Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆTT starfandi bæklun- arlæknum sem hafa gert samning við Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að vinna læknisverk fyrir sjúkratryggða einstaklinga fyrir utan samninginn gegn greiðslu frá sjúklingnum og án þátttöku Tryggingastofnunar gegn því að sjúklingurinn óski þess sjálfur, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Læknarnir höfðuðu mál í kjölfar harðra deilna um slíkar greiðslur en stofnunin sakaði m.a. þrjá bæklunarlækna um að hafa blekkt sjúklinga til að greiða fyrir lækn- isþjónustu. Ágreiningurinn snerist einkum um túlkun á ákvæði í samningi milli Læknafélags Reykjavíkur, fyrir hönd bæklunarlækna, og Tryggingastofnunar frá 1998. Þar er kveðið á um að lækni sé heimilt að taka við greiðslu frá sjúklingi án þess að Tryggingastofnun greiði fyrir læknisverkið að hluta eða í heild, óski sjúklingurinn eftir því. Tryggingastofnun hélt því fram að þetta væri undantekning- arákvæði sem ætti aðeins við ef sjúklingurinn þyrfti eða óskaði eft- ir því að halda nafni sínu leyndu af brýnum persónulegum ástæðum. Þessu mótmæltu læknarnir og sögðu samninginn ekki fela í sér takmörkun á heimild lækna til að taka að sér verk gegn greiðslu. Fleiri rök en persónuvernd- arsjónarmið Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að við túlkun á hinu um- deilda ákvæði sé óhjákvæmilegt að taka tillit til aðdraganda þess að það var sett en það mun eiga ræt- ur sínar að rekja til samnings sem gerður var milli Læknafélags Reykjavíkur annars vegar og Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar hins vegar ár- ið 1982. Í dómnum segir að ljóst sé af fundargerðum og framburði geðlæknis sem sat í samninga- nefndinni árið 1982 að sjónarmið um persónuvernd voru ekki einu rökin fyrir því að ákvæðið var sett í samninginn. Rök geðlæknisins voru m.a. þau að það væri almenn- ur réttur manns að vinna verk án þess að þriðji aðili skipti sér af, þess væru dæmi að sjúklingur vildu ekki komast á skrár af neinu tagi og að nútímafólk sætti sig ekki við einokun í heilbrigðisþjón- ustu fremur en á öðrum sviðum og vildi geta keypt hærra verði aðra vöru eða þjónustu væri hún til. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hvergi í samningnum sé kveðið á um að persónuverndarsjónarmið eigi eingöngu að ráða því hvort læknar geti tekið við greiðslu og því hafi sú túlkun ekki næga stoð. Bæklunarlæknum verði því ekki sett önnur takmörk fyrir því að taka við greiðslu en að sjúkling- urinn sjálfur óski slíkrar meðferð- ar. Dómkröfur bæklunarlækna voru því teknar til greina og ríkinu gert að greiða félaginu 400.000 krónur í málskostnað. Hjörtur O. Aðal- steinsson kvað upp dóminn. Ragn- ar H. Hall hrl. flutti málið f.h. læknanna en Eiríkur Elís Þorláks- son hdl. var til varnar fyrir ríkið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir bæklunarlæknum í vil Mega vinna læknisverk án þátttöku Tryggingastofnunar EF dómnum verður ekki áfrýjað eða Hæstiréttur staðfestir þessa niðurstöðu getur dómurinn breytt mjög miklu fyrir okkur. Það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um hverju hann muni breyta en það þýðir þó að við getum unnið fyrir fólk utan almannatryggingakerf- isins ef fólk óskar eftir því og fólk getur með því sloppið við bíðtíma sem það lendir annars í,“ segir Magnús Páll Albertsson bækl- unarlæknir sem sat í samráðsnefnd fyrir bæklunarlækna og Trygg- ingastofnun um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Magnús segir að dómurinn styrki samningsstöðu læknanna umtals- vert gagnvart Tryggingastofnun. Í bili hafi dómurinn þó engin áhrif því bæklunarlæknar og stofnunin hafi gert samkomulag um að halda friðinn þar til endanleg niðurstaða fæst. Verði dómnum áfrýjað verði því engin læknisverk unnin fyrir ut- an samninginn við Trygginga- stofnun. Eftirspurnin sé þó næg og hjá langflestum bæklunarlæknum sé nokkurra vikna biðtími eftir skoðun. „Það er greinileg þörf fyrir þjónustuna og hún fer ekki minnk- andi,“ segir hann. „Getur breytt mjög miklu“ KARL Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar rík- isins, segir öruggt að dómnum verði áfrýjað en fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn hljóti löggjafarvaldið að grípa í taumana. „Alþingi hlýtur að bregðast við ef það á með þessum hætti að breyta algjörlega sjúkra- tryggingakerfinu á Íslandi. Þessi dómur vegur að grundvelli al- mannatrygginga.“ Búast megi við því að aðrir læknar sæki sama rétt og bæklunarlæknar virðast hafa samkvæmt dómnum. „En þetta er bara hálfleikur,“ segir hann. Karl Steinar segir að Trygg- ingastofnun hafi litið svo á að annað hvort starfi læknar sam- kvæmt samningi við Trygg- ingastofnun eða ekki. Þeir geti ekki valið sér sjúklinga og tekið af þeim hærra verð en Trygg- ingastofnun hafi samið um. Með dómnum sé vegið að þessum grundvallarþætti í almannatrygg- ingakerfinu. