Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 23 ÚRSLITIN Á HREINU! fiú getur fari› áhyggjulaus í fríi›. Skrá›u flig í úrslitafljónustuna hjá Símanum GSM og flú missir ekki af neinu sem gerist í sportinu! fiú fær› úrslitin, stö›una, markaskorara og allt sem skiptir máli sent í símann flinn um lei› og hlutirnir gerast á vellinum. Skrá›u flig í úrslitafljónustuna á vit.is og vertu me› úrslitin á hreinu! Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum GSM. Léttkaupsútborgun 1.980 kr. 1.000 kr. á mán. í 12 mán. 13.980,- Sony Ericsson T310 EINHVER vinsælasta styttri gönguleið á landinu er án efa leið- in frá Arnarstapa að Hellnum. Yfir sumartímann fer fjöldi fólks dag- lega þessa leið en vinsældir henn- ar felast bæði í fegurð og stór- brotnu landslagi og þeirri staðreynd að hægt er að keyra hópa að upphafi leiðar og sækja þá á endastöð. Merkingar hefur lengi vantað við áhugaverðustu staðina á þess- ari leið en nú hefur Framfarafélag Snæfellsbæjar, sunnandeild, í sam- vinnu við Þjóðgarðinn Snæfellsjök- ul, bætt úr því. Framfarafélagið keypti tólf skilti til að merkja staði á þessari gönguleið eftir að hafa fengið styrk frá Pokasjóði til verk- efnisins. Skilti hafa nú verið sett upp við Pumpuna, gjárnar þrjár í nágrenni vitans á Arnarstapa, við Gatklett, við Draugalág og Bólhóla og við Nátthaga, Einbúa, Þrengslabúð og Arabúð. Jafnframt var Dreplukolludys, sem er við veginn niður að Hellnum, merkt. Framfarafélagið keypti einnig skilti til að bæta merkingar við Sönghelli því ferðamenn áttu oft erfitt með að finna hinn rétta helli í sandsteinsveggnum. Nú er slíkt vandamál úr sögunni. Landverðir Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls sáu um uppsetningu á skiltunum í friðlandinu á Stapa og Hellnum, svo og við Sönghelli og hreinsuðu jafnframt hellinn í sum- ar. Samstarfið milli Framfarafé- lagsins og Þjóðgarðsins er til mik- illar fyrirmyndar og styrkir og eflir ferðaþjónustu á svæðinu. Vinsæl gönguleið merkt Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann TÓMAS Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, og dóttir hans Þorgerður voru fiskin þegar þau veiddu 29 sil- unga í Fellsá í Strandasýslu. Fellsá rennur um gróðursælan Steinadal í Kollafirði. Tómas Gunnar segist hafa fengið veiðiáhugann ungur og fylgst með veiðum móðurbróður síns og ann- arra ættingja en hin gjöfula veiðiá, Hrútafjarðará, rennur um land Hrútatungu. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Fengsæl feðgin Hólmavík EYÞÓR Hemmert Björnsson, sex- tán ára ofurhugi á Húsavík, gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti Íslandsmet í stökki á mótorkross- hjóli. Bætti hann eldra met tölu- vert eða um 5 metra, úr 30 metr- um í 35 metra. Stökkið fór þannig fram að útbúinn hafði verið stökkpallur úr timbri og lendingarhaugur úr möl. Þar hafði Eyþór Hemmert æft sig að undanförnu fyrir stökkið langa og segir hann þetta ekki eins glæfralegt og það það líti út fyrir að vera. Eyþór Hemmert er einnig efni- legur keppnismaður í vélsleða- íþróttinni og stóð sig mjög vel síðastliðinn vetur og varð m.a. Ís- landsmeistari í snjókrossi ung- linga 2003. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Íslandsmet í vélhjóla- stökki Húsavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.