Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 56
UMHVERFISSTOFNUN telur ekki ástæðu til að standa gegn áform- um um innflutning á lamadýrum til Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sem stofnunin hefur sent landbúnaðarráðuneytinu vegna umsóknar um innflutning á dýr- unum. Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að ekki sé talin hætta á að lamadýr hafi bein áhrif á ís- lenska dýrastofna með því að blandast þeim en hugsanlegt sé að dýrin geti borið með sér sjúk- dóma. Það fellur undir verksvið yfirdýralæknis að taka afstöðu til þess hvort sjúkdómahætta sé slík að koma beri í veg fyrir innflutn- ing dýranna. Innflutningur nýrra tegunda er háður leyfi frá yfir- dýralækni en ekki hefur enn verið tekin afstaða til þess hjá embætt- inu hvort leyfa beri innflutning- inn. Hugmyndin að nota dýrin til að bera farangur ferðamanna Í umsókn um innflutning lama- dýra kemur fram að hugmyndin með innflutningnum sé að nota dýrin til þess að bera farangur fyrir ferðalanga á gönguferðum á Lamadýr til Ís- lands? svæðum þar sem vélknúin umferð er bönnuð. Lamadýr þykja henta ákaflega vel til burðar þar sem þau geta verið lengi án vatns og vista og eru góðir klifrarar. Ekki aðkallandi að flytja lamadýr til landsins Lamadýr eru upprunnin í Suð- ur-Ameríku en þau eru skyld kam- eldýrum. Í Andesfjöllum hafa dýr- in verið notuð til burðar í aldaraðir auk þess sem þau eru rúin og ullin nýtt í klæði. Umhverfisstofnun telur ekki sérlega aðkallandi að flytja lama- dýr til landsins en segir að m.a. vegna þess hversu stórir ein- staklingar af tegundinni séu ætti að vera auðvelt að hefta eða stöðva útbreiðslu tegundarinnar ef þörf krefði. MAÐUR um áttrætt fannst lát- inn í fjörunni skammt fyrir innan Blakksnes í Patreksfjarðarflóa skömmu fyrir kl. 18 í gærdag. Maðurinn hélt til veiða frá Pat- reksfirði á litlum plastbát með utanborðsmótor upp úr hádegi í fyrradag og hafði ekkert spurst til hans síðan. Björgunarsveitirn- ar Blakkur frá Patreksfirði og Tálkni frá Tálknafirði hófu leit að manninum á fjórða tímanum í gær og skömmu síðar þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fann manninn rétt fyrir sex. Skömmu áður hafði bátur hans fundist mannlaus í fjörunni um 800 metra fyrir innan Blakksnes. Björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og lækni komust á stað- inn kl. 19 og var maðurinn úr- skurðaður látinn. Fannst látinn við Blakksnes ! " #  $ " #  %%    '$(   &' (                   Um 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni, ásamt lög- reglu, þyrlusveit LHG og sjó- mönnum á þremur bátum. STÓR og tígulegur örn með tutt- ugu punda lax í klónum situr í bíl- skúrnum hjá Birgi Eyjólfssyni vél- virkja í Hafnarfirði. Örninn og bráð hans eru úr járni og sköp- unarverk Birgis, sem þegar hefur varið um 500 vinnustundum í gerð fuglsins. Vænghafið er um 2,40 metrar og fjaðrirnar 1300 til 1400 og sker Birgir út hverja fjöður fyr- ir sig og sýður þær saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgir Eyjólfsson í bílskúrnum heima í Hafnarfirði með nýjasta sköp- unarverki sínu: erni úr stáli með 20 punda lax í klónum. Fyrir um tólf árum hóf Birgir að vinna listaverk með járnklippum og logsuðutækjum. Hann hefur gefið flest verka sinna vinum og vanda- mönnum. „Það fer talsverður tími í þetta, en mér finnst þeim tíma vel varið. Maður sofnar þá ekki yfir sjónvarpinu á meðan,“ segir lista- maðurinn. Sofnar ekki yfir sjónvarpinu 500 vinnustundir í gerð járnarnar  Daglegt líf/6 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÚ staða er nú að koma upp að hægt sé að reka deCODE, móð- urfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á