Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Jónsson, fv.verkstjóri hjá Eimskip á Akureyri, fæddist á Akureyri 15. ágúst 1914. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 4. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin (Þorbjörg) Guðný Jóhannsdóttir, hús- freyja, f. 23. júlí 1885 á Kúgili í Þorvalds- dal, d. 9. ágúst 1950, og Jón Kristján Sig- urðsson, f. 19.8. 1877 á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, skipasmiður og tré- smiður á Akureyri, d. 25. apríl 1932. Guðný og Jón Kristján eign- uðust níu börn, þar af létust fjórir synir þegar í frumbernsku. Syst- kini Jóns sem upp komust eru: 1) Sigríður Nanna, f. 1912, d. 1960, 2 ) Gyða, f. 1918, d. 1976, 4) Hreiðar Eyfjörð, f. 1924, og 5) Eiríkur Ey- fjörð, f. 1928. Jón kvæntist hinn 17. júní 1952 Brynhildi Jónsdóttur húsmóður, f. 31.10. 1910 í Grundarkoti í Skaga- í sambúð með Nönnu Kristínu Skúladóttur. Ómar Örn á fyrir soninn Ágúst Aron, b) Gunnar Þór, f. 1980. Uppeldisdóttir Jóns, dóttir Brynhildar og Karls Jónasar Þórð- arsonar, er Karla Hildur Karls- dóttir, húsmóðir, búsett á Akur- eyri, f. 19. mars 1939. Hennar börn eru a) Jón Brynjar, f. 1956, b) Arn- grímur Þór, f. 1961. Hann á Dag og Sóleyju, c) Gunnhallur, f. 1962, d) Hildur Mary, f. 1972, í sambúð með Magnúsi J. Bragasyni. Þau eiga óskírða tvíbura og e) Karl Jónas, f. 1974, kvæntur Mary Jean. Þeirra dóttir er Karla Anna Karls- dóttir. Afabörnin eru þannig ellefu og langafabörnin orðin átta. Jón og Brynhildur bjuggu alla sína búskapartíð á Akureyri. Jón hóf störf hjá Jakobi Karlssyni, um- boðsmanni Eimskips á Akureyri, 1932, þegar hann varð að hætta nýbyrjuðu smíðanámi til að taka að sér umsjá fjölskyldunnar þegar faðir hans lést. Hann vann síðan allan sinn starfsaldur hjá Eimskip, þar af sem verkstjóri frá 1940. Jón var virkur í starfi Verkstjóra- félags Akureyrar og nágrennis, var m.a. í stjórn þess í mörg ár og var gerður að heiðursfélaga 1991. Síðustu árin dvaldi Jón á Dvalar- heimilinu Hlíð. Útför Jóns verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. firði, d. 8. des. 1993. Foreldrar hennar voru Oddný Hjartar- dóttir, húsfreyja, f. 24. september 1888 í Páls- gerði í Dalsmynni, d. 2. maí 1963, og Jón Steinmóður Sigurðs- son, f. 12. júlí 1877 á Hrauni í Öxnadal, bóndi í Tungukoti í Skagafirði, d. 14. jan- úar 1932. Dætur Jóns og Brynhildar eru: 1) Guðný yfirsjúkra- þjálfari á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, f. 11. febrúar 1953, gift Knúti Ósk- arssyni framkvæmdastjóra. Þau eru búsett í Mosfellsbæ og eru dætur þeirra: a) Heiða Berglind, f. 1972, gift Ásþóri Sigurðssyni. Þau eiga Arnór Breka og Evu Rut, b) Tinna Elín, f. 1979, í sambúð með Snorra Laxdal Karlssyni, c) Edda Rún, f. 1983, og d) Jana Katrín, f. 1986. 2) Oddný Hafdís, hársnyrti- meistari, f. 29. maí 1955, gift Jóni H. Lárussyni, verslunarmanni. Þau eru búsett á Akureyri og eru synir þeirra: a) Ómar Örn, f. 1973, Tengdafaðir minn Jón Jónsson er látinn. Þar er fallinn frá einn allra besti maður sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Kveð ég hann með miklum söknuði. Jón hefði orðið 89 ára í dag 15. ágúst. Ég kynntist Jóni og Bryn- hildi tengdamóður minni, sem lést árið 1993, fyrst um 1970. Þar fann ég strax að var fólk sem alla sína ævi hafði unnið hörðum höndum og tek- ist á við lífsbaráttuna af æðruleysi. Á heimilinu ríkti ró og sá friður sem einkennir sambúð þar sem málin eru rædd og gagnkvæm virðing ríkir fyr- ir ákvörðunum og tilfinningum. Frá fyrsta degi fann ég að ég var velkom- inn á heimili