Morgunblaðið - 02.08.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt mjög auðvelt með að
laga þig að breyttum að-
stæðum. Þú hefur miklar
gáfur til að bera og býrð
yfir töluverðum húmor.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Staða himintunglanna gerir
það að verkum að þú þarft
að sýna öðrum sérstaka þol-
inmæði í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gefðu þér tíma til þess að
skipuleggja heimili þitt í
dag. Þú munt njóta þess
mun betur að dvelja heima-
fyrir þegar þú hefur lokið
þessu af.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gerðu eitthvað sem gleður
þig í dag. Það er í góðu lagi
að haga sér eins og barn
endrum og sinnum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Innkaup fyrir fjölskylduna
eða heimilið munu gleðja þig
í dag. Reyndu að finna ein-
hvern hlut sem mun fegra
heimili þitt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur mikla löngun til
þess að hafa samskipti við
aðra í dag. Það væri ekki úr
vegi að heimsækja vin, eða
sækja fjölfarna staði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú er tilvalið að versla fyrir
ástvini. Hvaðeina sem við-
kemur nútímalegri heilsu-
rækt mun vekja áhuga hjá
þér. Sýndu þor og fjárfestu í
einhverju framandi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur þó nokkra yfirburði
í dag. Það orsakast af stöðu
himintunglanna. Ekki hika
við að biðja um það sem þú
vilt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú kemur afskaplega vel
fyrir í dag og sýnir af þér
mikinn þokka. Þú skynjar
það að aðrir bera í kjölfarið
meiri væntingar til þín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Kvenkyns vinur þinn gæti
gefið þér nytsamleg ráð í
dag. Reyndu að kunna að
meta það sem þér er boðið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú getur ekki búist við því
að einhver reyni að létta
undir með þér í dag. Þú
verður að gera hlutina upp á
þitt einsdæmi.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að fá einhvern til
þess að taka þátt í litlu æv-
intýri með þér í dag. Þig
hungrar í þekkingu og
breytt umhverfi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Aukið álag í vinnunni gæti
komið niður á þér seinna.
Reyndu því að fá einhverja
hreyfingu í dag og slaka á.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÚR ÍSLANDSLJÓÐI
Ég ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum leik í hálfum svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.
Ég elska þig, málið undurfríða,
og undrandi krýp að lindum þínum.
Ég hlýði á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.
Einar Benediktsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Jak-obína Stefánsdóttir
útgerðarmaður á Akureyri
verður áttræð 4. ágúst. Jak-
obína og eiginmaður hennar
Haraldur Ringsted verða
með heitt á könnunni sunnu-
daginn 3. ágúst á heimili
sínu Hjallalundi 20, íbúð
205.
70 ÁRA afmæli. SignaH. Hallsdóttir,
Núpasíðu 2B, verður sjötug
mánudaginn 4. ágúst. Hún
og eiginmaður hennar
Gunnlaugur Búi Sveinsson
verða að heiman á afmælis-
daginn.
TROMPBRAGÐ og
framhjáhlaup eru þekktar
tæknibrellur í tromplitnum.
Einstaka sinnum renna
þessar brellur saman í eina
og mynda tignarlegt sjón-
arspil:
Norður
♠ K864
♥ KDG
♦ ÁD64
♣Á3
Vestur Austur
♠ Á107532 ♠ D109
♥ 4 ♥ 10973
♦ 109 ♦ G8532
♣D1064 ♣9
Suður
♠ --
♥ Á8652
♦ K7
♣KG8752
Suður verður sagnhafi í
sex hjörtum og fær út tíg-
ultíu. Frá bæjardyrum
sagnhafa, sem sér aðeins
tvær hendur, er eðlilegasta
byrjunin að taka slaginn í
borði og spila laufinu. Hann
tekur því laufás í öðrum slag
og spilar laufi að kóngnum.
Austur hugsar sig aðeins
um, en hendir svo tígli.
Lauflegan setur strik í
reikninginn, en er ekki óyf-
irstíganleg ef trompið liggur
vel. En það er grunsamlegt
að austur skuli ekki trompa
og sennilegasta skýringin er
sú að hann sé með lengd í
hjarta. Fimmlit er aldrei
hægt að ráða við, en kannski
fjórlit. Sagnhafi ákveður að
spila upp á þá legu og legg-
ur niður tígulkóng. Spilar
svo trompi á blindan og tek-
ur tígulásinn. Þegar vestur
hendir spaða í þann slag er
spilið sem opin bók.
Sagnhafi trompar nú tví-
vegis spaða og lauf til skipt-
is og endar í borði í þessari
stöðu:
Norður
♠ K8
♥ --
♦ 6
♣--
Vestur Austur
♠ Á107 ♠ --
♥ -- ♥ 1097
♦ -- ♦ --
♣-- ♣--
Suður
♠ --
♥ Á8
♦ --
♣G
Vörnin hefur enn ekki
fengið slag svo sagnhafi
vinnur spilið ef hann fær á
hjartaáttuna. Hann spilar
einhverju úr borði. Þetta er
framhjáhlaupsstaða, því ef
austur trompar lágt verður
áttan slagur strax. En aust-
ur stingur auðvitað upp
hjartaníu. Þá hendir suður
laufi og fær tvo síðustu slag-
ina á Á8 með trompbragði.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 4. ágúst verð-
ur Guðmundur Kristleifs-
son, Rofabæ 47, áttræður.
