Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 21
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á
hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt-
ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á
söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni
stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum
Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust.
Fegurstu
borgirnar
í beinu flugi í haust
frá kr. 28.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Róm
1.-5. okt.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi
þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku borg
sem á engan sinn líka í fylgd farar-
stjóra Heimsferða og upplifað árþús-
undamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og
Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku
tröppurnar, Colosseum, Forum
Romanum og Pantheon hofið.
Sjá www.heimsferðir.is
Verð frá kr.65.850
Búdapest
október
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu,
sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér
getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og
spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest 20. okt. með
8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verona
17. sept., 5 nætur
Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú
getur notið hins besta af ítalskri
menningu um leið og þú gengur
um gamla bæinn, skoðar svalir
Júlíu og kynnist frægasta útileik-
húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða
ferðast um Gardavatn og Feneyjar.
Verð kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4
stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv.
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti
Íslendinga sem fara nú hingað í
þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu
hennar og heillandi menningu.
Góð hótel í hjarta Prag.
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000
kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
2. okt. 3 nætur
22./26./30. okt. 4 nætur
Einn vinsælsti áfangastaður Íslend-
inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú
bein flug í október, sem er einn
skemmtilegasti tíminn til að heim-
sækja borgina. Menningarlífið er í
hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn-
inga og tónleika að heimsækja
ásamt spennandi næturlífi og ótrú-
legu úrvali verslana. Fararstjórar
Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 4 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Sorrento
30. sept., 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á
Íslandi beint flug til Napolí og dvöl
í Sorrento, þessum frægasta sumar-
leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú
hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd,
eyjunni Capri, Pompei og Napolí.
Ótrúlega fallegt umhverfi og heill-
andi andrúmsloft á þessum fagra
stað. Völ um úrvalshótel í hjarta
Sorrento.
Verð kr. 63.650
Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á La Meridiana með morgunmat.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa
Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk
fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
ÞRJÁR vinkonur úr Garðinum áttu
ekki von á að fá bréf þegar þær
voru á rölti í fjörunni á Garðskaga
og fundu flösku. Þetta var vegleg
flaska og troðin af lesefni.
Ekki tókst þeim að komast í inni-
haldið án þess að brjóta flöskuna.
Innan um blöð sem troðið var í
flöskuna til uppfyllingar var bréf
frá Þjóðverja sem var á ferð fyrir
skömmu á skemmtiferðaskipinu MS
Columbus í Norðurhöfum ásamt
teikningu, póstkorti sem stílað er á
manninn og fimm evrum fyrir póst-
burðargjaldinu.
Hann sleppti flöskuskeytinu vest-
ur af Horni, ef marka má teikningu
hans, hinn 12. júlí. Flaskan fannst á
Garðskaga 15 dögum síðar þannig
að um er að ræða sannkallað hrað-
flöskuskeyti.
Stúlkurnar í Garðinum eru
ákveðnar í að senda póstkortið sem
var í bréfinu til sendanda skeytisins.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Hulda Matthíasdóttir, Sylvía Siggeirsdóttir og Guðrún Þorsteinsdóttir.
Hraðflöskuskeyti rak á
fjöru við Garðskaga
Garður
MARK S. Laughton, kafteinn í
Bandaríkjaflota, tók í gær við starfi
yfirmanns Flotastöðvar varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli af Dean
Kiyohara.
Flotastöðin er sú deild varnarliðs-
ins sem annast rekstur flugvallar-
mannvirkja og þjónustustofnana
varnarstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli, þar á meðal húsnæði,
birgðahald, slökkvilið, tækjabúnað
og þjónustu við flugvélar. Yfirmaður
flotastöðvarinnar er einskonar bæj-
arstjóri varnarstöðvarinnar og
starfa flestir íslenskir starfsmenn
varnarliðsins á hans vegum.
Fráfarandi yfirmaður flotastöðv-
arinnar, Dean Kiyohara kafteinn,
hefur gegnt starfinu undanfarin tvö
ár. Hann tekur nú við stöðu deild-
arstjóra í aðalstöðvum Kyrrahafs-
flota Bandaríkjanna á Hawaíeyjum.
Mark S. Laughton nam við
Arizonaháskóla og hlaut meistara-
gráðu í þjóðaröryggismálum frá
framhaldsskóla Bandaríkjaflota árið
1996. Hann hóf feril sinn sem flug-
liðsforingi árið 1981 og hefur starfs-
vettvangur hans einkum verið á sviði
eftirlits- og kafbátaleitarflugs, þar á
meðal sem flugsveitarforingi. Hann
hefur auk þess gegnt trúnaðarstörf-
um í flotamálaráðuneytinu og und-
anfarin þrjú ár starfað í aðalstöðvum
sameinuðu bandarísku herstjórn-
arinnar í Norfolk í Virginíu.
Eiginkona hans er Linda Laugh-
ton og eiga þau tvö börn.
Bandarísku sjóliðarnir tóku virkan þátt í athöfninni í gærdag enda fór hún fram að dæmigerðum bandarískum sið.
Nýr yfir-
maður flota-
stöðvarinnar
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Viðtakandi og fráfarandi yfirmenn flotastöðvarinnar, Mark S. Laughton og
Dean Kiyohara, og fjölskyldur þeirra skáru tertusneið í tilefni skiptanna.
Keflavíkurflugvöllur
BETUR fór en á horfðist þegar
kveikt var í veiðarfærum við fisk-
vinnsluhús í Sandgerði í fyrrinótt.
Mikinn reyk lagði frá brunanum en
slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn
áður en hann læsti sig í húsin.
Slökkviliðsmönnum brá verulega í
brún þegar þeir voru kallaðir út
klukkan hálf fjögur í fyrrinótt. Þá
var mikill eldur í plastkörfum og
trollveiðarfærum við fiskvinnsluhús
að Strandgötu 8. Svo mikinn reyk
lagði frá eldinum að slökkviliðs-
mennirnir héldu að kviknað væri í
húsunum. Svo reyndist ekki vera og
gekk þeim greiðlega að slökkva eld-
inn.
Reynir Sveinsson, slökkviliðs-
stjóri í Sandgerði, telur allar líkur á
að kveikt hafi verið í því mikið af ný-
legum dagblöðum var á brunastað,
væntanlega úr blaðagámi bæjarbúa
sem er þarna skammt frá.
Er þetta í annað sinn á tveimur ár-
um sem slökkviliðið fæst við bruna á
þessum stað. Reynir segir mikilvægt
að menn skilji ekki eftir fiskiker eða
veiðarfæri við hús til þess að minnka
hættuna á tjóni á mannvirkjum. Get-
ur hann þess að í þessu tilviki hafi
körfurnar og veiðarfærin verið sex
metra frá fiskvinnsluhúsunum en
samt hafi hiti verið kominn í útveggi
þeirra áður en eldurinn var slökktur.
Kveikt í veiðarfærum
við fiskvinnsluhús
Hiti var
kominn í
útveggi
Sandgerði