Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ I Hinn 10. júlí kl. 16.25 er flug RKV- IFJ 026 áætlað frá Reykjavíkurflug- velli til Ísafjarðar. Við hjónin erum tilbúin með brottfararspjöld okkar og göngum um borð í flugvélina. Hálftíma töf varð samt á brottför, því farþegaskráin passaði ekki. Loks gaf sig fram „hinn týndi sauð- ur“ og spurður um óstundvísi sína svaraði hann aðeins: „Haldið þið ekki að maður verði að klára bjór- inn sinn?“ Mig hafði alltaf langað til þess að sjá Vestfirði úr lofti á þessari flugleið, en ekkert séð fyrir skýjum. Reynt það árið 2001, en þá aðeins séð niður á Rauðasand eina örskots- stund. Yfir Ísafjarðarflugvelli er okk- ur tilkynnt að smátöf verði á lend- ingu, því sjúkraflugvél sé undir okkur og hún hafi allan forgang, svo við yrðum að fljúga þrjá hringi yfir Djúpinu á meðan hún lenti. Ég hafði lesið það í Mbl. fyrir skömmu, að Hótel Ísafjörður hefði verið endur- hæft, öll 5. hæðin tekin undir her- bergi í stað fundarsalar, sem áður var þar. Eitt herbergi var þó miklu stærst, nr. 508 og mátti heita „svíta“. Útsýni úr þessu herbergi mjög gott niður á Silfurtorgið, þar sem Græn- lendingar sýndu dansa þessa helgi. Okkur leið frábærlega í þessu her- bergi, breiðband af fullkomnustu gerð, matur í veitingasalnum frábær, og viðmót starfsfólksins eftir því al- úðlegt. Höfðum oft gist þarna áður, en þessi dvöl tók öllu fram og mætti gjarnan bæta við fjórðu stjörnunni á Hótel Ísafjörð. II Árni Ármann Árnason lögmaður, frændi okkar hjóna er kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur þroskaþjálfa og var útför móður hennar, Ingibjargar Finnsdóttur (1921–2003), gerð frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 11. júlí, kl. 14.00. Fórum við hjónin við útför- ina og þótti hin nýja kirkja glæsileg, sérstaklega að innan, því að utan er hún í nýstárlegri kantinum að mínu mati. Sr. Magnús Erlingsson jarð- söng, en hann er systursonur Sverris Hermannssonar fyrrum Lands- bankastjóra og því af traustum og virtum vestfirskum ættum. Fórst honum allt vel úr hendi og ræða góð. Síðan var duftkerið borið út í gamla kirkjugarðinn og það jarðsett við leiði foreldra Ingibjargar, þeirra Finns Jónssonar alþingismanns og ráðherra (1894–1951) og Auðar Sig- urgeirsdóttur húsfreyju (1888–1935). Loks var erfidrykkja í húsakynnum Frímúrara með miklum myndar- brag. III Enn var tími til þess að skoða Safnahúsið, hið nýja Menningarhús Ísfirðinga, sem stendur á Eyrartúni og húsið hannað af Guðjóni Sam- úelssyni húsameistara ríkisins sem sjúkrahús og vígt 17. júní 1925, en hann var náfrændi minn, faðir minn og Guðjón systkinabörn. Guðjón var fæddur á Hunkubökkum l6. apríl 1887, en lést í Reykjavík 25. apríl 1950. Ég hefi ávallt verið stoltur af þessum frænda mínum og það má segja um hina íslensku þjóð, að hún er um margt furðuleg. Eftir áratuga níð og fyrirlitningu er hann nú talinn fremstur meðal jafningja, þannig að segja má, að nú vildu allir Lilju kveð- ið hafa. Málverkasýning stóð yfir í „Gamla sjúkrahúsinu“ eins og sumir kalla það enn og voru þar sýnd verk Kristjáns H. Magnússonar (1903– 1937). Vígsluhátíð Safnahússins á Eyrartúni var haldin 17. júní sl. Kristján naut ekki þeirrar viður- kenningar í list sinni í lifanda lífi, sem hann átti skilið og var ástæðan hinir gömlu fordómar: „Hann hafði lært í Ameríku.