Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 42

Morgunblaðið - 02.08.2003, Side 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIR sumartímann eru kvöldmess- ur í Laugarneskirkju á sunnudög- um. Að þessu sinni færum við okkur um einn sólahring, yfir á mánu- dagskvöldið 4. ágúst og messum þá kl. 20. Teljum við fínt að ljúka verslunarmannahelginni með góðri messu. Kór Laugarneskirkju mun syngja undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista, Bjarni Karls- son sóknarprestur þjónar að orðinu og borðinu ásamt Sigurbirni Þor- kelssyni. Fermingarstúlkur frá sl. vori annast barnagæslu meðan á prédikun og altarisgöngu stendur, og svo bíður messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar yfir í safnaðarheim- ilinu. Guðsþjónustur eru innihalds- ríkar og gefandi samkomur, ólíkar öllu öðru sem er í boði. Hvetjum við fólk til að mæta og njóta með okkur. Söfnuður Laugarneskirkju. Þýskur kór syngur í Kópavogskirkju FYRSTA guðsþjónusta eftir sum- arleyfi verður kl.11, sunnudaginn 3. ágúst. Í henni munu félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Julians Hewlett, organista og kórstjóra. Kirkjukór frá Bielefeld í Þýska- landi tekur ásamt tónlistarfólki þátt í guðsþjónustunni en kórinn er hér í heimsókn og mun taka þátt í guðsþjónustu í Stykkishólmi, sunnudaginn 10. ágúst. Orgelleikur og ljóðalestur í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 3. ágúst, verður í Hafnarfjarðarkirkju í stað sumarmorgunsöngs kl. 10.30, sem hefur verið það guðsþjónustuform sem fylgt hefur verið í kirkjunni í sumar, boðið upp á lestur fagurra trúarljóða og orgelleik. Við lok stundar eftir bænar- og þagn- arstund gefst kostur á því að kveikja ljós á bænastjaka kirkj- unnar. Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn- arprestur les valin ljóð eftir Matth- ías Johannessen, Hannes Pétursson og fleiri nútímaskáld. Antónía Hevezsi, hinn velmenntaði og hæfi- leikaríki organisti kirkjunnar, leik- ur viðeigandi verk á hið „róm- antíska“ Walkerorgel kirkjunnar. Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn- arprestur. Kvöldmessa í lok verslunar- mannahelgar Kirkjustarf ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkj- unum. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Söng- hópur úr Dómkórnum syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur nið- ur vegna verslunarmannahelgar. Sókn- arprestur. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Hörður Áskels- son. Laugardag: Hádegistónleikar kl. 12. Giorgio Paralini frá Ítalíu leikur á orgel. Sunnudag: Sumarkvöld við orgelið. Org- eltónleikar kl. 20. Giorgio Paralini frá Ítalíu leikur á orgel. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Hauk- ur Ingi Jónasson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Haukur Ingi Jónasson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Lesmessa kl. 11. Sr. Jón Hagbarður Knútsson annast stundina. Kaffisopi á eftir. Sóknarprestur kemur á ný til starfa eftir sumarleyfi 5. ágúst og verður skrifstofa kirkjunnar opin á ný eftir sumar- leyfi frá kl. 10. LAUGARNESKIRKJA:Kvöldmessa mánu- dagskvöld kl. 20. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Stúlkur, sem fermd- ust sl. vor annast barnagæslu meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Messu- kaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIA: Bæna- og kyrrðar- stund kl. 11:00. Ritningarlestur og bæn. Umsjón Jóhanna Guðjónsdóttir guðfr. DIGRANES OG LINDAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30, sr. Magnús Björn Björnsson. „Ömmurnar“ annast söng (sjá heimasíðu: www.digraneskirkja.is). GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur Organisti: Hörður Bragason. Sunnudag: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bæn- arefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Tónlistarmenn og kirkjukór frá Bielefeld í Þýskalandi taka með virkum hætti þátt í guðsþjónustunni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður sunnudag. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma fellur niður vegna móts kirkjunnar að Eyj- ólfsstöðum á Héraði. GARÐAKRIKJA. Kvöldguðþjónusta kl. 20. 30 með ljúfum sálmum, þjónandi prestur Bára Friðriksdóttir og organisti Kári Þormar. Prestarnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðis- samkoma kl. 20 í umsjón kafteinanna Ragnheiðar Jónu Ármannsdóttur og Trond Are Schelander. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Miðvikudaginn 6. ágúst: Ummyndun Drott- ins, hátíð. Hátíðarmessa kl. 18. Í þessari messu verður sérstaklega minnst Önnu Soffíu Axelsdóttur Guest. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. REYNIVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudaginn 3. ágúst kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprest- ur.HAFNARFJARÐARKIRKJA: Orgel og ljóðalestur kl. 10.30. Organisti: Antónia Hevezi. Prestur og lesari: Sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, léttur há- degisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldra- samvera miðvikudaga kl. 11. