Húseigendur kærðu þessa ákvörð-
un til úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála. Nefndin skilaði áliti
sínu í september árið 2000 og felldi
samþykkt byggingarnefndar úr gildi.
Úrskurðarnefnd skipulags- og bygg-
ingarmála lagði fyrir byggingarnefnd
að taka umsókn eigenda um bygging-
arleyfi til meðferðar að nýju og ljúka
afgreiðslu hennar. Á fundi umhverfis-
ráðs í febrúar 2001 var svo samþykkt
að gefa húseigendunum frest fram yf-
ir miðjan apríl sama ár til þess að
skila inn aðalteikningum af húsinu. Í
byrjun þessa árs var svo húseiganda
veittur frestur til 1. júlí til þess að
ljúka endurbótum og lagfæringum á
húsinu. Þar sem hann hefur ekki orð-
ið við þeim fyrirmælum samþykkti
umhverfisráð nýlega að leggja á hann
dagsektir frá og með næstu mánaða-
mótum.
Endurbótum og lagfæringum á Helgamagrastræti 10 ólokið
Samþykkt að leggja
dagsektir á húseigandann