“ IV Laugardaginn 12. júlí bauð Árni frændi okkur í ökuferð til Bolungar- víkur, þaðan sem þau eru ættuð Árni og kona mín Halldóra Árnadóttir föð- ursystir hans (Ósætt). Fyrst var ekið niður á bryggju, þar sem aflakló ein var að landa úr báti símum. „Það er lagaskylda að koma með allan afla að landi, hvað smár sem hann er,“ segir Guðmundur aflakló, er mér var star- sýnt á ýsukóðið, er hann hafði tekið frá. Stærðar golþorskur var í öðru keri og stærðar steinbítur, en yfir- leitt fannst mér þetta lélegur afli, en þeir félagar kvörtuðu ekki. Næst var haldið í Hólskirkjugarð, en þar eru legsteinar forfeðra og formæðra þeirra Árna og Halldóru. Þetta er eins og víðar, þar sem allir afkom- endur hinna látnu eru brottfluttir, að viðhald legsteina vill dragast á lang- inn. Nú heitir Árni því að fá menn í þetta verk sem allra fyrst og sætt- umst við á það. Að endingu var haldið inn að Reiðhjallavirkjun, en hún var vígð 8. mars 1958. Ósættin, sem átti jörðina Gil hafði selt hana, en tekið undan vatnsréttindin í Fossá, sem virkjuð var. Vélar höfðu verið keypt- ar frá Tékkóslóvakíu og reyndust í fyrstu afar illa, eilífar bilanir. Gunn- hildur hét kona af Ósætt Ólafsdóttir. Hún féll út af heyflutningsbát á Dýrafirði og drukknaði. Eigi áttaði hún sig strax á vistaskiptunum, þannig að hún gekk aftur lengi vel. Þó fór svo að hún komst í vist hjá Lykla-Pétri og undi þar hag sínum vel, þar til er hún biður Pétur um leyfi til að bregða sér af bæ, því það sé verið að hafa fé af ætt sinni og vilji hún að þeir fái leiðréttingu mála sinna sem allra fyrst. Loks greiðir Orkubú Vestfjarða Ósættinni fyrir vatnsréttindin og tók þá fyrir allar bilanir á hinum tékknesku vélum, en skipt var um vélar árið 1992. Síðan hélt Gunnhildur aftur til Himnaríkis í vistina hjá Lykla-Pétri. V Fjórir læknar gegndu læknisstörf- um á Ísafirði úr ætt minni á 20. öld- inni: 1) Eiríkur Þ. Kjerúlf (1877– 1949), læknir á árunum 1908–1932 (aðstoðarlæknir). 2) Kjartan Jó- hannsson (1907–1987), læknir á ár- unum 1932–1963, alþingismaður. 3) Baldur G. Johnsen, f. 22. okt. 1910 læknir á árunum 1942–1950, 92 ára gamall, 4) Úlfur Gunnarsson (1919– 1988) yfirlæknir á spítalanum 1954– 1981. Langafi minn sr. Sigurður Gunnarsson (1848–1936) var fyrsti skólastjóri Barnaskóla Ísafjarðar og gegndi því starfi frá 1876–1879. Færðu Ísfirðingar honum forkunnar- fagra standklukku, áletraða með þakklæti fyrir skólastjórn hans. Langafi vígðist að Ási í Fellum 17. maí 1878, svo vera kann að hann hafi stigið í stólinn í Ísafjarðarkirkju síð- asta vetur sinn á Ísafirði, því hann flyst ekki austur að Ási, fyrr en um vorið 1879. Sr. Sigurður útskrifaðist úr Prestaskólanum 1873, dvaldi um skeið í Englandi sumarið 1873, en varð síðan stundakennari við Barna- skólann í Reykjavík. Svo skemmti- lega vill til, að nú hafa tvær systur- dætur mínar sest að á Ísafirði og ber önnur þeirra nafn 1angalangömmu sinnar, Soffía Emilía Bragadóttir, f. 