Hann og kona hans, Erla
Bótólfsdóttir, ætla að eyða
deginum saman ásamt börn-
um sínum, tengdabörnum,
barnabörnum og barna-
barnabörnum. Þess má geta
að dóttursonur hans verður
skírður þennan dag.
40 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 4. ágúst verð-
ur fertug Rannveig Eyþórs-
dóttir, hún og eiginmaður
hennar Sigurður Guðnason
blása til veislu á heimili sínu
Brekkugötu 17, Vogum,
sunnudaginn 3. ágúst frá kl.
19 og þau vonast til að sjá
sem flesta.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4.
Rgf3 Rf6 5. Bd3 c5 6. exd5
Dxd5 7. dxc5 Rbd7 8. Rb3
Rxc5 9. Rxc5 Dxc5 10. De2
0–0 11. Be3 Da5+ 12. Bd2
Dd5 13. c4 Dh5 14. 0–0–0 b5
15. cxb5 Bb7 16. Kb1 Hfd8
17. Ka1 Bxf3 18. gxf3 Rd5 19.
Be4 Hab8 20. Ba5 Rf4 21.
De3 Dxb5 22. Bc3 Hdc8 23.
Hhg1 Rg6 24. Hd2 Bc5 25.
De2 Dxe2 26. Hxe2 Hd8 27.
h4 Bd4 28. Bxd4
Hxd4 29. h5 Rf4 30.
Hc2 Rxh5 31. Hc7
Rf6 32. Hxa7 Rxe4
33. fxe4 Hxe4 34. Hc7
h5 35. Hc5 He2 36. b3
h4 37. Hh5 Hb4 38.
Hh1 Hxf2 39. H5xh4
Hxh4 40. Hxh4 f5 41.
a4 g5 42. Hh5 g4 43.
a5 Kf7 44. a6 Hd2 45.
Hh8 g3 46. a7 g2 47.
Hg8 Kxg8 48.
a8=D+ Kf7 49.
Da7+ Kf6 50. Dg1 f4
51. Kb1 f3 52. Kc1
He2 53. Dd4+ e5 54.
Dh4+ Kf5 55. Dg3
Staðan kom upp í A-flokki
skákhátíðarinnar í Pard-
ubice í Tékklandi. Leonid
Totsky (2.505) hafði svart
gegn Jóni Viktori Gunn-
arssyni (2.411). 55.
...g1=D+! 56. Dxg1 f2 og
hvítur gafst upp. Fram að
þessum ósigri í sjöundu um-
ferð hafði Jón átt frábært
mót og átti góða möguleika á
að ná stórmeistaraáfanga en
vonir um slíkt slokknuðu
endanlega þegar hann beið
einnig í lægri hlut í áttundu
og næstsíðustu umferð.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
vinnupallar
Sala - leiga
Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is
www.merkur.is
594 6000
Skútuvog i 12a
RAFSTÖÐVAR
Vandað hljóðeinangrað hús
Stór eldsneytistankur
Til afgreiðslu strax
F.G. Wilson XD 200D
Fullkomin tafla
og tenglabúnaður
Útvegum allar
stærðir og gerðir
rafstöðva til sjós
og lands.
200kvA/160kW
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Hörkukeppni
í bikarnum
Það er lokið a.m.k. þremur leikj-
um í þriðju umferð bikarkeppni
Bridssambandsins og var hörkubar-
átta í þeim öllum.
Suðurnesjamenn fóru norður til
Akureyrar um miðja vikuna og
spiluðu gegn Norðangarra. Leikur-
inn var í járnum allan tímann og
dæmigerður bikarleikur þar sem
þrjú spil af 40 féllu. Sunnanmenn
höfðu nauma forystu allan leikinn en
aðeins munaði þremur impum fyrir
síðustu lotuna. Suðurnesjamenn
voru svo sterkari í lokalotunni og
unnu leikinn 119-100.
Ógæfumenn spiluðu einnig í vik-
unni við sveit Aðalsteins Sveinssonar
og þar skildu aðeins fjórir impar en
lokatölur voru 116-112.
Þá er sveit Sparisjóðs Siglufjarð-
ar og Mýrarsýslu komin í 8 liða úr-
slit en sveitin vann sveit Skagans
með 68 gegn 54.
Föstudagsbrids í Gjábakka
Það var góðmennt í Gjábakkanum
18. júlí sl. en þá mættu aðeins 12 pör
til keppni. Það lifnaði hins vegar yfir
25. júlíen þá mættu 22 pör.
Lokastaðan í N/S sl. föstudag:
Ragnar Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 239
Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 233
Lokastaðan í A/V:
Oddur Jónsson – Katarinus Jónsson 272
Björn E. Péturss. – Sigtr. Ellertsson 237
Lokastaðan í N/S 18. júlí:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 116
Hörður Davíðsson – Oddur Jónsson 115
Og í A/V urðu þessi pör efst:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 122
Halla Ólafsd. – Jón Lárusson 103
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Suðurnesjamenn fóru norður í vikunni og spiluðu við sveit Norðangarra.
Leiknum lauk með sigri Suðurnesjamanna, 119-100. Talið frá vinstri: Björn
Þorláksson, Garðar Garðarsson, Reynir Helgason og Óli Þór Kjartansson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson