Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 39
manna lengst við miklar vinsældir
og vaxandi traust, enda var hann
gæddur þeirri náðargáfu, sem of fám
er gefin. Hann kunni manna bezt að
annast aldraða og umkomulausa og
hlífði sér hvergi í þeirra þágu. Allir
vissu, að starfið var erilsamt og óx
ört að umfangi. Það orðspor festist
þó við Konráð, að aldrei ætti hann
svo annríkt, að hann gæti ekki sinnt
gamalmenni eða smælingja. Og
raunar mun hann löngum hafa vitjað
þeirra margra óbeðinn. Sagt var, að
sjaldan hefði honum legið á í slíkum
vitjunum. Hér eystra varð honum
því aldrei vina vant. Þeir urðu æ
fleiri, sem settu traust sitt á hann og
hresstust í anda við hverja heimsókn
og spjallstund. Því var hann án efa í
fremstu röð þeirra öðlinga sem
lögðu traustan grundvöll að því far-
sæla og fágæta starfi sem unnið er á
Heilsugæzlustöðinni í Laugarási enn
í dag. Ég hygg, að uppsveitarmenn í
Árnesþingi muni nokkuð samdóma
um, að læknaþjónusta í strjálbýli á
Íslandi geti naumast orðið öllu betri
en þar gerist.
Að leiðarlokum verður gömlum
presti hugsað til hans, sem sagði: –
Komið til mín, allir þér, sem erfiði og
þunga eruð hlaðnir. Ég mun veita
yður hvíld. – Ekki þurfa heilbrigðir
læknis við, heldur þeir, sem sjúkir
eru. – Ég er góði hirðirinn og þekki
mína og mínir þekkja mig. – Enginn
skal slíta þá úr hendi minni.
Á kórgafli Skálholtskirkju er enn
myndin mikla sem táknar hina góðu
játningu: – Ég er þess fullviss, að
hvorki dauði né líf – né nokkuð ann-
að skapað muni geta gjört oss við-
skila kærleika Guðs, sem birtist í
Kristi Jesú Drottni vorum.
Atburðir ollu því, að prestshjón í
Skálholti og þau hjón, Anna Agnars-
dóttir og Konráð, áttu saman harma-
og gleðistundir. Þar knýttust vina-
bönd. Með virðing og þökk kveð ég
mikinn lækni, gáfumann og góðan
dreng. Drottinn blessi og varðveiti
ástvini hans alla og muni bænir hans
fyrir þeim.
Guðm. Óli Ólafsson.
Við vorum ekki háir í loftinu þegar
kynni okkar Konna hófust. Foreldr-
ar okkar voru vinafólk. Sigurður,
faðir Konna, var skólastjóri við Mið-
bæjarskólann í Reykjavík en móðir
mín kennari við sama skóla. Bjuggu
þau hjónin, Sigurður og Rósa sem
var seinni kona hans og móðir
Konna, í íbúð í skólanum sem ætluð
var skólastjórum skólans, ásamt
sonum sínum þremur.
Óljóst man ég eftir Sigurði heitn-
um sem lést þegar Konni var fimm
ára gamall en ég man eftir einni
heimsókn þeirra hjóna því þau gáfu
mér leikfang sem ég hafði miklar
mætur á. Þetta leikfang á ég enn.
Eftir lát Sigurðar bjó Rósa með
sonum sínum á ýmsum stöðum í
Reykjavík, lengst á Skólavörðustíg
neðarlega. Var þá stutt leið á milli
vina en foreldrar mínir bjuggu of-
arlega á Lokastíg. Var Konni þar
tíður gestur. Á þessum árum bjuggu
þar tápmiklir og athafnasamir
drengir. Konni tók strax fullan þátt í
leikjum og störfum okkar drengj-
anna.
Móðir Konna lést þegar hann var
á 14. ári. Fór hann þá til Steinþórs
bróður síns og Auðar konu hans og
dvaldist hjá þeim þar til Steinþór
lést af slysförum í Heklugosinu 1947.
Eftir það dvaldist hann hjá Guðrúnu
systur sinni og manni hennar, Gísla
Gestssyni frá Hæli.