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 3. ágúst kl. 17. Í messunni verða fluttir þættir úr kantötu J.S. Bachs, Vakna, Síons verðir kalla. AKUREYRARKIRKJA: Helgistund kl. 11. Prestur: Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Magnea Tómasdóttir og Guðmundur Sig- urðsson syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Sumartónleikar kl. 17. Magn- ea Tómasdóttir, sópran, og Guðmundur Sigurðsson, orgel. Aðgangur er ókeypis. GLERÁRKIRKJA. Kvöldmessa verður kl. 20.30 sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor þjónar. Þýski stúlknakórinn „Pfalziche Kurr- inde“ syngur í messunni, stjórnandi er Carola Bischoff. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Org- anisti Guðmundur Vilhjálmsson. Almennur safnaðarsöngur. Ganga undir leiðsögn um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Frið- finnsson. Kvöldguðsþjónusta undir berum himni við Þingvallakirkju laugardag kl. 21. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving sjá um tónlistina. Létt tónlist, lof- gjörð og gleði. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. (Mark. 8.) Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. Elsku pabbi minn. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, JÓN ÓLAFSSON ✝ Jón Ólafssonfæddist á Leirum undir Eyjafjöllum 14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Garða- kirkju á Álftanesi 1. ágúst. hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’ og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson.) Hin langa þraut er liðin, nú loksins fékkstu friðinn. Mig langar að kveðja þig með þessum sálmi, pabbi minn, því þú varst svo trúaður og kenndir mér ásamt mömmu að þekkja Jesú Krist og kærleika hans. Þegar ég var lítið barn úti í Vest- mannaeyjum trítluðum við systkini mín á sunnudagsmorgnum til Einars í Betel fín og pússuð, aldrei mátti koma of seint. Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyr- ir frækorn trúarinnar sem sáð var í sál mína, að því mun ég búa alla ævi. Þakka þér fyrir mildu mjúku hendurnar þínar sem leiddu mig fyrstu skrefin. Þakka þér fyrir að vera alltaf skjól mitt og vörn þegar ég gerði eitthvað sem ekki mátti, og var í uppreisn á unglingsárunum. Þakka þér fyrir að hafa miðlað mér af viti þínu og visku. Þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Þakka þér fyrir alla þá fornfýsi, hjálp og kærleika sem þú sýndir mér þegar Aðalsteinn Guðmundsson eig- inmaður minn dó. Elsku pabbi minn, það var þér mikið áfall þegar mamma dó, en það átti eftir að birta upp, og sólin skein á ný. Enga konu hefði Guð getað gefið þér betri en hana Ingu, góða, fallega og kærleiksríka. Þú elskaðir hana og virtir umfram allt annað og áttir með henni þrjátíu ára hjúskap. Aldrei féll styggðaryrði ykkar á milli. Þið bjugguð hvort öðru yndislegt heimili í Stigahlíð og síðar í Árskóg- um 8, sem stóð okkur öllum opið, og var okkur tekið fagnandi í hvert sinn. Þú varst duglegur að ferðast með Ingu þinni meðan heilsan leyfði, nokkrar heimsreisur voru farnar og heimurinn skoðaður vítt og breitt, landið þitt þekktir þú mjög vel, en kærust voru þér Eyjafjöllin þar sem þú fæddist og ólst upp. Verslun og viðskipti voru þér einkar hugleikin, enda vannstu við þau lengst af ævinni. Ljóðelskur varstu með afbrigðum, og áttir það til að kveða sjálfur. Margar kærar minningar koma upp í hugann frá Vallholtsveginum á Húsavík þegar þú, pabbi, last upp úr Einari Ben. á síðkvöldum, minnis- stæðust er mér Messan á Mosfelli sem þú last af mikilli innlifun. Sorg snýst í fögnuð floginn er andi líkams úr hreysi ljósheima til. Fagnar sá frelsi er flugmætti sínum áður var sviptur um árabil. (Á.S.) Elsku pabbi minn, það var svo sárt að sjá þig bogna og brotna nú síðustu misseri, en ég veit að Guð hefur tekið þig nú í náðarfaðm sinn. Ég flyt þér að lokum hjartans kveðjur frá börn- um mínum og fjölskyldum þeirra, með kærri þökk fyrir alla umhyggju þína þeim til handa. Megi góður Guð styrkja Ingu og okkur öll. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir mig alltaf með, elsku pabbi minn. Guð blessi þig. Hvíldu í friði, pabbi minn. Við pössum Ingu. Þín dóttir, Sirrý Laufdal. MESSUR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærr- ar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ELÍSU BALDVINSDÓTTUR, Bröttugötu 14, Vestmannaeyjum. Hörður Runólfsson, Baldvin Þór Harðarson, Magdalene Lyberth, Sólrún Unnur Harðardóttir, Smári Kristinn Harðarson, Sigurlína Guðjónsdóttir, Baldvin Skæringsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir og kveðjur til allra, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og heiðruðu minningu HERMANNS SVEINBJÖRNSSONAR fréttamanns, Brúarflöt 9, Garðabæ. Sérstakar þakkir fá allir heilbrigðisstarfsmenn, sem önnuðust hann í veikindunum. Matthea Guðný Ólafsdóttir, Katrín Brynja Hermannsdóttir, Auðunn Sv. Guðmundsson, Laufey Guðlaugsdóttir, Hulda Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sveinbjörnsson, Margrét Samúelsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Sveinbjörnsson, Elísabet Grettisdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og afastrákurinn Máni Freyr. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORGEIRS HALLDÓRSSONAR, Austurbrún 27, Reykjavík. Lára Hansdóttir, Hrafn Þorgeirsson, Halldór Þorgeirsson, Arndís Þorgeirsdóttir og fjölskyldur. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐJÓNU F. EYJÓLFSDÓTTUR, Stórholti 19, Reykjavík. Guð blessi ykkur. Ólafur Þórðarson, Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir, Ástríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.