Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNA Kristín Ein- arsdóttir flautuleik- ari heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akur- eyri í dag, föstudag- inn 15. ágúst, kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röð Listasumars- ins á Akureyri, Föstudagshádegið, og eru þeir næst- síðustu í röðinni. Yfirskrift tónleikanna er „Fljóð- leikur – tilraun með tóna og orð“ og vísar til þess að á tónleikunum notar flautuleikarinn texta eftir sjálfan sig í bland við verkin sem hún leikur, til að brjóta upp hið hefðbundna tónleika- form. Hún lætur það þó ekki nægja og bregður á leik í sumum verkanna með því að syngja, spila á bjölluhristu og bassatrommu með fótunum á meðan hún blæs í flautuna. Efnisskráin samanstendur af verk- um eftir Bach, Debussy, Atla Heimi, Geir Rafnsson o.fl. Tilraun með tóna og orð Anna Kristín Einarsdóttir ÞAÐ er eiginlega hægt að segja að Sólveig Simha sé hér í leikför með franska gerð Ferða Guðríðar. Þessi útfærsla sýningarinnar var frumsýnd í París í febrúar sl. og er nú í sumarfríi þar. Sýningar hefjast svo aftur í Frakklandi í september og áætlað er að sýna fram á næsta ár. Sólveig hefur sjálf þýtt íslenska textann á ákaflega fallegt franskt mál og fengið til liðs við sig Clöru Le Picard sem auk þess að hanna kjólinn sem hún kemur fram í var skuggaleikstjóri undir styrkri stjórn hinnar fjarverandi Brynju Benediktsdóttur. Brynja brá sér svo til Parísar til að leggja smiðs- höggið á sýninguna í janúar. Nú eru liðin fimm og hálft ár síð- an Tristan Gribbin skóp hlutverk Guðríðar á ensku í þessu hugverki Brynju Benediktsdóttur. Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þessum ólíku leikkonum takast á við persónuna hver á sinn hátt – í raun efni í rannsóknarverkefni um mismunandi túlkun á sömu persón- unni. Undirritaður hefur séð fimm af sjö leikkonum spreyta sig á hlut- verkinu og skrifar nú um þá fjórðu. Brynja hefur lagað verkið nokkuð að persónu- leika og leikstíl hverr- ar leikkonu. Það sér í raun þess lítil merki í texta, en því meira í áherslum og líkams- beitingu. Sólveig Simha hefur nokkra sérstöðu í öllu þessu ferli, e.t.v. vegna þess hve stóran hlut hún á að máli, m.a. þýðinguna, og að hún vann framan af með skugga- leikstjóra við að þróa túlkun verks- ins. Hennar Guðríður er miklu stelpulegri framanaf og þetta sjón- arhorn gefur leikkonunni möguleika til að blása meira lífi og þrótti í at- riðin en hingað til hefur gefist. Hin unga Guðríður er vissulega kristin, en full af gáska æskunnar og hún tekur því sem ber fyrir hana full eftirvæntingar og ákafa. Hún verð- ur fyrir vikið fyllri persóna en hin hnarreista og virðulega Guðríður sem allajafna er sýnd og mun sterkari mótleikari við Freydísi, Þorstein svarta og aðrar litríkari persónur leiksins. Samt nær Sól- veig Simha tilætluðum áhrifum í lokin þegar hin tígulega Guðríður heldur, örþreytt eftir erfiðan lífs- róður, út í heim að treysta sálar- heill sína með pílagrímsferð til Rómar. Það sem er eftirminnilegast við túlkun Sólveigar er hve vel henni tekst að mynda bein tengsl við áhorfendur. Stór hluti leiksins er frásögn og hún hefur greinilega lagt sig eftir því að læra til verka við að segja sögu. Hún stendur framarlega á sviðinu, horfir eins og beint í augu sérhvers áhorfanda og kemur tilfinningum sínum til skila þeim í hjartastað. Aukapersónurnar brjóta upp leikinn en eru samt órjúfandi hluti frásagnarinnar. Hver þeirra á sér sína táknrænu hreyfingu sem gefur áhorfendum til kynna hver þeirra er mætt á staðinn án þess að um það þurfi að hafa fleiri orð, hvað þá að leikkonan þurfi að færa sig frá einum enda sviðsins til annars til að gefa persónuskiptin til kynna. Hrynjandin í leiknum er hröð og