Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ verðum verulega varir við flutning fólks hingað á þetta svæði hér vestast í Árnessýslu, til þétt- býlisstaðanna Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þessi tilflutningur fólks er einn þáttur í því að fyritæki okkar hefur þanist út,“ segir Magn- ús Gíslason, framkvæmastjóri Foss- raf ehf., sem er rafverktakafyrirtæki með verslun og verkstæði á Selfossi og verktakastarfsemi á Suðurlandi og víðar, en verktakar í byggingar- iðnaði verða vel varir við það þegar eftirspurn eykst og bjartsýni vex í þjóðfélaginu. Magnús segist senda um 12 bíla á hverjum degi út frá verkstæðinu, til verkefna á svæði innanbæjar og ut- an. „Ég held að ástæðan fyrir þessum áhuga fólks á að setjast hér að sé umhverfið en það virðist sem fólki finnist umhverfið öruggara og að- gengilegt að vera hér með börn og unglinga. Svo er fasteignaverð hér fyrir austan skaplegra en á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar það munar 5 milljónum á sambærilegum fasteign- um, taka margir þann kost að búa hér og keyra til vinnu á höfuð- borgarsvæðið. Það tekur jafnvel styttri tíma að keyra héðan og inn í Skeifu heldur en úr Grafarvogi í vesturbæinn. Nálægðin við höfuð- borgarsvæðið er góð og gott að búa hér austan Hellisheiðarinnar,“ segir Magnús. Allir vilja fá allt strax „Við erum að sinna fólki hérna í gegnum verslunina og í heimilis- tækjaviðgerðum og síðan í verktaka- vinnunni sem er stærsti þátturinn í okkar starfsemi. Það er auðvitað reynt að leysa allt fljótt og vel en auðvitað er andinn þannig í sam- félaginu að allir vilja fá allt strax og enginn vill bíða en við reynum að sinna þessu og forgangsraða verk- unum eftir aðstæðum hjá hverjum og einum. Í rafverktakastarfseminni getum við unnið hvar sem er á land- inu þótt aðalsvæðið sé hér á Suður- landi og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Magnús í Fossraf en þar starfa 18–20 manns að jafnaði. „Selfoss er verktakabær og sprottinn sem slíkur úr umhverfi iðnaðar og þjónustu sem hefur byggst upp hérna. Nálægðin við sumarhúsabyggðina og þessar stóru virkjanir sem hér eru rétt hjá kallar á mikla þjónustu sem hefur mikið að segja fyrir þetta svæði. Menn sjá núna fram á bjarta tíma enda er boð- uð mikil uppbygging sem þegar er hafin. Þá hafa framkvæmdirnar við Kárahnjúka mikil áhrif víða og virka eins og vítamínsprauta út í allt sam- félagið. Það er alls staðar bjartsýni ríkjandi og verið að hefjast handa við ýmis verkefni,“ segir Magnús. Fyrirtækið hefur hafið vinnu við nýjan skóla í Suðurbyggð á Selfossi og þar er rafmagnshlutinn 1⁄7 af heildarverkinu. Bættar samgöngur nauðsynlegar Hvað framtíðina varðar segir Magnús, eins og svo margir aðrir, það grundvallaratriði að samgöngur við höfuðborgarsvæðið séu góðar en þær þurfi að batna. „Við viljum greiðari samgöngur við Reykjavík en vegurinn þangað er ákveðinn flöskuháls. Leiðin um Hellisheiði þarf að flytja meiri um- ferð og framkvæmdir með breikkun sem boðaðar hafa verið þurfa að ganga eftir sem fyrst. Eftir það geta menn síðan hugað að lýsingu á heið- inni ef niðurstaðan er sú að hún tryggi öryggi vegfarenda. Svo þarf greiðari leið að okkur hérna inn í miðbæinn og ég held að það hafi ekki teljandi áhrif þótt Suðurlandsvegur- inn fari yfir Ölfusá hér ofan við bæ- inn. Slík aðgerð síar frá þunga- umferð sem erfitt er að fá í gegnum miðbæinn