Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
GEORG Ólafsson, forstjóri Sam-
keppnisstofnunar, segir að niður-
stöðu rannsóknar stofnunarinnar á
meintu ólöglegu samráði trygginga-
félaganna, sé að vænta innan fárra
mánaða. Hann segir rannsóknina
hafa dregist af ýmsum ástæðum og
þykir miður að hún skyldi hafa tekið
svo langan tíma sem raun ber vitni.
„Ég dreg ekki úr því að þetta er stíl-
brot hjá okkur en á hinn bóginn er
það alls ekki óþekkt í löndunum í
kringum okkur,“ útskýrir hann.
Georg tekur ennfremur fram að
þar sem stofnunin sé ekki stór verði
hún að forgangsraða málum. Um-
rædd rannsókn hafi t.d. ekki verið
efst á forgangslistanum, um tíma,
m.a. vegna rannsóknar á meintu
verðsamráði olíufélaganna. „En við
erum að vinna að þessari rannsókn af
fullum krafti núna.“
Rannsókn Samkeppnisstofnunar
hófst haustið 1997 er stofnunin lagði
hald á gögn hjá Sambandi íslenskra
tryggingafélaga og Íslenskri endur-
tryggingu hf., í kjölfar þess að stofn-
uninni höfðu borist vísbendingar um
ólögmætt samráð félaganna. Náði
rannsóknin til allra tryggingafélaga
sem aðild eiga að Sambandi íslenskra
tryggingafélaga.
Georg minnir á að hluta rannsókn-
arinnar hafi lokið árið 1998 með frum-
drögum sem urðu til þess að trygg-
ingafélög innan Samsteypu íslenskra
fiskiskipatrygginga ákváðu að slíta
samsteypunni, en í drögunum kom
m.a. fram að fyrirkomulagið kynni að
stangast á við samkeppnisreglur
ESB.
Ný atriði voru hins vegar tekin inn
í rannsóknina, að sögn Georgs, þegar
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) sendu inn kvörtun til Sam-
keppnisstofnunar í júní 1999 vegna
breytinga á iðgjöldum trygginga-
félaganna árið 1996 þegar FÍB-
trygging kom á markaðinn. Sú kvört-
un gekk út á það að tryggingafélögin
hefðu með ólögmætum hætti niður-
greitt bifreiðatryggingar í krafti
markaðsráðandi stöðu sinnar til að
ryðja samkeppnisaðila af markaðn-
um.
Tryggingafélögin segja hin
meintu brot fyrnd
Frumrannsókn lauk síðla árs 2001
og að sögn Georgs fengu trygginga-
félögin frumskýrslu til umsagnar í
janúar 2002. Andmæli félaganna bár-
ust síðan í ágúst og september sama
ár, en þá höfðu félögin beðið um frest
á frest ofan til þess að skila andmæl-
um sínum, segir hann.
Þegar Georg er inntur eftir því
hvort hann hafi einhverjar áhyggjur
af því að meint brot tryggingafélag-
anna kunni að vera fyrnd vegna þess
hve rannsóknin hafi tekið langan
tíma, segir hann: „Ég get ekki lagt
mat á það á þessu stigi en það mun
verða skoðað við lok málsins.“
Í andmælum allra tryggingafélag-
anna er ásökunum í frumskýrslunni
mótmælt og auk þess er bent á að
komist stofnunin að þeirri niðurstöðu
að um brot sé að ræða sé alveg ljóst
að hin meintu brot séu fyrnd.
Lekinn ekki frá okkur kominn
Georg segir að Samkeppnisstofnun
hafi verið sökuð um að hafa lekið
frumskýrslu stofnunarinnar um olíu-
félagsrannsóknina og nú trygginga-
félagsrannsóknina í fjölmiðla. „Ýmsir
halda að lekinn sé hjá okkur en við
höfum farið yfir þetta innan stofnun-
arinnar og fullyrðum að hann er ekki
frá okkur kominn. Enda er það ekki í
þágu okkar rannsóknar að málið fari í
fjölmiðla með þessum hætti. Ég bendi
á að tugir manna úti í bæ; bæði starfs-
menn allra þessara fyrirtækja og
margar lögfræðiskrifstofur, hafa ver-
ið með þessar skýrslur í höndum;
olíufélagsskýrsluna í hálft ár og
tryggingafélagsskýrsluna í um eitt og
hálft ár.“ Hann tekur þó fram að hann
sé út af fyrir sig ekki að ásaka einn
eða neinn. „Ég ítreka hins vegar að
þetta er alls ekki frá okkur komið
enda væri slíkt ekki í okkar þágu.“
Forstjóri Samkeppnisstofnunar um athugun á málefnum tryggingafélaganna
Þykir miður hvað rann-
sóknin hefur dregist
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
þriðjudaginn 5. ágúst. Fréttaþjón-
usta verður alla helgina á mbl.is og
er vaktsími hennar 861-7970.
Áskriftardeild blaðsins verður opin í
dag, laugardag, frá klukkan 6 til 14.
Sími hennar er 569-1122. Áskriftar-
deildin er lokuð sunnudag og mánu-
dag en verður opnuð aftur kl. 6 á
þriðjudag.
Auglýsingadeild blaðsins verður
opin fyrir tilkynningar kl. 13 til 16 á
mánudag, frídag verslunarmanna.