verðandi tengdafor- eldra minna, þrátt fyrir við Guðný værum bæði ung að árum. Jón starf- aði nánast alla sína tíð sem verk- stjóri hjá Eimskipafélagi Íslands. Var það ákaflega erilsamt starf því oft var vinnudagurinn langur og verkefni utan venjulegs vinnutíma. Minningarnar eru margar um slíkan ágætismann sem Jón var. Þar var trúnaður, dugnaður og kærleik- ur þær dygðir er réðu för. Minnist ég Jóns á hjólinu sínu með derhúfu á kollinum að koma heim úr vinnu í há- degi eða að kvöldi, oft eftir langan vinnudag. Ég minnist þeirra stunda er slegið var í spil á vetrarkvöldi og spiluð vist af mikilli innlifun. Ég minnist ferða inn í Vín þar sem borð- aður var ís og drukkið heitt kakó. Ég minnist hans þar sem hann stendur á svölunum í Hlíð eða við gluggann og veifar til okkar í kveðjuskyni. Ég minnist þess æðruleysis sem ávallt einkenndi þennan mann og glettn- innar sem ávallt var svo stutt í. Ég lít á það sem forréttindi að hafa kynnst Jóni og notið vináttu hans og um- hyggju. Síðasta glíman var stutt, en snörp. Snörp vegna þess að Jón var sterkur maður á sál og líkama. Ég veit að hann var hvíldinni feginn. Feginn að fá að fá að hitta Brynhildi sína aftur og hvíla við hennar hlið. Elsku Jón, þín er sárt saknað. Ég veit ég tala þar fyrir mun dætra þinna, afabarna og langafabarna. Minning þín og Brynhildar mun lifa um ókomna tíð. Knútur Óskarsson. Elsku pabbi, afi og langafi. Við kveðjum þig með djúpu þakk- læti fyrir að hafa átt þig og fyrir það veganesti sem þið mamma gáfuð okkur. Æðruleysi ykkar, dugnaður, og hin sterka trú á að fyrir öllu væri séð, af Honum sem öllu ræður. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt, sem hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. ( M. Joch.) Hinsta kveðja. Dætur, tengdasynir, afabörn og langafabörn. Látinn er á Akureyri minn góði frændi, Jón Jónsson fyrrverandi verkstjóri, tæpra áttatíu og níu ára, eftir skamma sjúkralegu. Eins og KEA og kirkjan eru sam- ofin nafni Akureyrar var „Nonni á Eimskip“, eins og hann var kallaður, að sama skapi tákn fyrir þá umgjörð, sem ég bar í huga í uppvextinum þar norður frá. Mér fannst sem smá- patta að lén hans væri allt hafnar- svæðið upp að KEA og út að Brauns- verslun, þar sem amma mín og hann bjuggu. Þetta var nafli heimsins. Þarna gerðust hinir „stóru hlutir“. Hún amma mín, Guðný í Braun, var vel kynnt og mikilhæf kona, sem ég vitna oft til. Þangað leitaði ég mikið sem krakki. Þegar Nonni frændi minn var á nítjánda ári missti hann föður sinn og þurfti hann þá ekki tvisvar að spyrja hvað fyrir honum lægi. Það var að komast í vinnu og létta undir með heimilinu. Börnin voru fimm og hann næstelstur, móðir mín tveimur árum eldri en þrjú systkini honum mun yngri. Þetta var á kreppuárunum og óvíða vinnu að fá fyrir ungling. Hann komst þó að sem sendill og af- greiðslumaður hjá Eimskip og Ríkis- skipum og varð svo jöfnum höndum verkstjóri og skrifstofumaður þar út starfsævina eða til sjötíu ára aldurs. Þau mæðgin héldu heimili lengi vel í Braunshúsi við Hafnarstræti og síðar í Sniðgötu 1, eða þar til amma mín lést árið 1950. Með þakklátum huga minnist ég allra gleðistund- anna, sem ég átti með þeim og frændum mínum tveimur og svo er um fleiri, því þau voru gestrisin í meira lagi. Við lát ömmu minnar hefst nýr kapítuli í lífi frænda míns, sem ég er ekki eins vel kunnugur þar sem ég var þá brottfluttur. Hann kvæntist mætri konu, Brynhildi Jónsdóttur, og settu þau bú sitt fyrst við Klapp- arstíg. Í samlífi þeirra mátti víða sjá glaða geisla í spori. En það var ekki átakalaust