Við Konni vorum á svipuðum tíma
í Menntaskólanum í Reykjavík, hann
á undan mér enda eldri. Bættust nú
skólabræður okkar beggja í vina-
hópinn. Hófust nú hinir mestu dýrð-
ardagar. Leið varla sá dagur að við
Konni hittumst ekki. Allt var gert
sér til gamans: leikhús- og bíóferðir,
kaffihúsasetur, skíðaferðir, sam-
kvæmisástundun, gönguferðir, oft
langt út fyrir bæinn, ekki síst á vor-
kvöldum. Við höfðum skemmtun
hvor af öðrum og honum fylgdi ávallt
kæti og gleði sem hann smitaði aðra
af. Hann var spaugsamur og fyndinn
en gat stundum verið stríðinn.
Konni var búinn svo mörgum góð-
um kostum sem ég naut góðs af.
Hann var hjálpsamur og gjafmildur,
greiðvikinn og úrræðagóður þeim
sem til hans leituðu. Ávallt var ég
þiggjandinn og hann veitandinn.
Konni hafði til að bera mikla per-
sónutöfra og kom einkum tvennt til.
Annars vegar var hann myndarlegur
á velli, karlmannlegur, laglegur og
naut því hylli fólks. Hins vegar hreif
hann fólk með sér með orðfimi sinni,
greind og sannfæringarkrafti. Hafði
hann þá á hraðbergi orð og orðtök
sem við áttu hverju sinni enda hafði
hann meira vald á íslenskri tungu en
almennt gerist. Stundum minnti
hann mig á leikara sem finnur að
hann á andartakið, sem finnur að
hann fangar hugi áhorfenda og hríf-
ur þá með sér. Þessir eiginleikar
hans komu helst í ljós í mannfagnaði
eða þegar hann kynntist öðru fólki.
Þessi framkoma hans var honum
eðlislæg og óafvitandi verkaði hann
eins og segull á fólk. Alla þessa eig-
inleika hafði hann í ríkum mæli og
þeir stuðluðu síðan að því að gera
hann að farsælum lækni.
Ekki fóru þau Anna kona hans
varhluta af sorginni. Þegar þau
bjuggu í Laugarási kvaddi dauðinn
dyra og hreif með sér dóttur þeirra á
þriðja ári, hana Önnu litlu.
Frá Laugarási fluttust þau til
Reykjavíkur þar sem Konni starfaði
sem heimilislæknir upp frá því. En
þá urðu þau fyrir öðru áfalli. Konni
veiktist alvarlega af þungbærum
sjúkdómi sem lék hann svo grátt að
ég þekkti hann varla fyrir sama
mann. Við þennan sjúkdóm varð
hann að glíma til hinstu stundar. En
Anna, þessi umburðarlynda kona
með stóra hjartað, var honum stoð
og stytta. Stuðningur hennar og
barnanna gerði honum kleift að
stunda störf sín áfram farsællega til
síðustu stundar.
Að lokum vil ég, Konni minn,
þakka þér fyrir ævilanga vináttu
sem aldrei féll skuggi á. Hver veit
nema við eigum eftir að hittast hin-
um megin og „taka lórensana sam-
an“ eins og við gerðum svo oft? Þá
verður nú glatt á hjalla og mikið
hlegið. Hver veit? Ég er strax farinn
að hlakka til.
Við Dúfa vottum Önnu, börnum
hans, Tryggva bróður hans og öðr-
um aðstandendum innilega samúð.
Blessuð sé minning Konráðs
Sigurðssonar.
Erlingur Steinsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 39
✝ Emilía Bjarnasonfæddist í Reykja-
vík 20. ágúst 1922.
Hún lést á Landspít-
alanum 21. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Carl
Christian Nielsen, f.
10.6. 1895, d. 23.9.
1951, og Kristín G.
Nielsen, f. 9.11. 1896,
d. 10.7. 1987. Systur
Emilíu eru Hulda, f.
1918, látin, María, f.
1919, látin, Guðrún,
f. 1923, látin, Olga, f.
1925, látin, og Guð-
munda (Gógó), f. 1933, búsett í
Reykjavík.
Emilía giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Þorsteini Th.