1962, leikskólakennari en systir hennar Guðrún Björg Bragadóttir, f. 1968, er skattstjóri á Ísafirði. Langa- langamma þeirra systra hét Soffía Emilía Einarsdóttir (184l–1902). Þær systur búa í skattstjórahúsinu á Urð- arvegi 30. Buðu þær okkur til hádeg- isverðar sunnudaginn 13. júlí og átt- um við þar ánægjulegar stundir. Aðra frænku mína ætluðum við okk- ur að heimsækja, en hún heitir Sig- ríður Steinunn Axelsdóttir og er gift Jóhanni Hinrikssyni safnverði. En hún lá í beinbroti og í staðinn litum við inn í næsta hús í Neðstakaupstað, Tjöruhúsið. Þar eru hinar ágætustu veitingar, sem við neyttum, en mesta athygli mína vakti Firmamerki úr hvalbeini: Á/S (sbr. mynd). Þetta er skammstöfun á Ásgeirsson & Stixrud, en það reisti hvalveiðistöð að Uppsalaeyri við Seyðisfjörð í Ísa- fjarðardjúpi. Stöðin var starfrækt þar frá 1898–1904. Þá fluttu þeir fé- lagar stöðina til Eskifjarðar og þar var hún starfrækt til 1913. (Ásgeir „yngri“ Ásgeirsson var Ísfirðingur, en Stixrud Norðmaður.) VI Ferðalok Nú aka þær systur okkur út á flug- völl, en þar er eins konar vinabæj- armót, eins og Gísli heitinn Jónsson frá Hofi, hinn kunni málvöndunar- maður, kallaði biðsalinn á Akureyri. Gaf ég mig á tal við mann, sem ég hafði líklegast hitt fyrir 30 árum í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit og mælti: „Ert þú ekki frá Asparvík?“ Mikið rétt, þarna var þá kominn þingmaður vinstri-grænna, Jón Bjarnason, f. í Asparvík á Ströndum 1943. Tókum við Jón upp létt hjal, þar sem hann þekkti fljótt til mín þar sem við afkomendur Soffíu Emilíu langömmu minnar höfðum styrkt endurgerð kirkjugarðsins í Bjarnar- höfn, þar sem hún er grafin. Við Bjarni faðir hans vorum miklir vinir og hafði ég eftir Bjarna þessa setn- ingu: „Mér líkar ágætlega við Reyk- víkinga að öllu leyti öðru en því, hvað þeir tala illa um Hermann Jónasson (1896–1976).“ Hóf nú Jón að lýsa framboðsferðum Hermanns, Bjarni faðir hans skaut honum oftast á bát sínum yfir firði og fyrir forvaða, en annars gekk Hermann mest af kjör- dæmi sínu og var allt að því tignaður sem guð. Skildum við Jón sem mestu mátar eftir að ég hafði látið fylgja nokkrar sögur af Hermanni, enda við nágrannar í áratugi. Æsku okkar Steingríms sonar hans hefi ég lýst þannig: „Milli okkar var eitt ár og eitt hús.“ Nú er flugvélin stundvísari en í Reykjavík, en það eina sem ég sá merkilegt út úr vélinni voru tvö Akranes samtímis: Akranes við Akra á Mýrum, þar sem mest kríuvarp er á Íslandi og svo fótboltakaupstaðinn fræga við Langasand. Ísafjarðarbréf „Gamla sjúkrahúsið“ á Eyrartúni, Ísafirði, vígt 17. júní 1925, nú Safnahús. Grænlenskur hópur að syngja á Silfurtorginu.Greinarhöfundur ásamt græn- lenskri yngismey í hátíðarbúningi fyrir framan Hótel Ísafjörð. Vatnshjólið (túrbínan) úr gömlu vél- unum frá 1958 (Reiðhjallavirkjun). Firmamerki hvalstöðvarinnar við Uppsalaeyri v. Seyðisfjörð. Á/S úr hval- beini, en þetta er skammstöfun á Ásgeirsson & Stixrud. Orkubú Vestfjarða – Reiðhjallavirkjun 1958. Leifur Sveinsson „Skjaldarmerki Ísafjarðarkaupstaðar“, bíll Gamla bakarísins. Eftir Leif Sveinsson Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.