Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 15.08.2003, Síða 38
KIRKJUSTARF 38 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGINN 17. ágúst verð- ur haldin guðsþjónusta þar sem fluttar verða útsetningar Björns Thoroddsen á sálmum Martins Lúthers fyrir djasskvartett. Kvartettinn skipa Björn Thorodd- sen, gítar Stefán S. Stefánsson, saxófónn, Jón Rafnsson, kontra- bassi og Eric Qvick, slagverk. Martin Lúther var óhræddur við að nýta það besta í tónlist sam- tíma síns og átti í samskiptum við nokkur af helstu tónskáldum síns tíma. Nokkur af lögunum sem flutt verða er ávöxtur af þessu samstarfi. Það telst til tíðinda að djasstónlistarmenn nýti sér sálmalög Lúthers til flutnings og hvergi á það betur við en í guðs- þjónustu. Guðsþjónustan hefst kl. 11.00 í Árbæjarkirkju. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur. Messað á ný í Fella- og Hólakirkju Í sumar hafa verið kvöldguðs- þjónustur í Fella- og Hólakirkju á sunnudögum en frá og með sunnudeginum 17. ágúst verður messað kl. 11.00 á sunnudags- morgnum. Boðið er upp á kaffi eða svaladrykk fyrir og eftir guðsþjónusturnar í safnaðarheim- ilinu þar sem kirkjugestir geta spjallað saman. Sóknarprestar sóknanna, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefáns- son, messa til skiptis. Í byrjun september hefur sunnudagaskól- inn göngu sína í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón Elínar El- ísabetar Jóhannsdóttur og verður hann á sama tíma og messað er. Á fimmtudagsmorgnum býður Fella- og Hólakirkja upp á bibl- íulestur og helgistund kl. 10.30 í Félagsmiðstöðinni Gerðubergi. Lilja djákni hefur umsjón með þeim stundum. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Næstkomandi sunnudag, 9. sunnudag eftir þrenningarhátíð, mun Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni predika og þjóna fyrir alt- ari í guðsþjónustunni kl. 11.00. Lenka Mátéová organisti leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Meðhjálpari verður Jón A. Björnsson. Það er gott að koma saman í húsi Guðs til að uppbyggjast af orði hans, þakka það sem vel gengur hjá okkur og biðja um náð hans og miskunn. Sóknarnefndin. Söngskemmtun í Fríkirkjunni Bjargræðiskvartettinn heldur söngskemmtun í Fríkirkjunni að kvöldi Menningarnætur, laugar- dagskvöldið 16. ágúst kl. 22. Kvartettinn mun flytja dagskrá sem samanstendur af ljúfum og skemmtilegum lögum sem eru flestum kunn. Lögin fá hér nýjan hljóm í sérstæðum Bjargræðis- útsetningum. Kvartettinn hefur verið starfandi um þriggja ára skeið. Bjargræðiskvartettinn hefur sömu kynjaskipan og ABBA- flokkurinn forðum, eða tvennt af hvoru kyni, allir syngja og allir spila á alls konar hljóðfæri. Kvartettinn skipa: Reykvíkingurinn Anna Sigríður Helgadóttir, Patreksfirðingurinn Gísli Magnason, Hafnfirðingurinn Örn Arnarson og Húsvíkingurinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Menningarnótt í Hallgrímskirkju Á Menningarnótt í Reykjavík 16. ágúst verður að venju fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju, en undanfarin ár hafa þúsundir Reykvíkinga komið í kirkjuna þennan dag, hlustað á dagskrár- atriðin en einnig notað tækifærið til að setjast inn í kirkjuna, tendra bænaljós og notið kyrrðar. Að þessu sinni verður dagskráin með þessum hætti: Kl. 12.00 Hádegistónleikar, Steingrímur Þórhallsson, org- anisti í Neskirkju, leikur á orgel kirkjunnar. Flutt verður sónata eftir Guilmant og kóralforspil eft- ir Max Reger. Kl. 19.00 Orgeltónleikar í umsjá Jóns Bjarnasonar org- anista. Kl. 20.00 Tónleikar með Schola cantorum undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Kórinn mun flytja hluta af efnisskrá kórsins á Listahátíð Ólafsdaganna í Niðar- ósi um síðustu mánaðamót, en kórinn vakti mikla athygli á há- tíðinni. Kl. 21.00 Mótettukór Hall- grímskirkju flytur m.a nokkur kórverk eftir J.S. Bach undir stjórn Harðar Áskelssonar kant- ors. Kl. 22.00 Helgistund í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar. Mótettu- kór Hallgrímskirkju syngur og organisti verður Hörður Áskels- son. Kirkjan verður opin milli 9.00– 22.30. Sunnudaginn 17. ágúst verður messa í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Prestur: Jón Dalbú Hróbjartsson. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur og Jón Bjarnason verður organisti. Lúther og djass Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Fella - og Hólakirkja Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl. 12 á morgun, laugardag. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel. Menningar- nótt í Hallgrímskirkju frá kl. 17 og lýkur með helgistund kl. 22 í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Kirkjunni lokað kl. 23. Fríkirkjan í Reykjavík. Laugardagurinn 16. ágúst. Bjargræðiskvartettinn verður með tónlistardagskrá í Fríkirkjunni klukkan 22. Allir velkomnir. Garfarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20. Laugardagur AA-hópur hittist kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Trésmiðir, gröfumenn, byggingaverkamenn Vegna aukinna verkefna óskar JB Bygginga- félag eftir að ráða trésmiði, gröfumenn og byggingaverkamenn. Nánari upplýsingar gefur Magnús Kristjánsson í síma 544 5333 og Kristján Yngvason í síma 693 7005. Umsóknir berist til skrifstofu JB Bygginga- félags, Bæjarlind 4. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.jbb.is eða senda umsókn með tölvupósti á magnus@jbb.is Hjá JB Byggingafélagi er boðið er uppá góða starfsaðstöðu og líflegt starfsmannafélag. Næg verkefni eru framundan. Verkamenn óskast strax Mikil vinna. Klæðning ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi, símar 565 3140 og 899 2303. R A Ð A U G L Ý S I N G A R BÁTAR SKIP Fiskiskip til sölu Björg SU 3, sskrnr. 1935 sem er 123 brúttórúmlesta togskip, smíðað í Svíþjóð árið 1988. Aðalvél skipsins Caterpillar 705 hö. Skipið selst með veiðileyfi og aflahlut- deildum skipsins. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík. Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður með reglum nr. 449, 29. október 1986. Gildandi reglur eru nr. 453, 18. maí 2001. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póst- sögu og hvers konar kynningar- og fræðslu- starfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins skal sjóðurinn styrkja sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstakling- um og stofnunum. Næsta úthlutun styrkja fer fram á Degi frímerk- isins 9. október 2003. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, b.t. Halldórs S. Kristjánssonar, samgönguráðuneytinu, Hafnar- húsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk. Umsóknarfrestur er til 15. september 2003. Reykjavík, 6. ágúst 2003. Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs. Herrafataverslun óskar eftir að ráða starfskraft ekki yngri en 22 ára. Um fullt starf er að ræða. Umsóknum skal skilað á box@mbl.is eða til auglýsingadeildar Mbl., merktum: „Herrafata- verslun — 14034", fyrir 19. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.