Bjarnason, 20. janúar 1948. Börn
þeirra eru: 1) Þor-
steinn Bjarnason,
ókvæntur og barn-
laus. 2) Kristinn
Bjarnason, kvæntur
Guðlaugu Haralds-
dóttur, og eiga þau
þrjú börn: Harald
sem er kvæntur Sig-
urbjörgu Lindu Æv-
arsdóttur og eiga
þau tvo syni, Óliver
og Kristin Bjarna;
Þorstein og Jóhann
Birki. 3) Emil
Bjarnason, kvæntur
Birnu Dís Trausta-
dóttur og eiga þau fjögur börn:
Emilíu Kristínu, Birni Karl,
Sindra Karl og Hilmi Karl.
Útför Emilíu fór fram í kyrr-
þey.
Það eina sem við vitum, er við
fæðumst, er það að við munum öll
kveðja þetta líf fyrr eða síðar. Nú
hefur kvatt okkur Emilía amma sem
hefur alið, glatt og fylgt okkur frá
vöggu. Margar minningar eigum við
sem tengjast henni og væri það of
langt mál að skrifa það allt hér en
heiðarleiki og hreinskilin svör voru
alltaf hennar einkennismerki. Það
eru margir einstaklingar sem hafa
kvatt þennan heim sem hafa haft
áhrif á okkur og þeirra lífssýn hefur
mótað okkur og gert okkur að því
sem við erum í dag. Þessa reynslu
munum við nýta okkur til að móta
okkar börn á sama hátt og þetta fólk
mótaði okkur.
Við viljum þakka þér, amma, fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir okkur og
biðjum Guð að geyma þig.
Megi Guð blessa þig og styrkja,
Þorsteinn afi.
Þorsteinn, Jóhann, Haraldur,
Óliver og Kristinn Bjarni.
Emilía vinkona mín er gengin á
braut. Hún fór snögglega og okkur
gafst ekki tími til að kveðjast. Þess
vegna langar mig að senda henni
stutta kveðju með innilegu þakklæti
fyrir langa og einlæga vináttu. Við
vorum mjög ungar þegar við unnum
saman og myndaðist þá sú vinátta
sem haldist hefur æ síðan eða í sex-
tíu ár. Á þeim tíma stofnuðum við
fimm vinkonur og tilvonandi eigin-
menn okkar ferðaklúbb ásamt öðru
ungu fólki. Það þættu líklega ekki
merkileg ferðalög í dag en það var
farið vítt og breitt um landið og átt-
um við margar góðar endurminn-
ingar frá þeim ferðum, kröfurnar
voru aðrar þá en nú. Við giftum okk-
ur síðan allar um svipað leyti og
eignuðumst okkar fyrstu börn.
Byrjuðum við þá með saumaklúbb.
Þegar börnin voru lítil reyndum við
að hittast í hverri viku, bárum sam-
an bækur okkar og sögðum hver
annarri til. Það voru oft eins og
bestu námskeið þar sem unnið var
af kappi en ekki bara talað um
náungann eins og margir halda. Það
var alltaf jafngaman að hittast og
mikið hlegið. Þar voru rædd trún-
aðarmál og tókum við þátt í gleði og
sorgum hver annarrar. Við vorum
svo heppnar að með árunum náðu
mennirnir okkar mjög vel saman.
Síðustu árin höfum við bara verið
fjögur eftir en höfum haldið því að
hittast einu sinni í mánuði og lagði
Emilía mikla áherslu á að svo mætti
verða.
Fyrir nokkrum árum greindist
Emilía með Alzheimer-sjúkdóm en
sem betur fer greindist hann á byrj-
unarstigi og komst hún fljótt á ný
lyf sem haldið hafa honum ótrúlega
niðri og hún fékk að njóta þess að
geta hugsað einstaklega vel um
heimilið sitt og hlúð að manni sínum,
barnabörnum og allri fjölskyldu
sinni.
Emilía var fædd í Reykjavík, ein
af sex systrum sem ólust upp lengst
af við Njálsgötu. Hún var sannkall-
að borgarbarn, lifði og starfaði alla
tíð í og við miðborgina og vildi ekki
annars staðar vera. Ung vann hún á
gamla Hressingarskálanum við upp-
vartingar og minntist hún oft allra
þeirra gömlu karaktera sem þar
sátu og áttu fastan stað á Skálanum.