hérna. Sumir hafa áhyggjur af þessum áformum Vegagerðarinnar og óttast samdrátt í verslun og þjónustu en slík greiðari umferð eykur að mínu mati streymi fólks og eflir svæðið í heild. Byggðin hér fyrir austan okk- ur mun eflast til muna við slíka sam- göngubót og Selfoss verður áfram miðpunkturinn í verslun og þjónustu á Suðurlandi. Fólk á alltaf erindi hingað inn í bæinn og hér er að byggjast upp öflug þjónusta sem er samkeppnisfær við höfuðborgar- svæðið. Fólkið sækir í þjónustuna og með fólkinu koma aukin umsvif,“ sagði Magnús Gíslason, fram- kvæmdastjóri í Fossraf á Selfossi. Magnús í Fossraf á Selfossi verður var við fólksfjölgun og aukna bjartsýni á svæðinu Það er alls staðar bjart- sýni ríkjandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Magnús Gíslason framkvæmdastjóri, lengst til vinstri, ásamt hluta af starfsmönnum Fossraf á Selfossi. Selfoss VERKEFNIÐ Vistvernd í verki hef- ur nú staðið yfir í tæplega þrjú ár. Verkefnið er alþjóðlegt og er Ís- land eitt 17 landa þar sem verk- efnið hefur náð að festa rætur. Boð- ið er upp á þátttöku í visthópi, þar sem heimilishaldið er tekið til at- hugunar og endurskoðunar. Árangurinn lætur ekki á sér standa, hvort heldur er fyrir um- hverfið eða pyngjuna. Nú hafa um 320 heimili vítt og breitt um landið tekið þátt í visthópi, eða um 1.000 manns þegar allir fjölskyldu- meðlimir eru taldir. Sem stendur eru 18 hópar með um 150 þátttak- endum starfandi á landinu enda hefur verkefnið vaxið ört í vetur. Verkefnið er í umsjón Land- verndar en er styrkt af Sorpu, Landsvirkjun, Toyota, Fjarðar- kaupum, Orkuveitu Reykjavíkur og umhverfisráðuneytinu. Hveragerði hefur verið með frá byrjun og í bókinni sem höfð er til grundvallar er vísað til bæjarins. Síðasta vistverndarhóp skipuðu þær Guðný Ísaksdóttir, Guðrún Olga Clausen, Herdís Þórðardóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Jónína Þrastardóttir, Margrét Ísaksdóttir, Pálína Snorradóttir og Sirrý Hreinsdóttir. Þessi hópur sótti um það til ráða og nefnda að fá moltu- tunnur. Samþykktu bæjaryfirvöld að þessi hópur og þeir sem tækju framvegis þátt í vistverndarhópi fengju að gjöf moltutunnu. Í sam- vinnu við Sorphirðuna voru Heims- konum afhentar tunnurnar. Í hópastarfinu er mikið lagt upp úr því að skila marktækum árangri og fylla þarf út á sérstöku eyðu- blaði mælingarniðurstöður í upp- hafi tímabils og í lokin. Þessi hópur sýndi góðan árangur eða 3% betri árangri en meðaltal Hvergerðinga sem tekið hafa þátt í verkefninu. Alls hefur 31 fjölskylda tekið þátt í verkefninu í Hveragerði og er það takmark bæjarins að allir Hver- gerðingar verði vistvænni. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Visthópurinn „Heimskonur“ ásamt Kolbrúnu Oddsdóttur umhverfisstjóra og Kristni T. Haraldssyni, formanni umhverfisnefndar í Hveragerði. Heimskonur fá moltutunnur Hveragerði HÁTÍÐ var nýlega haldin í Listasafni Árnessýslu í til- efni af því að veittar voru viðurkenningar fyrir fallega garða í Hveragerði. Forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn Hjartarson, setti hátíðina og sagði m.a. að líklega hefði bærinn aldrei verið jafnfallegur og í ár. Það bæri að þakka vinnuskólanum, umhverfisstjóra og bæjarbúum öllum sem tekið hafa virkan þátt í fegrun bæjarins. Kristinn T. Haraldsson, formaður umhverfisnefndar, sagði m.a. í ávarpi að hér væru vel hirtir garðar og græn svæði í byggð, sem væri gott heilsufari fólks. Auk þess hefði það áhrif á fasteignaverð til hækkunar. Þeir sem viðurkenningarnar hljóta hafa lagt sitt af mörkum við fegrun bæjarins og skara fram úr við umhirðu garða sinna. Þá afhenti Kristinn ásamt umhverfisstjóra bæjar- ins, Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur, viðurkenningarnar. Kol- brún sagði að undanfarið hefðu vinnuskólinn og um- hverfisstjóri skoðað einka- og fyrirtækjalóðir, til að vekja athygli á lóðafrágangi. