Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 56

Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Date þriðjudaginn 5. ágúst - örfá sæti laus fimmtudaginn 7. ágúst - örfá sæti laus SÍÐUSTU SÝNINGAR! www.date.is Sumarkvöld við orgelið 2. ágúst kl. 12: Giorgio Parolini orgel. 3. ágúst kl. 20: Giorgio Parolini leikur verk m.a. eftir Bach, Reger, Widor og Vierne. Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show Frumsýning fös. 8. ágúst kl. 20. - örfá sæti laus 2. sýning laugardaginn 9. ágúst kl. 20. 3. sýning sunnudaginn 10. ágúst kl. 20. 4. sýning mánudaginn 11. ágúst kl. 20. Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI MIÐASALA LOKUÐ FRÁ 2. ÁGÚST TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST MYRKVAÐ hefur verið fyrir glugga og bílhræjum staflað upp í rjáfur í stóru og drungalegu vöruhúsi á höf- uðborgarsvæðinu. Það skvampar í pollum þegar myndatökufólkið at- hafnar sig á þessari sviðsmynd Nice- lands, nýjustu myndar Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Erfitt er að fóta sig í myrkrinu en maður gengur á hljóðið: Tvær raddir gjalla við með ákaflega skoskum hreimi. Það eru aðalleikarar mynd- arinnar, Gary Lewis sem er hvað best þekktur fyrir leik sinn í Billy Elliot og Gangs of New York og hinn ungi Martin Compston sem hlaut tilnefn- ingu sem besti leikarinn á Cannes í vor fyrir myndina Sweet Sixteen. Ég spyr þá fyrst hvers vegna þeir völdu þetta verkefni, úr þeim fjölda hlutverka sem þeim býðst. „Það er fyrst og fremst vegna handritsins, svo ég sé algjörlega hreinskilinn,“ segir Gary sem leikur einrænan útigangsmann. „Sagan í Niceland er sumpart ljóðræn og mjög hjartnæm með einhverskonar töfra. Þetta kann að virðast fábrotin saga þegar henni er lýst í stuttu máli en er í raun mjög margbrotin. En maður getur heldur ekki annað en hrifist af verkum Friðriks Þórs. Ég sá Börn náttúrunnar og hreifst svo að ég gaf foreldrum mínum eintak, en Englar alheimsins er uppáhaldið mitt – alveg stórkostleg mynd.“ Hinn 19 ára Martin á að baki stutt- an kvikmyndaferil en hefur mest leik- ið í sjónvarpsþáttum: „Þetta er bara önnur myndin sem ég leik í. En við- tökur Sweet Sixteen hafa verið með ólíkindum. Mér hafa boðist mörg hlutverk eftir það en þau hafa öll ver- ið í svipuðum dúr. Mig langaði að finna eitthvað sem leyfði mér að sýna meiri breidd í túlkun og þegar ég las Niceland þá varð ég strax uppnuminn af handritinu. Þetta er bara svo fögur og góð saga. Það sem mér finnst kannski hvað best við verkefnið er að það er til hellingur af listrænum og sjálfstæðum myndum sem flytja áhorfendum einhvern boðskap en vandinn er að þær eru oftast þeirrar náttúru að þær draga mann niður. Niceland, hins vegar, kemur manni í gott skap. Ég held jafnvel að þegar upp er staðið gæti afraksturinn orðið einstök mynd.“ Grunlaus ást í saklausum heimi Í hnotskurn segir Niceland frá stúlku og strák sem lifa á rósrauðu skýi uns hörmulegur atburður um- turnar öllu og sviptir þau gleðinni. Pilturinn (Martin) heldur af stað til að finna unnustu sinni huggun og leit- ar til undarlegs einbúa (Gary). Persóna Martins virkar að sumu leyti þroskahömluð: „Þetta er mjög krefjandi hlutverk og sérkennileg persóna sem ég þarf að leggja mikla vinnu í. Eins og í gær, þá var ég alveg uppgefinn enda höfðum við tekið upp svo tilfinningalega þrungin atriði.“ Hann undirbjó hlutverkið meðal ann- ars með því að heimsækja íbúa Sól- heima: „Ég hitti mörg ung pör og kynntist mörgu undraverðu fólki eins og Reyni Pétri Ingvarssyni sem gekk umhverfis landið á sínum tíma. Ég hef fylgst með þessu fólki og hvernig það hagar sér. Það er ekki eins og þau sjái heiminn í öðru ljósi, þau sjá heim- inn bara án allra fordóm- anna sem plaga okkur hin. Persónunni sem ég leik er ekki rétt lýst sem þroska- hamlaðri heldur sér hann hlutina bara á annan hátt – einfaldari hátt. Hann dæmir fólk ekki fyrir- fram.“ Gary segir persónuna sem hann leikur ekki líka föður Billy Elliots sem hann er líklega hvað þekktastur fyrir: „Faðir Billy var í hatrammri baráttu við samfélagið, syrgði konu sína og hafði áhyggjur af ástríðu son- ar síns fyrir ballettdansi í heimi karl- mennskunnar. Persóna mín í Nice- land er ekki reið eins og hann heldur frekar örvæntingarfull. Hann dvelst í myrkrinu og hefur orðið fyrir áföllum í lífinu. Hann er við það að gefast end- anlega upp og hefur einangrað sig frá samfélaginu.“ Fokdýrt en frábært Þeir félagar hafa verið við tökur hér á landi á þriðju viku og verða hér út ágúst utan nokkra daga sem Mart- in þarf að bregða sér af landi til að leika í annarri mynd. Þeir láta báðir vel af vistinni en þeir höfðu hvorugur komið hingað áður. Martin fær frí á föstudögum: „Mér hefði þótt betra að fá frí á laugardögum en þetta er samt alveg frábært. Allt er að vísu fokdýrt en fólkið hérna er frábært og ég skemmti mér vel. Og stelpurnar! (Það er ekki laust við að hann mási af hrifningu.) Alveg ótrúlegar! Þið strákarnir hérna eruð stálheppnir.