Oft rakst hún á ungt fólk (miðaldra)
sem heilsaði henni og þakkaði fyrir
gömlu góðu dagana í gamla Sjálf-
stæðishúsinu eða Sigtúni. Það
gladdi hana mjög. Enginn minntist
Emilíu nema að góðu einu. Hún vildi
öllum vel og hafði mikla samúð með
öllum þeim sem minna máttu sín eða
fóru á einhvern hátt halloka í lífinu.
Einn systurson átti hún sem átti við
langvarandi veikindi að stríða.
Sýndi hún honum einstaka um-
hyggju og var það eitt hennar síð-
asta verk að senda honum sunnu-
dagssteikina og alltaf var Þorsteinn
boðinn og búinn að standa með
henni í öllu því sem hún vildi gott
gera. Hún hugsaði alltaf ákaflega
vel um sitt fólk og heimilið bar þess
merki. Mikil handavinnukona var
hún alla tíð, prjónaði lopapeysur og
heklaði teppi sem hún seldi til að
bæta hag heimilisins. Fyrr á árum
gerði hún eldhúsið sitt að bakaríi,
bakaði og seldi hafrakex sem margir
minnast.
Síðast áttum við einstaka ánægju-
stund á heimili þeirra hjóna 2. júlí á
áttræðisafmæli Þorsteins og var það
gert af sama myndarskap og rausn
og hún hafði ætíð gert. Ekki mátti
hún heyra minnst á að sleppa að
halda afmælisveislu. Það gerði hún
aldrei. Fjölskylda og vinir áttu að
hittast og gleðjast saman við hvert
tækifæri. Engum gat dottið í hug að
hún væri eins veik og nú hefur kom-
ið í ljós.
Kallið kom, komin var sú stund
sem kemur til okkar allra og við
þökkum Guði að hún þurfti ekki að
lifa það sem hún kveið mest. Hún
var tilbúin.
Við hin erum aldrei viðbúin þegar
vinir kveðja svo snöggt sem nú varð.
Ég bið Guð að styrkja og styðja vin
minn Þorstein og synina, tengda-
dætur, ömmubörnin, Guðmundu,
systur hennar sem er nú ein eftir af
systrunum, og Hrein, frænda henn-
ar sem hún bar svo mikla umhyggju
fyrir.
Kæra vinkona, Guð blessi þig og
geymi um eilífð. Hafðu hjartans
þökk fyrir allt.
Margrét Stefánsdóttir.
EMILÍA
BJARNASON
Elsku afi, nú eru
komin þau tímamót í lífi
okkar þar sem þú lifir
ekki lengur meðal okk-
ar, en við vitum samt að
þú ert með okkur í hjartanu og munt
ávallt gæta okkar allra á okkar lífsins
vegi. Við munum ávallt eftir öllum
sælgætismolunum sem þú gafst okk-
ur, eftir afadjúsnum sem þú bland-
aðir alltaf á Freyjugötunni, eftir
gleymméreyjunum í garðinum sem
þér var svo annt um og jólabjöllunum
sem alltaf fóru upp í tré á jólunum.
Elsku besti afi okkar, við viljum
þakka þér fyrir allar góðu stundirnar
sem við höfum átt með þér og allar
góðu minningarnar sem þú hefur
gefið okkur. Takk fyrir að vera góður
afi.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hjartans amma, við munum
standa við hlið þér og halda í hönd
þína í gegnum sorgina og erfiðið
framundan.
Dagný Eva, Elísabet
og Björgheiður.
Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur,
en þú munt ávallt lifa í hjörtum okk-
ar.
Við gleymum aldrei þeim ófáu sæl-
gætismolum sem þú laumaðir í vasa
okkar, við mismikinn fögnuð foreldra
og heimatilbúna afadjúsinum, sem
við héldum svo mikið upp á.
PÁLL SVERRIR
GUÐMUNDSSON
✝ Páll Sverrir Guð-mundsson fædd-
ist á Læk í Hraun-
gerðishreppi í Flóa
23. nóvember 1917.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 27. júlí síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 31. júlí.