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd veitir árið 2003 viðurkenningu fyrir nokkrar lóðir og eina fyrirtækjalóð. Þá hefur Vinnuskólinn einnig valið lóð sem þeim finnst bera af. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir áhuga- verðan lóðarfrágang, umhirðu eða sérstöðu í plöntuvali. Viðurkenningu fyrir snyrtilega og fallega lóð fá Sigur- björg Vignisdóttir og Sigurdór Sigurðsson, Heiðmörk 50; Erla Ragnarsdóttir og Sigurður Sigurdórsson, Reykjamörk 12; og Jón Helgi Hálfdánarson og Jóna Einarsdóttir, Heiðarbrún 16. Í toppstandi eftir tíu ár Framfaraverðlaun í ár hlýtur Valgerður Guðmunds- dóttir sem býr í Bröttuhlíð 12. Rúm fjögur ár eru liðin síðan Valgerður fór að hreiðra um sig í Bröttuhlíð. Eldra greni og birki prýðir lóðina sem er 1.300 fermetrar að stærð. Lítill gróður var á suðausturhluta lóðarinnar, enda Sandhólshver við lóðarmörkin. Valgerður lét keyra mörgum vörubílahlössum af mold og möl í garðinn. Þannig hækkaði hún lóðina, bjó til trjábeð meðfram göt- unni og vatnið hætti að renna af götu og inn á lóðina. Mest plantar Valgerður trjám og runnum og eru plönt- urnar í örum vexti og umhirðan góð. Við húsið er nýr sól- pallur. Valgerður hefur sett sér að markmiði að lóðin verði í „toppstandi“ eftir 10 ár – og fær hún verðlaun fyr- ir þá framtakssemi sem hún hefur þegar sýnt. Flottasti garður bæjarins var valinn af Vinnuskól- anum. Eigendur eru þau Fjóla Ólafsdóttir og Skarphéð- inn Jóhannesson og stendur húsið, sem nefnt er Helga- fell, við Hveramörk 12. Fyrirtæki sem viðurkenningu hlaut er við Breiðumörk 19. Eigandi hússins er Ásgeir Helgason en þar rekur Marta Birna Aðalsteinsdóttir Söluturnin Tíuna. Í umsögn um húsið segir: Breiðamörk 19 hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra, búið er að endur- klæða húsið og gera ýmsar lagfæringar á lóð. Góð að- koma er fyrir alla. Á stéttinni meðfram húsinu er bekk- ur, stubbaker, sorpílát ásamt stólum og borði með sól- og/eða regnhlíf. Merkingar fyrirtækisins falla að líf- legum litum þessa búnaðar. Endurbæturnar gefa aðal- götunni ferskan blæ. Þessu fagnar nefndin og vill því einnig heiðra eiganda hússins, Ásgeir Helgason. Vinnuskólinn hefur gert umhverfismat fyrir sérhvert fyrirtæki í Hveragerði og athugað hvort áhugi sé fyrir hendi á að bæta eða breyta lóðum þeirra. Þau fyrirtæki sem sýndu þessu áhuga áttu þess kost að verða valin úr hópi annarra fyrirtækja og mun bæjarfélagið leggja til fagmann í hönnun eða endurbætur lóðarinnar í eina viku. Það fyrirtæki sem varð fyrir valinu í ár er fyrir- tækið Reykjadalur sem rekur gistihúsið Ljósbrá. Bærinn aldrei jafnfallegur Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Fjóla Ólafsdóttir í garði sínum við Helgafell, eða Hvera- mörk 12 , sem vinnuskólinn kaus „flottasta garðinn.“ Viðurkenningar veittar fyrir fallega garða Hveragerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.