að vera verkstjóri hjá Eimskip á tímum sem spönnuðu allt frá gömlu Súðinni til hátæknivæddra Fossanna. Framan af var tækjaskortur jafnt í skipum sem í landi og erfitt hefur verið að deila niður vinnu á menn í atvinnu- leysi þeirra tíma svo vel færi, eða halda út langar vinnulotur og verja varning og tól, því veður gátu orðið óblíð á stundum. Svo þegar því lauk og skipin farin á aðrar hafnir tóku við afgreiðslustörfin og ýmislegt stúss á skrifstofu Eimskips og einnig voru Ríkisskip afgreidd á sama stað. Þá kom sér vel að vera sterkbyggður á alla lund. Og stjórnsamur var hann eins og ég fann þegar ég fékk stöku sinnum vinnu hjá honum í skólafrí- um. Þá var ég ekki hafður í neinum stofuhita. Það mun seint fenna í spor „Nonna á Eimskip“. Þótt ég flytti frá Akureyri höfðum við ætíð samband, ýmist símleiðis eða ég leit við hjá honum, oftast á af- greiðslu Eimskipafélagsins við Kaupvangsstræti þegar ég átti tíðar ferðir norður vegna vinnu minnar og síðustu árin á dvalarheimilinu Hlíð í mínum föstu ferðum norður í Laxá. Fljótlega eftir lát Brynhildar fór hann að Hlíð og dvaldi þar við gott atlæti til hins síðasta. Og nú að leið- arlokum kveð ég vammlausan mann og góðan dreng. Jón R. Steindórsson. JÓN JÓNSSON Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENJAMÍNS S. ANTONSSONAR skipstjóra, Snægili 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til Jóns Þórs Sveinssonar hjartalæknis, annarra lækna og starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og einnig Heimahlynningar á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Margrét Ásgrímsdóttir, Anton Benjamínsson, Björg Konráðsdóttir, Bryndís Benjamínsdóttir, Haraldur Krüger, Ásgrímur Þór Benjamínsson, Sigrún Brynjólfsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, BJÖRNS ZOPHONÍASAR GUNNLAUGSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa á Dalbæ fyrir frábæra umönnun og vináttu. Guðlaug Björnsdóttir, Hilmar Daníelsson, Erla Björnsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ríkarður Björnsson, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Arna Björnsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, BJÖRN KJARTANSSON steinsmiður, Kleppsvegi 62, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut þriðju- daginn 12. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elín Sigurðardóttir, Rúnar Ágústsson, Sveindís Helgadóttir, Sóldís Björnsdóttir, Svavar Tjörfason, Sigurður P. Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Björn Björnsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS FRIÐRIKSSONAR, Hafnartúni 12, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Hrefna Gunnarsdóttir, Sævaldur Jens Gunnarsson, Sigurður Jón Gunnarsson, Silja Arnarsdóttir, Dagur Gunnarsson, Hanna Viðarsdóttir, Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, Guðjón Betúelsson og barnabörn. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, JÓNS ÓLAFSSONAR, Árskógum 8. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til Karls Logasonar læknis, hjúkrunarfræðinga og starfsfólks á deild B-6, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Ingigerður Runólfsdóttir, Sirrý Laufdal Jónsdóttir, Ólafur Laufdal Jónsson, Trausti Laufdal Jónsson, Hafdís Laufdal Jónsdóttir, Erling Laufdal Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA HALBLAUB, Digranesheiði 17, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 6. ágúst, verður jarðsungin mánudaginn 18. ágúst frá Bústaða- kirkju. Athöfnin hefst kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.