Megi guð geyma þig,
elsku afi.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Hjartans amma, við
lofum að styðja við bak-
ið á þér í gegnum þessi
erfiðu tímamót.
Heiðrún Erna og
Heiða Vigdís.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hjartfólgins fjölskylduvinar,
Sverris Guðmundssonar, sem lést að
morgni 27. júlí sl. Allt frá því ég
kynntist þeim hjónum Sverri og
Björgheiði fyrir nærri 20 árum, hafa
þau verið okkur sem önnur fjöl-
skylda.
Sverrir var móðurbróðir mannsins
míns og skipaði stóran sess í huga
hans á uppvaxtarárunum. Það var
honum því mikil ánægja, þegar kynn-
in voru endurvakin og urðu æ sterk-
ari með árunum. Börnunum okkar,
Sverri, sem nafni hans hélt undir
skírn, og Hólmfríði, urðu þau jafn
kær og væru þau afi og amma, enda
tóku þau þeim af þvílíku ástríki sem
væru þau þeirra eigin barnabörn.
Alltaf ríkti tilhlökkun þegar von var á
þeim hjónum, hvort sem tilefnið var
afmæli, eða þau komu færandi hendi
á Þorláksmessukvöld. Hin síðari ár
var það orðinn fastur og ómissandi
liður að kíkja í kaffi til Sverris og
Björgheiðar að lokinni bæjarferð á
Þorláksmessukvöld. Einnig hefðu
fermingarveislur barna okkar ekki
orðið samar án þeirra. Minnist ég
sérstaklega fermingar Hólmfríðar í
apríl sl. þegar þau komu svo að segja
beint úr annarri fermingarveislu,
þrátt fyrir veikindi Sverris, sem lét
engan bilbug á sér finna. Allar gjafir
þeirra voru gefnar af ástríki og þegn-
ar með mikilli gleði. Alltaf var jafn
notalegt að heimsækja þau, þá var
boðið upp á allt það besta og heim-
ilisbragurinn einkenndist af hlýju og
gestrisni. Samband þeirra var ein-
staklega náið og þau báru virðingu og
umhyggju hvort fyrir öðru. Sverrir
var einn af þessum fágætu mönnum,
sem fyrirhafnarlaust hlýtur virðingu
og aðdáun meðbræðra sinna. Hann
var glæsilegur á velli, hafði einstak-
lega léttan húmor og átti auðvelt með
að hrífa aðra með sér. Hann varð-
veitti barnið í sjálfum sér og var því
hvers manns hugljúfi.
Ég votta Björgheiði, börnum og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð og bið góðan guð að varðveita
þau í sorg þeirra.
Blessuð sé minning Sverris Guð-
mundssonar.
Sóley Ragnarsdóttir.
Með örfáum orðum viljum við
kveðja Sverri, besta vin föður okkar,
Halldórs Ásmundssonar, sem lést
fyrir tveimur árum. Sverrir og pabbi
kynntust sem ungir menn nýkomnir
til Reykjavíkur og myndaðist með
þeim einstök vinátta sem hélst alla
tíð. Þegar þeir stofnuðu heimili bætt-
ust Björgheiður eiginkona Sverris og
móðir okkar Sigrún Guðmundsdóttir
í hópinn. Á milli heimilanna var alltaf
mikill samgangur og á öllum stórum
stundum í lífi beggja fjölskyldna var
sjálfsagður hlutur að mæta. Saman
ferðuðust þau bæði innan lands og
utan. Traust vinátta, góð kímnigáfa
og léttur andi milli þessara hjóna var
okkur systkinunum mikils virði. Án
Sverris og Björgheiðar var ekkert af-
mæli eða veisla. Það var yndislegt að
fylgjast með þeim vinunum rifja upp
gamla, góða tíma og atvik og oftast
fylgdi dillandi hlátur.
Einkennilegt er að þeir vinirnir
skyldu báðir þurfa að þjást af Park-
insonsveikinni síðustu æviár sín, en
þeir báru þetta einstaklega vel og var
kímnin í lagi fram á það síðasta.
Við sendum Björgheiði, börnum og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur með ósk um áframhald-
andi vináttu milli þessara fjöl-
skyldna.
Erna Bryndís Halldórsdóttir,
Helga G. Halldórsdóttir.