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir hann. Afleiðingar dómsins yrðu m.a. þær að efnaðir sjúklingar gætu keypt sig fram fyrir bið- raðir í heilbrigðiskerfinu. Vegur að grundvelli almanna- trygginga Á SUÐUR-Götum í Mýrdal fæddist í vikunni lítil og falleg lambgimb- ur undan ánni Sósu. Þetta er frek- ar óvenjulegur burðartími hjá ánni því að sama daginn sem hún bar voru eigendur hennar að smala saman lömbum sem fæddust á venjulegum sauðburði, til að senda í sláturhús. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sauðburður um miðjan ágúst Fagradal. Morgunblaðið. VERÐ á svínakjöti til bænda er aft- ur á niðurleið og er verðið langt und- ir framleiðslukostnaði. Verð á grísa- kjöti til bænda er komið niður í 145 krónur á kíló hjá Sláturfélagi Suður- lands og 135 krónur á kíló hjá Norð- lenska. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segist hafa vonast eftir að verðið væri að þokast upp á við en þær von- ir hafi ekki gengið eftir. Fyrirtækið hafi því ákveðið að lækka verð til bænda úr 165 krónum í 145 krónur í síðustu viku. „Við vorum að reyna að halda uppi verði yfir markaðsverði í þeirri von að það færi að sjá fyrir endann á þessu ástandi. Staðan hefur hins vegar ekkert batnað svo við tókum í síðustu viku ákvörðun um að lækka verðið,“ segir Steinþór. Verð á svínakjöti hefur verið lágt nokkuð lengi. Í mars í fyrra greiddi SS bændum 220 krónur fyrir kílóið, en ári síðar var verðið komið niður í 140 krónur. Þá greiddi Norðlenska bændum 120 krónur. Í vor fór verðið aðeins upp á við, en hefur núna lækk- að aftur. Offramboð á kjúklingum Steinþór sagði að verð á kjúkling- um hefði heldur þokast upp á við að undanförnu. Það væri hins vegar enn viðvarandi vandi í greininni. Offram- boð væri enn á kjúklingum. Hluti af framleiðslunni færi inn í frysti- geymslur þar sem fyrir væru tals- vert miklar birgðir. Steinþór sagði að staða bænda og afurðasölufyrirtækjanna væri því erfið. „Það sem er í gangi er ekkert annað en stórfelld rýrnun á eigin fé vegna óskynsemi í fjárfestingum og yfirkeyrslu á markaðinum. Það vilja allir hagræða og lækka verð til lengri tíma, en það verður að byggj- ast á forsendum sem halda. Menn gera það ekki í boði einhvers annars sem fær ekki borgaða reikningana sína.“                                   !"#$#%       Verð á svínakjöti lækkar á ný GEÐVEILUR í fornbókmenntunum eru umfjöllunarefni Óttars Guð- mundssonar geðlæknis á norrænu geðlæknaþingi í Háskólabíói í dag. Óttar hefur gert úttekt á umfjöll- un fornbókmenntanna um geðsjúk- dóma og hvað segir í sögunum um geðsjúka og þunglynda. Lítið um sturlun í Íslendingasögunum „Það sem maður sér þá fyrst og fremst er að Íslendingasögur fjalla mjög lítið um eiginlega geðsjúkdóma eða sturlun heldur fjalla fyrst og fremst um þunglyndi og allskonar persónuleikaraskanir og önnur slík vandamál.“ Óttar segir að í Lögbók- unum; Grágás, Járnsíðu og Jónsbók, megi hins vegar finna heila bálka um geðveiki og það sem nefnt er „gæslu- sótt“ og hvernig skuli bregðast við henni. Þar er m.a. fjallað um hvort geðveikir menn hafi arfsrétt og önn- ur réttindi geðveikra, skyldur ætt- ingja og hvernig hægt sé að leysa upp hjónaband ef annar aðilinn verð- ur geðveikur. „Þegar við komum nær okkur í tíma, t.d. í Biskupasögum, þá er þar allt fullt af geðveiku fólki. […] Það sem ég er að velta fyrir mér er af hverju þetta stafi, af hverju er ekki fjallað um þetta geðveika fólk í Ís- lendingasögum og Sturlungu þegar Lögbækurnar í raun vita mjög vel af því. […] Er það vegna þess að það eru einhverjir fordómar í gangi gagnvart þessum einstaklingum og þess vegna eru þeir ekki nefndir eða fannst fólki ekki taka því að nefna það? Eða að Íslendingasögurnar og Sturlunga séu bara fyrst og fremst höfðingjasögur og það sé bara verið að segja sögur af höfðingjum og hinni íslensku yfirstétt og þá nefni maður bara ekki svona „vesalinga“.“ Þunglyndi Egils Skallagrímssonar Að sögn Óttars er fyrst og fremst að finna í Íslendingasögunum merki um mjög djúpt þunglyndi, eins og þunglyndi Egils Skallagrímssonar og mikið þunglyndi Oddnýjar Þor- kelsdóttur sem sagt er frá í Bjarna sögu Hítdælakappa. Í Heimskringlu er saga af miklu þunglyndi sem einn af hirðmönnum Eysteins Magnús- sonar, Ívar Ingimundarson, leggst í þegar hann er í ástarsorg. Á þinginu í dag munu Jon Geir Høyersten og Else Mundal frá Nor- egi einnig fjalla um geðveilur á Norðurlöndunum á miðöldum. Geðveilur í forn- bókmenntunum Talið er að Egill Skallagrímsson sem hér er á mynd frá 17. öld, hafi glímt við þunglyndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.