ákaflega vel greint á milli atriða, svo hvergi er dauður punktur. Áhorfandinn fær heildstæða mynd af Guðríði allt frá því að hún hefur söguna fjörmikið stelpuskott uns hún á efri árum einkennist af helg- um virðuleik. Þarna skilst betur sérstaða Guðrúnar Þorbjarnardótt- ur í þessu skáldverki; hún er per- sóna sem sækir kraft í lífsþorsta sinn og jákvætt viðhorf, hefur jarð- tengingu í gegnum sterka trú á skapara sinn og nýtur síns marg- breytilega og stórkostlega lífs til fullnustu. Stelpuskott tekur út þroska LEIKLIST Skemmtihúsið Höfundur og leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Frönsk þýðing: Sólveig Simha. Að- stoðarleikstjóri: Clara Le Picard. Bún- ingahönnuðir: Clara Le Picard og Filippía Elísdóttir. Leikari: Sólveig Simha. Sviðs- mynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálma- son. Hljóð og tónlist: Margrét Örnólfs- dóttir. Sunnudagur 10. ágúst. FERÐIR GUÐRÍÐAR (LA SAGA DE GUÐRÍÐUR) Sveinn Haraldsson Sólveig Simha KRÝNING Poppeu eftir Monte- verdi er verkefni Sumaróperu Reykjavíkur í ár; frumsýning verð- ur á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Krýning Poppeu er dæmigerð endurreisnarópera, samin af fyrsta meistara óperutónlistarinnar, Claudio Monteverdi, og var frum- sýnd í Feneyjum 1642. Það hefur reynst erfitt að finna út hvernig óperan var nákvæmlega í upprunalegri gerð – það vill henda að hlutir glatist þótt á skemmri tíma sé en 360 árum. Frá þeim tíma hefur aðeins tvennt varðveist; teikning af sviðsmynd og upprunalegt textahandrit Busenellos, en það fannst fyrir nokkrum árum í Udine. Það sem varðveist hefur af tónlist eru raddskrár frá annarri uppfærslu óperunnar, árið 1651 í Napólí. Nokkrar yngri gerðir af texta- handriti hafa varðveist og ein út- gefin í heildarsafni verka Busenell- os sem gefið var út 1656. Litlu ber saman af þeim frum- gerðum verksins sem varðveist hafa frá sautjándu öld – hvort sem er í texta eða tónlist. Hvað tónlist- ina varðar telja tónlistarfræðingar nú, að önnur og yngri tónskáld hafi átt við frumgerð Monteverdis eftir hans dag – breytt og bætt við og fellt út atriði eftir hentugleikum hverju sinni. Tónlistarfræðingar hafa unnið af kappi að lausn þess- arar gátu á síðustu árum, í von um að geta skapað sem sannasta og heillegasta mynd af því sem höf- undar óperunnar ætluðu sér með verkið. Krýning Poppeu er sérstök að því leyti að hún er ein fyrsta ópera tónbókmenntanna sem byggð er á sögulegu efni, en slíkar óperur áttu eftir að verða afar vinsælar og eru enn í dag. Aðalpersónan er Poppea, hjákona Nerós Rómar- keisara. Poppea er ung og fögur og í þessu sambandi er það hún sem valdið hefur. Heimspek- ingnum Seneca sem jafnframt er lærifaðir Nerós mislíkar hegðun keisarans og reynir árangurslaust að fá hann til að bæta ráð sitt. Neró er nefninlega kvæntur Okt- avíu drottningu, sem að vonum finnur til afbrýði. Ottó, ástsjúkur aðalsmaður er reyndar ástfanginn af Poppeu, en hún geldur tilfinn- ingar hans engu. Málin flækjast þegar Oktavía felur Ottó að koma Poppeu fyrir kattarnef og aðgerð- in misheppnast. Til að leysa málin kveður Neró upp dauðadóm yfir Seneca og sendir Oktavíu drottn- ingu í útlegð – Seneca verður reyndar fyrri til og fargar sjálfum sér. Og þá er allt klappað og klárt og loks hægt að krýna Poppeu sem næstu drottningu Rómarveldis. Aðrar persónur koma við sögu, þar á meðal gyðjurnar Gæfa og Dyggð sem hafa sitt að segja um framvindu sög- unnar og svo auðvitað Amor í eigin persónu. Í Krýningu Poppeu eru lostinn og valdafíkn- in aflið sem drífur sög- una, en skynsemi og sið- ferðiskennd víkja. Monteverdi markar persónum sínum hverri og einni sitt músíkmál – ef svo má segja – tónlist Poppeu er tilfinningaheit og dúettar þeirra Nerós