“ Blaðamaður lyftir hýrri brún við þessar yfirlýsingar nýjasta Íslands- vinarins, en Gary segist líða óvenju- lega hérna, en þó á jákvæðan hátt: „Mér líður öðruvísi en ég á að venjast. Ég veit að þessi staður er ekki líkur öðrum. Hjá fólkinu sem ég hef kynnst …það er eitthvað við það hvernig það syngur og segir frá, ólíkt því sem ég hef kynnst annarsstaðar. Og það eru vissir hlutir við íslenskt samfélag sem hrífa mig, eins og hvað þessi staður er öruggur. Ég var með son minn með mér fyrstu vikuna og skildi hann eftir í sundlauginni á meðan ég fór í heita pottinn. Ef ég myndi gera eitthvað þvíumlíkt í Bandaríkjunum yrði ég líklegast handtekinn!“ Köll hefjast milli starfsmanna á sviðsmyndinni og endi þar með bund- inn á samtalið. Friðrik kemur og stuggar við Martin að fara úr leik- stjórastólnum. „Ertu búinn að spyrja hann um fótboltaferilinn hans?“ spyr Friðrik glettinn undan yfirvara- skegginu. Það gefst ekki tóm til að svara, því fljótlega heyrist hrópað úr einu horninu: „Þögn! Hljóð af stað!“ Tökur hefjast á ný og landvistarleyfi blaðamanns með því útrunnið í Nice- landi. Breskar kvikmyndastjörnur á Íslandi sumarlangt við tökur Ferðin til Nicelands Morgunblaðið/Kristinn Gary Lewis asgeiri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Martin Compston Tökur standa hvað hæst á mynd Friðriks Þórs, Niceland. Aðalleikarar myndarinnar, Gary Lewis og Martin Compston, dvelja hérlendis við tökur og ræddi Ásgeir Ingvarsson við þá um söguna, persónurnar og vistina á Fróni. Draugaborg (City of Ghosts) Glæpamynd Bandaríkin 2002. Myndform. VHS (116 mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Matt Dillon. Aðalleikarar: Matt Dillon, James Caan, Stellan Skarsgård, Gérard Depardieu, Natascha McElhone. DILLON minnir dálítið á Sean Penn. Báðir byrjuðu ungir að leika og gera það af ósvikinni innlifun sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvorugir hafa náð umtalsverðum vinsældum utan harðs kjarna aðdáenda og nú er Dillon farinn að feta í fótspor Penns og leikstýra. Drauga- borgin er fyrsta verkefni hans á hvíta tjaldinu og út- koman er að mörgu leyti afbragðsgóð, einkum hvað snert- ir útlit og andrúm. Dillon leikur Jimmy, flinkan og traustvekjandi svikahrapp sem tekur þátt í tryggingasvindli sem er stjórn- að af Marvin (Caan), leyndardóms- fullum náunga sem hefur aðsetur í öruggri fjarlægð, í Kambódíu. Þegar svindlið verður opinbert hitnar undir Jimmy sem flýr Alríkislögregluna og heldur til fundar við Marvin til að inn- heimta sinn hlut af summunni. Þegar til Kambódíu kemur er ekk- ert eins og hann bjóst við og svo virð- ist sem engum sé að treysta. Inn- heimtan verður margslungnari og hættulegri en hann óraði fyrir. Sagan sjálf er yfirborðskennd og ótrúverðug uns leikurinn hefur borist til Kambódíu. Þá vaknar þessi ómark- vissa og langdregna rökkurmynd skyndilega til lífsins og verður sann- kallað augnakonfekt í fátækrahverf- um Phnom-Penh. Depardieu er ómissandi hluti af umhverfinu; subbulegur, undirförull og varasam- ur. Jimmy er nokkuð vel borgið í höndunum á leikstjóranum/aðalleik- aranum Dillon, sem einnig á þátt í handritinu ásamt Barry Gifford, sem hefur starfað lítillega með David Lynch. Þeir Dillon leggja ekki aðal- áhersluna á raunsæið, Draugaborgin er öllu frekar e.k. sálarháski, enda- stöðin sem bíður þeirra sem fara út af sporinu og ráða tæpast sínum næt- urstað. Sem fyrr segir er myndin stemn- ingsrík og ljóðræn í sepíutónum spill- ingar, illa fengins fjár án fátæktar, tekin á raunverulegum söguslóðum í Kambódíu, sem lengst af hefur verið lokað land. Leikstjórinn Dillon kemur götóttri sögu makalaust vel til skila, hún verður allt að því trúverðug ef undan er skilin ódýrt ástarævintýri. Kráin hans Depardieu með öllum sín- um aukapersónum og munum er ynd- islega vel gerður, háll og heillandi heimur, sem gleymist ekki auðveld- lega. Þar kemur einnig til sögunnar Skarsgård sem fer á kostum sem vafasöm hjálparhella refsins Marvins, sem er í öruggum höndum Caans. Þeir sem eru tilbúnir að sitja yfir hæggengri myndinni og hafa gaman að frumlegum og óvenjulegum verk- um, unnum af metnaði og tilfinningu, ættu að grípa Draugaborgina fegins hendi. Hún minnir einnig um margt á fyrstu leikstjórnarverkefni Penns og það er mikið hól.  Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Ósvikin spenna í lofti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.