eigin fé og tekjum fyrirtækisins, að sögn Hannesar Smárasonar, að- stoðarforstjóra ÍE. Hann segir að afkoma félagsins á öðrum fjórðungi þessa árs staðfesti að viðsnúningur hafi orðið í rekstrinum. Þetta megi rekja til góðs árangurs af þeim hag- ræðingaraðgerðum sem gripið var til á síðasta ári, svo og aukinna tekna. Handbært fé deCODE minnkaði um tæpar 3 milljónir Bandaríkja- dala á öðrum fjórðungi þessa árs, samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í fyrradag. Á fyrsta fjórð- ungi ársins minnkaði handbært fé deCODE um 14 milljónir dala en hins vegar um 66 milljónir dala á árinu 2002. Hannes segir að útlit sé fyrir að áætlanir deCODE um að handbært fé félagsins fyrir yfirstandandi ár í heild minnki um 20 milljónir Banda- ríkjadala, muni ganga eftir, og að í lok ársins verði hætt að ganga á handbært fé. Hann segir þetta mik- il tímamót í starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining segir árangur af hagræðingu góðan Hætt að ganga á hand- bært fé fyrir lok ársins  Viðsnúningur/10 FYLKIR tapaði 1:0 í undankeppni UEFA-bikarsins fyrir AIK í Svíþjóð í gær og Grindavík 2:1 í sömu keppni fyrir Kärnten í Austurríki. Svissneska kon- an Nicole Pet- ignat dæmdi leik Fylkis og varð hún fyrst kvenna til að dæma hjá körl- um í Evrópu- keppni. Hún er 36 ára og hefur mikla reynslu, dæmdi meðal annars úrslitaleikinn á HM kvenna í Bandaríkjunum 1999. Mikið var fjallað um hana vegna þessa leiks og í fyrsta sinn í sögunni var haldinn blaðamannafundur með dómara leiksins, bæði fyrir hann og eftir. Hér má sjá hana ræða við Ólaf Inga Skúlason í rigningunni í Svíþjóð. Fyrst til að dæma karlaleik  Fylkismenn/46 ATVINNUTEKJUR kvenna námu að meðaltali 59% af atvinnutekjum karla á árinu 2002, skv. þeim upplýs- ingum sem fjármálaráðuneytið hefur tekið saman úr skattframtölum. Hef- ur þetta bil minnkað um 1,6 pró- sentustig miðað við árið á undan. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins er tekið fram að í skattframtölunum séu ekki upplýsingar um vinnutíma kynjanna, starfshlutfall þeirra, menntun eða starfsaldur. Þeir þætt- ir hafi á hinn bóginn áhrif á laun og geti útskýrt að einhverju leyti mis- muninn á launum kynjanna. Í Vefritinu segir að hlutfall at- vinnutekna kvenna af sambæri- legum tekjum karla hafi vaxið á und- anförnum árum. „Hlutfallið byrjaði að vaxa 1998 eftir tímabil stöðnunar í upphafi tíunda áratugarins og hefur á síðustu 5 árum vaxið um 7%. Á þeim tíma hafa meðalatvinnutekjur karla aukist um 50% en tekjur kvenna um 68%.“ Auk þess segir: „Konur eru að vinna á öllum víg- stöðvum á vinnumarkaði: Vinnutími þeirra hefur aukist, atvinnuþátttaka sömuleiðis og menntun þeirra hefur aukist meira en hjá körlum.“ Konur með 59% af tekjum karla RAINBOW Warrior, flaggskip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, er á leið til Íslands. Að sögn Frode Pleym, tals- manns samtak- anna í Osló, var ákveðið að halda til Ís- lands þegar fregnir af fyr- irhuguðum vís- indaveiðum Ís- lendinga á hrefnu bárust. Skipið var þá á Miðjarðarhafinu á leið til Grikk- lands. Að sögn Pleym hafa Grænfrið- ungar í hyggju að kynna Íslend- ingum sjónarmið sín en ekki að reyna að koma í veg fyrir hval- veiðar með beinum aðgerðum. Annað skip Greenpeace með sama nafni var sent til Íslands árin 1978 og 1979 til að reyna að trufla hvalveiðar. Geld Leipold, æðsti yfirmaður Grænfriðunga, verður með í för Rainbow Warrior til Íslands en talsmenn samtakanna vonast til þess að ná fundi Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra á með- an þeir dveljast hér á landi. Skip Græn- friðunga til Íslands  Flaggskip/6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.