nánst erótískir, meðan sauð- urinn Ottó til dæmis fær litlausa og stefnulausa tónlist og Seneca heim- spekingur sterka og skýra. Krýning Poppeu fór að heyrast á nýjan leik um miðja síðustu öld, og hefur frá þeim tíma verið einn af föstu póstunum í stóru óperuhús- unum úti í heimi. Konunglegt framhjáhald Morgunblaðið/Kristinn Losti og ástríður hafa sigur á siðprýðinni. Hrólfur Sæmundsson er Neró og Valgerður Guðnadóttir ástkona hans, Poppea. Morgunblaðið/Kristinn Dísirnar Dyggð og Gæfa segja fyrir um það sem koma skal. Sigurlaug Knudsen og Hrafn- hildur Björnsdóttir í hlutverkum sínum. eftir Claudio Monteverdi Óperutexti eftir Giovanni Busenello byggður á annálum Takitusar og öðrum rómversk- um heimildum. Hljómsveitarstjóri: Edward Elwyn Jones Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Aðstoðarmaður leikstjóra: Gréta María Bergsdóttir Búningar: María Ólafsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Þórður Orri Péturs- son Dans og hreyfingar: Katrín Ingvadóttir Poppea: Valgerður Guðna- dóttir Neró: Hrólfur Sæmundsson Amor: Dóra Steinunn Ármannsdóttir Oktavía: Nanna Hovmand Ottó: Owen Willetts Drúsilla: Ólafía Linberg Seneca: Stefán Arngrímsson Fortúna: Hrafnhildur Björnsdóttir Virtú: Sigurlaug Knudsen Virtú/Valletto Hermenn: Ólafur Rúnarsson og Stefán Helgi Stefánsson Arnalta: Inga Stefánsdóttir Littore: Árni Gunnarsson Dansarar: Ásdís Ingvadóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Si- gyn Blöndal og Þórdís Schram. Hljómsveit: Arngeir Hauksson, lúta Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ágústa María Jónsdóttir, fiðlur, Kathryn Harrison og Eyjólfur B. Alfreðsson víólur, Hanna Loftsdóttir selló Edward Elwyn Jones semball og orgel. Krýning Poppeu HÉR á landi eru stödd 16 ung- menni frá Bretlandi á aldrinum 18 til 25 ára til að taka þátt í ungmennaskiptum Félags heyrn- arlausra. Koma þeirra er hluti af Evrópuverkefninu „Ungt fólk í Evrópu“ sem félagið tekur þátt í og eru þátttakendur frá Íslandi 13 talsins. Er verkefnið styrkt af UFE-áætlun Evrópusambandsins. Sérstök áhersla er lögð á leik- list og munu þátttakendur í sam- vinnu við Draumasmiðjuna setja upp leikþátt sem sýndur verður í kvöld, föstudaginn 15. ágúst, kl. 20 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Að sögn Hafdísar Gísladóttur, framkvæmdastjóra Félags heyrn- arlausra, er markmiðið með ung- mennaskiptunum að þátttak- endur kynnist menningu heyrnarlausra í Bretlandi og á Íslandi og þeim stofnunum og fé- lögum sem tilheyra samfélagi heyrnarlausra í viðkomandi landi. Íslenski hópurinn fór til Bretlands í apríl sl. og er nú í hlutverki gestgjafans. Morgunblaðið/Kristinn Leikhópur heyrnarlausra frá Bretlandi og Íslandi sýnir leikþátt í kvöld. Sýna leikþátt fyrir heyrnarlausa ♦ ♦ ♦ BÓKAÚTGÁFAN Salka hefur gefið út bókina Spáðu í mig í samvinnu við Spá- manninn og Ing- unni ehf. Þar fjallar Spámaðurinn um hvernig stjörnu- merkin passa sam- an og kemur á framfæri uppörvandi boðskap um hvernig einstaklingurinn getur virkjað til- finningar sínar og skapað jákvæða orku. Í fréttatilkynningu segir að Spá- maðurinn verði á ferð á Menningarnótt og muni koma við í Verksmiðjunni á Skólavörðustíg 4 milli klukkan 19 og 20 en annars kýs hann að fara huldu höfði. „Eins og gestir vefsvæðisins www.Spá- maður.is vita, er hann gæddur einstöku innsæi, hefur ferðast víða og endar för sína hér, því orkan er óhemjuöflug í Reykjavíkurborg einmitt þessa nótt. Ellý Ármannsdóttir, þekkt sem þula á Ríkis- sjónvarpinu, hefur aðstoðað spámann- inn við að skrásetja spádómana.“ Birgir Þ. Jóakimsson hannaði bókina sem er 160 bls., prentuð í Prentsmiðj- unni Odda og kostar 3.980 krónur. Spádómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.