ANDSPÆNIS þeim válegu atvikum
sem urðu í aðdraganda kristnitök-
unnar á Þingvöllum árið 1000 var að-
eins eitt úrræði að skilningi heiðinna
Íslendinga og það var mannblót, seg-
ir Jón Hnefill Aðalsteinsson í grein
sem birtist í Lesbók í dag. Nokkuð
hefur verið deilt um hvort frásögnin
af mannblótum á kristnitökuþinginu
í Kristni sögu og Ólafs sögu
Tryggvasonar ennar mestu séu
sannferðugar. Jón Hnefill segir
margt benda til að frásögnin sé göm-
ul og gild enda sé mannblótið „skóla-
dæmi um hárrétt viðbrögð heiðinna
manna á örlagaríkri úrslitastund“.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
Mannblótið/Lesbók
Átta mönnum
blótað á
kristnitöku-
þinginu
♦ ♦ ♦
ÁÐUR óprentað
kvæði eftir
Hjálmar Jónsson
frá Bólu um
Gretti Ásmund-
arson er birt í
Lesbók í dag.
Kvæðið fann
Kristján Runólfs-
son safnvörður á
Sauðárkróki í
handritum Þorsteins Þorsteinssonar
frá Heiði.
Í handritunum voru tvö áður
óþekkt kvæði eftir Bólu-Hjálmar en
annað þeirra hefur birst í Skagfirð-
ingabók.
Í bragnum mærir skáldið Gretti
og segir meðal annars:
Föður sínum heima hjá
hann nam vaxa ungur þar,
ódæll þótti ýtum sá,
yfrið stór í skapi var.
Nýfundið
Grettiskvæði
Bólu-Hjálmars
Um hreystiverk/Lesbók
Hjálmar Jónsson
UMFERÐ út úr borginni um mestu ferðahelgi árs-
ins gekk vel fyrir sig í gær þegar þúsundir manna
héldu út fyrir borgarmörkin á leið í frí. Í gær-
kvöldi höfðu 14.500 bílar farið um Kjalarnes á níu
klukkustundum og 9.500 bílar yfir Hellisheiði. Lög-
reglan var með sérstakt eftirlit með fellihýsum og
var tilbúin að kyrrsetja þá bíla sem ekki voru með
viðbótarspegla, ef ökumenn vildu ekki kaupa þá á
staðnum af umferðarfulltrúum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Talsverð umferð var á vegum í ná-
grenni Akureyrar og 600 manns komnir á tvö
tjaldsvæði bæjarins í gærkvöldi. Dagurinn gekk vel
að sögn lögreglu og sömu sögu var að segja á Ísa-
firði, þrátt fyrir þunga umferð og mikinn gesta-
fjölda í bænum. Í Vestmannaeyjum voru á milli
7.000 og 8.000 manns í Herjólfsdal í gærkvöld og
gekk allt vel að sögn lögreglu, að undanskildum
fimm minni háttar fíkniefnamálum sem komu til
kasta hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Júlíus
Ökumönnum voru boðnir viðbótarspeglar til sölu á aftanívagna. Þung umferð var út úr borginni í gær.
Þúsundir
landsmanna
á leið í frí
NÝTT kerfi Reiknistofu bankanna (RB)
stóðst vel mikið álag sem kom á kerfið
seinnipartinn í gær þegar ferðalangar
helgarinnar birgðu sig upp af mat og
drykk fyrir helgina.
Logi Ragnarsson, framkvæmdastjóri
Fjölgreiðslumiðlunar, eiganda nýja kerf-
isins, segir að þetta nýja kerfi auki
rekstraröryggi posakerfanna til mikilla
muna: „Það má almennt segja að þetta
hafi gengið vel. Það hafa ekki orðið neinir
stórkostlegir hnökrar á virkni kerfisins.“
Logi segist vona að það heyri sögunni
til að fólk lendi í því að standa með fullar
matarkörfur við kassa í verslun og geta
svo ekki borgað vegna þess að það eru
truflanir í kerfinu. „Það komu upp tilfelli
þar sem fólk var stopp í afgreiðslu og
komst hvorki lönd né strönd. Vonir standa
til þess að með þeim endurbótum sem
unnið var að á rafræna greiðslumiðl-
unarkerfinu séu þessi vandamál úr sög-
unni.“
Mánaðamótin skipta
greinilega miklu
Örtröð myndaðist í mörgum mat-
vöruverslunum og í verslunum ÁTVR í
gær þegar ferðalangar keyptu nesti og
annan útbúnað fyrir helgina. „Föstudag-
urinn fyrir verslunarmannahelgi er einn
af stærstu dögunum hjá okkur,“ segir
Einar S. Einarsson, deildarstjóri rekstr-
ardeilda vínbúða ÁTVR. „Föstudagurinn í
ár er ennþá stærri vegna þess að hann er
fyrsti dagur mánaðarins að auki. Þetta
dreifist oft meira eftir því hvenær mán-
aðamótin eru. Í fyrra bar 1. ágúst upp á
fimmtudag og þann dag var einnig mikið
verslað. Mánaðamótin skipta greinilega
miklu og ekki síst þessi þegar fólk fær
endurgreitt.“
Verslun í matvörubúðum gekk einnig
vel fyrir sig í gær. Nokkrir kaupmenn
höfðu áhyggjur af því að brestir yrðu í
kerfi Reiknistofu bankanna, en það er
talsvert meira að gera þennan dag en á
venjulegum föstudegi.
Einn af
stærstu
dögum ársins
Örtröð í matvöruverslunum
og ÁTVR í gær
♦ ♦ ♦
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
send í Skáleyjar á Breiðafirði í gær-
kvöldi til að sækja innan við árs gam-
alt barn sem hafði brennst illa á hönd
við að snerta heitan bakarofn. Barn-
ið var flutt á Landspítalann í Foss-
vogi með áverka á lófa og fingrum
annarrar handar. Ekki lá fyrir í gær-
kvöldi hversu alvarlegs eðlis meiðsli
barnsins voru.
Barn brennd-
ist á ofni
♦ ♦ ♦